Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. ágúst 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Ein af ástæðunum fyrir því að andstaðan gegn Rockefeller fékk byr undir báða vængi í Bandaríkjunum í upphafi ald- arinnar var sú að evrópskt olíufélag. hafði reynt að brjóta niður einokunaraðstöðu Stand- ard Oil. Um aldamótin hafði verið myndað félag í Hollandi til þess að standa fyrir vinnslu á olíu sem fundizt hafði í Indó- nesíu, hinni víðlendu og auð- ugu nýlendu Hollendinga, en skip vantaði til að flytja olíuna til Evrópu. „Royal Dutch“, en svo nefndist félagið, var enn heldur smávaxið fyrirtæki, en í Bretlandi var þann mann að finna sem átti skip. Sá hét Marcus Samuel, síðar nefndur Bearstead lávarður. Skipafélag hans, „Shell“, var þá ekkert risafyrirtæki, en nægði Hol- iendingum. Árið 1907 rugluðu þessi félög saman reitum sín- um og úr varð „Royal Dutch Shell“, annar mesti olíuhringur heims. Marcus Samuel hafði góð sambönd og átti greiðan aðgang að fjárhirzlum Rot- schildættarinnar. Innan nokk- urra ára var baráttan hafin í síðari heimsstyrjöldinni voru árásir á olíulindir, hreinsunarstöðvar og olíufiutningaskip meðal mikilvægustu hernaðaraðgerða. Myndin er tekin eftir árás I’jóðverja á oliíugeymi við Dunkerque. guíl sem skapaBi mesfu auShringa heims, a örlögum milljóna manna, þjóSa og rikja Með mútum, skemmdarverk- um og hótunum tókst Rockefell- er brátt að brjóta alla keppi- nauta sína á bak aftur. Baráttan um olíu- leiðslurnar Um leið og Rockefeller hafði unnið sigur í keppninni um flutning olíunnar með járn- brautum, margfaldaðist flutn- ingskostnaðurinn og eigendur olíulindanna horfðu fram á al- gert gíaldbrot. þeir reyndu nú að sniðganga Rockefeller með því að leffffia olíuleiðslur beint frá lindunum til strandarinnar. Árið 1875 byrjuðu eigendur olíulindanna á lagninu slíkrar leiðslu. f nokkur ár þumlung- aði leiðslan sig smám saman í átt til strandar. En þegar leiðslan var nærri komin að Eriej árnbrautinni við Hudson- 'fljót var þar fyrir herlið grátt fyrir vopnum. Fallbyssur Rockefellers lokuðu öllum ó- viðkomandi leiðina. Þá var reynt að leggja leiðsl- una um New York ríki niður til New York hafnar, en þegar búið var að leggja rörin yfir Delawarefljót, bannaði eitt af járnbrautarfélögum Rockefell- ers að leiðslan yrði lögð undir teina þess. Annars var ekki kostur en að sveigja leiðsluna fram hjá New York. Það var gert, en brátt kom í ljós að einhverjir óþekktir menn höfðu grafið upp rörin jafnóðum og þau voru lögð. Það urðu nú blóðug átök, margir féllu og enn fleiri særðust, kært var fyrir dóm- stólunum, en enginn dómur var upp kveðinn. Rockefeller hafði mútað bæði lögreglu og dóm- stólum. Þrátt fyrir allt tókst að leggja leiðsluna að járnbraut sem Rockefeller réð ekki yfir og þaðan mátti síðan flytja hana í lestum til strandar. Eig- endur olíulindanna höfðu unnið fyrstu lotu. En 1883 var Stand- ard Oil aftur orðið ofan á. Evrópa lœtur til sín heyra Á næstu 30 árum jukust stöð- ugt vold og auður Rockefellers. Einskis var svifizt ef hagsmun- ir olíuhringsins voru í veði. Rockefeller hélt uppi einkaher, sem hann sigaði gegn verkfalls- mönnum, eins og t. d. við stál- iðjuver Rockefellers í Lodlow, þar sem tuttugu verkamenn voru drepnir, Það reyndist ekki unnt að koma lögum yf- ir hann. Öldungadeildarmenn, ríkisstiórar og jafnvel forset- inn sjálfur höfðu gengið á mála hjá honum og komu í veg fyrir allar aðgerðir gegn Standard Oil. En upp úr 1910 varð and- staða almennings í Bandaríkj- unum gegn Standard Oil svo mögnuð, að það tókst að fá hæstarétt til að kveða upp dóm yfir honum. Dómurinn var strangur, 30 milljón dollara sekt og auk þess var kveðið svo á að auðhringurinn skyldi leystur upp. Standard Oil var skipt niður í 36 „sjálfstæð fé- lög“, en sjálfstæði þeirra var aðeins í orði en ekki á borði, því 7að Röckefeller hélt meira en helming hlutabréfanna í þeim öllum. stofnaði Standard Oil Company ti maður veraldar. milli Standard Oil og Shell. Við stjórn Shell hafði þá tek- ið Henry Deterding sem var enginn eftirbátur Rockefellers í harðýðgi og miskunnarleysi. Stríðið milli þessara risafé- laga hófst um Kína. Af dular- fullum orsökum sprakk hvert olíuflutningaskip Rockefellers í loft upp á leiðinni til Kína. í landinu sjálfu urðu ógurlegir olíubrunar.’