Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 10
3 0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. nóvember 1958 Molar af miiniiiigaauði Framhald af 7. síðu. ur með borða, er á var letrað nafn, sem mörgum varð star- sýnt á. Frá Nils Holgeirssyni stóð þar. Ollum varð hugsað til víðfrægrar söguhetju með þvi nafni, en tiltölulega fáum var kunnugt um fóstursoninn, sem fór ungur að heiman í gæfuleit, en vissi, að heima var honum beðið blessunar og þang- að átti hann alltaf afturkvæmt. Eftir lát Selmu Lagerlöf fluttist Nils Holgeirsson aftur til Ameríku með fjölskyldu sína. Á hátíðinni í Vermalandi í sumar, í tilefni af aldaraf- mæli Selmu Lagerlöf, sendi hann eftirfarandi skeyti: Með þakklæti og virðingu minnist ég velgjörðarkonu minnar. Nils Hoigeirsson. — — Fyrstu árin eftir að Selma hætti kennslustörfum í Landskróna ferðaðist hún mik- ið ásamt vinkonu sinni, rithöf- undinum Soffiu Eikan. Þær fói'U víða um Evrópu og til Austurlanda. Þar voru þær um aldamótin 1900. í Palestínu við- aði hún að sér efni í skáldsögu sína Jerúsalem, síðari hlutann, er ríefnist: í landinu helga. Hún ferðaðist um endilanga Svíþjóð, allt norður til Lapp- lands, til að kynna sér land sitt, rækilega áður en hún skrifaði bókina um hina und- ursamlegu ferð Nils Holgeirs- sonar. Eftir að hún settist að á Márbacka varð lítið um langferðir. — •—• Tryggð Selmu Lagerlöf við ættaróðal sitt og sá metn- aður hennar að búa stórt og ríkmannlega og vera ekki að- eins andlegur heldur einnig veraldlegur höfðingi í sveit sinni, hafði í för með sér sí- auknar skyldur, stórkostleg fjárútlát, erfiði og ónæði, sem áður heíur verið drepið á. Hin ytri pragt, með öllu sem henni fylgdi, hlaut að iama innri kraft hennar og torvelda henni sköpun stórra verka. Fyrir þann, sem ekki metur glans eða góss sérlega mikils er það átakanlegt að fá ýtarlega vitn- eskju um, hversu mjög Selma ánetjaðist þessu og hvernig hún beygði sig undir ok heims- frægðarinnar. Hún stofnaði ekki fjölskyldu í eiginlegustu merkingu orðsins, þurfti ekki að annast heimilishald, hafði nægileg fjárráð til þess að koma sér svo fyrir, sem henni bezt hentaði, frægð hennar, hinar frábæru viðtökur, sem bækur hennar fengu, réttlættu íullkomlega, að hún lifði hlé- drægu, kyrrlátu lífi, helgaði sig ritstörfum og lestri og sæi sér fyrir nægilegri hvíid. En í raun og veru skorti hana tima til alls þessa. Hún skrifaði að vísu allmikið og langt fram eftir árum, en Þó engan veg- inn eins mikið og télja hefði mátt eðlilegt fyrir hana. Hún hafði ekki svo mikinn tíma til lestrar, að hún gæti fylgzt með bókmenntum samtíðar sinnar, svo sem hún hefði viljað og nauðsyn bar til, þar sem hún átti sæti í nefndum og samtök- um, sem taka skyldu ákvarðan- ir um bókmenntaverðlaun. Um hvíld er það að segja, að hún gat sjaldnast á seinni áratug- um ævi sinnar tekið tillit til þess, sem henni sjálfri hentaði í því efni. Allt árið um kring mátti búast við heimsóknum að Márbacka, en á sumrum var þrotlaus ferðamannastraumur þangað. Fyrir utan þá, sem komu beinlínis í heimsókn þangað einir sér eða í smærri eða stærri hópum voru sífellt einhverjir á rölti í kringum garðinn hennar og um landar- eignina. Ilún varð að aka marga kílómetra frá heimili sínu til þess að finna sér stað þar sem hún gæti tekið sér gönguferð nokkurn veginn ór- ugg um að vera í friði þá stund. Flesta súnnudaga tók ein heimsóknin við af annarri frá morgni til kvölds. Oft fengu gestir einhverjar góðgerðir, en fyrst og fremst varð þó skáld- konan að sýna sig og heimili sitt. Oft var hún hyllt með ræðum, blómum eða öðrum gjöfum. Hún hafði ekki til einskis eert garðinn frægan og Vermaland að eftirsóknar- verðu ævintýralandi. Þeir stað- ir, sem hún hafði gert fræga með sögum sínum og minning- um drógu ferðamenn að sér eins og seguil stál. Á hótelum Vermalands voru gestir laðað- ir að með þvi að heita þeim móttöku á Márbacka, oft án undanfarandi samkomulags við Selmu Lagerlöf sjálfa. í peningasökum var Selmu ekki sýnd minni