Þjóðviljinn - 22.11.1958, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.11.1958, Qupperneq 4
'é) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 22. nóvember 1958 fJmmwm piilM mmmí mm’1 RÉÉÉ^l ■MjémjÆwéxM mmm; Stlllllll ÍftMÉfli iÉÉÉflSM’ í fyrirsögnum síðuetu tveggja þátta hefur orðið ibrengl; þeir hafa verið skakkt tölusettir og eiga að vera nr. 36 (8. nóv.) og 37 (15. nóv.). Ég kenni setjara og prófarka- lesara um fyrri skekkjuna, en sjálfum mér um hina, því að þá tölu mun ég hafa sett í handritið eftir fyrri skekkjunni. Þeir sem halda þessum þáttum til haga, ættu að lagfæra þetta. Orðabelgur I handritum er víða að finna skemmtileg orðasöfn frá ýmsum tímum, og eru sum þeirra allverðmæt frá málfræðilegu sjónarmiði. Jón Árnason bókavörður og þjóð- sagnasafnari hefur á árunum milli 1840—50 skrifað stutt orðasafn sem geymt er í 'handritasafni Landsbókasafns, merkt 420, 8vo. Þetta er að- eins rúm 30 orð, mest upp- hrópanir, og skrifað á tvær blaðsíður (479—80) handrits- ins. Ég set orðasafnið hér til gamans. Stafsetning er færð til nútímavegar, en innan sviga er allt skýringar mínar: „Tif tif, tif tif segja norð- lingar þegar þeir eru að láta inn ær eða húsvant fé, og líka þegar verið er að kvía ær, en sunnlingar kibba, kibba, eða kipp kipp, eða kippa kippa, en kví kví, þegar verið er að kvía ær. Tu tu, tu tu segja konur þegar þær eru að mjólka kýr sem illa láta. Ilvutta, hvutta segja sunn- lingar, þegar þeir eru að kalla á hvolpa eða litla hunda; það er einskonar %mcativus bland- itiæ (þ.e. gælandi ávarpsfall) við hunda. Hvo hu, með löngu o-i, segja menn þá þeir eru að ná hestum og stöðva þá. Err’r eða arr’r, þá menn siga hundum. Fó (með löngu o-i) með nokkurskonar blístri=hvð. Ho, ho, ho (stutt o), hott, hott, segja menn til að hvetja hesta í lest. Eyfirðingar segja ISLENZK TUNGA 38. páttur. so so (stutt o), þegar hestar eru illir í taumi. Bsu bsu, blístur til að hvetja fé. hesta. Hépp hépp og héppi, tæpi- tunga af seppi. Bás bás segja menn þegar verið er að bása kýr. Bol bol segja menn til að hvetja naut eða etra þau. Dsa dsa interjectio mirandi (— mndrunarupphrópun). Su, með suðuhljóði, interj, mirandi, þá menn sussa að einhverju. Gnu guu, með luktum munni interj. fastid. (“andúðaxupp- hrópun). Fvu, fvu, blístrandi, þá menn reka fé. Prútt, trutt, við hesta, að trutta. Sei sei, sei sei, og sei sei nej og sussu, og sussu nei, þá taka einhverju fjarri. Jírjór = jú jú, samsinn- ingaorð. Mikið meir en, og meir en svo, staðfestandi. Ekkí, hljóðið (þ.e. áherzl- an) á í-inu. Ó ekkí, þverneitandi. Fu (lengdarmerki yfir u í handritinu), þá menn finna ó- lykt, = fý. Bjá segja menn við börn, þegar þau gjöra eitthvað sem ekki á að vera. Ná, ni, gleðiorð við börn. Á — á, já já — „á! ertu sí sona“. Nei, „nei, að sjá hann Brynka!" Ha?, þá menn hvá, tæpi- tunga af hvað. Korríró, þá fóstrur svæfa börn. Bí bí og bíum bí, þá verið er að evæfa börn. Gei, gei, tæpitunga af grey, við hunda. 22. nóv. 1958 Sæktu hærra, við hunda. Fsk, þá menn huska eftir Æijæja, raunaorð. Hvisk, þá menn hvuska eft- ir fé. En, gómhljóð, ,,én, ekki spyr ég að því“. Lengra er þetta orðasafn Jóns ekki. Það er með nokkr- um öðrum hætti en mörg önn- ur, svo sem sjá má, því að það tekur orð eða hljóðasam- bönd sem yfirleitt eru ekki metin svo mikile að taka þau með í orðasöfn. Verður því þó ekki neitað að þau gegna sínu hlutverki í málinu eins og fullgild orð. Að hinu leyt- inu er nxjög erfitt eða ógern- ingur að tákna þau sum hver í rituðu máli, svo sem þau^ hljóð er myndast, þegar smellt er í góm. Greinarmerkjasetning Víkjum þá að öðru. Svo sem kunnugt, eru ákveðin opinber reglugerðarfyrirmæli til um það hvernig stafsetja skuli íslenzka tungu, og ber að fylgja þeirri stafsetningu á opinberum plöggum og í skól- um. Þessi stafsetning hefur nú verið ríkjandi í nær þrjá áratugi, og má sjá á henni ýmsa galla, þó að hins vegar sé ekki alltaf jafnljóst hvern- ig úr þeim verði bezt bætt. Og um einstök