Þjóðviljinn - 19.12.1958, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. desember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (13 Framh. af 9. síðu Eg .sagði, að þar væru um 200 þúsundir manna. Honum mis- heyrðjst og hélt mig nefna milljónir, en 200 milljónir var allt of há tala til þess að ég gæti samþykkt hana. Eftir nokkurt þref komumst við að samkomulagi um það, að á ís- landi myndu búa uin þrjár milljónir. Þessar vöflur veiktu strax álit Kínverjans á þekk- ingu minni. enda fór hún ekki vaxandi. Hvernig fóru nú þess- ar þrjár milljónir íslendinga að losna úr greipum danska herveldisins? Eg vissi það ekki gjörla. Gerðuð þið uppreisn? Nei, við höfurn aldrei gert uppreisn, á íslandi eru ein- ungis jarðskjálftar og eldfjöll, en fólkið er mjög friðsamt. Við sóttum rétt okkar á laga- legum grundvelli. Gerði þá einhver alþýðudóm- stóll um málið? Nei, við sömdum við Dani. En vildu Danir semja við ykkur, stóðu einhver ríki að baki ykkar? Nei. við áttum einungis að fagna dálítilli samúð hjá Norð- mönnum og Þjóðverjum. En 1918 eru Þjóðverjar sigr- uð þjóð; ekki getur samúð þeirra knúið Dani til samninga við ykkur. Danir neyddust til þess að semja, af því að við vorum alltaf að rífast við þá. En þið gerðuð ekki uppreisn og Danir höfðu her á Islandi? ,Já, nokkur herskip og stund- urn landher, en hann var gagnslaus af því að við kunn- um ekki að bera vopn og ber- um enga virðingu fyrir slíku. Þar með var samtalinu lok- ið; þessi fróðleiksfúsi höfðingi íor nokkru síðar brosandi í annan enda salarins, en hinn heimski lygari sat eftir og braut . heilann um það, hvað þjóð hans hefði í raun og veru afrekað. .Mér er það fyllilega ijóst, að við íslendingar erum sér- kennilegt fyrirbrigði í heimin- um, ef til vill svo sérkcnnilegt, . að það er bezt að hafa sem fæst orð urn það til þess að vekja ekki deilur að óþörfu. Eg ,hé£ ietigah. áhuga á þvi, að við förum að leika. spámenn og reynum að frelsa mannkynið. Helztu sérkenni okkar, að und- anskildu tungutaki, eiga ræt- ur að rekja til þess, að við höfum aldrei lotið heraga eða stundað hermennsku. Fyrr á öldum vörðum við iand okk- ar margsinnis með vopnum, en jafnvel á miðöldum var íslend- ingum gjarnar að grípa til pólitískra bragða og stjórn- málaþrefs en vopna. Við vor- um stöðug't að þrefa við dönsk stjórnarvöld, háðum við þau taugastríð, þangað til þau gáf- ust upp. Sumir vilja halda því frarn, að við höfum sigrað í sjálf- stæðisbaráttunni, af því að við áttum við Dani, en ekki ein- hverja verri þjóð. Ekki skal ég neita því, að Danir eru drengir góðir og vinfastir að áliti Gröndals í Heljarslóðar- orustu, en gæði Dana hrökkva skammt til skýringar á sigrum okkar. Norðmenn lutu eitt sinn Dönum, en voru afhentir Sví- um með hervaldi 1814. Þeir kröfðust sjálfstæðis, hervædd- ust og endurheimtu að lokum sjálfstæði sitt 1905 með því að gera uppreist. Þá standa norskir og sænskir herir and- spænis hvor öðrum, og Svíar létu undan áður en kom til blóðsúthellinga. Norðmenn töldu sig þurfa vopn og her til þess að öðlast