Þjóðviljinn - 30.08.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1959, Blaðsíða 1
Snnnudagur 30. ágúst 1959 — 25. árgangur — 185. tölublað. A aukin iramleiðsla landbúnaðar- afurða að þýða hækkandi verð? Grundvellinum kippt undan verSlagningu landhúnaSaraf- urSa með dómi sem sviptir fulltrúa neytenda rétti sinum í rúman áratug hefur veirðlag á landbúnaðarvörum verið ákveðið með samkomulagi milli fulltrúa bænda og neytenda í svokallaðri sex manna nefnd. Nú hefur þessu kerfi algerlega verið raskað með dómi sem kveðinn var upp fyrir skömmu og tekur í rauninni allt ákvörö- unarvald af fulltrúum neytenda í nefndinni. Dómnum hefur verið áfrýjað, en jafnframt munu þau samtök neytenda, sem tilnefna menn í sex manna nefndina, hafa til athugunar að draga fulltrúa sína úr nefndinni nú þegíar. í sex manna nefndinni eiga sæti þrír fulltrúar bænda og þrír fúlltrúar neytenda, einn til- nefndur af Alþýðusambandi ís- lands, annar af Sjómannafélagi Reykjavíkur og hinn þriðji af Landssambandi iðnaðarmanna. Helztu málavextir í ágreiningi þeim sem nú er kominn upp eru þessir: Ákvarðanir sex- mannanefndarinnar hafðar að engu f fyrrahaust hafði náðst sam- komulag í sex manna nefndinni um verðgrundvöll landbúnaðar- afurða. Eftir að gengið hafði ver- ið frá því samkomulagi gerðust þau tíðindi að Framleiðsluráð landbúnaðarins hækkaði útsölu- verð á kjöti um 85 aura kílóið í heildsölu — eða sem næst um 1 kr. kílóið í smásölu — fram yfir það sem um hafði verið samið og án nokkurs samráðs við neytendafulltrúana. Fram- leiðsluráðið rökstuddi þessa hækkun sína með því, að bænd- ur teldu sig ekki fá hið umsamda verð út úr grundvellinum, þar sem verð á útfluttu kjöti væri of lágt. Fulltrúar neytenda héldu því fram að Framleiðsluráð hefði enga heimild til þessarar hækk- unar, en ráðið hélt fast við sitt og taldi sig verða að tryggja að bændur fengju umsamið verð út úr- grundvellinum, hvort sem af- urðirnar seldust á innlendum markaði eða erlendis. Hliðstæð- ur atburður átti sér stað 1957, en þá hækkaði Framleiðsluráð á sama hátt og án samninga við fulltrúa neytenda útsöluverð á kjöti um ca. 2 kr. meðl þeim rök- um að milliliðakostnaður við slátrun hefði aukizt. i F ramleiðsluráðið fær sjálfdæmi Dómur var kveðinn upp í bæj- arþingi Reykjavíkur fyrir skömmu af Bjarna Bjarnasyni. Niðurstaða dómsins var sú að sjónarmið Framleiðsluráðs voru viðurkennd í einu og öllu. Dóm- urinn taldi sem sé að Fram- leiðsluráðið hefði heimild til að ákveða útsöluverð á landbúnað- Framhald á 10. síðu. Eisenhower ræðir við Macmillan Eisenhower Bandaríkjaforseti kom í gærmorgun flugleiðis til Benson í Englandi frá Barmoral- kastala í Skotlandi, þar sem hann var gestur Bretadrottningar í gær. Macmillan tók á móti forset- anum og óku þeir síðan til sum- arseturs forsætisráðherrans, en þar hófu þeir viðræður sínar í gær. Þeir ræðast einnig við í dag og eru utanrikisráðherrarn- ir, Herter og Lloyd viðstaddir fundinn. Eitt af geimfarartækjun- um eða öllu heldur trjón- an á einu þeirra, sem sjást í sovézku kvikmynd- inni( er Tjarnarbíó byrjar bráðlega að sýna og nán- ar er sagt frá á 3. síðu blaðsins í dag. Geysimikil síld á Austurmiðunum Neskaupstað, síðdegis í gœr. Ágæt veiði var í gærkvöldi og í morgun. Fengu mörg skip góðan afla og er löndunarbið fyrirsjáanleg. Enn þá er saltað, þrátt