Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1959, Blaðsíða 5
Abbas ásakar vesturþýzku ’stjórnina fyrir 'Stuðning við nýlendnstefnii Frakka „Við munum leita baráttuíélaga meðal annarra þjóða og berjast áfram með erlenda sjálfboðaliða sem bandamenn", sagði Ferhat Abbas, forsætisráðherra útlagastjórnar Alsírbúa í við- tali við vesturþýzka tímaritið „Spiegel". Ferhat Abbas beindi hörðum ásökunum til vesturþýzku stjómarinnar fyrir að styðja nýlendustefnu Frakklands með fjárframlögum „Enginn vill hindra Þjóð- verja 'í því að vera góðir vinir Frakka, en þeir geta verið það án þess að gerast beinir þátt- takendur í óhæfuverkum þeirra,“ sagði Abbas. Þegar Bonnstjórnin veitir stjórn Frakklands stórlán til þess að hún geti haldið áfram styrjöldinni í Alsír, „þá er Bonnstjómin með því að berj- ast gegn okkur Og þegar þýzk fyrirtæki leggja auð sinn 'í framkvæmdir og fjárfestingu í Alsír undir vernd nýlendulaga, þá eru þau líka að berjast gegn okkur“, sagði forsætisráðherr- ann ennfremur. I þessu felst mikil hætta á slæmri sambúð Vestur-Þýzkalands og hins frjálsa Alsírs í framtíðinni. Abbas sakaði frönsku stjórn- ina um að heyja útrýmingar- styrjöld ’í Alsír. Það er varlega áætlað, að Frakkar hafi drepið 800.000 Alsírbúa síðan styrj- öldin þar hófst, og flestir hinna drepnu eru óbreyttir borgarar. „Hættið að styðja þessi fjölda- morð“, voru áskorunarorð Abbas til Véstur-Þjóðverja. Ný rannsókn á dauða serkneska verkalýðsleiðtogans Idir Fyrirskipuð hefur verið ný rannsókn á dauða serkn- eska verkalýðsleiðtogans Idir, sem dó í fyrra mánuði af brunasárum, sem hann hlaut í fangabúðum Frakka, Frönsku yfirvöldin hafa lengi leitazt við að fá átyllu til að koma Idir fyrir kattar- nef. I janúarmánuði s.l. lauk réttarhöldum þar sem hann Var sakaður um landráð, en ekki treystust Frakkar til að dæma hann saklausan og var hann sýknaður. En samstundis var hann handtekinn aftur og sendur i fangabúðir Frakka. 1 lok síðasta mánaðar var hann fluttur 'í sjúkrahús og hafði hann þá hlotið mikil brunasár. Opinberlega var til- kynnt að hann hefði kveikt í rúmfötum sínum í fangaklef- anum af slysni. Verkaiýðssamtökin í Alsír mótmæltu hinni opinberu ifull- yrðingu harðlega og -kváðu hana vera ósanna. Frakkar hefðu sjálfir veitt Idir bruna- : sárin, og heimtuðu verkalýðs- samtökin að málið yrði rann- sakað Þingmannafundur Framhalð af 1 síðu eftir, en fundurinn var haldinn í Istanbul í Tyrklandi, Síðan hafa fslendingar tvívegis átt fulltrúa á fundum þingmannasambands- íns, í Vínarborg í Austurríki ár- ið 1954 og í London 1957. Fundur Alþjóðaþingmanna- sámbandsins hefst sem fyrr seg- 'í Varsjá n.k. fiinmtucíag, 27. ágúst, óg stendur vikutíma, til ‘4. ‘seþtembér. '5 ðnd °nrtur 'ir Málið hefur þegar verið rann- sakað einu sinni af frönskum yfirvöldum í. Alsír, en vegna harðra mótmæia gegn niður- stöðunni hefur forsætisráð- -herra Frakklands nú fyrirskip- að nýja rannsókn. Abbas hvatti Vestur-Þjóðverja til að styrkja alsírska stúd- enta til náms, eins og sumar þjóðir hafa gert_ Þjóðverjar ættu einnig að mennta iðnaðar- menn fyrir þá og vinna þam með samúð ungu kynslóðarinn- ar í Alsír með Þjóðverjum. Hann endurtók fyrri um- mæli sín um að útlagastjórnin væri reiðubúin að semjá um frið við frönslm stjórnina. Frönsku landnemunum í Al- sír myndu verða veitt full réttindi eins og öllum innfædd- um, þegar Alsír yrðj frjálst. Abbas vísaði á bug fullyrð- ingum franskra yfirvalda um að Þjóðfrelsishreyfing Alsírbúa væri kommúnistísk hreyfing. Hanu, kvað kommúnismann vera evrópska stefnu, sem Serkir þekkth ekki ýkja mikið. Þeir væru fyrst og fremst að berjast fyrir frelsi sínu og gegn nýlenduánauðinni. „Við erum reiðubúnir til samninga og munum sýna fyllstu sanngirni. En við get- um ekki, eftir 5 ára styrjöld, sætt okkur við nýlendu- eða hálfnýlenduástand áfram.