Þjóðviljinn - 21.06.1959, Síða 3
Sunnudagur 21. júní 1959
ÞJÓÐVILJINN
(3
Kópavogsfundur
Frarnhald af 12. síðu.
-isstjóra Alþýðuflokksins hefði
þegar framkvæmt kauplækkun
og gengislækkun væri yfirvof-
andi með haustinu. Um þessi
máí þyrfti einnig- að hugsa. I
•efnahagsmálunum væru tvær
stefnur uppi. Önnur sú að fá
sem mest fé inn í landið frá
hernum, en hermangspening-
arnir færu ekki til þess að auka
tekjur þjóðarinnar, þess vegna
væru einu úrræði þeirra er
fylgdu þessari s.tefnu kauplækk-
un og gengislækkun. Hin stefn-
an væri sú að auka framleiðsl-
una og hafa gætur á að af-
rakstur þjóðarbúsins færi ekki
í neina vitleysu. Þetta væri
stefna Alþýðubandalagsins og
eina færa leiðin í efnahagsmál-
um þjóðarinnar.
Finnbogi ræddi síðan nokkuð
kjöniæmamálið. Benti á að
kosningarhar 1956 liefðu sann-
að svo að ekki varð um villzt,
að ltosningalöggjöfinni varð að
breyta. Framsókn hefði mátt
vita, að leikurinn með Hræðslu-
bandalagið myndi ekki verða
látinn. endurtaka sig. Alþýðu-
þandalagið hefði krafizt þess
að það yrði tekið upp í stjórn-
arsáttmálann 1956 að leysa
þetta mál á kjörtímabilinu.
Framsókn hefði ekki reynt að
ná samningum um málið, hún
hefði metið meira að koma
frám kauplækkuninni. f þessu
máli hugsaði hún ekki um hag
þjóðarinnar heldur einungis
um eigin hagsmuni. Sitt álit
væri, sagði Finnbogi, að sú
lausn málsins sem nú hefði
náðst samkomulag um bætti
veruiega úr misréttinu, a.m.k.
milli flokka en ekki á milli
héraða Allt landið eitt kjör-
dæmi gæti eitt tryggt það.
La n d hel gi sniá 1 i ð
Að lokum ræddi Finnbogi
landhelgismálið ýtarlega og
rakti gang þess. Það hefði fyrst
og fremst verið verk Alþýðu-
bandalagsins að það mál komst
fram. Þjóðin hefði að vísu verið
einhuga í málinu eins og komið
hefði í ljós í öllum fundarsam-
þykktunum, en vissir stjórn-
málaleiðtogar hefðu staðið gegn
því. Það hefði kostað einhverja
hörðustu baráttu í íslenzkum
stjórnmálum að koma málinu
fram. Vinstri stjórnin hefði í
maí 1958 verið raunverulega
fallin á því. Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokkurinn hefði verið
búnir að bindast samtökum um
að koma í veg fyrir stækkun-
ina, en þegar Alþýðuflokkurinn
sá, að hann yrði að standa
ábyrgð á því frammi fyrir
þjóðinni í kosningum, án stuðn-
ings Framsóknar, hefði hann
gugnað.
Finnbogi sagði, að Bretar
hefðu fylgzt vel með því sem
gerðist. og vitað að Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn voru reiðubúnir til þess
að mynda ríkisstjórn til samn-
inga við þá um málið. Þess
vegna hefðu þeir álitið sér ó-
hætt að beita okkur ofbeldi í
því skyni að knýja okkur til
undanhalds. Framkoma Banda-
rikjamanna hefði þó verið okk-
ur enn hættulegri en Breta.
Þeir hefðu vegið aftan að okk-
ur með tillögu sinni á ráð-
stefnunni í Genf sem þeir beittu
öllum brögðum til þess að fá
samþykkta.
Mynd þessi var tekin á liiniim ágæfta fundi Alþýðubandalagsins
Hafnarfirði sl. mánudagskvöld. (Ljósm.: Sig. Guðm.)
