Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. september '1959 — ÞJÓQVILJINN — (11 VICKI BAUM: Þin ER MITT & Bak við tjöldin var Cypress Grove eins og aðrir nætur- klúbbar, en ég vissi þó að minnsta kosti að þar voru ekki silkitjöld, mosi eða skelfingu lostið fólk. Ef við kæm- umst yfir í steinganginn bak við hljómsveitarpallmn væri okkur ef til vill borgið. En milli okkar og dyranna þang- að var eitt eldhaf. Ef Marylynn hefði ekki verið alveg blinduð, hefði ég aldrei komið henni gegnum þetta hræðilega eldbelti. Ég vafði pelsinum mínum enn þéttar um hana. Veslings rándýri minkapelsinn minn var orð- inn vita hárlaus og gegnum óþefinn og reykinn fann ég að hann lyktaði eins og sviðinn kjúklingur. Ég kom auga á rjúkandi dúk á einu borðinu. Sennilega hafði víni verið hellt niður á hann. Það er undarlegt hvað sum atriði standa manni lifandi- fyrir hugskotssjóntim. Ég þreif þennan dúk. Hann var brennheitur, en samt sem áður rakur og ég vafði honum um höfuðið á mér.;Þ'egar ég var lítil hafði pabbi minn einu sinni farið með'mig. í sirkus og þar hafði ég séð riddan stökkva á hestbaki gegnum eldhaf. Hamingjan má vita hvar sú minning hef- ur legið geymd, en allt í einu kom hún mér til hjálpar. Fyrst þessi sirkusriddari gat þetta, þá hlaut ég' að geta það líka, Marylynn sá ekki hvert ég leiddi hana. Hún lét teyma sig í blindni. Þarna megin í salnum var ekkert fólk, aðeins eldhafið. Ég hljóp þari’gað og dró Marylynn með mér. Og svo vorum við komjiar inn í það. Það var eldur framundan og að baki og hitinn var 'skelfilegur — kaldari en nokkur kuldi, ef þér skiljið hvað ég á við. En svo vorum við komna'4 í gegn og ég kastaði mér á þungu hurðina. Hún lét undan og við vorum komnar inn í þröngan ganginn. Þar var kyrrt og dimmi( og enginn eld- ur. Við endann á þessum langa steingangi gat ég meira að segja greint rafmagnsperu yfir járnhurð. Ég dró Mary- lynn þangað í von um að finna eldhúsið og komast út um bakdyrnar og framhjá ruslatunnunum. Nú' sá ég næstum ekkert lengur og dauft skinið frá rafmagnsperunni hvarf, þegar gangurinn fylltist af reyk, og það var eins og ein- hver héldi svörtum lófa .að munni mér, nefi og augum. Heykurinn reif í hálsinn eins og þjöl og ætlaði að kæfa mig, en ég komst að dyrunum undir lampanum. Ég hélt enn hægri hendi um úlnliðinn á Marylynn og dró hana með mér. Þegar ég tók vinstri hendinni í hurðarhúninn til að opna dyrnar festist höndin við hann. Ég fann til nístandi sársauka þegar ég reif höndina til mín með afli. Það hefði ekki átt að koma mér á óvart þegar ég sá að húðin í lófa mínum hékk i tætlum, en það gerði það þó og ég var að því komin að kasta upp. Nú vorum við staddar í litlu birgðaherbergi með hillum upp til loftsins og röðum af dósum, kössum, smátunnum, flösk- um með olíu, olífum, picles og kirsuberjum. Þarna logaði líka ljós inni, hér var notalegt og öruggt, þótt eldurinn gæti ekki verið langt undan. Ég fann glugga, sem ég hélt að hlyti að snúa út að götunni eða bakgarðinum og að utan heyrði ég vælið í brunabílunum og undarlegan skerandi hávaða — óvenjulegt hljóð sem minnti á væl í mörg hundruð froskum ó sumarkvöldi. Það voru óp fólksins. Svo kom það versta. Allt í einu heyrðum við hýtt brak og glamur í gleri og glugginn sprakk utanfrá. í stað lofts kom þýkkur gulur lpgi /inn í herbergið og meira af hinum skelfilega, þykka reyk sem sló mig í andlitið eins og hnefahögg. Ég var alveg að kafna. Ég leitaði að útgönguleið úr þessari gildru milli kassa, flaska og dósa. Allan tímann hafði Marylynn volað eins og veikt barh, en hú sltindi hnn hátt, Hún hristist af ofsalegum hósta, hönd hennar varð máttlaus