“ Ferhat A-bbas benti á, að Frakkar létu alltaf líklega um samninga þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nálgaðist og útlit væri fyrir að Als'ír- málið yrði rætt þar. En stefna frönsku stjórnarinnar væri ó- breytt. De Gaulle vildi ekkert nema áframhaldandi vald- stéfnu í Alsír. BILAKAUPENDUR BÍLAEIGENDUR Höfum fyrirliggjandi allar tcgundir bifreiða og flesta árganga. Hjá okkur er úrvalið mest og Ikjörin hagkvæmust og greiðsluskilmálar beztir. BÍLLINN Varðarhúsinu við Kalkofnsveg Sími 18 <8-33. r ■*> r I ÞjóðviSjannra Kaupmenn — Kaupfélög Hafið þé'r reynt hinar vinsælu sælgætisvörur frá Mýju sælgæfisgerðinni li,f. Mjög f jölbreytt úrval. Söluumboð: rm UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Grettisgötu 3. — Sími 10485. Sunnudagur 23. ágúst 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Meðal þeirra fjölmörgu skemmtikrafta af ýmsu tagi frá öllum heimshornum sem sýndu listir sínar á Heimsmóti æskunnar í Vínarborg var þetta fimleikapar frá Austur-Þý/.kaíandi Pilt- urinn heitir Giinther og stúlkan sem stendur á annarri hendi á kolii hans heitir Reni. Blöð í Sovétríkjunum fagna ákaft heimsókn Eisenhowers Sovétborgarar keppast við að senda Bandaríkjaforseta heimboð BlöS í Sovétríkjunum hafa ritað mikiö um væntanlega lieimsókn Eisenhowers og fagna henni mjög. Jafnframt veitast blöðin að Adenauer fyrir andúS hans gegn bættvi sambúð' austurs og vesturs. Þegar heimsóknin var ákveð- in birti Pravda, málagn komm- únistaflokksins stóru letri fyr- irsögnina: „Megi nú verða skjót stefnubreyting frá kalda str'íðinu til varanlégs friðar." Isvestia, málgagn Sovét- stjórnarinnar, segir í forystu- grein að í sögu alþjóðavið- skipta séu „aðeins fáir við- burðir, sem svo almennt og innilega sé fagnað einsog hinum gagnkvæmu heimsóknum Krúst- joffs og Eisenhowers". Blaðið segir síðan að heimsóknimar séu „atburðir, sem virkilega séu sögulega mikilvægir". Síðar í greininni segir: „1 þessum hafsjó batnandi sam- búðar er hin hripleka fleyta Adenauers, þar sem hann hefur dregið sjóræningjaflagg kalda stríðsins að hún, sannarlega aumkunarverð. Enn sem fyrr er hann fordomú’m'1 sínum trúr í áfstöðunni til þessara at- burða. í pólitískri blindni sinni vill hann að hnefarétti sé beitt, og skilur ekki að stjórnmálamenn geta og verða að ræðast við af skynsemi“. Tréspiritus varð 9 mösinura að bcna Níu menn biðu bana fyrir skömmu í drykkjuveizlu í Wroclav í Póllandi. Trésp'íritus hafði verið borinn á borð í verksmiðju einni. Auk þeirra níu sem létu. lífið, veiktust 43 hættulega, einum þeirra var vart hugað lif og fimm urðu blindir. Síðan segir blaðið, að sá múr, sem sé á milli banda- rísku og sovézku þjóðanna sé ekki úr steini heldur úr veikum fjölum, sem auðvelt sé að rífa niður. „Okkur er að minnsta kosti óhætt að vona að gagn- kvæmar heimsóknir æðstu manna Sovétríkjanna og Banda- rikjanna muni rjúfa stórt skarð í þennan vegg.“ I Moskvublöðunum birtast daglega fjöldamörg bréf frá lesendum, sem bjóða Eisen- hower að skoða verksmiðjur og borgir og bæi. Einn aldraður ellilaunaþegi í Moskvu sendi bréf þar sem hann býður Eisenhower -að skoða 'íbúð sána og lítinn sumar- bústpð, sem hann eigi fyrir utan borgina. OSe Björn Kraft varð að hætta við férðumUSA Einn af leiðtogum danslcra íhaldsmanna, Ole Björn Kraft, sem hefur hætt við fyrirhug- aða fyrirlestraferð til Banda- ríkjanna sem hann ætlaði að fara á kostnað danska ríkis- ins. Bent hafði verið á að ó- heppilegt værj að Kraft færi á vegpim danska ríkisins til Bandari-kjanna meðan Krúst- joff, forsætisráðherra Sovét- ríkjarina, væri ‘staddur þar vestra 'í opinberri heimsókn, cn Kraft var einn þeirra sem harð- ast gagnrýndu heimboð Krúst- joffs til Danmerkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.