Þjóðviljinn - 30.08.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.08.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. ágúst 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Töðufallið hefur aukizt úr því að vera helmingur heymagnsins upp í þrjá fjórðu liluta. Eitthvert albezta grasár, sem kmii hefurf en nýtlng heyjanna erfiari segir Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri Fundur fulltrúaráðs Alþýðubanda- Eagsins í Suðtirlandskjördæmi Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi (Vestur-Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla, Vestmanna- eyjar og Árnessýsla) heldur fund í Iðnaðarmannahúsinu á Selfossi, sunnudaginn 30. ágúst n.k., kl. 2 e.li. Á fundinum verður rætt um skipan l'ramboðslista Al- þýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi við Alþingis- kosningarnar 25. október næstkomandi og annan undir- búning kosninganna Áríðandi er að sem allra fíestir fulltrúaráðsmenn inæti á íundinum. Fundur fulltrúaráðs Alþýðubanda- lagsins í Norðausfurisndskjördæmi Fundur verður lialdinn í Fulltrúaráði Alþýðubanda- lagsins í Norðausturlandskjördæmi sunnudaginn 30. ágúst n.k. í Hafnarstræti 88 (Ásgarði) Akureyri. Fund- urinn hefst kl. 1.30 e.h. Rætt verðúr um kosningaundirbúninginn og skipan framboðslista Alþýðubandalagsins í kjördæminu við Al- þingiskosningarnar 25. október n.k. Fulltrúaráðsmenn eru beðnir að fjölmenna á fundinn og mæta stund- víslega. Fyrir helgina sneri Þjóöviljinn sér til Steingríms Stein- jþórssonar búnaöarmálastjóra og spurðist fyrir um þaö, hvernig heyskapuirinn heföi gengiö í sumar. Búnaðar- málastjóri leysti fúslega úr þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar og fara upplýsingar hans hér á eftir. Islenzku þingmennirnir skoða skrifstofu Leníns í Kreml. — Á myndinni sjást frá vinstri: Karl Kristjánsson, Sigurvin Einarsson, AlfreðGíslason, Emil Jónsson og Karl Guðjónsson. Myndir um geimfarir og j)ing- mannaferð til Sovétríkjanna Tvær sovézkar kvikmyndir bráðlega sýndar í Tjarnarbíói — á sömu sýningu Einhvern næstu daga byrjar Tjarnarbíó aö sýna kunna sovézka kvikmynd um geimferöir, en sem aukamynd meö henni veröur sýnd mynd um för íslenzku þingmanna- sendinefndarinnar til Sovétríkjanna á sl. ári. — Hvernig hefur heyskapur- inn gengið í sumar? — Ja, að undanförnu hafa ver- ið óþurrkar um land allt og eru ennþá mikil hey úti. Fyrripart- inn í sumar var hins vegar ágætt á Norður- og Austurlandi og jafnvel Vesturlandi líka, en lak- ara hér sunnanlands. Síðastliðn- ar þrjár vikur hefur verið norð- an átt og þá þurrkleysi fyrir norðan. Hvergi er hægt að tala um verulegt neyðarástand, þó að mjög slæmt ástand sé á stöku stað, t.d. í Mýrdal, en það er hvergi á stórum svæðum. — Hvernig var sprettan í sum- ar? — Þetta er afburða grasár, með þeim allra beztu, en það hefur verið erfiðara um nýting- una. — Byrjaði sláttur ekki snemma í ár þar sem sprettan var svona góð? — Jú, það var byrjað í fyrra lagi. Gróður kom ótrúlega fljótt vegna þess hve gott var í vor, en svo kom mikið kuldakast i júní og tafði nokkuð sláttarbyrj- un, en það drap hvergi gróður og þá var alls staðar komið mik- ið gras, — Hve mikill hefur heyfengur landsmanná verið undahfarin sumur? —■ Hann hefur verið um 2,5 milljónir hesta (100 kg.) af töðu og 7—800 þúsund hestar af út- heyi. Töðufallið fer stöðugt vax- andi en útheyið síminnkandi. Útheyið er nú aðeins um það bil 14 af heildarmagninu en fyr- ir aldarfjórðungi var það álíka mikið og taðan. Hefur