Þjóðviljinn - 30.08.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.08.1959, Blaðsíða 9
Snnnudagur 30. ágúst 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (9 iSl" í ÞROITi ItlTSTJÖRI: Spartakíada Sovétríkjanna Moskvu. Frá fréttaritara velgengni íþrótta i öllum lands- Þjóðviljans Sovézkir eru nú einhverjir mestu íþróttamenn í heimi, þeir hafa staðið sig frábærlega vel á Olympíuleikum og heimsmeta- skrár hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum af áhlaupum þeirra. Þess vegna eru stórmót þeirra óhjákvæmilega miklir í- þróttaviðburðir, og þá ekki sízt þau ,mót, sem þeir kalla Spart- akíödur, en það eru nokkurs kon- ar einka olympíuleikar fyrir Sov- étríkin. Á Spartakíada mætast íþrótta- menn úr öllum hlutum Sovétríkj- anna og etja saman hestum sín- um í öllum hugsanlegum íþrótta- greinum að skákíþróttinni ekki undanskilinni. Þetta er um leið stigakeppni milli sveita íþrótta- manna úr öllum lýðveldunum, en þau eru fimmtán eins og kunnugt er. En þar að auki senda borg- irnai- Móskva og Leníngrad sér- stakar sveitir til keppni. Áður en Spartakíada hefst eru haldin undirbúningsmót um allt land til að ákveða, hverjir skuli telj- ast verðugir til þátttöku, og er sagt að í þeim taki þátt nokkrar milljónir manna, enda er íþrótta- áhugi firnamikill í landinu og varla sá unglingur til að hann taki ekki virkan þátt í einhverri grein íþrótta. Ilið fyrsta af slíkum mótum var hgldið 1956, og fór það sam- an við vígslu hins mikla íþrótta- svæðis í Lúzjníki við Moskvu- fljót, en þar er sá ágæti Lenín- leikvangur, þar sem Festivalið var opnað 1957. Önnur Spartakí- adan var opnuð hinn áttunda þessa mánaðar með miklum glæsibrag og stórfenglegum fim- ieikasýningum svo og miklum hópdönsum við músík úr Svana- vatninu eftir Tsjækovskí. Frjálsar íþróttir Frjálsar íþróttir vekja venju- lega mesta athygli á slíkum mót- um, og er það mjög að vonum því að Sovétríkin sigruðu Banda- ríkin í landskeppni ekki alls fyr- ir iöngu, og nú á næstu vikum verður keppt bæði við Vestur- Þýzkaland og Bretland. íþróttafréttaritarar hér hafa verið fremur daufir í dálkinn vegna úrslita í frjálsUm íþrótt- um, og þykir þeim það helzt á vanta að engin met hafa fokið, nema þá einstök lýðveldamet. Einkum finnst þeim ástandið háskalegt í spretthlaupunum, en þó hiupu þrír menn á • 10,5 í úrslitum 100 metra hlaupsins. Hins vegar vannst 200 metra hlaupið á 21.7, sem er vitanlega ekki góður árangur fyrir jafn- mikið íþróttaland. Einnig finnst þeim það ótækt, að sigurvegar- inn í kúluvarpi, Ovesépjan, sem kastaði 17,53, skuli vera tv.o metra frá heimsmetinu. Þó hefur náðst ágætur árang- ur í mörgum greinum, og úrslit- in hafa sýnt það, sem mest er um vert: mikla breidd og mikla hlutum. Tökum til dæmis hástökkið. Til að komast í aðalkeppnina þurfti að stökkva 1,95 — og það gerðu hvorki meira né minna en 19 menn. Aðaikeppnin sjálf hóíst á 1,90 og flugu allir yfir í fyrstu tilraun nema þrír, þeir fóru yfir í annarri. Það stukku líka flest- ir 1,95 og sjö menn komust yfir Pétrénkó, sigurve.garinn í stangarstökki. 