Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 12
þfÓÐVIUINN Sunnudagur 21. júní 1959 -— 24. árgangur — 128. tölublað. Fundarmenn staSráSnir i að gera sigur flokksins sem stœrstan i kosningunum í gærkvöld hélt Alþýðubandalagið ágætan fund í Fé- lagsheimilinu í Kópavogi. Hafði Finnbogi Rútur Valdi- marsson alþingismaður framsögu á fundinum, en síðan tóku til máls nokkrir fundarmanna og studdu þeir allir Alþýðubandalagiö. Ríkti mikil eining á fundinum og kom fram eindreginn vilji fundarmanna til þess að gera sigur Alþýðubandalagsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu sem mestan í þessum kosningum. 1 upphafi framsöguræðu sinn- ar sagðist Finnbogi Rútur hafa látið í ljós þá skoðun sína á fundi fyrir síðustu Alþingis- kosningar, að eftir þ-ær myndu Framsóknar- og Alþýðuflokkur- inn mynda stjórn með Alþýðu- bandalaginu, þrátt fyrir allar yfirlýsingar þeirra flokka um að. þeir myndu aldrei ganga til stjórnarmyndunar með því. Það sem gerðist eftir kosningarnar 1956, sagði Finnbogi, var það að þessir flokkar treystust ekki til þess, eftir sigur Alþýðu- banidalagsins, að mynda aftur- haldsstjórn með íhaldinu. Árangur vinstri stjórnarinnar Finnbogi ræddi þessu næst hvað unnizt hefði með vinstri- stjórnarsamstarfinu: Tekin hefði verið upp ný stefna í at- vinnu- og launamálum þjóðar- innar, er miðaði að eflingu at- vinnulífsins og bættum kjörum alþýðunnar. Hins vegar hefði verið komið í veg fyrir gengis- og launalækkun. Stærsta málið hefði þó verið útfærsla land- helginnar í 12 mílur, en það hefði fyrst og fremst verið verk Alþýðubandalagsins knú- ið fram gegn harðvítugri and- stöðu Alþýðuflokksins. Hvað er líklegast að gerist eftir næstu kosningar? spurði Finnbogi. Ef Alþýðubandalagið heldur velli, og ég hef trú á því að það muni verða sterkara, munu bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn ganga á Á tíu mínútna fundi af-> greiddu ráðherrarnir tilkynn- ingu um fre^tunina. Þar segir einungis, að á fundum sínum eftir því um að mynda með þeim ríkisstjórn. Þótt Alþýðu- flokkurinn komi að manni með hjálp Sjálfstæðisflokksins og þeir fái samanlagt meirihluta á Alþingi munu þeir ekki treyst- ast til þess að mynida gengis- lækkunarstjórn, ef Alþýðu- bandalagið vinnur sigur í kosn- ingunum. Þess vegna eru þær svo þýðingarmiklar. Kjördæmamálið ekki aðalmálið Ýmsir virðast halda að þess- ar kosningar eigi aðeins að snúast um kjördæmamálið, sagði Finnbogi. Það væri fjar- stæða. Þær ættu ekki síður að snúast um okkar stærstu þjóð- mál. Brezk herskip væðu enn uppi í íslenzkri landhelgi. Rík- Framh. á 3. síðu síðustu fimm vikur hafi ráð- herrarnir skipzt á skoðunum og hafi viðræðurnar spannað vítt svið. Þeir hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að þörf sé frekari viðræðna, og verði fundurinn því hafinn að nýju 13. júlí. í tilkynningunni er ekki minnzt á fund æðstu manna. Eftir fundinn í gær snæddu þeir saman miðdegisverð Grom- iko, utanríkisráðherra Sovét- rí'kjanna og bandaríski utan- ríkisráðherrann Herther. Fréttamenn í Genf telja, að rneðan fundir í Genf liggja niðri muni stórveldin halda áfram að athuga málin eftir venju- legum diplómatískum leiðum. Fréttaritari brezka útvarpsins segir, að Vesturveldin leggi nú mest kapp á að fá afstöðu Sovétríkjanna til Berlínarmáls- ins skilgreinda sem nákvæmleg- ast. 200 manns á fundi Alþýðubandalags- ins á Húsavík Um 200 manns sóttu fund Al- þýðubandalagsins á Húsavík í fyrrakvöld og er það langfjöl- mennasti stjórnmálafundur sem þar hefur verið haldinn í þess- ai'i kosnin’gabaráttu. Framsögu- menn voru Björn Jónsson al- þingismaður, Páll Kristjánsson frambjóðandi- Alþýðubandalags- ins í Suður-Þingeyjarsýslu og Hannibal Valdimarsson alþingis- maður og var gerður hinn bezti rómur að máli þeirra. Auk þeirra tóku til máls á fundinum Karl Krisfjánsson alþingismað- ur og Arni Jónsson vélsmiður. Fundarstjóri var Jóhann Her- mannsson bæjarfulltrúi. Hverfaskrifstofur G-listans í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum: 1. Kleppsholt: Langholtsveg 63, opin kl. 8,30—10 e.h. dag- lega, sími 33837. 