Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 ÍÞRÓTTI RITSTJÓRI: Frá umræðufundinum með FRÍ: Gert verði erfiðara fyrir um flutnins milli féíaga — Stigamótin misheppnuð Stefán Kristjánsson tók und- ir orð Benedikts Jakobssonar, að þjóðin ætlist til þess, að „stjörnurnar“ séu til fyrir- myndar jafnt utan vallar sem innan. Stefán ræddi nokkuð um stigamótin og vildi halda því fram, að þau hefðu misheppn- azt, og vildi kenna því um, að ofurkapp félaganna væri svo mikið að ná í stig, að það spillti heildaráhrifum móts- ins. Hann lagði til að Reykja- víkurfélögin þrjú tækju upp mót, þar sem hvert félag sendi fram 2 menn í hverri grein, og keppnin yrði með landskeppnissniði. Taldi hann slíka keppni geta orðið skemmtilega. Því má líka skjóta hér inn í, að til þess að auka þátt- tökuna mætti líka efna til móts í tilteknum greinu,m, þar sem hvert félag sendi fram 10 menn til keppni, það segði líka til um það hvaða félag væri með flesta liðtæka keppendur. Um skróp keppenda, sagði Stefán, að það væri eðlilegt að gera félög ábyrg fyrir skrópi keppenda, ef ekki væri um fullgildar ástæður að ræða og sektir væru sjálfsagðar, en eins og áður hefur verið frá sagt, var Stefán líka á þeirri skoðun, að sektin mætti ekki vera há, eða 25 kr. Stefán ræddi nokkuð um menn, sem flytjast milli fé- laga og keppa með litlum fyr- irvara í félagi, án þess að fyrirvaralítil skipti, sem oft' hafa mjög gaman af að horfa á drengina keppa, þeir sýna keppnisvilja og góða keppni, þó árangur sé ekki sérstakur. Hann var því fylgjandi að sér stakur blaðafulltrúi væri starf andi og að slíkan mann ættu félögin lika að hafa. í umræðunum kom það fram, að/víða væri áhugi ekki nógu mikill í héraðssamböndunum því eitt sinn sendi FRl út tíniaseðla til þeirra til að æfa eftir, en vitað var að hjá einu sambandinu lágu þeir óhreyfð- ir í eitt ár og ekki hirt um að koma þeim út til þeirra, sem áttu að nota þá. Þó kom það fram að áhugi væri vaxandi fyrir frjálsum íþróttum. væru óeðlileg, og hefðu oft valdið leiðindum. 1 sambandi við hugsanlega keppni utanbæjarmanna og Reykjavikur, lagði hann ein- dregið til að þeir íþróttamenn, sem hefðu flutzt til bæjarins, kepptu með utanbæjarmönnum nokkru á eftir. Jákvæður blaðamannafundur Þórður B. Sigurðsson sagði, að þetta væri jákvæðasti blaðamannafundur sem hann hefði setið, og taldi umræð- urnar mjög jákvæðar fyrir starfsemi frjálsra jþrótta. Hann viðurkenndi að það væri pressa frá félögunum að fá menn inn á mótin, sem væru líklegir til þess að vinna, eða standa sig 1 vel. Hann hvatti blaðamenn til þess að skrifa meira um mót- in fyrirfram, en viðurkenndi að þátttökutilkynningar kæmu oft það seint að erfitt væri að koma í tæka tíð upplýsing- um til blaðanna. Um s'krópin sagði Þórður m.a.: Margir íþróttamannanna eru einráðir herrar, sem keppa fyi’ir sjálfa sig, og ef það hentar þeim, þá koma þeir, annars ekki. Þetta er mjög skaðlegt fyrir mótin, og ekki alltaf menn til að hlaupa í skarðið. Þetta verður að laga. Um ,.veiðar“ á íþróttamönn- um sagði Þórður, að Reykvík- ingar ættu að vinna að því að byggja upp frjálsar íþrótt- ls vaim B-lið IR í meistaraflokki karla í körfuknattleiksmótinu Engar sérstakar tillögur voru settar fram til samþykktar, fundurinn var ekki boðaður í þeim tilgangi, heldur til að ræða málin og reyna að kyrfja þau atriði, sem áfátt var um. Margt kom fram, sem betur mætti fara, eins og gengur, en orðin liggja til alls, og það er viljinn og starfið er í sam- einingu eiga að efla íþróttina. Reykjavíkurmeistaramót í körfuknattleik hófst s.l. mánu- dagskvöld í íþróttahúsi Í.B.R. við Hálogaland. Leiknir voru tveir leikir þetta kvöld. Hinn fyrri var í 2. flokki karla og áttust þar við Ármann og I.R. Sigruðu Ármenningar með miklum yfirburðum 50:15. Er þessi unglingaflokkur Ármanns skipaður mjög efnilegum ein- staklingum