Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 10
4|10) — ÞJÓÐVILJINK — Föstudagur 12. desember 1958 Frá Potsdam til kja rnorkuhervæðingar < ■ Framhald áf 7. síðu. austri“. Engan veginn eigi sameiningin að fara fram með viðræðum milli fulltrúa þýzku rikjanna sjálfra. Stjórnar- stefnan hefur verið að viður- kenna alls ekki tilveru aust- ur-þýzka ríkisins, m.a.s. að liafa ekki stjórnmálasamband við þau ríki, sem viðurkenna það. Frægt er orðið þegar Vestur-Þýzkaland sleit stjórn- málasambandi við Júgóslava, af þvi að þeir tóku upp stjórnmálasamband við aust- ur-þýzku stjórnina í vor. Ekki þótti vestur-þýzku . stjórninni samt stætt á öðru , en hafa stjórnmálasamband } við Sovétríkin, þrátt fyrir við- , urkenningu þeirra á austur- þýzku stjórninni. , í mótsetningu við þetta hef- , ur það verið stefna austur- 1 þýzku stjórnarinnar að leysa ' beri sameiningarmálið með ‘ viðræðum og samningum milli þýzku ríkjanna. Það sé ekki ‘málefni hemámsveldanna. — Ekki komi heldur til mála að beita valli í málinu. Sumir segja að þéssi stefna Austur-Þjóðverja sé eðlileg og orsakist af því, að þeir séu hernaðarlega og efnahags- lega svo miklu veikari en Vestur-Þjóðverjar, að ekkert þýði fyrir þá að beita „pólitík aflsins“ í sameiningarmálinu eins og þeir. Því er til að svara: Vissu- lega er her Austur-Þýzkalands margfalt minni en vestur- þýzki herinn, en það skiptir engu máli j þessu sambandi. Ef borgarastyrjöld brytist út í Þýzkalandi, yrði úr henni lieimsstyrjöld, þ.e. Nato og og Varsjárbandalagið myndu þar mætast, en þýzku ríkin eru meðlimir sitt í hvoru bandalaginu. Vafamál er að Nato sé sterkara en Varsjár- bandalagið. Því þurfa Aust- ur-Þjóðverjar ekki að óttast að þeir verði sigraðir af Vest- ur-Þjóðverjum í stríði. Hins vegar vita þeir hvaða afleið- ingar kjarnorkustríð myndi liafa, og afneita því algerlega valdbeitingu. Það er vissulega friðvænlegri afstaða en hjá Vestur-Þjóðverjum, sem neita að gera slíkt hið sama og treysta á kjarnorkusprengj- una. Þá er hitt atriðið, að Aust- ur-Þjóðverjar séu efnahags- lega veikari en Vestur-Þjóð- verjar. Vissulega. Að öðru jöfnu er smærri þjóð efna- liagslega veikari en stærri þjóð. Framleiðslugeta hennar er minni. En efnahagslegur styrkur er raunhæfar mæ’dur, ef miðað er við framleiðslu. á hvern íbúa. Hún hefur fram að þessu verið minni í Austur-Þýzkalandi. — Það á m. a. rót sína að rekja til þess, að skipting landsins hafði alvarlegri afleiðingar í för með sér fyrir efnahags- líf austurhlutans en vestur- hlutans, aðallega vegna þess að hann missti að miklu leyti hráefnagrundvöll sinn. En nú hafa Austur-Þjóðverjar sett sér það takmark að fara á næstu þrem árum fram úr Vestur-Þýzkalandi í fram- leiðslu og neyzlu helztu mat- vælategunda og iðnaðarneyzlu- varnings á hvern íbúa, þ. e. í þeim vörutegundum sem mest áhrif hafa á lífskjör al- mennings. Á meðan er vart að búast við því að samsvarandi framleiðsla aukist í Vestur- Þýzkalandi, a.m.k. ekki veru- lega. Meðan „efnahagsundrið" í Vestur-Þýzkalandi gekk vel, leit almenningur þar svipuð- um augum á sameiningarmál- ið og stjórnarvöldin. Þar sem uppbyggingin gekk ekki eins vel í Austur-Þýzkalandi og lífskjörin voru ekki eins góð var þetta eðlilegt. Fyrir utan hinn lélegri hráefnagrundvöll Austur-Þýzkalands koma þær orsakir til, að ekki var úm er- lend lán og fjármagnsinn- flutning að ræða eins og í • Vestur-Þýzkalandi. En upp- byggingunni hefur samt miðað mikið áleiðis, og nú þegar kreppuboðar gera vart við sig í vestur-þýzku atvinnulífi, eykst framleiðslan hraðar en nokkru sinni fyrr í Austur- Þýzkalandi. Stefna Adenauers í sameiningarmálinu hefur beðið skipbrot. Sovétríkin neita að skipta sér af málinu og vísa á stjóm Austur- Þýzkalands. Hún hefur hvað eftir annað gert vestur-þýzku stjórninni tillögur um friðsam- lega sameiningu landsins, en ekki ein einasta hefur komið frá henni til hinnar austur- þýzku. Þegar Austur-Þýzka- land stakk upp á frjálsum um kosningum í öllu landinu og síðan sameiningu, þá svar- aði Adenauer með því að ganga í Nato og vígbúast af kappi. Ekki féllst Vestur- Þýzkaland á að gerast aðili að kjarnvopnalausu svæði í Mið-Evrópu, samkvæmt tillögu Rapackis utanríkisráðherra Póllanils, þótt