Þúsundir sjómanna létu lífið í átökum olíuhring- anna um kínverska markaðinn. Stríðið stóð í mörg ár, olían féll stöðugt í verði, en árið 1911 sömdu stjórnendur Shells og Standard Oil með sér frið, skiptu bróðurlega á milli sín kínverska markaðinum og olíu- verðið hækkaði aftur upp úr öllu valdi. Borgarastyrjöld eða ölíustríð Deterding var hugleikið að ná undir sig olíulindunum sjálfum, en það hafði Rockefeller að mestu vanrækt. Auðugustu olíulindir heims höfðu þá fund- izt í Suður-Ameríku og Shell fór á stúfana þar. Um 1904 var Mexíkó orðið klondyke olíunn- ar. Diaz forseti selur Shell vinnsluréttindi fyrir ógrynni fjár. Standard Oil getur náttúr- lega ekki horft uypp á það að- gerðalaust. Olíuleiðslur eru rofnar. Dælustöðvar springa í loft upp, verkfræðirígar eru myrtir. En Deterding lætur það ekki á sig fá. 1911 brýzt út borgarastyrjöld í Mexíkó. Rannsókn bandarísku öldungadeildarinnar leiðir í Ijós, að Standard Oil leggur til vopn og fé. Skömmu síðar hrinda Bretar af stað byltingu. Þúsundir Mexíkómanna falla í þessu stríði, sem ekki er nein borgarastyrjöld, heldur blóðug átök milli olíuhringanna. Um alla Suður-Ameríku þlossa upp bardagar og óeirðir sem olíu- hringarnir hleýpa af stað. Bar- áttan um olíu Suður-Ameríku er hafin, og henni er ekki lok- ið enn. Andkommúnistinn Deterding Árið 1918 þegar hersveitir voru sendar til Sovétríkjanna úr öllum áttum til að brjóta ráðstjórnina á bak aftur var eitt fyrsta verk þeirra að setja á stofn „sjálfstæð" lýðveldi í Kákasus og Grúsíu. Það var engin tilviljun. Við Bakú í Kákasus eru mestu olíulindir Sovétríkjanna. Hvítliðaherirnir sem hertóku Bakú fengu mála sinn hjá engum öðrum en Det- erding, sem sparaði ekkert til að fella ráðstjórnina. Jafnvel áður en byltingaröfl- in höfðu fest sig í sessi hafði Shell keypt upp eignir rússn- eskra flóttamanna í olíuiðnað- inum fyrir lítið sem ekkert. „Ensk-kákasíska olíufélagið" var stofnað til að vinna olíuna úr þessum lindum. Það varð þó ekki langlíft. Byltingin sigraði og olíuhringunum var bægt úr landi. En Deterding var ekki afl baki dottinn. Hann lagði fram milljónir á milljónir ofan til að skipuleggja gagnbyltingartil- raunir í Sovétríkjunum. Þús- undir flugumanna hans reyndu að grafa undan ráðstjórninni. Aðeins ein tilvitnun nægir til að sýna fram á hvað Deter- ding ætlaðist fyrir. 5. 'janúar 1926 þjrtist í Lundúnablaðinu Morning Post óvenjulegt bréf sem undirritað var af sir Henry Deterding, en þar stóð m. a.: . „Áður en margir mánuðir eru liðnir mun siðmenningin endurheimta Rússland, en ný og betri stjórn mun taka við völdum en keisarastjórnin var. Bolsévisminn í Rússlandi mun líða undir lok áður en þetta ár er til enda gengið, og um leið og það gerist á Rússland víst lánstráust í öllum heiminum og getur opnað landamæri sín öllum þeim sem fúsir eru að vinna. Fjármagn mun streyma til landsins og það sem er enn betra vinnuafl.“ Deterding hafði þegar lagt á ráðin um hvernig Shell ætti að ha’gnýta sér auðlindir Rúss- lands, hann gat jafnvel sagt fyrir um hvenær að því kæmi, því að hann hafði sjálfur lagt á ráðin. Honum verður ekki um kennt, að allt fór á annan veg. Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.