og verða þeir án efa mjög skæðir keppinautar meistaraflokksliðanna, er þeir hafa aldur og þroska til stærri átaka. Lið ÍR er hinsvegar ekki eins leikvant, enda skip- að byrjendum að mestu. Síðari leikurinn var í meistaraflokki karla á milli íþróttafélags stúdenta og B-liðs ÍR. I liði IR var m.a. hinn kunni hand- knattleiksmaður, Ragnar Jóns son úr Hafnarfirði, sem stóð sig furðanlega, þó að skotör- yggi hans væri fremur lítið. IR byrjaði mjög vel, náði 6:0 en síðan jafna stúdentarnir 6:6 þá taka iR-ingar annan 6 stiga „sprett“ (12:6), en undir lok hálfleiksins tekst l.S. að jafna og í leikhléi er staðan 18:17 fyrir I.S. 1 síðari hálfleik náði I.S. forustunni örugglega og sigraði 34:25. 1 liði stúdentanna voru þeir Kristinn og Jón at- kvæðamestir. 1 heild var leikur þessi frem- ur lélegur, einkum var öryggi í körfuskotum lítið og verða leikmenn að leggja meiri rækt við þau, ef þeir á annað borð ætla að ná einhverjum árangri. Dómarar í leik þessum voru Ingi Þorsteinsson og Þórir Ár- inbjarnarson. Framkvæmd mótsins: Framkvæmt þessa móts, ef marka má af þessu kvöldi, er léleg. Leikirnir hefjast,. ekki stundvíslega, auk þess„ sem alltof lítið er gert til þess að vekja athygli á þessari ágætu íþrótt. Vonandi verður, bætt úr þessu eins fljótt og unnt er. Mótinu verður haldið ^fram n. k. föstudag. c.r. Auglýsið í Þjóðviljanum , , ... , ir með Reykvíkingum fyrst og nokkur viti um breytmguna | fremst en vera ekkj. að tela« nema keppandinn og hið nýja félag. Vildi hann að á þessu yrði breyting, og að það yrði tekið upp, að ef menn hefðu í huga að skipta um félög og keppa með sínu nýja félagi, að þá yrðu þeir að tilkynna það ákveðnum aðilum með svo og svo löngum fyrirvara áður en þeir fengju að keppa fyrir nýja félagið. Taldi liann að þetta gæti verið til að hindra Handknattleikír ' iitn sl Iielgi 13 leikir um s.l. lielgi Reykjavíkurmeistaramótinu í handknattleik var haldið áfram nm s.l. helgi og urðu úrslit í einstökum leikjum svo sem hér segir: 2. fl. kv. A Vík.—Þrótt 8:3 2. fl. kv. A KR—Valur 3:0 2. fl. kv. A Ármann—Fram 9:3 3. fl. k. B Vík.B—Vík.C 5:4 3. fl. k. B Valur—Ármann 4:3 2. fl. k. A Fram—Víik. 8:7 2. fl. k. A KR—Ármann 3:3 2. fl. k. A Þróttur—ÍR 9:1 2. fl. kv. IB Valur—Ármann 2:0 Mfl. kv. Fram—Þróttur 8:3 Mfl. karla. ÍR—Ármann 20:7 Mfl. karla KR—Víkingur 18:4 Mfl. karla Valur—Fram 13:13 Næstu leikir fara fram á laugardag og sunnudag n. k. mönnum utan af landi. Það er nóg af piltum sem eru efnileg- ir og koma, ef þeim er sinnt og kennt. Það er mi'kið erfiðara að vera starfsmaður en keppandi á mótum, sagði Þórður, því mið- ur vantar góða dómara, og ekki sízt leikstjóra. Það ])arf að auka áróðuriim fyrir íþróttunum sjálfum Það er ekki nóg að til séu klukkur, tæki, starfsmenn og völlur, sagði Svavar Markús- son, ef ekki eru til keppendur. Það virðist, að ef hlaupið er lengra en einn hringur, þá eru varla nema 2 keppendur , í hverri grein. Það sýnir að það er e'kki nógu mikill áhugi. Það þarf að auka áróðurinn fyrir íþróttunum sjálfum. Þáttur Sigurðar Sigurðssonar í fyrra var ' spor I rétta átt, hann fræddi menn um þessi mál úti um landið, og ætti það að draga úr hættunni á „ránum“ utanbæjarmanna. Hann sagðist A Þjóðviljinn er málgagn verkalýðsins. Með því að styðja Happdrætti blaðsins leggur þó þinn skerf til baráttunnar fyrir bættum kjörum alþýðunnar. r 10 króna miði í Happdrætti Þjóðviljans getur fært þér 100 þúsund króna Opelbif- reið í jólagjöf. 'WS ■ymi 1:v T Til afgreiðslu strax! hentugar grjótmulmngsvélar, aíköst frá 18 til 25 ten.metrar á klukkutíma. Trektarop frá 650 til 400 mm. Vinsamlegast látið oss vita hvers þér óskið. Deutscher Innen- und Aussenhandel MASCHINEN — EXPORT Mehrenstrasse 61 (M7) Berlin W 8 Deutsche Demokratische Republik. illSIHIIilW«SIPORT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.