Þjóðviljinn - 05.12.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.12.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN i—. (9 ÍÞRÓTTI RITSTJÓRI: Frá ársþingi Knattspyrnusambands íslands: • Lcxndslelkiir wið Irlcmd næsfics ár, wli Þýsskalcmd árið IS63 Tvöföld umferS i meisfaraflokki nœsta ár Knattspyrnusamband íslands mann Helgason. hélt ársþing sitt, hið 12. í röð- inni, hér í Reykjavík, dagana 29. og 30. nóvember s.l. Þingið sóttu nær 60 fulltrúar frá eftir- töldum aðilum: Knattspyrnu- ráðum Rvíkur, Akureyrar og Hafnarfjarðar, Iþróttabandalög- um Akraness og ísafj., Kefla- vik.ur, Vestmannaeyja og Suð- urnesja og Ungmennasambandi Kjalarnesþings. Björgvin Schram formaður sambandsins setti ársþingið með stuttu ávarpi,: þar eem hann bauð fulltrúa og gesti velkomna. Þá mipntist formaður, Er- lendur Ó. Péturssonar, sem lézt á árinu, en hann var einn af helztu forystumönnum í- þróttamála hér á landi, um langan aldur, svo sem kunnugt er og formaður KRR mörg und- anfarin ár. Minntust þingfull- trúar hins látffa forystumanns með því að rísa úr sætum. Þingforseti var kjörinn Ólaf- ur Jónsson, formaður K.R.R. og varaforseti Guðmundur Sveinb jörnsson, Akranesi, en þingritari Einar Björnsson. Skýrslur allar og reikningar sambandsins lágu fyrir þinginu fjölritaðir. En formaður skýrði skýrslu stjórnarinnar nánar í ræðu og gjaldkerinn, Jón Magnúss. reikningana. Skýrsl- an bar Ijósan vott um marg- þætt starf sambandsstjórnarinn- ar á árinu. Alls hélt stjórnin 56 bókaða fundi á tímabilinu. Þátttaka í knattspyrnunni hefur aldrei verið meiri né al- mennari innanlands en s.l. ár og ekki áður farið fram jafn mörg mót né leikir verið háðir. Mikil 'eftirspurn var eftir knatts.pyrnuþjáifurum, til lengri eða skemmri tíma, en erf- itt reyndist að fá menn til þessara starfa. Sá sem mest starfaði á vegum sambandsins að þessum málum var Ellert Sölvason, en auk hans nokkuð, þeir Hermann Hermannsson, Gunnar Gunnarsson, Ólafur Gíslason og Guðbjörn Jónsson. Þá var efnt til námskeiðs að Laugarvatni fyrir þjálfara, var það gert í samstarfi við íþrótta- fulltrúa ríkisins. Stóð námskeið þetta yfir dagana 7. — 27. júlí s.l. og voru þátttakendur alls 16. Um leið var svo nám- skeið í ýmsum íþróttagreinum m.a. knattspyrnu, undir for- ystu Hafsteins Guðmundssonar. Þá voru úvegaðar nokkrar kvikmyndir, ýmist leigðar. eða keyptar, voru þær svo lánaðar sambandsaðilum. Unglinganefndin vann að aukinni þáttöku í knattþraut- um, en alls bættust við á ár- inu 19 með bronz-próf, 6 með silfur og einn með gull. Alls eru prófin nú 8 gull, 36 silfur og 217 bronz. Þá sá nefndin um Unglingadaginn, eem var 29. júní s.l. Formaður er Frí- Einn landsleikur í knatt- spyrnu fór fram á árinu, við írland og fór leikurinn fram á Laugardalsvellinum. Óli B. Jónsson var þjálfari landsliðs- ins. För til írlands er ákveðin næsta ár, til að endurgjalda heimsókn Iranna. Ennfremur hefur verið samið um landsleik við V-Þjóðverja árið 1960 og sam ningar. .stunOu .. yfir við knattspyrnusamband Hollands um lándsleik 1961. Heimboð þessi og utanferðir eru að sjálf- sögðu bundnar nauðsynlegum leyfum ISÍ. Þá komu hingað í heimsókn m.a. Bury F.C. og Bagsværd Idrætsforening (2. fl.) á vegum KR, Sjællands Böldspil Union og Roskilde Boldklub (2. fl.) til Fram. En utan fóru til Dan- merkur flokkur frá Fram, til Færeyja flokkur frá Val, til i Danmerkur unglingalið frá Þrótti. Ennfremur fóru Akur- nesingar til Noregs. Þá sótti formaður K.S.I., sem fulltrúi þess, ársþing FIFA þ.e. alþjóða knattspyrnusam- bandsins og UEFA eða Knatt- spyrnusambands Evrópu, auk þess mætti hann sem áheyrn- arfulltrúi á norræna knatt- spyrnuráðstefnu sem haldin var í Danmörku. I tilefni af því að Ríkharð- ur Jónsson, fyrirliði landsliðs- ins hafði haustið 1957 leikið sinn 20. landsleik, var hann heiðraður af stjórn sambands- ins og lionum afhent silfur- stytta af knattspyrnumanni. Fór afhendingin fram við há- tíðlegt tækifæri á Akranesi, að viðstöddum helztu forystu- mönnum íþróttasamtakanna þar. Umræður urðu allmiklar um skýrslu stjórnarinnar og var henni þökkuð margþætt störf í þág'u knattspyrnuíþróttarinn- ar á, kjörtímabilinu.' Ein merkasta samþykktin, sem gerð var á þinginu. var að hefja tvöfalda umferð í knatt- spyrnumóti