Austur-Þýzka- land væri reiðubúið til þess. Þegar Austur-Þýzkaland stakk upp á ríkjasamsteypu sem leið til sameiningar, þ.e. að ríkin yrðu ekki leyst upp og nýtt myndað, heldur hefðu þau samvinnu um ýmis mál, sem vörðuðu þau bæði, þá anzaði Adenauer ekki en kjarnvæddi her sinn. En öll hans her- væðing hefur ekki fært Þjóð- verja einu skrefi nær samein- ingunni, eins og lofað var í upphafi. Þegar það bætist við, að „efnahagsundrið“ er ekk- ert undur, þá er ekki að undra, að meira er hlustað á tillögur Austur-Þjóðverja en áður í Vestur-Þýzkaíandi. Fjöldi atvinnurekenda vill nú skjóta sameiningu, þar sem þeir sjá með henni leið út úr efnahagsvandræðum, og með réttu. Það sýndi sig fyrir skömmu, þegar austur-þýzka stjórnin bauðst til að kaupa miklar birgðir af óseljanlegum steinkolum og öðrum vöruteg- undum frá Vestur-Þýzkalandi. Tilboði þessu hafnaði vestur- þýzka stjórnin, til mikillar gremju fyrir atvinnurekendur og verkamenn þá, sem verða fyrir atvinnuleysi vegna of- framleiðslu. Það varð til þess að vestur-þýzka stjórnin neyddist til að sjá sig um hönd og taka boðinu að nokkru leyti, þ.e. að einum tíunda hluta. Ekki hefur hún þó viljað taka upp viðræður við austur-þýzku stjórnina um sameininguna. Hins vegar hefur komið í ljós að ráð- herrar úr stjórn Adenauers (Scháffer fjármálaráðherra o. fl.) hafa átt í leyniviðræðum við fulltrúa austur-þýzku stjórnarinnar, m.a. um frið- samlega sameiningu lands- hlutanna. Þessir ráðherrar neituðu þessu fyrst þegar það var upplýst í Austur-Þýzka- landi, en urðu þó að játa að lokum, er gengið var á þá. Nú afneita þeir alveg þeim skoðunum sem þeir settu fram í leyniviðræðunum. Mál þetta hefur vakið mikla athygli og þykir sigur fyrir etefnu Aust- ur-Þýzkalands. Ekkert bendir þó til að Adenauer ætli sér að taka upp opinberar viðræð- ur um sameiningarmálið eða viðurkenna austur-þýzku stjórnina. Hann virðist á- kveðnari nú en nokkru sinni ri/rr að halda stefnu sinni til streitu, og litlar horfur eru á því, að það breytist í ná- inni framtíð. Meðan svo er verður ekki um sameiningu að ræða, og getur því klofn- ing Þýzkalands enn átt sér langa sögu. 1 Þýzkalandi eru í dag tvö ríki með andstætt þjóðskipu- lag. í öðru þeirra hafa engar landakröfur komið fram á hendur nágrönnunum, eins og áður var siður í Þýzkalandi, fasískur félagsskapur er þar bannaður og forsprakkar heimsstyrjaldarinnar eiga sér þar ekkert griðland. Um til- veru þessa ríkis er íslending- um opinberlega ekki kunnugt, þrátt fyrir togarakaup þar og önnur vaxandi viðskipti. í hinu ríkinu er þessu öfugt varið. Landakröfurnar þýzku eru aftur komnar fram, fas- ískur félagsskapur lifir góðu lífi og forsprakkar heims- styrjaldarinnar eru komnir til áhrifa á nýjan leik. Þýzka hernaðarstefnan lifir þar góðu lífi, þótt öldruð sé. Sú stefna hefur lengst af ekki átt upp á pallborðið hjá íslendingum, ekki heldur á 4. tug aldarinn- ar, þegar nazistarnir og júnk- ararnir voru að sleikja sig upp við okkur. Þó voru ís- lenzkir fylgismenn stefnunnar ekki alveg hverfandi. Öðru máli er að gegna nú. í þrjú ár höfum við þegar verið í hernaðarbandalagi við þessa stefnu og virðist líka vel og aldrei betur en í dag. Það var reyndar ríkisstjórn þessarar margnefndu stefnu, sem neitaði að framlengja við- skiptasamning við okkur þeg- ar við færðum út landhelgina. En ánægja okkar með sam- lífið virðist ekki hafa beðið neinn hnekki. Kannski eru Islendingar loksins komnir á rétta hillu. Berlín, 1. desember 1958, Ouðm. Þór Vigfússon. Höfum aftur fen.gið liin lientugu ÚTVARPSBORÐ í teaki með plötuspilara á kr. 3200 — rVh!1, ,,án þlötuspilara á kr. 1900. — i Radiovinnustofa VIL6ERGS & ÞORSTEINS Laugaveg 72 — Sími 10259. N Ý BÓK I Aldahvörf í Eyjum eftir hinn landskunna sjósóknara, ÞORSTEIN JÓNS- SON í Laufási. 1 bókinni er rakin þróunarsaga vélbátaútgerðarinnar í Eyjum frá upphafi vélbáta- aldar 1906 til ársins 1930. Þá segir í bókinni frá „gamla tímanum“, er sjór var sóttur á áraskipum, útilegum og svaðilförum. Bókina prýða 250 myndir af formönnum, braut- ryðjendum vélbátaútgerðarinnar og staðháttum í Vest- mannaeyjum. ALDAHYÖRF 1 EYJUM er ómissandi bók ölhun. er þjóðlegum fróðleik unna. , ÚTGEFANEI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.