Þjóðviljinn - 05.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1958, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. desember 1958 þlÓÐVILJINN ÚtKefandl: Bameinlngarflokkur alþýðu — Sóslallstaflokkurlnn. - Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Ouðmundsson (áb.). — Fróttaritstjóri: Jón BJarnason. - Blaðamenn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurðurt*y. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af- Ereiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur'. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- ersstaðar. Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmlðja ÞjóðviljanB. Framsókn JT’ramsóknarráðherrarnir fóru sínu fram. Hermann Jónas- son baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Með því hefur Framsóknarflokkurinn í-ofið stjórnarsamstarf og stjórnarsáttmála Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknar, er gerður var eft- ir kosningarnar 1956. Fyrir þessari ráðstöfun hafa Fram- sóknarráðherrarnir ekki fært annað en tyiliástæður, því ekki munu þeir eða aðrir hafa vænzt þess að þeir flokkar, sem nú fyrir fáum dögum stóðu saman að því að móta og sam- þykkja efnahagsmáiaíillögur Alþýðusambandsþings, sam- þykktu úrsJitakosti Framsóknar um niðurfeilingu 15 vísitölu- stiga bótalaust eða rösklega 8%'beina kauplækkun. JT’ramkoma Framsóknarráð- * herranna undanfarna daga hefur ótvírætt sýnt að fyrir Þeim vakti einungis að s’íta stjórnarsamvinnunni og rjúfa stjórnarsáttmálann. Því fór alls fjarri, að Alþýðusambandsþing lokaði samningaleiðum um lausn efnahagsmálanna, enda þótt það neitaði að láta Fram- sóknarfiokkinn fyrirskipa hvað ge-rt skyldi og hvernig. Úrslita- kostir gagnvart verkaiýðssam- tökunum er sú framkoma sem Eysteinn Jónsson telur æski- legasta, ef dæma má eftir ferli hans. Ymsir leiðtogar Fram- sóknarflokksins, þar á meðal Hermann Jónasson hafa oft ha'dið því fram, að vinstri stjórnarstefna á íslandi væri ærfið í framkvæmd vegna þess að verkalýðsflokkarnir væru tveir og gætu ekki komið sér saman um iausn mála. Það vantar að vísu mikið á að verkalýðsflokkarnir íslenzku hafi náð haldgóðri samstöðu í stjórnmáium, ef dæma má eftir framkomu ráðherra Alþýðu- fiokksins og til’.ögum. En hitt er staðreynd, að á nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi stóðu þessir flokkar saman að sam- þykktum um efnahagsmálin og mynduðu saman sambands- stjórn. Er efaiaust, að einmitt með þeirri samstöðu er mun auðveldara að stjórna landinu eftir vinstri stefnu. En Eysteinn Jónsson og afturhaldsöflin kringum hann í Framsókn ótt- ast ekkert meir en að verka- lýðsflokkarnir nái saman og standi saman í Alþýðusamband- inu. Eysteinskan þarf á kiof- inni verkalýðshreyfingu að halda til þess að geta deilt og drottnað. Ef til vill.er þar «inn þáttur skýringarinnar á því dæmalausa óðagoti, sem varð á afturhaidsöflunum í Fram- sókn að slíta stjórnarsamstarf- inu þegar ijóst var orðið að Alþýðubandaiagið og Alþýðu- flokkurinn höfðu tekið hönd- um saman um Aiþýðusam- bandsstjórn. gefst upp í ður hefur verið rætt um þau eindæma vinnubrögð Framsóknarráðherranna að rjúka á fund i stjórnmálafélagi