ekki heyfengurinn auk- izt mikið á þessu tímabili? — Jú, fyrir 25 árum var hann alls um 2 milljónir hesta, en er nú á milli 3 og 4 milljónir. — Ætli heyfengurinn verði mikill í sumar? — Útlit er fyrir að heymagnið verði mikið í haust, ef sæmi- lega gengur að hirða það sem eftir er. — Lýkur ekki heyskapnum nú fyrr á haustin heldur en áður var? — Jú, í góðri tíð er honum lokið um mánaðamótin ágúst- september, a.m.k. er þá víðast- hvar hætt að slá, þótt það kunni að dragast að ná heyinu inn. — Fer ekki votheysgerð stöð- ugt vakandi? — Jú, en það er nokkuð breyti- legt frá ári til árs, hve menn láta mikið í vothey, það fer eft- ir þurrkunum, annars er vot- heysgerð enn ekki nægilega al- menn hér á landi. — En súgþurrkun? — Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem fá sér súgþurrkunartæki. Þá standa menn betur að vígi, þótt lítið sé um þurrka. Það er hins vegar margreynt, að heyið þarf að vera vatnslaust til þess að súgþurrkunin komi að notum, svo að hún hjálpar lítið í veru- legri óþurrkatíð. — Nokkrar nýjar aðferðir við heyverkun? —■ Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með heymjöl. Hefur Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum heymjölsverksmiðju. f því er áreiðanlega framtíð. Heymjölið má bæði nota sem fóð- urbæti handa nautgripum eins handa alifuglum. - — Hvað er að segja um bú- stofn landsmanna, er búfé ekki stöðugt að fjölga? — Sauðfé sr nú orðið fleira en nokkru sinni fyrr. Síðast lið- inn vetur var það um 800 þús. Það komst nálægt þeirri tölu fyrir pestirnar en náði henni þó aldrei. Vegna þess hve mik- ið "er tvílembt núna er óhætt að tvöfalda þá tölu og rösklega bað Framhald á 5. síðu. Geimferðamyndin var gerð í fræðslumyndastofnuninni í Len- ingrad á síðasta ári; þetta er litmynd, í senn fræðandi og skemmtileg. skýrð á einkar ljósan hátt þau lögmál, sem gilda um ferðir eld- flauga. út í geiminn, og langur kafli er helgaður rússneska vís- indamanninum Konstantin Tsi- olkovslri. Hann var eðlisfræði- kennari, sem, starfaði í bænum Kaluga í, Rússlandi og fór fyrir rösklega hálfri öld eða árið 1903 að vinna að fræðikenn- ingunni um blástursknúin geim- för eða tundurflaugar. Á þ'ess- ari kenningu Tsilokovskís hafa síðan hvílt allar síðari tíma rannsóknir og Vtæknilegir út- reikningar á þessu sviði, og flugskeyti nútímans, margra þrepa, eru í samræmi við hug- myndir hans. Skemm'ti’egt er að fylgjast með frumstæðum rannsóknum Tsiolkovskís, ekki hvað sízt þegar hann kemur kyrrstæðum vatnabátnum á hreyfingu með því einu að varpa fyrir borð öllu lauslegu í honum, árum, viðlegufæri o.s.frv. Framtíðarsýn Þegar lokið er kafla kvik- myndarinnar um rannsóknir Tsiolkovskís er brugðið upp svipmyndum af tilraunum sem gerðar voru fyrr á árum til að skjóta eldflaugum á loft, til- raunum sem margar hverjar mistókust og kostuðu mörg mannslíf. 1 lolcakaflanum er svo skyggnzt inn í framtíðina og Framhald á 11. síðu Fulltrúaráðs- fundur í Norð- | vesfurlands- kjördæmi ■ ■ ■ Fulltrúaráð Alþýðubamla- ■ Iagsins í Norðvesturlancls- • kjördæmi lieldur fund í sam- : komuhúsinu Bifröst á Sauð- : árkrókj sunnudaginn 30. : ágúst kl. 4 síðdegis. j Á fundinum verður rætt j um undirbúning Alþingis- j kosninganna 25. október og j skipan framboðslista Alþýðu- j bandalagsms í Norðvestur- j landskjördiemi. Æsliilegt ér, • að sem allra flestir fulltrúa- ■ • réðsinenn sælii fuiídinn. og Fræðikenning Tsiolkovskís 1 kvikmyndinni eru fyrst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.