2 metra, en það mun vera eins- dæmi. Þá var hækkað upp í 2,05, .og nú fer keppnin að verða verulega spennandi. Khorosjíloff fór yfir í fyrstu tilraun, Kasjkar- off í annarri og Sjavlakadeze og Bolsjoff í þriðju. Sjavlakadeze þessi er Grúsíumaður og hafði hann þótt einna líklegastur til sigurs, því hann hafði stokkið 2,13 í sumar. Hefst nú hörku- spennandi einvígi milli hans og Kasjkaroffs, sem hafði fyrir sitt leyti stokkið '2,12. fyrr í sumar Kasjkaroff fór yfir 2.08 í ann- arri tilraun en Sjavlakadeze : þtiðju, en hinir féllu úr. Síðan var hækkað upp í 2.11 og felldu stökkvararnir báðir í tveim fyrstu tiiraununum. Að lokum tókst þó Sjavlakadeze að smeygja sér yfir í síðustu tilraun við mikil fagnaðarlæti, — en Kasjkaroff lét ekkert fipa sig' og brá sér yf- ir rána líka og hafði þar með unnið keppnina, því hvorugur réði við 2,14 að þessu sinni. 10 km hlaupið var ekki sérlega spennandi. Moskvubúinn Bol- otníkoff tók strax forustuna og hélt henni til enda hlaupsins. Það vakti mikla ánægju áhorf- enda, hvað maðurinn fór .geyst af stað fyrsta kíiómetranri hljóp hann á 2,46 mín og næstu tvo eitthvað svipað, þannig að þrjá km hljóp hann á 8,27 mín, en millitími Kúts var aðeins tveim sekúndum betri, þegar hann setti hið fræga heimsmet sitt. Þessi eltingaleikur við heimsmetið hélt síðan áfram fram á sjötta kíló- metra (5 km hlaupnir á 14.23) en þá fór Bololníkoff að slá af, samt náði hann ágætum tíma 29,03,0 mín. Annar varð Eist- lendingurinn . Virkus . á 29,16,2, grannur maður og ekki krafta- legur en hleypur mjög knálega. Fleira skemmtilegt gerðist á mótinu. Yédjakoff sigraði í 50 km.göngu á 4 klst. 8-,52 mín, e$n —-r------■ a;-. það er óopinbert heimsmet. Kúznétsoff sigraði í tugþraut með 8014 stigurn, og er það í fimmta sinn að hann. fer yfir 8000 stiga markið, en það hefur engum öðrum tekizt til þessa utan ameríkananum Johnson. Ungur strákur frá Ukraínu, Pétr- énko sigraði öllum á óvart Evr- ópumethafann í stangarstökki, Búlatoff, en þeir stukku báðir 4,50. Fjórir fyrstu menn í þri- stökki stukku yfir 16 metra. Fyrstu sex menn í sleggjukasti köstuðu yfir 60 metra. Helztu sigurvegarar urðu ann- ars þessir: 100 m hlaup: Ozolín 10,5 200 m Llaup Barténéf 21,7- 400 m hiaup Ignatéf 800 m hiaup Krívosjééf 1.50,5 1500 m hlaup Pípine 3,45,9 5000 m hl. Bolotníkof 13,52.8 10000 m hl. Bolotníkof 29,03,0 3000 m hindr. Rzjísjín 8,42,4 400 m grind. KÍjonín 52,0 4x100 m boðhl. Úkraína 40,9 4x400 m boðh. Leníngrad 3,11,9 Hástökk Kasjkarof 2,11 Stangarstökk Péarenko 4,50 Langstökk Ter-Ovanésjan 7,87 Þrístökk Fedosééf 16,54 Kúluvarp Ovsépjan 17,53 Sleggjukast Rúdénkof 64,19 Keppinautarnir í liástökld: Igor Kasjharof og Robert Sjavalkadze. Kringlukast Grígalka 54,75 Spjótkast Tsibúlénko 76.89. Af konum má nefna Popovu sem vann 100 m hlaup á 11,6 og 200 m á 24,2’, Sjáprúnovu, sem stökk 6,21 í langstökki, Tamöru Press sem varpaði kúiu 