ágengni, betli- bréfunum rigndi yfir hana víðsvegar að, frá fjarlægum löndum eigi síður en heima- landi hennar. Eitt bónarbréf- ið barst henni, að sögn, frá íslenzkum presti, sem leitaði til hennar vegna þess að hann langaði til að fá altaristöflu í kirkju sína. Allir bjuggust við, að einmitt hún gæti sett sig í spor þeirra, einmitt hún vildi hjálpa og gæti hjálpað, hún hlyti að vera svo geysilega rik. Hún hafði að vísu feiki- lega háar tekjur af bókum sín- um, sem voru seldar víðsveg- ar um heiminn, en þær hrukku þó varla fyrir útgjöldum henn- ar. Hún styrkti marga fjár- hagslega og sumir höfðu líf- .eyri frá henni, Márbacki varð henni dýr eign. Fólkinu, sem var þar á hennar vegum fór fjölgandi. Ilún skrifaði Nils Holgeirssyni til Ameríku, að það væri ekki vanþörf á að eitthvað af ungljngunum á Márbacka færu að hans dæmi og flyttust til Ameríku, því að þeir væru orðnir svo margir, að varla yrði tölu á komið. Vinnufólk hennar elskaði hana og virti og fannst tóm- legt á Márbacka, þegar hún var þar ekki. Jafnvel þegar hún var orðin svo þrotin að kröftum að hún var lítið á ferli fannst fólkinu þó betra að vita af henni þar á Már- backa. Hún Selma eða Móðir Selma var hún kölluð á búinu og víða í sveitinni. Það bar við að Selma væri um jólin hjá systur sinni, sem var gift og búsett í námabæn- um Falun í Dölum, þar sem Selma hafði einnig búið í mörg ár eftir að hún fluttist frá Landskróna. Tæki hún þá á- kvörðun að vera heima á Már- backa um jólin horfði vinnu- fólk hennar fram til jólanna með meiri tilhlökkun en ella. Það var svo gaman, þegar hún Selma tók þátt í jólaundirbún- ingnum og hélt jólaveizlu. Hún leit inn til allra dýranna sinna rétt eins og hún væri að bjóða þeim gleðileg jól, og sá til þess að þau fengju reglulega góðan jólaverð. Á aðfangadagsmorguninn hjálpuðust þær að við að skreyta jólatréð, Selma og ráðskona hennar fröken Lund- gren. A hádegi byrjaði jólahald- ið með jólaóskum og jólamat í eldhúsinu. Eldhúsið var reglu- legt herragarðseldhús, stórt, og fallega skreytt um jólin, þar var jólatré, sem var tendrað áð- ur éh gengið var til tíó?ðÖ. All- ir dýfðu rifjabitanum sínum í soðpottinn eítir sænskri jóla- venju. Um fjögurleytið hófst veizl- an, þá kom allt fólkið úr verka- mannabýlunum á Márbacka heim í hús Selmu, um og yfir sjötíu manns var þar saman komið. Þegar Selma hafði heils- að hverjum og einum, boðið alla hjartanlega velkomna og óskað gleðilegra jóla, bauð hún kaffi. Það var drukkið í eld- húsinu, þeir eldri drukku fyrst, börnin og unglingarnir á eftir. Þegar allir höfðu fengið nægju sína af kaffi, og margar teg- undir af góðum kökum, voru dyrnar opnaðar að salnum og þar gat að líta aðal-jólatréð í allri sinni dýrð, og nú hófst^ dansinn í kringum það. Selma sat sjálf við flygilinn og spilaði jólalög, líka var farið í hring- dansa og aðra leiki, en inn á mihi var borið um ýmis kon- ar sælgæti, Selma sagði líka sögur og furðuleg ævintýri, gamlar sagnir úr átthögunum, eitthvað við allra hæfi. Um sjöleytið um kvöldið voru born- ar inn gríðarstórar körfur full- ar af jólagjöfum og Selma út- hlutaði. Allt voru þetta nyt- samar og góðar gjafir, sem hún gaf, eitthvað, sem hún vissi, að bæði yrði til gagrís og gleðþ Hvert barn fékk tvær gjafir, eitthvað nytsamt og annað til að leika sér að. Þegar gjafa- úthlutuninni var lokið var enn á ný borð fram sælgæti, og svo fór fólkið' að sýna á sér far- arsnið. Allir gengu fyrir sína góðu húsmóður og þökkuðu henni jólagleðina, sem hún hafði veitt þeim. Sjálf var hún innilega glöð yfir jólaveizl- unni sinni. Þegar gestirnir voru farnir hver til síns heima og kyrrt var orðið i stóra, hvíta húsinu á Márbacka, settist Selma við útvarpstækið sitt, sem var gjöf frá sænskum skólabörnum, og hlustaði á jóladagskrána, eða hún las jólabréfin og kortin, sem hún hafði fengið og naumast gef- izt tóm til að lita á. -----Þó að hin mikla frægð Selmu Lagerlöf hafi haft sinar skuggahliðar, eins og áður hef- ur verið vikið að, og þreytti hana vafalaust