Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 9
— Miðvikudagur 10. desember 1958
ÞJÓDVILJINN
(»
ÍÞRÓTTtR
RITST2QRI:
\^YÍ/yyia^ri
+£Á'
04*0*1
Sundmeistaramót ^Reykjavíkur í íyrrakvöld:
Gyðmyndur Gíslason setti ísL met í 200
Sundmeistaramót Reykja-j
víkur fór fram s.l. mánudag
og var keppt í aðeins fjórum
karlagreinum og þrem kvenna-l
greimim. Verður ekki annað
sagt en að varla sé hægt að
liafa það einfaldara í sniði. —
Reykjavíkurmót, þar sem fram
eiga að koma allir beztu sund-
menn höfuðborgarinnar, þarf
að vera stórbrotnara og með
meiri þátttöku en að þessu
sinni.
Þaö er mjög athyglisvert og
sannarlega til umhugsunar fyr-
ir forráðamenn sundsins í
Reykjavík, að,- í_. þesaum „.sjö
"'su-ncram sem keppt var í'voru
aðeins tveir keppendur í hverju
sundi úr Reykjavík, nema einu.
Þetta er mjög alvarlegt, því
Sundmeistaramót Reykjavíkur
á að vera einn aðalviðburður-
inn í sundmótum hér. Ef til
vill er sund þetta of nærri jól-
um, og sé svo að áliti kunn-
ugra, þarf að ætla því betri
tíma á árinu.
Sundmenn þurfa sannarlega
að leggja höfuðin í bleyti og
leggja á ráð til að fá meiri
reisn yfir aðalmót Rvíkur í
framtíðinni, — Reykjavíkur-
meistaramótið.
(Eitt Islandsmet var sett á
mótinu og var það Guðmund-
ur G'íslason sem það gerði, er
hann synti 400 m., því að hann
synti 200 m fyrstu á nýjum
metöma eða 2,17,5, en gamla
metið átti Pétur Kristjánsson
og var það 2,18,4.
Leizt mönnum 'sem 400 m
metið mundi falla líka en það
var eins og Guðmundur héldi
ekki hraðanum um skeið í síð-
ari hluta sundsins þótt hann
tæki svo ágætan endasprett.
Hann synti 350 metrana ein-
samall og án allrar kenpni,
því að Steinbór Júlíusson hætti
eftir 50 m. Met varð ekki hjá
Guðmundi á 400 m að þessu
sinni, en tíminn eigi að síður
góður: 4,52,3 mínútur. Met
Helga Sigurðssonar er 4,49,5.
Guðmimdur vann einnig 100
m baksund'ð. í öðru sæti þar
var lítt ktinnur sundmaður,
Vilhjálmur Grímsson, og veitti
Guðmundi harða keppni fyrri
50 metrana. Með góðri þjálfun
mun- |ar efni á ferðinni.
Keppnin í 200 m bringu-
sundi var mjög skemmtileg og
tvísýn á margan h&tt. Til að
byrja með hafði Torfi Tómas-
son forystu eða fyrstu 50 m
en þá fór Einar Kristinsson
að láta að sér kveða meir, og
eftir 75 metra voru þeir svo
að segja jafnir, en úr því
hafði ¦ Einar forystuna og
breikkaði stöðugt bilið. Þegar
sundið var svolítið meir en
hálfriað virtist sem annar gest-
anna í sundinu, Hörður Finns-
son, æt'aði að blanda sér dá-
lítið! inn í baráttuna um ann-
að sætið, og var það sannar-
lega djarflegt af unga mannin-
um. Það var heldur ekki við
neinn óvaning að eiga þar sem
Torfi var. Það nokkuð óvænta
skeci að Hörður snerti bakk-
ann 1/10 úr sek. á undan,
Helga Haraldsdóttir varð
meistari í 100 m baksundi og
100 m skriðsurjii. Tími hennar
í baksundinu var undra góður
miðað við það að hún mun
ekki í fuilri þjálfun, en hann
Guðmundur Gíslason
var 1.22,1 mín. Hún á sjálf
metið sem er 1,19,8 mín.
Tími Hrafnhildar í 200 m
bringusundi var nokkuð góður,
þegar tekið er tillit til þess
að hún var ekki vel fyrir köll-
uð, og sýnilega tók ekki á að
fullu. Sigrún Sigurðardóttir
veitti henni harða keppni og
sýndi mikinn dugnað, og með
betra sundlagi ætti dugnaður
hennar að gefa mun betri ár-
angur, sem þó þegar er furðu
góður.
Vigdísi Sigurðardóttir vantár"
meiri snerpu, þá murdi sund
hennar gefa mun meiri árang-
ur.
TJrslit urðu annars þessi: —
Kvennagreinar - 100 m skriðss.