16,84 og sýstúr hénnar Írínti sem sigraði í fimmtafþraiít kvenna með 4766 stigum. en það mun vera bezti árangúr í heiminum í ár. Úrslit Það yrði of langt mál að skýra frá öðrum íþróttagreinum. Þó má geta þess að Pégof setti heimsmet í lyftingum (milli- 154 lýðveldamet, þar af 10 sov- ézk met. í stigakeppninni sígraði sveit Moskvuborgar með 344 stigum, önnur var sveit Rússneska lýð- veldisins, þriðja sveit Leníngrad, fjórða sveit Úkraínu og fimmta sveit Grúsíu, Grúsíumenn eru þanhig mestir íþróttamenn af hinum fámennari þjóðum Sovét- ríkjanna, en það vakti og at- hygli, hvað Eistlendingar stóðu sig' vel í mörgum greinum, þeirra sveit varð sjöunda af sautján. Annarri Spartakíödu Sovét- ríkjanna var síðan slitið 16. ág'úst méð fimleikasýningum og vigt); jafnhattaði hann 177 kíló. | verðlaunaafhendingum. I hinum j'msu greinum voru sett á. h. b. rótta- og sundmót UMS Borgaríjarðar Iþróttamót UMS Borgarf jarð- ar var haldið fyrir nokkru að Faxaborg. Sigurvegarar í ein- stökum greinum urðu þessir: 100 m lilaup: Magnús Jakobsson R 12,2 400 m lilaúp: Magnús Jakobsson R 58,6 1500 m lilaup: Haukur Engilbertss. R 4.15.6 3000 íii lilaup: Haukur Engilbertss. R 8.50.8 4x100 m boðhlaup: A-sveit Reykdæla 49,5 llástökk: Þorbergur Þórðarson R 1,70 Langstökk: Magnús Jakobsson R 6,20 Þrístökk; 12.29 2.90 arangur is Nokkrir íslendingar tóku þátt í alþjóðlegu frjálsíj>rótta- móti, sem haldið var í Málm- ey í Svíþjóð sl. föstudagskvöld o.g stóðu sig vel. Kristleifur Guðbjörnsson sigraði í 3000 metra hlaupi á 8,26,6 mín Þórður B. Sigurðsson varð fjórði í sleggjukasti, kastaði 51,26 m. Finninn Landström 4,40 m, Valbjörn Þorláksson varð annur, stökk 4,5. Pól. verjinn Ziel sigraði í 100 metra hlaupi'á 10,5 sek. en Hilmar Þorbjörnsson varð annar á sama tíma. Svavar Markússon varð þriðji í 800 m hlaupi á 1,57,3. Hörður Haraldsson varð þriðji í 400 m hlaupi á 49,6 sek., en sigurvegari varð Svíinn sigraðí ’í stangarstökki, .s.Lökk 1 Jonsson 4 48^15. Jón Blöndal R Stangarstökk: Magnús Jakobsson R Kúluvarp: Sveinn Jóhannsson St. 12.34 Kringlukast: Jón Eyjólfsson H • 37.31 Spjótkast: Sveinn Jóhannesson St. 42,10 80 m lilaup kveniia: Elín Björnsdóttir R 12 2 Hástökk kvenna: Hrafnhildur Skúlad. H 1.27 Langstökk kvenna: Elín (Björnsdóttir R 4,02 Kúlmarp kvenna: Svala Valgeirsdóttir H 6.17 Kringlukast kvenna: ' Svala Valgeirsdóttir H 22,27 Umf. Reykdæla fékk 114 s. Umf. Haukur fékk 28 s. Umf, Stafh.tungna fékk 17 s. Umf. Skallagrímur fékk 7 s. Umf. Islendingur fékk 1 s. Keppt var í fyrsta sinn iv.rt bikar, gefinn af Þórarni Maga- ússyni, og skal hann veitt’ir fyrir bezta a.frek skv. töf’u. Vinnst bikarinn til eigr.nr hljóti sami maður hann þrisv- ar. Haukur Engilbertsson fékk bikarinn að þessu sinni fyrir 3000 m hlaup, er gefur 809 st;g, Magnús Jakobsson var hæstur að stigum og vann í annað sinn styttu, sem Þórarinn gaf 1956. Veður var fagurt, en móts- gestir fremur fáir. Framhald á 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.