Þjóðviljinn - 03.04.1959, Síða 10
10) — ÞJÓEjVILJINN — FöstudagUr 3. apríl 1959
Til Ceyloit — og Keim aftur
Framhald af 7. síðu.
hvenær Guðmundur Joð fær
sér í nefið. Hitinn í Kaup-
inhafn, Vín og Búdapest hafði
verið um frostmark, en í Lvov
var þegar 4 stiga frost. Þar
var snæddur hádegisverður,
sem hófst með hinni frægu,
indælu borssúpu, sem ég vil
endilega láta innleiða í ís-
lenzkt mataræði. Þarna feng-
um við strax átakanlega að
kynnast kynþáttamisréttmu í
Sovétinu, því að skeggugur
líkraínukall kom með minja-
gripi og gaf svertingjunum,
en ég og Suðurameríkanarnii
sátum gneypnir yfir matnum
og fengum enga gjöf. 1 Kíeff
var komið 8 stiga frost. Þar
voru salernin að vísu hrein-
leg en ekki eins ilmandi
og í Frankfurt, en ekki þurfti
heldur að borga grænan kóp-
eka fyrir eitt né neitt. Álykt-
un: Álmennar lífsnauðsynjar
í Sovétlýðveldinu Úkraínu eru
tiltölulega óbrotnar, en eng-
inn ætti að þurfa að neita sér
um þær vegna fjárskorts.
í Moskva var 18 stiga kuldi.
Tveir Rússar tóku á móti okk-
ur í flugstöðinni, og annar
keypti í snatri litla v'odka-
flösku, þegar hann sá á okk-
ur kuldamerkin, hellti í glös:
drekka í einum teyg pa
rússkí. Þetta var góð brjóst-
hlýja, en aumingja Súdan-
negrinn, sem eins og flestir
landar hans var lítið fyrir
drukkinn, kunni annað hvort
ekki við að neita þessari gest-
risni eða hélt þetta vera sóda-
vatn og hvolfdi í sig eins og
aðrir. Það er fyrsta sinn, sem
ég hef séð svertingja hvítna.
Móttakendur sögðu mér, að
Tonja mundi heimsækja mig
á morgun. Tonja Ratskóva,
þekkirðu hana ekki? Nei,
sagði ég. Þá sögðu þeir mér
íbyggnir, að Tonja þekkti
bæði Guðmund Magnússon og
Jón Bö.
Inn tiJ borgarinnar var ekið
fram hjá furðanlega miklum
íbúðabyggingum bak við Há-
skólann, risnum síðan á
Heimsmótinu eða á rúmu ári.
Þetta voru slík firn, að mað-
ur fór að trúa, að eitthvað
væri hæft í öllu skrafinu um
útrýmingu húsnæðisleysisins
á næstu árum. Á Hótel Úkra-
ínu fékk ég herbergi á sðeins
4. hæð af 30—40. Ábúðarmikil
hótelkelling vildi bera fyrir
mig þungar töskurnar, úr
lyftunni, en afkomandi nor-
rænna víkinga lét slíkt ekki
um s;g spyrjast. Heldur fór
ég þó að sjá eftir riddara-
mennskunni, er ég hafði rog-
azt i nokkrar mínútur að mér
fannst. Hótel sem þetta er
æðistórt og gangarnir langir.
Morguninn eftir kom þessi
blessuð Tonja, sem sér víst
Lausn á þraut á 2. síðu.
Auglýsið í
Þjóðviljanum
um samskipti við Norðurlönd
hjá sovézka æskulýðssam-
bandinu, og nú hófust mynda-
tökur og óttalegt vegabréfa-
vesin fyrir Indland og Ceylon.
Við vorum þarna um 20 eftir-
legukindur af ýmsum þjóðern-
um, þ. á. m. var kominn Am-
erikaninn og hafði farið með
flugvél frá Vín, þó með við-
komu á flugvellinum í Búda-
pest. Hann sagðist bera mikla
virðingu fyrir leyniþjónustu
síns föðurlands og vera viss
um, að þeir hefðu enn njósn-
ara í háum stöðum í Ung-
verjá, sem mundu segja til
sín. Um kvöldið komu Árni
Bergmann og Arnór Hanni-
balsson til min og snæddu að
lokum siðkvöldverð. Englend-
ingor var svo óvarkár að
setjast á móti okkur og heils-
aði og kynnti sig af brezkri
heimakurteisi. Eu Arnór réðst
á hann formálalaust með
spurningum og fullyrðingum.
Ertu marxisti? Ertu á móti
okkur í landhelginni ? Finnst
þér Bertrand Russel ekki bein-
asni? Aumingja Bretinn vissi
ekki, hvaðan á sig stóð veðr-
ið og sá að endum þann
grænstan að vera á einu máli
við Arnór á öllum sviðum.
Mjög skemmtilegt að kynnast
ykkur, sagði hann, er þeir
kvöddu. Hver var þessi árás-
argjarni? spurði hann morg-
uninn eftir. Þetta er nú sonur
félagsmálaráðherrns á íslandi,
segi ég. Hvað er hann að gera
í Moskva? Lesa heimspeki. Af
hverju er hann svona árásar-
gjarn? Þetta er víst hans
lyndiseikunn. Og Bretinn
hristi kollinn sinn.