Helga Haraldsd. KR 1,15,7
Margrét Ólafsdóttir Á 1,24,5
Vigdís Sigurðard. Á 1,29,9
200 m bringusund
Hrafnh. Guðmundsd. ÍR. 3,12,6
Sigrún Sigurðard. SH 3,16,6
Erla Frcderiksen Á 3.40,4
100 m baksund
Helga Haraldsd. KR 1,22,1
Vigdís Si'gurðard. Á 1,34,9
Karlagreinar? 100 m skriðsund
Pétur Kristjánsson Á 1,02,4
Steinþcr Júlíusson Á 1,05,0
Erling Georgsson SH 1,16,6
400 m skriðsund
Guðm. Gíslason ÍR 4,52,3
200 m bringusund
Einar Kristinsson Á 2,49,5
Hörður Finnsson IBK 2,53,9
Torfi Tómasson Æ 2,54,0
100 m baksund
Guðm. Gíslason ÍR 1,11,5
Vilhj. Grímsson KR 1,17,'6
Ármann vann Ægi 6:3 (5:0)
Lokaþáttur kvöldsins var úr-
slitakeppni í sundknattleiks-
móti Réykjavíkur, og fóru leik-
ar svo að Ármann vann í 10.
sinn í röð og hinn fagra bikar,
sem keppt var um og gefinn
var af Tryggva Ófigssyni fyrir
sjö árum, - til eignar. Skyldi
það lið hljóta bikarinn til
eignar sem sigiaði í sjö mótum
í röð eða 10 sinnum alls.
., Fyrri hálflcikur var mun
betur leikinn af Ármanns hálfu
og skoruðú þeir þá 5 mörk
gegn engu, en í seinni hálfleik
var leikur þeirra allur meir í
molum og þá voru það Ægis-
menn sem skoruðu þrjú miirk
en Ármann eitt.
Þeir sem skoruð'u mörkin
fyrir Ármann voru Pétur
Kristjánsson 4 og Einar Hjart-
arson 2. Fyrir Ægi skoruðu
Ari Guðmundsson^Vog G.uðjón
Sigurþjörnsson, 1. .
-Reykjavíkur-me^staratibi(llinn
háfa" Ármenningar unnið frá
byrjun nema. 1944, þá vann KR,
og 1948, er Æ'gir vann.
KR tók einnig þátt í sund-
knattleiksmóti þessu, en fékk
ekkert stig. Formaður Sundráðs
Reykjavíkur Einar Sæmunds-
son afhenti sigurvegurunum
bikarinn og verðlaunapeninga,
og árnaði Ármenningum heilla
með unninn sigur.
Ðanmörk vann Noreg nieð
20:13 í handknattleik
Norðmennirnir komu mjög.á
óvart með ágætum leik sínum
Um fyrri helgi fór fram í
Álaborg í Danmörku landsleik-
ur í handknatt'eik milli Norð-
manna og Dana. Danir unnu
leikinn með 20:13, en það kom
þeim mjög á óvart hve Norð-
mennirnir voru harðir í fyrri
j hálfleik, því að þeir unnu hann
með 8:6. Annars segir Sports-
manden á þessa leið um leikinn:
— Leikurinn var góður og
vel. leikinn, en hann; var harð-
ur, og þó það heppnaðist fyrir
Dani að vinna, sýndi leikurinn
að hinir dönsku leikmenn geta
hér eftir ekki verið öruggir
þegar þeir leika við Noreg.
Norsku leikmennirnir léku vel
í fyrri hálfleik og með miklum
hraða, og þrátt fyrir það að
fyrri hálfleikur endaði - með
sigri Norðmanna, sýmdi þa,ð
sig að áreynslan hafði verið of
mikil, þannig að þeir gátu ekki
leikið eins í seinni hálfleik.
Eftir leikhlé tókst Dönum að
jafna í 8:8 og Danir héldu á-
fram að sækja á, og um skeið
stoðu leikar 20:11, en 'Norð-
mennirnir neyttu allrar orku til
að skora tvö mörk í viðbót.
I síðari hálfleik léku Norð-
mennirnir nokkuð fast, og var
þrem þeirra vísað út af í tvær
mínú.tur hverjum. Bæði lið
fengu dæmd þrjú vítakcst og
notuðust' hvorum tvö.
,Þeir sem skoruðu fyrir Dan-
mörk voru: Mogens Olsen 7,
Jörgen Skipper 4, Mogens
Kramer og Poul Locht 3 hvor,
Jörgen Peter Hansen 2 og Per
Theilmann 1.
Fyrir Noreg skorúðu: Kjell
Svestad 4, Finn Arhe Joliansen
3, Erik Vellan, Björii'Erik San-
sten og Arild Gulden tvö hver.
Beztu leikmenn danska liðs-
ins voru markmaður Bent
Mortensen frá Helsingör og
Henning Olsen. Beztir í norska
liðinu voru Oddvar Klepperás
markmaður, Kjell Svestad og
Erik Vellan.
ÆVINTÝRAMAÐUR
UÓSMYN3MI
FERÐALANGUR
Frægur ferðalangur segir frá
ferðum sínum um Suður-Ameríku
en þar eru stærstu ókönnuð
landsvæði á hnettinum fyrir utan
heimskautasvæðin. Þar inni í
frumskógunum, „Græna vítinu",
leyngst hættu.r við hvert fótmál
GULL 011 DRffniR SK0GRR
Jörgen Bitsch bauð hættunum
byrginn:
~k hann dvaldist í furðuheim-
um Amazon-frumskógamia,
haun var hjá hinum her-
skáu og' hættulegu Avvatti
í Græna vítinu.
hami barðist einn upp á hf
og dauða við 8 m langa
kyrkislöngn.
hann gisti byggðir höfuð-
leðrasafnara.
hann kleif gjósandi eidfjall.
Ekki er Jörgen Bitsch þó einungis æv-
intýramaður, sem segir æsilega frá
svaðilförum og tvísýnni glímu við við-
sjál atvik. Hanner líka glöggur ferða-
maður, sem með sigurgleð; !'*idkann-
aðarins skoðar landið og lýsir því.
S H U 6 G S J h