stundum, þá var það þó þetta iíf, sem hún hafði kosið sér. Hún ætlaði sér að verða fræg skáldkona og hún varð það. Hún hlaut meiri frægð en hana mun nokkru sinni hafa órað fyrir, hún hlaut al- þjóðar virðingu, ást og þökk. Hún varð skálddrottning þjóð- ar sinnar og sá tignarsess stendur opinn og ófylltur síð- an hún leið. Hún vissi vel, hver hún var, og bar þann drottn- ingarskrúða, sem hún taldi tign sinni hæfa, var afburða glæsi- lega búin í öllum veizlum, sem hún tók þátt í, eftir að hún var orðin fræg, og ávallt sjálfkjörin til að skipa heiðurssessinn. Frami hennar var sænskum konum fagnaðarefni og jafn- framt innlegg í þá baráttu, sem þær urðu svo lengi að heyja fyrir atkvæðisrétti sínum og öðru jafnrétti við karla. Þegar Selma hafði verið sæmd Nóbels- verðlaununum héldu sænskar konur henni þá dýrlegustu veizlu, er sögur fara af að kon- ur eingöngu hafi staðið að í Svíþjóð. Sjúk hafði Selma komið til Stokkhólms til þess að taka við Nóbelsverðlaununum, og sjúk kom hún til þessarar miklu veizlu, sem konurnar héldu henni. Hún hafði ætlað sér að halda þar ræðu um Friðriku Bremer, líf hennar og boðskap, en ekki haft ástæður til að undirbúa sig svo sem hún vildi, hún las því sögu, er hún nefndi, Mamsell Friðrika. Að loknum upplestrinum. lýsti hún því, hvernig Friðriku Bremer mundi vera innanbrjósts, ef hún sæti þessa veizlu. Sannarlega mundi það vera henni mikið gleðiefni, hve konunum hefði miðað áfram síðan á hennar dögum, og hversu margbreytilegum þjóðfélagsstörfum þær væru farnar að gegna. En henni mundi þykja nóg um dálætið, sem henni, Selmu, væri sýnt. Hún mundi kalla upp: „Þessi manneskja, sem þið eruð nú að heiðra hefur ekki afrekað ann- að en skrifa nokkrar bækur, og það hefur verið mesta ánægja hennar í lífinu að skrifa þess- ar bækur. Freistið nú ekki þess- arar syndugu, vesölu mann- eskju til ,ofmetnaðar“. — — Hvað eftir annað var leitað til Sehnu Lagerlöf, þeg- ar sænskar konur og fleiri að- ilar vildu bera fram alvöru- orð, sem eftir væri tekið, og ræða hennar: Heimili og riki, flutt á kvennaþingí 1911 er enn eftir fjörutíu ár í fullu gildi og spurningar hennar bíða enn svars: Hvar er það ríki, þar sem ekkert barn reikar um heimil- islaust og ekkert mannsefni fer forgörðum? Hvar er Það ríki, sem býr sérhverju fátæku gamalmenni öryggi og virðingu i ellinni? Hvar er það ríki, sem ekki refsar til að hefna, heldur til að uppala og umbæta? Hvar er það ríki, sem veit- ir öllum möguleika til að lifa frjálsu, sjálfstæðu lífi? — -— Við fráfall Selmu Lag- erlöf átti Vermaland á bak að sjá einni af beztu og frægustu dætrum sínum, ef til vill má bæta við þeirri trygglyndustu. Ilún var velgerðarmaður Vermalands í stóru broti og iifði eftir þeirri ósk, sem hún varpaði fram í frægustu sögu heimbyggðar sinnar, Gösta Berlingssögu. „Megi þeim ætið vegna vel, sem búa við vatnið langa og fjöllin bláu.“ Ætla í svifloftbelg Framhald af 5. síðu getur gert get ég líka“, og réð sig til ferðarinnar. Hún mun annast ljósmyndatöku og mat- seld. Stignar skrúfur Fjórmenningarnir koma til Teneriffa um næstu mánaðamót. Þegar veðurútlit bendir til stað- viðris af austri, ætla þau að stíga í körfuna og trúa vindum loftsins fyrir sér. Helztu hætt- urnar telja þau séu þær að loft- belgurinn hrapi vegna snöggrar kælingar nátta eða að hann berist of hátt vegna uppstreym- is og hitamismunar. Reynt er að' setja undir þennan leka með skrúfum, sem settar hafa verið sín hvorum megin á körfuna. Þegar þeim er snúið með stig- fjölum inni í körfunni, draga þær loftbelginn niður eða lyfta honum, svo að ferðalangarnir verða ekki með öllu undirorpnir duttlungum höfuðskepnanna. Aðalstræti 8, Laugav. 20, Laugav. 38, Snorrabraut 38. MEOMNIR UHHBARNASKÓR hvítii meo leðussólum. Uppreimaðir og lágir. Eindagi útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur samkvæmt auka- niðurjöfnun í október síðastliðnum, er 1. desember n.k, Reykjavík, 19, nóvember 1958. Niðurjöfnunarnefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.