Islands, þannig að félögin leiki bæði heima og heiman. En ýtarlegt frumvarp lá fyrir þinginu í þessu máli, samið af milliþinganefnd undir forystu Frímanns Helgasonar. Þá. vár einnig samþykkt reglu- geirð um knattspyrnudómara. Ýnisar aðrar samþykktir voru gerðar, m.a. skipun 3ja manna fjáröflunarnefndar fyrir sam- bandið, en mikla nauðsyn ber til að efla fjárhág þess. Þá var einnig samþykkt að fjölga stjórnarmeðlimum sambands- ins úr 5 í 7. Björgvin Schram var endur- kjörinn formaður sambandsins í einu hljóði, en þeir aðrir sem í stjórn voru kosnir eru þess- ir: Sveinn Zoega, Axel Einars- son, Ragnar Lárusson og Jón Magnússon. Fyrir voru í stjórn- og samstarf á þinginu. Enn- fremur þakkaði hann þingfor- setum og þingritara þeirra störf og sagði síðan 12. þingi KSl slitið. Hér hefur verið stiklað á því helzta sem gerðist á þinginu, en ýms mál voru þar flutt og rædd sem eru þess eðlis að gaman og gagn gæti verið að því að skýra þou og ræða nán- ar. I því sambandi má nefna fjármálaviðræðuinar, sem gefa tilefni til langra hugleiðinga, og ennfremur um dómaramálin sem mikið voiu ræÖd á þing- inu. Ef til vill vinnst tími og rúm til þess að vikja að málum þessum síðar. inni Guðmundur Sveinbjörns- son og Ingvar Pálsson. Vara- menn voru kjörnir Haraldur Guðmundsson, Sveinn Ragnars- son, Páll Ó. Pálsson. I knatt- spyrnudómstól sambandsins voru kosnir þeir: Jón Tómas- son lögfr. Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri og Jón Þórðar- son, framkvæmdastjóri. Vara- menn: Jóhann Gíslason lögfr. og Jóhannes Bergsteinsson, múrarameistari. Endurskoðendur voru endur- kjörnir en þeir eru: Haukur Eyjólfsson og Hannes Sigurðs- son. Forseti ISl sem sat þingið, flutti í upphafi þess, stjórninni þakkir ÍSl fyrir ágætt starf og í lok þess hinni nýkjörnu stjórn árnaðaróskir, um leið og hann þakkaði f.h. fulltrúanna á- nægjulegar samverustundir á þinginu. Þá flutti formaður nokkur lokaorð þar sem liann þakkaði traust það, sem sér hefði ver- ið sýnt með hinu einróma end- urkjöri. Þakkaði forseti ISÍ árnaðaróskir og að hann skyldi heiðra þingið með nærveru sinni. Þá árnaði hann fulltrú- um góðrar heimferðar, einkum þeim eem langt væru aðkomnir, þakkaði þeim ágæta samvinnu Hjúkrunarkona óskast strax á Bæjarspítala Reykjavíkur í Heilsu- verndarstöðinni. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- i konu. Sími 22412. - > Síðdegisk j ólaefni Kvöldkj ólaefni (Sekerssilki) MARKAÐURINN Hafnarstræti 11. Aðalsafnaðarfundur Kópavogssóknar verður haldinn í barnaskólan- um við Digraiiesveg kl. 6 síðdegis — sunnu- daginn 7. des., næstkomandi. Venjuleg aðaliundarstörf. Safnaðarnefn din. gnar ©I1SS051 g.q.T Féla gsvistin í G.T.-húsinu í ltvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar frá kl. 8. — Sími 1-33-55. Minnst 8 þátttakendur ía verölaun hverju sinni. •Dansinn hefst um klukkan 10,30. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 55. og 57. tbl, Lögbirtinga- blaðsins 1958 á m/s Álsey RE. 61, eign Þórhalls ‘Sigjónssonar, fer Iram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík á Skipastæði Bátanausts h.f. við Elliða- árvog, mánudaginn 8. desember 1958, kl. 2,30 síðdegis. JBorgarfógetinn í Reykjavík. ur dor í Grikklandi 1 Á fundi ríkisrúðs. í gær vat Agnar Kl. Jónsson, ambassadol í Frakklandi, jaínframt skipaðuj ambassador ísiands í Grikklandii (Frá ríkisráðsritara). Innkaupacleiíd LÍXL vex stöðngt i um og nýjum íiikimjðum". Á fundinum í gær !as Sigurðuj H. Egilsson íiarnk væmdastjór j reikninga sambí'.ndsins. Þvi næs| flutti Ingvar Vilhjálmsson, forv maður innkaupadeildar L.í Ú. skýrslu framkvæmdaráðs dei.ld- árínnar. Kom fram í hennj að starf deildariru: ar heí'ur sífellt Umræður um neíndarálit stóðu síðast þegar blaðið frétti í dag eiga nefndir að starfa. Á morg-- un verða álit þeirra ra:dd o£ sambandsstjórn kosin. í dag býður sj á varú tv eg smál ar á ðh er r« fundarmötmuni lil hádegisverðas; og mun hann ávarpa fundinrj tækum fréttaburðj af aflabr<>;:<%■ Á aðalfundi L.Í.IJ. í fyrrakvþld fluttu fulitrúar hinna ýmsu f«-< laga mál félaga tinna, rneða} þeirra var „aðviirun við of v«ð- vaxið, síðan hún var sto fnuS fyrir 12 árum, og væri stari'semj þessi nú orðin mjög umíangs« mikil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.