með tillögur þser, er ráðherrar Aiþýðubandalagsins lögðu fram sem viðræðugrundvöll af sinni hálfu innan ríkisstjórnarinnar, birta síðan daginn eftir í Tímanum þversíðufyrirsögn að það væri svik við þjóðina að samþykkja þessar tillögur, sem auðvitað voru affluttar og rangfærðar. Þannig hagar eng- inn maður sér gagnvart sam- starfsmönnum éf hann hefur minnsta vilja til að ná sam- komulagi. Og Framsóknarráð- herrunum var svo brátt að rjúfa stjórnarsamstarfið, að á sama fundi ríkisstjórnarinnar og ti-’lögur eins stjórnarflokks- ins um efnahagsmálin voru lagðar fram, heimta þeir að stjórnin segi .af sér eftir tvo klukkutíma! Framsóknarráð- herrarnir skeyta engu þeirri á- bendingu að rétt væri að nota nokkra daga eftir að tillögur allra stjórnarflokkanna lágu fyrir, til að þrautreyna hvort ekki gæti orðið um samkomu- lag að ræða. Þeir kusu að hlaupast á brott frá vandanum. Þeir vildu heldur, Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, svíkja þann hluta þjóðarinnar sem fylkir Jiði í alþýðusamtök- unura og er ásamt vandamönn- um sínum mikill meirihluti þjóðarinnar. Þeim stóra hluta þjóðarinnar hafði Framsóknar- flokkurinn lofað, að vandi efna- hagsmálanna skyldi leystur í náinni samvjnnu við verkalýðs- samtökin. Hermann og Eysteinn kusu að svíkja það loforð, láta blað sitt velja þingi alþýðu- samtakanna hin hæðilegustu orð og kasta fram sem úrslita- kostum kröfu um 8% bótalausa kauplækkun. Sú „þjóð“ sem Framsókn kýs að svíkja ekki, eru afturhaldskiíkurnar sem hreiðra um sig í Framsókn kringum Eystein Jónsson og Vilhjálm Þór. Hvort þeir Fram- sóknarmenn, sem urðu að draga Eystein á drottningareyr- unum úr íhaldsfletinu 1956, þakka honum þá ákvörðun nú, er eftir að vita. l|fl'eð þessari framkomu hefur ITi Framsóknarflokkurinn al- gerlega rofið stjómarsáttmál- ann frá l956, og munu stjórpar- Eokkarnir að sjálfsögðu telja sér frjálst að endurskoða öll samningsatriði, rr ú honum voru byggð. Með hinni á- byrgðarlausu framkomu Fram- sóknarflokksins er ekki ein- ungis hlaupizt frá því að leysa vanda aðkallandi efnahagsmála í samvinnu við alþýðusamtökin, heldur hefur Framsóknarflokk- urinn hindrað. með Því að rjúfa nú stjórnarsamvinnuna að óleystum ýmsum stærstu mál- unum sem um var samið, að þau nái fram að ganga á starfs- Upphaf alþjóðabókmennta Esperanta Antologio. Poeinoj 1887—1957. Redaktis William Auld. . Bel-literatura eldon- serio 11—12. J. Régulo — Eldonisto — La Lag- una, Kanariaj Insuloj. Sjötíu ár er stuttur tími í sögu tungumáls Þó eru þess dæmi, að fáir áratugir hafi nægt til bess, að merkilegar bókmenntir sköpuðust á nýju máli. Sú hefur crðið raunin á um esperanto. Þegar alþjóðatungan esper- anto kom fram 1887 voru margir vantrúaðir á gildi henn a.r til listrænnar sköpunar. Þannig líta og margir á enn í dag, en þó aðeins þeir, sem ekkert þekkja til málsins og því síður þeirra bókmennta, sem birzt hafa á því, frum- samdar og þýddar. Hitt er nær sanni, að fá tungumál munu þjálli og sveigjanlegri, nákvæmari og dínamískari til hvers konar tjáningar en ein- mitt esperanto. Veldur því einkum hugvitsamleg bygging má'sins, sem í dásamlegum einfaldleik sínum er