2. Vesturbær, norðan Hringbrautar og vestan Lækjargötu: Tjarnargötu 20, opin daglega kl. 8—10 e.h., sími 18077 (gengið inn bakdyramegin). . 3. Þingliolt — SMolavörðuholt (suð laustur hluti): Berg- staðastræti 48A, 2. hæð. Sími 10913. Opin daglega kl. 8—10 e.h. 4. Skuggahverfi — Skólavörðuholt (norður-hluti): Skóla- vörðustígur 19, 2. hæð. S'ími 17504. Opin daglega kl. 8—10 e.h. 5. Hlíðar: Miklabraut 34. Opin daglega kl. 8,30—11,30. Sími 14575. Skrifstofan verður opnuð n.k. mánudag. 6. Smáíbúðahverfi: (vestan Breiðagerðis), Múlakampur, Her- skólakampur, Kringlumýri, Bústaðahverfi, Raðhúsahverfi, og Fossvogsblettir): Heiðargerði 114 opin daglega kl. 8—11 e.h., sími 35359. 7. Smáíbúðahveríi (austan Breiðagerðis), Sogamýri, Breið- holtshverfi, Selásblettir, Árbæjarblettir og Smálönd: Mos- gerði 12, II. hæð, opin daglega frá kl. 8—-10 e.h., s’ími 33779. 8. Melarnir og Skjólin: Nesvegur 10, I. hæð, s'ími 12785, opin daglega 8,30—10 e.h. 9. Laugarneshverfi: Rauðalæk 3, I. hæð, sími 35333, op- in n.k. sunnudag frá kl. 2—6 e.h. og alla virka daga næstu viku frá kl. 8—10 e.h. 10. Grímsstaðahnlt — Skerjafjörður og vesturhluti Haganna: Lynghaga 4, II. hæð, sími 24031, opnuð n.k. mánudag, opin daglega kl. 8,30—10 e.h. Fleiri hverfaskrifstofur verða opnaðar næstu daga og verða þær tilkynntar jafnóðum. Stuðningsfólk G-listans er beðið að liafa sambanil við hverfisskrifstofurnar. Fundi ufanrikisráðherra frestað í þrjár vikur Fundi utanríkisráðherra fjórveldanna í Genf var í gær frestað tii 13. júlí. Þjóðhátíðin á Arnarhóli 17. júní. — Ljósm.: Sig. Guðm. Bifreiðir á kjördegi Þeir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem vilja lána bif- reiðir á kjördag, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband sem allra fyrst við kosningaskrifstofu G-listans Tjarnargötu 20, sími 23495 — Opin daglega frá kl. 9 f.li. til kl. 10 e.h. Kosningasjóðurinn býður ódýr listaverk til sölu Athygli lesenda blaðsins og stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins skal vakin á því, að nú gefst þeim ein- stakt tækifæri til að eign- ast fyrir lítið verð lista- verk til heimilisprýði um leið og kosnfngasjóði bandalagsins er veittur mikilsverður stuðningur. Kosningasjóðurinn hefur sem sé til sölu allmörg málverk, svartlistarmyndir og endurprentanir, sem stuðningsmenn hafa gefið. Þarna eru meðal annars málverk eftir ýmsa af kunnustu listamönnum þjóðarinnar, einnig hinar ágætu endurprentanir IlelgafelJs, svo og eftir- myndir af erlendum lista- verkum. Verði myndanna er mjög í hóf stiUt, ís- lenzku málverkaeftirprent- anirnar innrammaðar t.d. allt að helmingi ódýrari en hjá útgefanda. Myndirnar verða allar til sýnis og sölu í kosn- ingaskrifstofu Alþýðu- bandalagsins í TjarnargÖtu 20. Þar sem veggpláss er þar mjög takmarkað er að- eins hægt að koma litlum hluta myndanna fyrir á veggjunum í einu. en fyllt er í skörðin jafnóðum og listaverkin seljast. Lesendur ættu að lita inn í skrifstofuna í Tjam- argötu 20 nú um helgina og kynnast því sem þar er á boðstólum af ' listavei'k- um og hafa jafnframt sam- band við kosningasjóðinn. K0SNINGASKRIFST0FA ALÞYOUBANDAIAGSINS er í Tjarnargötu 20. Opin alla virka dasa kl. 9—22, og sunnudagu klukkan 1.30—6.30 síðdegis. — SlMAR: Utankiöríundaratkvæðagreiðsla: 2 35 15. Kjörskrár aí öllu landinu: 2 35 09. Kosningasióður: 2 37 63. Almennar upplýsingar: 1 75 11 og 2 34 95. Framkvæmdastj óri Alþýðubandalagsins: 1 75 12. UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA stendur yfir. Kosið er í Melaskólanuin, 1. liæð, gengið inn úr portinu. Iíosning fer frain alla virka daga frá kl. 10—12 fh., og 2—6 og 8—10 e.h. Á sunnudögum kl. 2—6 e.li. TILKYNNIÐ skrifstofunni uin þá stiiðiiingsinenn Alþýðu- bandalagsins, sein dvelja erlendis eða kunna að vera fjar- verandi á kjördegi. HAFIÐ samband yið skrifstofuna, sem veitir allar upp- lýsingar varðandi kosningarnar. Sendið framlög ykkar í kosningasjóð til skrifstofunnar Tjarnargötu 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.