Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 1
 Hvernig stendur á þviað S.H. hefur skilaS minni g’ialdeyri en FiskiBjuveriS fyrir hliBstœSar sölur? hrymjja miður Pílagrímar frá Arabjska sambandslýðveldinu, Súdan, Indónesíu, Pakistan og öðr- um löndum múhameðstrúar- manna hafa hrunið niour þúsundum saman á píla- gr'ímsferðum til Mekka í sumar, segir biaðið Annasr í Damaskus. Til þess er ætl- azt af sérhverjum múham- eðstrúarmanni að hann fári í pílagrímsför til Mekka að minnsta kosti einu sinni 4 æfinni. Manndauðinn meðal píla- grimanna stafar einkum af óvenjulegum hitum í Arab- íu í sumar, segir blaðið. Sumsstaðar hefur hitinn komizt upp í 65 stig á selsíus. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er nú að verða stærsti c.g áhrifaríkasti auðhringur landsins. Hún annast út- flufning á 75—80% á stærstu útflutningsvöru íslendinga, hraðfrystum fiski, og veltir árlega hundruöum milljcna króna. Verulegur hluti af tekjum hennar er styrkur af almannafé, framlög úr Útflutningssjóði. En enda þótt þessi hringur sé þannig opinber styrkþegi, þarf hann ekki a& birta opinberlega neina reikninga eða skýrslur um starfsemi sína. í skjóli þeirrar leyndar hafa ráðamenn Sölumiðstöðvarinnar á undanförnum árum leyft sér æ stórfelldara fjárbruðl innanlands og utan og ráðizt í mjög vafasamar framkvæmdir í Bandaríkjun- um, Bretlandi og Hollandi, sumpart í trássi við ákvæði islenzkra laga. þessar framkvæmdir, en í þær ® hafa farið tugir milljóna króna í gjaldeyri. Það er auðsjáanlega stcfna þessara ráðamanna að koma sér fyrir á svipaðan hátt og saltfiskhringurinn SÍF gerði á Ítalíu og víðar, en aðalum- boðsmaðurinn á Ítalíu, Hálf- dán Bjarnason, hafði einnig smásöluhring, eins og alkunn- ugt er, og hafa verið bornar fram mjög alvarlegar ásakan- ir um stórfclldan gjaldeyris- þjófnað í sambandi við það fyrirkomulag. Fyrir nokkru benti Þjóðviljinn 3 mjög alvarlegar staðreyndir í sambandi við starfsemi Sölumið- stöðvar hraðfrystihusanna. Hér var bent á það að Fiskiðjuver ríkisins — sem hefur staðið utan Sölumiðstöðvarinnar og annazt útflutning sinn sjálft —- hefði yfirleitt skilað mun meiri gjald- eyri en S.H. fyrir sambærilegar sölur. Ástæðan væri ekki aðeins sú að Fiskiðjuverið hefði náð betri samningum á erlendum mörkuðum, heldur einnig hin að Sölumiðstöðin skilaði ekki öll- um gjaldeyri sem hún fengi, þrátt fyrir skýlaus ákvæði ís- lenzkra laga. Hélt Þjóðviljinn / . því fram að ein meginástæðan til þess að Fiskiðjuver ríkísins var selt væri einmit sú að ráða- menn Sölumiðstöðvarinnar vildu það feigt, vegna þess að þeim væri illa við samanburðinn og i----------------- fdsizk birii í Tatrðf jöllum Þessi mynd er frá Tatrafjöll- um, þar sem tólf íslenzk börn dviildust í sumar um þriggja vikna skeið. Frá dvölinni er sagt á 3. síðu. það eftirlit sem í honum er fólgið. Þess hefði mátt vænta að Sölumiðstöðin svaraði þessum alvarlegu ásökunum og gerði einhverja grein fyrir máli sínu, en það hefur ekki gerzt. Ekki hafa dagblöð þau sem ráðamenn Sölumiðstöðvarinn- ar eiga innangengt í heldur miniizt einu orði á þessar al- varlegu staðreyndir. Er aug- Ijóst að valdamenn Sölumið- stiiðvarinnar vilja hafa þögn um þessi mál, þeir óttast op- inberar umræður og þá rann- sókn sem þær kynnu að Ieiða til. í fótsbor SÍF Ein ástæðan til þess að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna skilar ekki öllum þeim gjaldeyri sem hún aflar — þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði — er sú að hún hef- ur ráðizt í stórframkvæmdir er- lendis. Hefur hún lagt kapp á að komast inn í smásölu og dreif- ingu á fiski, keypt verksmiðjur og verzlanir í sumum viðskipta- löndum okkar, Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi. Hafa ráðamenn Sölumiðstöðvarinnar verið næsta tregir til að gefa nokkrar opinberar skýrslur up Stórtap í Bandaríkiunum Þessar hæpnu framkvæmdir Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hafa einnig gefið lélega 9 raun. Með þeim er lögð stór- felld áhætta á íslendinga, og hef- ur það oft komið fram á banda- ríska markaðnum. Að undan- förnu munu t. d. verksmiðjur þær sem Sölumiðstöðin lét koma Framhald á 2. síðu. Minnisvarði Jóes biskups Arasonar aihj'ápaður nvrðra v!3 háfíðlega afhöín f dag, sunnudag, verður af- hjúpuð fyrir norðan stytta af Jóni Arasyni biskupi, er Guð- mundur Einarsson frá Miðdal hefur gert. Athöfn þessi hefst með hátíð- arguðsþjónustu í Munkaþverár- kirkju og þjóna þar þrír prestar, en sá fjórði flytur ræðu við afhjúpun styttunnar, og vænt- anlega verða einnig fleiri ræður i fluttar. Að lokinni hátíðarguðs- þjónustu og afhjúpun verður samsæti að Freyvangi. Skákstjórinn á norræna skákþinginu J. E. Ekelund og Jón Hálfdánarson sjást hér saman, og virðist fara vel á með þeim. f skákþætti á 4. síðu er nánar sa.gt frá skákþinginu. Fundur Albjóðaþingmannasambandsins heíst þar á fimmtudaginn Næstkomandi fimmtudag hefst í Varsjá, Shöfuðborg Póllands, fundur Alþj óöaþingm a nna sambands i n 3 og sækja hann þrír íslenzkir fulltrúar. íslenzku fulltrúarnir eru Gunn- ar Toröddsen alþingismaður, for- maður íslandsdeildar þingmanna- samtakanna. Eggert Þorsteinsson alþingismaður og Friðjón Sig- urðsson skrifstofustjóri Alþing- is. Er Gunnar farinn utan fyr- ir nokkrum dögum, en þeir Egg- ert og Friðjón halda óleiðis til Varsjór árdegis í dag. Yfir 50 bjóðir aðilar að samtökumun Alþjóðaþingmannásambandið hefur nú innan sinna vébandat samtök þingmanna í rúmlega 50. löndum víðsvegar um heinu Gerðust ísiendingar aðilar að því á árinu 1950 og tóku í fyrsta’ sinn þátt í ársfundi þess áritf Framhald á 5. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.