jafnframt undirstaða hinnar ótrúlegustu fjölbreytni. Þrátt fyrir það, að málfræðibygging esperant- os sé hin traustasta sem um getur ( 16' ófrávíkjanlegar reglur: la fundamento), veitir hún málnotanda hið víðasta svigrúm til persónulegrar tjáningar, svo að hinar stein- gerðu klisjur eða mót, sem einkenna bjóðmálin i svo rík- um mæli, eru þar nær óþekkt fyrirbæri. Af sérhverjum orð- stofni er t.d. hægt með ein- földum, hreimþýðum ending- um að mynda nafnorð, lýsing- arorð, sagnorð, alviksorð o. s. frv., svo framarlega sem rök- ]eg hugsun leyfir. Engum, sem nokkurn smekk hefur fyrir máli, getur dulizt, að hér er um merkilegt tján- ingarfyrirbæri að ræða. Þó er þetta atriði aðeins eitt af mörgum sérkennum esnerant- os: ef gera ætti þeim nokkur skil, nægði ekki minna en stór bók. Og nú er komin út fyrsta sýnisbók ljóða frumortra á esperanto frá því það kom fram fyrir rúmlega 70 árum. Hér er um umfangsmikla bók að ræða, 648 blaðsíður þétt- prentaðar í stóru broti. Val kvæðanna hefur annazt Willi- tíma stjórnarinnar. Meðal þeirra eru stórmálin um brott- för hersins, sem ráðherrar Al- þýðubandalagsins hafa nú síð- ast fyrir nokkrum vikum kraf- izt efnda á, kaup stóru togar- anna, breytingar á kjördæma- skipuninni og löggjöf um heild- arstjórn á þjóðarbúskapnum. Og síðast en ekki sízt er brott- hlfaup Framsóknar nú ábyrgðar- laust vegna landhelgismálsins, þar sem íslendingar eiga enn í harðri baráttu gegn ósvífnum andstæðingi á alþjóðavettvangi og á höfunum kringum landið. Það kemur að sjálfsögðu víða við, að Framsóknarflokkurinn gefst upp við stjómarforystu þá, er hann tókst á herðar 1956. Ilann kemur þjóðinni á óvart með brotthlaupi sínu, og mun ekki dæmdur vægt. am Auld magister (Skotland), sem sjálfur er stórbrotið skáld á esperanto en útgef- andi er esperanto útgáfufyrir- tækið Stafeto í La Laguna, Kanaríeyjum, seia undanfarin sex ár hefur birt hverja merk- isbókina af annarri, og er þar skemmst að m.nnast ná- kvæmrar heildarþýðingar á hinni víðfrægu ljóðabók franska stórskáldsins Baudel- aire, Les Fleurs du Mal. Hef- ur sú þýðing hlotið hinra William Auld skozka skáldið, va’di ljóðin í ljóðasafnið. beztu dóma, og telja margir bókmenntamenn, sem gerst til þekkja, að esperanto-þýðing- in sé sú nákvæmasta, sem gerð hefur verið á því verki. Bókin Esperarta Antologio hefur að geyma 350 kvæði 90 ská.lda frá um það bil 35 þjóðlöndum — þar á meðal íslandi — í öllum fimm heims- álfum, allt frá siálfum Zam- enhof, höfundi málsins, til yngstu skáldanna, Mattos, Brasilíu, E. de Kock, Suður- Afríku, og fleiri. Markmið bókarinnar er að sanna rétt- _mæti þeirrar fullyrðingar, að kveðskapur á espcranto standi á engan hátt að baki sams konar skáldskap á. þjóðmálun- um, og gefa esperantistum yfirlit yfir sjötíu ára óslitna tradísjón málsins, þeirrar einu, sem nokkru sinni hefur virt landamæri að vettugi og þróazt sem einingarleg heild samtímis um all? veröld. Hvergi er einstakleikur esperantos jafn augljós og í þessum Ijóðum. Vegna þess, hve alþjóðamálið er einfalt. tært og rökrænt cr öllum, af hvaða þjóð sem er leikur einn að læra það til fullrar hlítar á ótrúlega skömmum tíma. Hinn