Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Öllum ber saman um, að Selma hafi verið alvörugefið barn, sem lifði í heimi sinna eigin hugmynda og þeim sög- urn og sögnum, sem andrúms- loftið á heimili hennar var gagnsýrt af. Vermlenzkar sagn-" ir urðu, uppistaðan í fyrsta stórbrötna skáldverki hennar og að líkindum því frægasta, Gösta Berlingssögu. En á uppvaxtarárum Selmu var lífið á vermlenzkum herra- garði ' 'ekki aðeins hljóðlátar stunðir við kné sagnaþuls, það var stitrfið breytilegt eftir árs- tiðum, námið; bóklegt, hljóm- list tíg handavinna, og margt var sér til gamans gert; stór samkvæmi voru haldin í Sunne með leiksýningum, söng og dansi. Margir draga þá ályktun af frásögn Selmu um ballið í Sunne, að hún hafi að jafnaði setið hjá, þegar öðrum ungum stúlkum var boðið í dans. En á ballinu, sem um getur, var hún aðeins tíu ára, og varla farið að telja hana með ball- dörmim. Vinstúlka hennar frá nppvaxtarárunum, Siri Fröding- Torgný hefur lýst gleðskapnum á heTragörðunum beggja vegna Frykenvatns (Löven í Gösta Berljngssögu) og sagt frá því, að Seimu hafi þótt gaman að dansa og hún hafi dansað vel, þrátt fyrir heltina. Hún segir svo; „Aður en Selma dansaði út á. gólfið með herra sínum vafði hún hár sitt, sem fléttað var á eina langa fléttu um arm sér, svo að það skyldi ekki slást í hina dansendurna í sveiflandi hröðum dansinum". Húti var þá komin um tvítugt. A afmælisdegi liðsforingjans á Márbacka, 17. ágúst, var alltaí mikið um að vera, gestir streymdu að 02 væntu sér góðr- ar skemmtunar. Þegar 'Selmu óx fiskur um hrygg stóð hún fyrir leiksýlningu þann dag, æfðí leikendurna og lék sjálf. Stundum var leikritið húsgang- ur, sem víða var leikinn, til dæmis Litla dóttirin, sem oft liefur verið leikin hér á landi. En stundum var leikritið nýtt eftir ónefndan höfund, og virð- ist þá ekki fjarri lagi að geta sér þess til, að höfundurinn hafi verið Selma Lagerlöf sjálf. Hún orti mikið af tækifæris- ljóðum á uppvaxtarárum sín- xim. Það varð því snemma kunmugt að hún væri gædd góðri skáldskapargáfu og af þeirri ástæðu var hún hvött tii að fara áð heiman til að afla sér staðgóðrar þekkingar, bæði vegna þess þroska er mennt- un weitár; og til þess að skapa sér möguleika til sjálfstæðs starfs 'og þár með fjárhags- •öryggis. Fjárhag Lagerlöfs fjöl- skyldunnar fór stöðugt hrak- andi, Selma átti ekki annars kost en lifa af vinnu sinni, og tíu' dýrmætum árum eyddi hún í kennslústörf í Landskróna. — —j — Nemendum Selmu í Landskróna varð það ógleym- anlegt, hve vel hún sagði frá. Einhverju sinni sagði hún nem- endum sínum frá spámanninum Múhamed, trúarbrögðum hans og guðdómlegum vitrunum. StúJJknrnar voru svo gagntekn- ar af frásögn hennar að þær hvorki heyrðu né sáu, er for- stöðúkona skólans kom inn í keraislustofuna. Hún gekk að kenaaraþúitinu og sagði: „Selmá,- > Sél'ma, þú gerir þær allar að Múhamedstrúarmönn- um" I fögru veðri fór Selma með nemendum sínum út og kenndi þeim undir beru lofti, eða sagði þeim sögur. Þannig sat hún hjá þeim á ströndinni við Eyrarsund og sagði þeim sög- una af Ástríði Ölafsdóttur, för hennar frá Uppsölum til Kon- ungshellu, og frá íslenzka skáldinu Hjalta, sem gekk á ¦ ' '":'¦;. ¦¦••.