O Til Tasjkent
Að kvöldi 5. desember var
lagt upp til höfuðborgarinnar
í Uzbekistan. Nokkuð þurfti
að bíða í Moskvuflugstöð og
þar var aftur vinur okkar frá
því við komum, en nú í kær-
leikum við einhverja aðra og
tekinn að hressa þá á vodka
fyrir burtförina. Mig og Sví-
ann munaði í sama og vorum
á leið í vínbúðina, þegar Jap-
aninn kom blaðskellandi og
bauð okkur upp á bjór. Jæja,
hugsuðum við, það er sosum
skárra en ekki að fá einn
bjór, fyrst hann vill þetta
endilega. En margt er ólíkt
með íbúum í landi sólarupp-
komunar og landi miðnætur-
sólarinnar. Þegar Japaninn
kom hróðugur til baka, hélt
hann á einni pelaflösku af
bjór og 3 glösum. Við Svíinn
litum hvor á annan og antl-
vörpuðum.
Ekki fórum við heldur í TU
þessu sinni, heldur Super Con-
stellation vél frá Air India.
Andrúmsloftið í vélinni var
sérlega viðfelldið, maður var
umlokinn hinum óviðjafanlegu
austurlanda eiskulegheitum.
EngUm treysti ég til að gera
betur í þessu, nema e. t. v.
Kínverjum. Flugfreyjan,
Vodja, var allra flugfreyja
indælust, enda bað Brasilíu-
maðurinn um hönd hennar og
hjarta áður en lauk. Við kom-
um til Tasjkent kl. 6 um
morguninn, en þá var klukkan
enn aðeins 3 í Moskva og
ekki nema 11 í Reykjavík.
Etinn var morgunverður og
síðan þurfti að bíða 4 klst. í
flugstöðinni vegna þoku.
Skemmtilegasta sjónin þar
voru nokkrir yndislega gamlir
og skeggjaðir mongólar, sem
margir halda, að einur gis séu
til í ævintýrabókum.
© Yfir Indland
Frá Tasjkent til Delhi var
flogið yfir hluta af Himalaja-
fjöllum og Afganistan. Þar
var hrikalegt niður að líta
og mætti gefa af ægifagra
náttúrulýsingu, en til þess
brestur mig orð og innblástur.
Við flugum yfir Kabúl, höfuð-
borgina i Afganistan, sem leit
út líkt og hrúga af tíeyring-
um oní peningagjá. Stanzað
var klukkutíma á flugvellinum
í Delhi, en það var meira en
nóg til að sannfærast um, að
fötin, sem maður hafði dúðað
utan á sig í Moskvu, voru
orðin óþörf. Hitinn var um
30 stig í kvöldsvalanum. í
indversku afturhaldsblöðunum
mátti lesa miklar árásir á
Krishna Menon landvarnar-
ráðherra fyrir að hann vildi
láta framleiða vopn handa
Indverjum í ríkisverksmiðjum,
en ekki láta vopnaauðhringum
það eftir. Þetta var ljóta
skerðingin á athafnafrelsi og
lýðræðishugsjónum. .
Til Bombay var komið nær
miðnætti, þar átti að sofa
nokkra tíma. Á leiðinni inn til
borgarinnar lagði fyrir vitin
annarlega óþefjan, sennilega
úr fúlum fenjum. Þetta var
laugardagskvöld, en fólk virt-
ist almennt gengið til náða
a. m. k. á gangstéttunum. —
Þegar við Svíinn höfðum kom-
ið okkur fyrir í hótelherberg-
inu, vildi hann „titta pá“
borgina. Ekki var hægt að
þverfóta á gangstéttunum
fyrir sofandi húsnæðisleys-
ingjum, en einstaka mannvera
hafði þó svo strangan vinnu-
dag að sitja enn uppi með
útréttar betlihendur. Við hætt-
um okkur ekki langt, enda
heldur ófýsilegt fyrir tvo
væringja að ganga lengi kort-
lausir og án leiðsögumanns í
þessu náttmyrkri sjúkdóma
og eymdar. Eina veran, sem
við sáum á rjátli, var stelpu-
bjóðari, sem bauð mörg boð
og góð, enskar, þýzkar, ind-
verskar, kínverskar. Hann elti
okkur alla leið heim á hótel,
bætandi sífellt við nýjum þjóð-
ernum. Eldsnemma næsta
morgun var ekið útá flugvöll.
Það var tekið að grána af
degi, og þá sá ég með eigin
augum kostulega sjón, sem ég
hafði reyndar lesið um í ind-
verskum skáldsögum. Á flák-
unum meðfram veginum og
milli kofánna sat fólk til
kukks; svo langt sem sjá
mátti. Þetta var eins og
dreifður fuglahópur. Ég hafði
fyrir satt, að það væri föst'
venja, að þetta væri fyrsta
morgunverk almennings víð-
ast á Indlandi.
(Framhald).