sjáifstæði, við einir háðurn okkar stríð á annan hátt og unnum einnig sigur. Það er eina staðreyndin í málinu. Barátta okkar er einungis háð á svo séi'kennilegan hátt, að sumir neita að viðurkenna hana sem árangursríka aðferð, löglegt stríð í sjálfstæðismáli; af þeim sökum er gripið til fjarStæðra skýringa á sigri íslendinga 1918. Við íslendingar getum ekki ætlazt til þess, að aðrar þjóðir viti mikið um okkur, af því að við vitum lítið um Þær og vitum sízt það, sem máli skipt- ir. Vinir okkar Englendingar, hafa eflaust talið sig þekkja okkur út og inn, þegar þeir hófu þorskstriðið. Þeir eiga frægustu leyniþjónustu heims og frægasta herskipaflota, þrautreyndan í ótai heimsfræg- um orustum. Ensk stjórnarvöld hafa eflaust verið búin að fá langar og ýtarlegar skýrslur um flokkadrætti okkar, sundr- ungu og nákvæma lýsingu á Mariu Júlíu og öðrum íslenzk- um bryndrekum, áður en þau lögðu út í styrjöldina, en þeim hefur sézt yfir að grennslast fyrir urn samheldni okkar, trú á réttan málstað, þrákelkni okkar og virðingarleysi okk- ar fyrir ofbeldi. Við höfum^ aldrei lotið að leikreg'lum of- beldismanna, sem fara með herskipum, þótt ofbeldi hafi þráfaldlega verið beitt gegn okkur. Við höfum heimt land okkar úr höndum Englendinga, Þjóðverja og Dana. Eitt sinn töldu Englandskon- ungar sig eiga íslaríd, í bréfum sínum tala þeir um „land vort 181300“". í íslenzkum höfnum sátu þeir í víggirtum bæki- stöðvúm, enski. . íslandsfiotinn var þá 15,0 ,.skip, erí Englending- ar áttu rúmlega 400 • haffær fiskiskip alls. Til þess að allt væri form- legt, þá gerði Hinrik VIII. samning við Kristján II. Dana- konung og keypti landið; samningurinn er ennþá til i Ríkisskjalasafni Dana, en hann konr ekki til framkvæmda, af því að íslendingar dæmdu erindreka konunganna land- ráðamann og tóku hann af hfi. Mcð pólití.skum brögðum . og aðstoð;. þlambprgaL^. e.r-u Englendingar hraktir frá ís- landsströndum að því sinni. Síðan fóru Hamborgarar íömu leið og loks Danir. Hvernig sern þorskslríðinu lýkur, þá höfum við íslending- ar oft séð hann svart- ari, jafnvel í skiptum við vini vora Englendinga. I-Iins vegar berast þær fregnir frá Englandi, að þar sé ugg- ur í mönnum um endalok ó- friðarins. Þar kvarta menn jafnvel undan þvi, að banda- menn þeirra í Þýzkalandi, Beigíu og Frakk’andi hafi svikið þá og skilið þá eina eftir í þessu geigvæna stríði fyrir rétti smóþjóðanna. Eg veit ekki hvort við ís- lendingar höfum með lífi okk- ar og starfi sannað heiminum mikilvægi lærdóma, fært hon- um heim sanninn um það, að friðsemd sigrar ofbeldi, her- leysi er öllum herstöðvum sterkara. Hins vegar veit ég, að ekkert er jafn fallvalt í veröldinni og ofbeldið; her- veldi rís á legg í dag, en lið- ast sundur á morgun; smáþjóð- ir lifa, þær eru undarlega líf- seigar. Eg veit einnig, að fær- um við íslendingar að boða stríðshrjáðum heimi þau lífs- sannindi, sem við einir höfum g'ert að veruleika í alþjóða- samskiptum, þá yrðum við sakaðir um að boða stórhættu- legar villukenningar; áheyr- endur okkar hjá göfugum þjóð- um mundu