framkvæmdar- atriði hljóta alltaf að vera skiptar skoðanir. Þessari staf- setningu frá 1929 hefur að sjálfsögðu verið fylgt í skól- um hér. Um kommusetninguna gegn- ir allt öðru máli. Hún hefur að því er ég bezt veit aldrei verið ákveðin með neinni reglugerð, heldur hefur verið farið eftir kennslubókum og litið á þær sem fullgildan að- ila til að ákveða uni greinar- merki. Um setningu’ greinar- merkja, einkum punkts, gegnir þó allt öðru máli en stafsetningu, enda hafa ýms- ar þjóðir viðurkennt það. Sú kommusetning sem nú er kennd hér í skólum, er ekki reist á grunni íslenzkrar tungu eins og stafsetningin, heldur er hún komin úr latn- •eskri setningarfræðigreiningu upphaflega og til okkar kom- in um þýzku og Norðurlanda- mál. En aðalatriði hennar eru það að eetja kommu eftir greiningu í setningarhluta, en hvorki eftir merkingu málsgreina né eðlilegum lestri eða samfelldu talmáli. Þessari kommusetningu eftir setn- ingafræðilegri greiningu er fylgt í ýmsum málum, t.d. þýzku, og hún hefur að mestu gilt í dönsku fram á síðustu ár, en þó er nú svo komið þar að heimilt er að velja um s Jti .ingafræðilega kommusetn- ingu og kommusetningu eftir merkingu. Og í norsku er ekki fylgt setningafræðilegri kommusetningu að neinu leyti sem í íslenzku, heldur sett komma þar, eem hentugt er málsins vegna að slíta sund- ur; þó gilda um það nokkrar setningafræðilegar reglur. Ein afleiðing núverandi skóla- kommusetningar hér er ofsa- leg hræðsla margra við semí- kommu, sem er þó ágætt greinarmerki og nauðsynlegt; hún leyfir miklu fleiri af- brigði í stíl en punktur og komma ein. Ég skal nú ekki í þetta sinn fara rækilega í greinar- merkjasetningu almennt né koma með tillögur . um á- kveðnar reglur. Kommu og Framhald á 11. síðu. Happdrætti, Þjóðviljans — í dag. Kaupum miða strax HAFIÐ ÞIÐ keypt miða í happ- drætti Þjóðviljans? Ef svo er ekki, ættuð þið að gera það strax í dag, því ,að gam- alt spakmæli hermir, að ek'ki skuli fresta því til morguns, sem hægt er að koma í verk í dag. Maður á ekki að láta það bíða til sunnudags eða fram undir helgi, sem hægt er að gera á laugardag; og happdrættismiðar í Þjóðvilja- happdrættinu eru á boðstólum alla daga. Nú veit ég, að fjárhagsástæður ykkar eru mjög misjafnlega góðar, sum ykkar búa við þröngan fjár- hag og mega elcki leyfa sér Það liggur bemt við, að kaupa í'élm hjá ohkur. að kaupa neinn óþarfa, hvorki happdrættismiða né annað; aðrir hafa meiri fjárráð, og langflestir geta, held ég, sér að óþægindalausu offrað tí- kalli fyrir vonina um nýjan bíl, og margir meiru. Það er oft sagt, að almenningur á íslandi búi við tiltölulega góð lífskjör, og það er ugglaust rétt. Fa ég spyr: Eru lífs- kjör almennings hér ekki m.a. Þjóðviljanum að þakka? Vilj- ið þið fletta upp í blöðum frá þeim tímum, þegar verkföll hafa staðið yfir, t.d. Dags- brúnarverkf öll ? Þið munuð sjá, að eitt blaðanna hvikar aldrei frá því að halda á lofti málstað verkamannanna og annarra launþega. Þetta blað er Þjóðviljinn. Eitt blað- anna hvikar aldrei frá því að styðja alþýðu þessa lands í baráttu hennar fyrir bætt- um lífskjörum: Þjóðviljinn. En ég veit, að það þarf ekki að útlista það neitt fyrir ykk- ur, hvert fulltingi Þjóðviljinn hefur veitt ykkur í baráttu undanfarinna ára, kjarabar- áttu alþýðunnar, sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, svo oft hafið þið sýnt skilning ykk- ,ar á hlutverki blaðsins og hlaupið drengilega undir bagga með því. Það ber sízt að vanþakka þá órofa tryggð, sem þið hafið sýnt blaðinu ykkar, m.a, með því að vinna ötullega a.ð sölu miðanna í happdrættum blaðsins. Og nú treystir Þjóðviljinn enn einu sinni á ykkur að duga sér sem bezt, hefja þegar öfluga sókn í happdrsettismiðasölunni það er að segja þau ykkar sem ekki hafið þegar tekið til óspilltra málanna. Leggj- umst öll á eitt, frestum því ekki til morguns, sem hægt er að gera í dag, kaupum miða í happdrætti Þjóðviljans strax í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.