OTVARPS-
VIÐGERÐIR
og viðtækjasaia
Veltusundi 1, Sími 19-800
Bæjarpósturinn
Framhald af 6. síðu
dæmi. Magnús Hj. Magnús-
son minnist þrisvar á Bólm
í rímu sinni, Angantýr og
Hjálmar:
1. „Arngrím jarli innum frá
er í Bólm nam ríkja“
Á öðrum stað: „Ötull
Bólmar ráður“ — og enn,
„Hrausta þjóð til Bólmar
bar“. — Hallgrímur Jónsson
læknir kemst svo að orði í
Hjálmarsrímum hugumstóra:
„Arngríms-burir Bólmeyjar
brunuðu tólf í salimi.“
Hafliði Finnbogason í Örv-
ar-Odds rímum:
„Hinn ólina herndi tólf
Hárs í gráu treyju,
Arngrímssyni um ylgjar-
gólf
austan frá Bólmeyju."
(Hár = Óðinn — hans treyja
= brynja)
Hallgrímur og Hafliði kenna
báðir til Bólmeyjar vegna
ríms.
Þessar viðbótarskýringar
'læt ég nægja. Eg tek undir
það með Þorsteini að mér
finnst leitt að við séum ekki
sammála, ég met hann mikils
fyrir 'kvæði hans og stökur
og bókina „Dalaskáld“.
Af því að síðasti dagur
góu er að rcnna út í tímans
haf finnst mér rétt að setja
hér eina góuvisu.
Góuvísjy 1918.
Sléttuband. Aldýr hringhenda
vatnsfelld.
Kviða góa færir fjær,
fríðu glóa kvöldin,
þýða skóga bærir blær,
blíðu fróa völdin.
Benedikt Guðmundsson
frá Húsavík.
Þá eru hér gamlar þorra,
Verkstjórar
Framhald af 2. síðu.
námskeið skal standa allt að
6 mánuði, að prófum meðtöld-
um.‘s
í 6. gr. er þetta ákvæði:
„Verkstjórar, sem lokið hafa
prófi og verkstjórar, sem starf-
andi eru, þegar lög þessi öðl-
ast gildi og starfað hafa þá sem
verkstjórar a.m.k. 12 mánuði á
síðustu þremur árum, ganga að
öðru jöfnu fyrir um verkstjóm
í sömu starfsgrejn í opinberri
vinnu.“
góu og einmánaðarvísa.t”.
Þorri bjó oss þröngan skó .
þennan snjóa vetur.
Enn hún góa ætlar bé'
að oss róa betur.
Einmánuður eykur strið
engin syngur lóa.
Það er alltaf harka og hríð .
þó horfin sé hún góa,
Ókunnugt um höfuivi.
Hríðarslög og hörkurnw
hrista úr krögum snjóírm.
eru mjög til óhægðar
ísa lög um sjóinn.
Það er skaði að þessi ;;"ð
þjóð óglaða setur.
Gengur að með austan hríð
einmánaðar tetur.
Vel ci uni við þahn fcatg,
vont til muna skeður.
Hér á dunar hvern eina dag,.
hríðar bruna veður.
Margt við spyrnir maaai
þvert !
mótgangs þyrnar gróí
Utsveitirnar árið livert
eiga fyrning snjóa.
Björn Fr. Schram.
Að lokum. Utmánaðarstakæ
1910, eftir undirritaðaa.
Þorri vondur vakti 'iiret,
vindasöm var góa.
Einmánuður eftirlét
öllum vætu nóga.
Með beztu kveðjum,
Guðl. Sigurðsson.“
Um leið og ég þakka tíl&krif-
ið vil ég taka það fram, að
mér virðist, að bæði bréfrit-
ari og Þorsteinn Magnússon
hafi mikið til síns máls hvað
viðvíkur skýringu á orðinu
„bólm“, og sýnist mér ó-
þarft að eyða fleiri orðum um
það ágæta orð.
Barnaspítali
Framhald af 3. síðu.
ur spitali, sem frá grunni er
reistur í þessu kyni eingöngu
og þar sem allt verður miðað
við þarfir barnanna og allt
stuðlar að því að gefla þeim
aftur bata.
Enginn skilur þetta verk-
efni betur en þeir, sem sjálf-
ir eiga sjúk eða veikluð börn.
En einnig þeir foreldrar, sem
eiga því láni að fagna að eiga
hraust böm og heilbrigð, hafa
fúslega lagt hönd á pióginn.
Orðsending frá Byggingarsim-
vinnufélagi Reykjavíkur
Kjallaraíbúð við Snorrabraut er til sölu.
Eignin er byggð á vegum Byggingarsamvinnufélags
Reykjavíkur og eiga félagsmenn forkaupsrétt lögum
samkvæmt. — Þeir félagsmenn er vilja nota for-
kaupsréttinn, skulu sækja um það skriflega til
stjórnar félagsins fyrir 9. þ.m.
STJÓRNIN. :
Nylon þorskanetaslöngur
30 og 36 möskva. Einnig uppseít net
TH0RBERG, sími 23634 og 19657,