¦: ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR: ^elma J^aaemöl en það voru verðlaun tímarits- ins Iðunn. Hún fluttist af þessu skuggalega lofti i hús Brand- bergs læknis í Landskróna. Innileg vinátta tókst með henni og læknishjónunum. Læknirinn kunni að vísu ekki að meta Gösta Berlingssögu en kona hans því betur. „Það er bók, sem rís hátt yf- ir sól, mána og stjörnur", sagði hún. iflobvi ai miMiiKqaa uví fund hennar til að aftra henni frá að framkvæma svikráð föð- ur hennar, Ólafs Svíakonungs Eiríkssonar og ganga í brúðar- sæng með Ólafi Haraldssyni Noregskonungi undir því yfir- skyni að hún væri Ingigerður fagra, hálfsystir hennar, sam- feðra. En Ólafi Svíakonungi þótti það óvirðing ger við nafna sinn að gefa honum þá dóttur- ina, er frilluborin Var og alin upp sem ambátt. Sagan er á- hrifamikil og ungu stúlkurnar hrifust svo með af frásögninni, að þær stóðu á öndinni af hug- aræsingi. Þegar frásögninni lauk virtist þeim ljómi stafa af andliti kennslukonunnar, rétt eins og Astríði drottningu hafði virzt um mann sinn, Ol- af helga, er hið góða sigraði í sál hans. Selma spurði nemendur sína einhverju sinni, hvort þeim félli betur, að hún færi með ljóð eða óbundið mál. Svaraði þá ein stúlkan feimnisiega en þó áköf: „Það er allra skemmti- legast þegar frökenin segir frá, bara segir frá". Þessara orða minntist Selma æ síðan, því að hún vissi að þau voru sönn, hún var hinn mikli sagnaþulur. Heima á Márbacka, í kenn- araskólanum í Stokkhólmi og á Landskrónaárunum orti Selma Lagerlöf talsvert í bundnu máli, margt af því voru tækifærisljóð. Hún lagði áreiðanlega ekki mikið upp úr Ijóðagerð sinni, en kom þó til hugar að yrkja ljóðaflokk um Gösta Berling, hún hafði einn- ig leikrit í huga, er hún leit- aði að því formi, er bezt hæfði þessu ævintýralega efni. Hvérn- ig sagan, sem vildi láta segja sig og komast ; út í heiminn, varð til segir Selma frá í Saga om en saga. Selma bjó uppi á lofti í kvennaskólanum í Landskróna. Það var gamalt kaupmannshús frá átjándu öld og fremur skuggalegt þar uppi, en þar skrifaði hún þó sumt af því, sem síðar gerði hana fræga. Á húsinu er nú minningartafla, er segir til um hvar Selma hafi búið, þegar hún ritaði þá þætti úr Gösta Berlingssögu, sem öfluðu henni fyrstu bókmehhta-- viðurkenningar, sem hún fékkj Brandbergshjónin áttu dóttur, sem Rut hét, hefur hún ritað minningar sínar um Selmu sem kennslukonu, vin og vinnuveit- anda. Rut hafði sterka löngun til arstyrk. Ef henni ætti að ganga vel útheimtist meira en mann- leg vinna, en ef kraftarnir hrykkju ekki til væri engrar gleði að vænta af erfiðinu. Rut Brandberg hætti við að gerast rithofundur, en hún hætti lika við kennslustörfin og gerðist garðyrkjukona. Að loknu garðyrkjunámi í Eng- landi, réðist hún til Selmu, sem þá hafði nýlega keypt Már- backa í mikilli órækt og lék hugur á að koma sér þar upp fallegum garði. — — Meðan Rut Brandberg var á Márbacka kom Nils Hol- geirsson þangað, litli drengurinn sem Selma tók til fósturs. Hann var frá fátæku, barnmörgu heimili og gömul kona, sem var að snúast í að koma honum fyrir á barnaheimili^ en tókst það ekki, fékk þá hugmynd, að hann væri bezt kominn hjá Selmu Lagerlöf. Hún skrifaði henni því og sagði henni, að það væri áreiðanlega guðs vilji að hún tæki drenginn að sér, fyrst hann héti sama nafni og söguhetjan hennar fræga, sem sat á gæsarbaki og flaug um endilanga Svíþjóð. Þegar Nils Holgeirsspn var að því spurður, hvort það hefði ekki verið íeiðinlegt að alast upp á svona fínu frökenaheim- Selma Lagerlöf! að gerast rithöfundur og hug- leiddi mikið, hvort hún ætti að hætta störfum sem kennslu- kona og snúa sér fyrir alvöru að ritstörfum, hún sendi Selmu sögu eftir sig til umsagnar og leitaði jafnframt ráða hjá henni í því vandamáli, er fyrir lá til lausnar. Selma fór ^viður- kennandi orðum um söguna hennar og taldi hana hafa ó- tvíræða hæfileika til ritstarfa, en hve mikla, það yrði tæpast ráðið af einni smásögu. Hún gaf henni ýms góð ráð, ef hún tæki það fyrir að gerast rit- höfundur. En að lokum varaði hún við þeim erfiðleikum, sem rithöfundur á við