sígildi stíl’. Zamenhofs, sem hann vann úr hljóðum og hrynjandi málsins, er og verð- ur sú undirstaða, sem þróun hinna ótöluiegra einstaklings- einkenna byggist á. Þannig er espevanto sjálfur söngur hins margraddaða alþjóðlega nkáldakórs, þar sem ivaf radda einstakra sóló- snillinga eykur enn á marg- breytnina. Esperanta Antologio er fyrst og fremst vitni þess, að sann-alþjóðlegar bókmenntir á fullkomlega lýðlæðislegum grundvelli eru nú loks að skapast Það er ekki rétt að tala um stór-bókmenntir hinna ýmsu þjóða. sem al- þjóðlegar, þótt þýddar hafi verið á flest svonefnd menn- ingarmál, þ/í að þær verða ávallt einþjóðlegar í þeim skilningi, að höfundar þeirfa eru innfæddir einstaklingar viðkomandi þjóða og hafa. samið þær á móðurmáli sínu. Eeperanto er ekki eign neinnar einstákrar þjóðar, heldur sameign alls heimsins, þess vegna eru bókmenntir þess alþjóðlegar í eðli sínu. Esperanta Antologio er stór- kostlegt dæmi þess, hvað ial- þjóðaskáldin hafa þégar get- að skapað úr anda og orðum esnerantos. Víst er um það, að einmitt auðgi málsins, orð- in sjálf: ferskur tjáningar- máttur, rímauðgi, sveigjan- leiki, hljómfegurð — éinmitt þetta hefur allt frá upphafi lokkað esperantista til þeirrar visnagerðar, sem dásemdir esnerantos-ljóðlistaiinnar hafa síðan vaxið upp af. Hugsjónir esperantismans, hinnar hreinu alþjóðahyggju, sem byggist á óhindruðum skilningi milli þjóða heimsins, hafa líka stuðlað að hinum blómlega vexti skálds’kapar á esperanto. Hugsjónamenning örvarskáld- in. En fyrst og fremst eru þó skáldin notendur og elskend- ur þess máls, sem þau ýrkja á; í öllum tungum er Ijóð— listin hápunktur fegurðar og tjáningargetu viðkömandi máls; þar kemur gleggst fram orðauðgi þess og blæbrigða- gnótt, næmleiknr þess, ná- kvæmni og merkingai’skerpa. Og þannig er því einnig varið með esperanto, Bók sem Esperanta Anto- logio ætti að sýna og sanna hinum tortryggnu og sjálf- umglöðu gagnrýnendum al- þjóðamálsins, að esperanto er hvorki dautt ,,tilbúið“ mál né sérvitringslegt tómstundagam- an. Esperanto er ólgandi af lífi, óvirkjað afl, sem bíður ó- þolinmótt þess verkefnis, sem því var og er ætlað: að verða útbreiddasta mál jarðar, þes.s- arar umkomulitlu plánetu, sem skelfur nú í eldvíglu sinni til hinnar nýju tækni- aldar, — hlutlaust hjálpar- mál allra, einnig þeirra skálda. sem leggja vilja fram sinn skerf til byggingar undirstöðu hinna einu sönnu alþjóðabók- mennta, alþjóðamálsbók- menntanna. Baldur Ragnarsson. Kærum Breta fyrir SÞ Framhald af 12. síðu. lykta leitt. Ljóst, er öllum, að efnaleg lífsafkoma Islendinga byggist að kalla eingöngu á fiskveið- um. Fundurinn skorar því á núverandi ríkisstjórn og þá sem síðar taka þar sæti, að setjast aldrei að samningaborði með Bretum eða neinni þjóð annarri til samninga um inn- færslu núgildandi landhelgi og- minnir fundurinn í þvi sam- bandi á hina fornu land- helgi, sem var 24 mílur út fyrir firði og flóa. Fundurinn heitir á Islendinga alla að standa sem einn mað- ur með einn vilja, eina sál að þessu máli, í fullum skilningi þess, hvað í húfi er, ef -um hársbreidd er hvikað“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.