Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. ágúst 1959 EINKAUMBOÐ- MARS TRADING COMPANY KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 1 73 73 IVauðungaruppboð verður haldið í skrifstofu borgarfógeta í Tjarnargötu 4, fimmtudaginn 27. ágúst n.k. kl. 11 f.h., eftir kröfu Guðmundar Péturssonar hrl. Selt verður skuldabréf, að fjárhæð kr. 35.000,00 tryggt með 2. veðrétti í býl- inu Lundi í Greniv’ík, Grýtubakkahreppi, Suður-Þing- eyjarsýslu. Ennfremur verða seldar útistandandi skuldir þb. Sæ- bergsbúðar s.,f. og þb. Vogakjötbúðarinnar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Auglýsið í Þjóðviljanum íslenzk börn í Framhald af 3. síðu. fórum þarna upp. Þarna uppi er mjög víðsýnt, sér m.a. norður til Póllands. Ekki máttum við dvelja þarna lengur en 40 mínútur, svo var aðsóknin mikil. Þótti okkur það stuttar 40 mnútur. Þegar við komum niður aft- ur gengum við þaðan heim á 2—3 stundum. Það var mjög skemmtileg ferð. SÝNDU GULLNA HLIÐIÐ — Á kvöldin léku krakk- arnir sér. Strákunum líkaði þar sérlega vel við einn leið- sögumanninn, Milos Moravi, sem gert hefur unglingaleið- sögn að ævistarfi. Síðasta kvöldið var grímu- dansleikur. Allir urðu að vera með grímur, helzt að sýna einhverjar persónur frá heimalandi sínu. Við völ,dum Gullna hliðið- Ekki mupdum við eftir öllum syndurunum og merktum því einn kapitaligta og vakti það mikla kátínu. Ekki vil ég segja að við höf- um sýnt þjóðsöguna í búningi þeim er Davíð Stefánsson hef- ur gert. Djöfullinn kom þarna fram sem ljómandi falleg stúlka í svörtum sokkabuxum. Haukur setti þjóðsöguna á svið, en Helena, sem þekkti þjóðsöguna héðan af íslandi, sagði fólkinu frá henni jafn- óðum, svo fylgzt var með henni af miklum áhuga. (Hall grímur lék Guddu gömlu). Is- lenzki hópurinn fékk verðlaun fyrir beztu hópsýninguna, en danskur drengur fékk verð- laun fyrir bezta einstaklings- búning. Hafði hann gert sér gervi vélmennis úr tveim stórum pappakössum. DÓNA SVO BLÁ... Slóvakar buðu okkur til höfuðborgar sinnar Bratislövu við Dóná. Sigldum við á Dóná — sem reyndist ekki eins blá og í vísunni, heldur gul. Til Bratislava komu öll börnin úr ■i ÉBÉHB Gá(S bók er bszfi ferSafélaginn í samarleyfinu í sumarbústaðnum í tjaldinu. Sumarhótelinu' Um borð í skipinu Úti í kyrrð landsbyggðarinnar Allar íáanlegar bækur innlendar og erlendar Blöð og tímarit. Bókabiið Máls og meimmgar Skólavörðustíg 21 — Sími 1-50-55. Tatrafjöllum „Barnaparadísinni“ og fjöl- mörgum öðrum barnaheimili- um. Á móti þar fluttum við dagskrána er ég gat um áður. Á þessu móti skemmti okk- ur m.a. kór járnbrautarstarfs- fólks Bratislövu, var það 40 manna flokkur, hljómsveit, dansfólk og !kór, bæði karlar og konur. Söng kórinn mörg slavnesk þjóðlög og kór úr Seldu brúðinni. Kór þessi hafði nýlega hlotið II. verð- laun á landsmóti kóra í Tékkó- slóvak'íu. HRADSÍNKASTALI — VÍTUSKIRKJA — LIDICE — Heimliðis héldum við um Praha. Þar dvöldum við a.ftur í 2 daga. Annan daginn var okkur sýndur Hradsinkastal- inn og Vítuskirkjan, en of langt mál yrði að ræða um alla skrantgripi og listaverk forn er .þar var. að sjá. Síðari daginn fórum við til Lidice, þorpsins sem Þjóðverjar ger- eyddu ’í stríðinu. Kona, dótt- ir eins mannsins er þýzku nazistarnir myrtu, sagði okk- ur sögu Lidice, og einnig sáum við kvikmynd er Þjóðverjar höfðu sjálfir tekið af eyðingu þorpsins þegar það var jafnað við jörðu. Nýtt þorp hefur verið byggt í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þá skoðuðum við einnig Karlsteinskastala — Karls IV. Bæheimskon- LÖGRE6LUÞJÓNSSTAÐA Lögregluþjónsstaða í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir um starfið sendist undirrituðum fyrir 15. september n.k. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá bæjar- fógetum og lögreglustjórum. S’: , )$• '< L' BÆIABFÓ6ETIHH 1 HAFHARFIBÐI. BÓKARASTAÐA við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði er laus til umóknar. Laun samkvæmt launalögum. BÆIARFðGETINN f HAFNARFIRÐL ungs, er á sínum tima var einn voldugasti þjóðhöfðingi álfunnar. AFTUR HEIM — Til þess að forða okkur frá þreytandi lestarferð skutu Tékkar undir okkur fluvél til 'Kaupmannahafnar. Á leiðinni komum við til Berlínar og staðnæmdumst þar I 40. mín. Fórum frá Praha um níuleyt- ið og komum um kl. 11 til 'Kaupmannahafnar. Þar dvöld- um við í 3 daga unz við lögðum af stað heim með Drottningunni. 1 Færeyjum komum við m.a. í Klakksv'ík — sem ég tel einn af feg- urstu stöðum á Norðurlönd- um. Svo þakka ég Hallgrími fyrir frásögnina. J-B. STÚLKUR Nokkrar stúlkur geta feng- ið atvinnu við að safna áskriftum að kvennablaði. GOTT KAUP. Upplýsingar í síma 24-666. Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og H kt gull.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.