að etja. Út á þá braut skyldi enginn leggja, nema hann hefði sterkan lík- ama og styrkar taugar, fleiri hefðu hæfi!eika en þol og sál- ili svaraði hann, að það hefði verið. öðru nær. Selma Lager- löf og ráðskona hennar, fröken Lundgren, sögðu sem svo, að strákar væru alltaf strákar og yrðu að fá að göslast Það var ekki tekið hart á bernskutil- tækjum hans, nema ef vera skyldi, þegar hann rændi f jöðr- um úr stéii páfuglsins Faraó til þess að skreyta sig með í Indíánaleik. Nils var frjáls að því að bjóða heim félögum sínum og herbergið hans var hans eigið ríki, þa.r sem hann fékk að. leika sér eins og hann lysti. Leikföngum og.iiverskon- ar sporttækjum fékk hann mik- ið af og ljósmyndavél. Se'.ma skipti sér ekki sérlega mikið af honum daglega, en lét hann ekki faraá:fflís við neitt, sem drengjum þykir gaman að. Hann var ekki fyrir bókina, en það sagði Selma að skipti minnstu máli, ef hann lærði eitthvert gagnlegt verk, leysti það vel af hendi og yrði ærleg- ur maður. Hún setti hann í al- þýðuskóla og seinna búnaðar- skóla og spurði hann, hvort hann vildi búa sig undir að taka við búskapnum á Már- bakka. En Nils hafði þá ákveð- ið að fara til Ameríku og leita gæfunnar þar. Hann hafði kviðið fyrir að tala um þetta við Selmu, en hún tók því ró- lega og sagði honum, að hvert sem leið hans lægi þá skyldi hann ávalt minnast þess, að hann ætti heimili á Márbacka. Hann var tó'f ár í Ameríku, að þeim tíma liðnum kom hann aftur til Svíþjóðar með sænska konu sína og lítinn son þeirra, sem var látinn heita NiJs Hol- geirsson, vegna þess að gæfa fylgdi nafninu að trú föður hans. Meðan Nils var í Ameríku skrifaði Selma honum um allt það, sem hún vissi, að hann hefði gaman af að frétta . að heiman, fréttir frá MSrbacka og úr sveitinni þeirra, um tíð- arfar og skepnuhöld, sprettu og uppskeru, verðlag og afkomu manna. Ennfremur sagði hún honum af sjálfri sér, bókum sínum og ferðum, bækur sín- ar sendi hún honum jafnóðum og þær komu út. Hún tók inni- lega þátt í öllu, sem fyrir hann bar og hann skrifaði henni um, atvinnu hans og fjárreiður, gladdist yfir því að hann var duglegur og framtakssamur og gat skapað sér - sjá'fstæða vinnu. Henni þótti gaman áð fá myndir af honum og geta sýnt, hvað Nils litli Holgeirs- son, sá rétti eins og hún kall- aði hann, væri orðinn reffileg- ur maður. Þegar hún óskaði honum til hamingju með hjóna- band hans, sagði hún honum giftingarfrétt úr sveitinni, „.... svo að þú sérð að við giftum okkur líka hér heima". I sama bréfi segir hún frá því að bú- ið sé að skjóta ís'enzka hestinn, hann Bob, sem var orðinn brjóstveikur, og það eigi að f ara að sýna • í Stockhólmi óperu, er samin hefði verið eftir Gösta Berlingssögu. Litla Nils Holgeirssyni sendi hún gull^ening, sem hún var búin að eiga lengi, gul'pen- ingar voru þá löngu komnir úr umferð. Hún lagði ríkt á að drengurinn fargaði peningnum aldrei því að hann átti að vera lukkupeningur. Nils var kominn heim með , fjölsky'du sína og seztur að i Smálöndum, þegar hann fékk bréf frá Selmu skrifað síðasta vorið, sem hún lifði. Hún bað afsökunar á því að hún hefði ekki skrifað svo lengi og bar -því við að hún hefði oftekið sig á bréfaskriftum eftir átt- ræðis afmælið sitt. Auk margra bréfa og korta, sem hún skrif- aði með eigin hendi skrifaði hún nafn sitt undir sextán hundruð prentuð þakkarkort. Síðasta bréfið til Nils skrifaði hún tveimur mánuðum fyrir lát sitt. Hún sagði honum, að hún hefði átt góð jól á gamla vísu þrátt fyrir ókyrrðina í heiminum. Hún fann að elli- þunginn færðist yfir, þrekið- var að fjara út. Á leiði hennar var blómsveig- Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.