Góðtemplarahúsinu í
Að síðustu þalaði FinnbogJ
um hættuna á því að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn semdu um undan-
hald í lar.dhelgismálinu við
Breta. Brezkir togaraeigendur
færu ekki dult með þá von
sína og í brezkum blöðum væri
rætt um að vonir stæðu til að
samningar næðust í haust eftir
kosningar. Stefna Breta væri
sú að knýja okkur til bráða-
birgðasamninga fyrir næstu
landhelgisráðstefnu, fá okkur
til þess að semja um „Fær-
eyja“-lausn málsins. Landhelg-
ismálið væri stærsta efnahags-
og sjálfstæðismál okkar. Eina
tryggingin fyrir því að ekki
yrði slegið undan í málinu væri
sú að Alþýðubandalagið kæmi
sterkt út úr kosningunum. Þá
myndu hvorki Sjálfstæðisflokk-
urinn né Framsóknarflokkur-
inn þora að mynda afturhalds-
stjórn, hvorki til samninga um
landhelgismálið né um launa-
lækkun og gengisfellingu.
Villa Þjóðvarnarflokksins
Næstur á eftir Finnboga Rút
talaði Þormóður Pálsson.
Kvaðst hann fyrst vilja gera
grein fyrir því hvers vegna
hann sem væri þjóðvarnarmað-
ur kæmi hér í pontuna. Hún
væri sú að þjóðvarnarmenn
væru ekki idauðir, þótt Þjóð-
varnarflokkurinn kynni að vera
það. Þeir væru nú að hasla
sér völl til baráttu í samvinnu
við aðra en ekki til þess að
ekapa sundrungu. Höfuðvilla
Þjóðvarnarflokksins hefði verið
að einangra sig. Hann hefði
verið þjóðvarnarflokkur í sam-
keppni við aðra ílokka en ekki
í samvinnu. Þess vegna hefði
barátta hans orðið ófrjó og
vanmáttug enda væri nú ekk-
ert um það spurt hvernig hon-
um reiddi af í þessum kosning-
um. En Bretar og Bandaríkja-
menn og aðrir slíkir spyrðu
um það hver yrði hlutur AJ-
þýðubandalagsins í kosningun-
um. Stórsigur Alþýðubanda-
lagsins væri eina viðnámið sem
hægt væi’i að veita gegn er-
lendum yfirgangi og innlendri
leppmennsku. Vaxandi fylgi
þess táknaði vaxandi siðferð-
isþrek þjóðarinnar og sigur
hennar. Síðar ræddi hann
nokkru nánar um bæði her-
námsmálið og landhelgismálið
þar sem hann tók mjög í sama
streng og Finnbogi Rútur.
Mikill einhugur
fundarmanna
Aðrir sem tóku til máls á
fundinum voru Haukur Jó-
hannesson sjómaður er einkum
ræddi um nauðsyn uppbygging-
ar útflutningsatvinnuveganna
og benti á að gullnáman við
Grænland væri nú óðum að
tæmast vegna rányrkju og þeg-
ar væru horfur á að Nýfundna-
landsmiðin færu sömu leið.
Framtíð okkar yrðum við að
byggja á því að rækta fiski-
ktofninn. yið strendur landsins.
Sigurður Ólafsson ekrifstofu-
maður talaði um eflingu kosn-
ingasjóðsins og bíla á kjördegi
og Páll Bjarnason prentari
ræddi um kjördæmamálið, efna-
hagsmálið og landhelgismálið,
benti á óheilindi Framsóknar í
kjördæmamálinu og sýndi fram
á að aðeins sigur Alþýðubanda-
lagsins í kosningunum gæti
tryggt sigur í landhelgismálinu
og staðið gegn gengisfellingu
og launaskerðingu.
Að lokum flutti fundarstjór-
inn Ingjaldur Isaksson bifreiða-
stjóri nokkur hvatningarorð.
Máli ræðumanna var mjög vel
tekið og fur.durinn vel sóttur.
Fimmta norræna málanámskeið
haldið í Reykjavík n.k. haust
Fimmta málanámskeiðið verður haldið í Reykjavík
n.k. haust á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands.