fyrir tilkynningu Síldairútvegsnefndar um að söltunin verði hér eftir að vera á ábyrgð saltenda. Dtsýn kemiir ót r i tJtsýn, blað Alþýðu- bandalagsins kemur út í fyrramálið. I blaðið skrifa m.a. Hannibal Valdimars- son, Ejnar Olgeirsson, Al- freð Gíslason og Lúðvík Jósepsson. Þá eru í blað- inu fréttir af kosninga- undirbúningi og starfi Al- þýðubandaiagsins víðsveg- ar um land. BIað;ð verður afgreitt til sölubarna og annarra í Tjarnargötu 20. Sósíalistar og annað Al- þýðubándalagsfólk er beð- ið að hvetja börn #sín til að taka lilaðið til sölu á götunni og út í hverfun- um. Greidd verða góð sölu- laun. Geysimikil síld er nú vað- andi á miðunum, enda mikil áta í sjónum. Síðan í gærkvöldi hafa þessi skip komið með afla hingað til Neskaupstaðar: Von II GK 600, Guðm. Þórðar- son RE 900, Sigrún AK 750, Hafbjörg GK 150, Faxaborg RE 150, Smári GK 500, Bergur NK 200, Goðaborg NK 300, Sæfaxi NK 700, Magnús Marteinsson NK 600, Hilmir KE 600. Hilmir fór út aftur áleiðis til Raufar- hafnar. Eru það raunar ófá skip sem neyðast til að sigla með afla sinn þessa löngu leið af miðunum, fara sum til Vopnafjarðar en önnur til Rauf- arhafnar. Er það mjög baga- legt að geta ekki lagt upp nær. Síldarútvegsnefnd er nú sem kunnugt er búið að tilkynna að þegar hafi verið saltað upp í gerða samninga. Hér í Nes- kaupstað eru menn ennþá að salta í dag á eigin ábyrgð hvað sem seinna verður. Töluvert af aflanum sem hingað berst fer í söltun. Búizt er við að það verði ekki búið að afgreiða skipin sem hér liggja fyr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Álitið er að um tveir þriðju síldveiðiflotans séu hættir veið- um. Fyrirtaksveður er nú við Austurland, stafalogn og blíða. ÍÍSl s' lar lieim- Isækja Indiaed Opinber sendinefnd frá Ytri- Mongólíu, undir forystu forsæt- jisráðherra landsins er komin í jheimsókn til Peking. Síðan mun sendinefndin he;msækja Ind- land og Norður-Vietnam. Sendi- nefnd kínverskra ráðamanna er einnig komin til Ulan Bator, höfuðborgar Mongólíu. Ifbeldismenn hernámsllðsins ekki léttir fil saka effir ísleniku Utanríkisráðherra lætur sér iiægja „viðurkeimiugu64 Bandaríkjastjóruar og „einlægan harm“ herstjórans Eftir meira en þriggja vikna þögn gaf utanríkisráö- lierra í gær út fréttatilkynningu um viðureign sína viö hernámsliðið og stjórnarvöld Bandaríkjanna út af at- buröum þeim sem uröu á Keflavíkurílugvelli 5. ágúst s.I. er sveit vopnaöra hermanna beitti íslenzku lögregl- u na ofbeldi og tók af henni fanga. Eftirtekjurnar sf þriggja vikna þófi utanr’íkisráðherrans eru rýrar Ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur ,,viðurkennt“ að hernámsliðinu beri að hlíta ís- lenzkum lögum, en um það eru skýlaus ákvæði í hernáms- samningnum Einnig hefur rík- isstjórn Bandaríkjanna ,,harm- að“ atburðinn og hernámsstjóri Bandaríkjanna hefur „látið 'i ljós einlægan harm sinn“!! Hins vegar er ljóst af yfirlýsingunni að íslenzk stjórnarvöld ætla ekki að láta hina brotlegu menn sæta ábyrgð samkvæmt íslenzk- um lögum, og hafa þeir þó broíið lagagreinar sem heim- ila allt að 8 ára fangelsí ef íslenzkir lö.ggæzlumenn eru beittir oíbeldi. Utan- rikisráðherra liefur aðeins verið „tjáð“ að aðalbrota- maðurinn sé farinn af landl brott (vilja ekki Islendingar sem brotlegir verða við lög Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.