móðgast á sama hátt- og Kínverjinn, sem ég hitti í veizlunni fyrir tveim- ur árum. Við Islendingar erum ham- ingjusöm þjóð, ekki einungis af því að við búum við beztu kjör, sem nú þekkjast. Við er- Um hamingjusamir sökum lífs og starfs þessarar litlu þjóðar, við þurfum aldrei að gerast landstjórar á Kýpur, setuliðs- stjórar í Ungverjalandi eða for- stjórar einokunarauðmagns í Suður-Ameríku. í skammdeginu norður á ís- landi fagnaði lítil þjóð ævin- týralegum sigri í göfugri bar- áttu fyrir 40 árum. Megi ís- lendingum ganga allt að ósk- um. r éttir Framhald af 11. síðu. gengið í gegnum alla flokka og þekkir hug og vilja drengja á öllum aldri. Það er ekki nóg með það að hann annist þetta fyrir fé- lagið, eagði Haraldur, hann sér um félagsheimilið ásamt konu sinni og gera þau það með stakri prýði, og reynir oft á skilning, ekki sízt kon- unnar í svona starfi. Er það mikið happ fyrir eitt íþrótta- félag að hafa svona starfs- krafta eins og Guðm. Jóns- son er, að ógleymdri „hús- móðurinni" á heimilinu, sagði Haraldur að lokum. Glæsileg leikskrá Hér fer svo að lokum skrá yfir árangur ungu flokkanna í Fram í sumar, en þeir unnu sem kunnugt er 13 mót af 18. 3. fl. A 14 12-1-1 51:3 unnu 3 mót 3. fl. B 6 5-0-1 26:3 — 2 — 4. fl. A 8 6-1-1 20:5 — o bJ 4. fl. Ií 10 9-1-0 42:3 — 2 — 4. fl. C 9 1-2-6 9:2!» (Léku við B-liðin) 5 fl. A 12 10-1-1 40-11 — 2 — 5 fl. B 6 2-1-1 7:6 — 1 — ÞJOÐVILJANN vantas börn til biaðburðar á Kársnes, Laugames, Kvistbaga, Nýbýlaveg Þjoðviljinn Jólatorgsalan byrjuð Seljum eins og að undanförnu mikið úrval af alls konar jólaskrauti: — Mikið úrval af gerfiblómum, blómakörfum, skálum og klossum, — Skreyttar liríslur á leiði. — Einnig mikið af gerfiblómum í gólfvasa. Sendum um allt land. Seljum í heildsölu til kaupfélaga og kaupmanna. Gerið pantanir sem fyrst. —: Sendum um hæl gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Fljót og góð af_ greiðsla. — Sími 16-9-90. BLÓMA- 0G GRÆNMETISMARMDURINN, Laugavegi 63. Allíof sasni sffábrinn Endurminningar danska rithöfundarins og ævintýramannsins PETER TUTEIN eru óvenjuskemmtilega ritaðar og lausar við liátíðleik flestra ævintýrahöfunda, en leiftrandi af fjöri og' hreinskilni. Peter Tutein hafði opin augun fyrir h-inu skoplega í fax-i sjálfs sín og sam- ferðamanna sinna. 'og lífsferill' hans, ’ sem er ríkari af ævintýrum og fjöl- þættari en ævi flestra annarra rríanna, gerði honum kleift að ausa al' ótæm- andi brunni ævintýra og skoplegra atvika, jafnt frá áralangri dvöl á Græn- landi. selveiðum í Norðurhöfum, lang- ferðalögum um Suður-Ameríku, Bandaríkin, Alaska og Kanada, auk ahs þess, sem fyrir hann korrí heima í Danmörku. Og frá öllu segir haun aí sömu hreinskilninni, ástarævintýrum sínum og heimskupörum, Atta hinna fremstu teiknara Danmerk- ur tóku liöndum sanian um að mynd- skreyta bókina. A I 1 t a f s a m i strákurin n er skemmtilestur frá upphafi til enda og á eftir að stytta skamm^ degið fyrir ungum sem gömlum, iöum Skeggjagötu 1 , ^ Simi12923 j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.