Á námskeiðinu verður kennt
íslenzkt mál og bókmenntir og
er kennslan ætluð stúdenþum
frá Norðurlöndum sem stunda
nám í norrænum fræðum. Hlið-
stæð námskeið hafa áður verið
haldin í Danmörku (1955—
1958), Noregi (1956) og Sví-
þjóð (1957). Þar hafa verið
kennd mál og bókmenntir þeirra
þjóða, sem fyrir námskeiðun-
um hafa gengizt, eii landssam
bönd stúdenta á Nmðurlönd-
um hafa með sér samvinnu um
námskeiðin og skiptast á um
að halda þau.
Fimmta norræna málanám-
skeiðið stendur yfir frá 11.
sept. til 6. nóv. n.ík. Gert er
ráð fyrir að kennslustundir
verði alls 80, 60 í íslenzku og
20 í bókmenntum. íslenzku-
kennsluna mun dr. Hreinn
Benediktsson prófessor annast,
en þeir dr. Steingrímur J. Þor-
steinsson prófessor og dr. Ein-
ar Ól. Sveinsson prófessor
annast kennslu í bókmenntum.
Áætlað er að hingað komi 15
þátttakendur frá Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Stúdentaráð Háskóla Islands
sémx sér um alla framkvæmd
náihskéiðsins, álítur það mjög
æskilegt, að hinir erlendu stúd-
entar eigi þess kost að dvelj-
ast á íslenzkum heimilum þáhri
tíma, sem þeir verða á Is-
landi, þannig að þeir hafi sem
nánust kynni af þjóðinni og
læri sem fljótast að skilja og
tala íslenzku. Beinir Stúdenta-
ráð því þeim tilmælum til
þeirra, sem áhuga kynnu að
hafa á að veita stúdentunum
fyrirgreiðslu.
Fjallkonan lét eliki rokið og
kuklann hindra sig í því að
skauta á þjóðhátíðardaginn. —
Myndin er tekin í Alþin.gisliúss-
garðinum, — Ljósm. Sig. Guðm.
Biskupsvígsla
Prestastefna
í dag vígir Ásmundur Guð-
mundsson biskup eftirmann sinn
í biskupsembættinu, sr. Sigur-
björn Einarsson. Vígslan hefst
kl. 10 f.h. í Dómkirkjunni og
verður úlvarpað, — geta menn
lesið nánar um bað í útvarps-
dagskránni. Kl. 7 í kvöld held-
ur kirkjumálaráðherra veizlu. að
Ilótel Borg.
Kl. 10 í fyrramálið hefst
vigsla Ingþórs Indriðasonar til
prests Herðubreiðarsafnaðar í
Langrut’n í Manitoba'fylki ; j
Kanada. Kl. 2 e.h. á mo.rgun
setur Ásmundur Guðmundsson
biskup prestastefnuna í kapellu
háskólans.
varð námer 3
Sú missögn varð í fpétt pj
fegurðarsamkeppninni að sagt
Var að Edda Gunr ^ ’sdóttin
hefði orðið nr. 3, en það var
Edda Jóis.dót.tir sem lilaut
það sæti. Eru báðar stúlkurnar
og lesendur blaðsins beðncr af-
sckunar á þessum mistökum.
Kosningaskrif-
stofur Alþýðu-
Kosningaskrifstofur Al-
þýðubaridalágsins eru á
eftirtöldum stöðum utan
Reykjavíkur:
Hafnarfjörður; Góðtempl-
arahúsið, sími 50273. —
opin kl. 4—10 daglega.
Kópavogskaupst.: Illíðar-
vegur 3, sími 22794.
Akranes: Skagabraut 8,
sími 201 — opin kl.
1_10 e.h.
ísafjörður: Skátaheimilið,
sími 282. — Opin kl.
5—7 og 8—10 e.h.
Sigiufjörðnr: Suðurgata
10, sími 210.
Akureyri: Hafnarstræti
88, sími 2203. — Opin
allan daginn.
Vestmannaeyjar: Báru-
gata 9, sími 570.
Keflavík: Kirkjuvegur 32,
Selfoss: v/Tryggvator,g,
sími 143.
Ilúsavík: Hringbraut 13,
sími 55 — opin kl.
6—10 síðdegis.
Neskaupstaður: Hólsgáta 4,
Opin allan daginn.
sími 372.