og hún hneig máttvana niður á gólfið. Ég stamaði einhver sundurlaus orð og ég varð undrandi þegar ég áttaði mig á því að ég var að biðja til guðs. Ég veit ekki hvort guð átti þar einhvern hlut að máli, en gegnum kæfandi reykinn sá ég glitta í eitthvað og með ofurmannlegri áreynslu tókst mér að beina augunum að því. Það voru ekki margar skýrar hugsanir í kollinum á mér og ég varð að taka á öllu sem. ég átti til, tii þess að skilja að þetta var handfang, ekki venjulegur hurðarhúnn; heldur gljáandi stöng. Ég lét Marylynn liggja á gólfinu og reyndi að ýta stönginni niður. Hún lét ekki undan, en það gerði ég ekki heldur. Allt í einu vissi ég að þetta var þunga málmhurðin, sem lá að kæliklefanum. Bakvið hana var öryggi, kuldi, ferskt loft og frelsi. Ég hékk í stönginni með öllum mínum þunga. unz hún gaf eftir. Þunga hurðin opnaðist marrandi. É.t nevtti síðustu krafta minna 'og dró Marylynn inn í kætiklefann og skellti hurðinni aftur, áður en reykurinn náði að elta okkur. Inni var dimmt, en mér tókst að kveikfa Þós. Þarna var mjög kalt og mjög hreint. Á sterkieirum krókúhi héngu svínssíður, reykt læri og kjötstykki ort allt í einu fannst mér það afar hlægilegt. Mig langaði til að hlægja, en ég sagði við sjálfa mig að nú væri ekki tímabært að gefa móðursýkinni lausan tauminn og mér tókst að stilla mig. Mig verkjaði um allan kroppinn og alltaí bættust nýjar þjáningar við Ég kraup niður á hreint og kalt flísagólfið. Á það var stráð sagi og ég sá fótspor kokksins í ság'inú. Varlega tók ég leifar’nar af minkapelsinum mín- urrí af hofðunr Márýl'ý'iiVis. Ég'- ætlaði að leggja hana útaf á hann. Ég sá að hún var meðvitundarlaus og það var gott, því nú sá ég í fyrsta sinn hvernig eldurinn haíði farið með andlitið á henni. Nú upphóf ég nýtt samtal við guð og í þetta skipti átaldi ég hann. Væri nokkur skynsemi bakvið þetta og væri réNdætanlegt að eyðileggja andlit, þá hefði það.. átt að vera andlitið á mér en ekki Marylynn. Það var ekki af tilfinningasemi frá minni hálfu, ég lpit á þetta írá viðskiptasjónarmiði. Andlitið á Marvlynn var okkar verð- mætasta eign, og andlitið á mér hafði aldrei verið neitt . spaii.6 yður hlaup á »ii31i inargra verdlana i |&- OÓIPIÖL -Á Mffl W! :’ . © - AusVvfÁiætl Þegar þvottakon- an stjórnar ríkinu Framhald af 3. síðu. mínum — Þórarni ÞórðarsyniJ — ættuðum úr Biskupstungum og við hóíum bús^ap okkar hér í Reykjavík. rEGAR ÞVOTTAKON- AN STJÓRNAR RÍKINU Fyrstu búskaparárin okkar hér í Reykjavík bjuggum við að Freyjugötu 25 og síðar hér á Njálsgötu 57. Þegar börnum og barnabörnum fjölgaði langaði mig til þess að létta undir heimilinu og hófi vinnu við hreingerningar. Það eru nú orðin seytján ár, sem ég hef þvegið skrifstofurn- ar hjó Dagsbrún og ■alltaf þyk- ir mér jafn vænt um karlana mína þar. Skömmu síðar tók ég að mér hreingerningar á Þjóðviljanum og um tírna hafði ég Bókabúð Máls og menningar. Ég kynntist" snemrna baráttu Þuríðar.Friðriksdóttur í Þvotta- kvennaféiaginu Freyju. Mikið var það eldheit baráttu- manneskja og góð kona í raun. Verkalýðshreyfingin hér á landi1 á orðið mikinn og góðan arf. Iíefur þar margur góður dreng- ur komið við sögu. Ég held mér þyki vænzt urri þetta fólk, því að guð hefur gefið mér skilning til þess að meta það. Ætli bað komi ekki líka sá dagur, þegar þvottakonan stjórnar ríkinu. Þá verða gnægðir aiira h-lutá og þá íarnast fólkinu vel. Það er mitt hugböð.“ g.m. Vinsfrisigur B /P» /n ® B ! Svíjþjjóð Innilegar þakkir fyrir hina miklu samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar ÞURlÐAR ELÍNAR Sigríður Gísladóttir, Guðmundur Bjarnason, Ljósvaliagötu 32. Láflaus og kvenlegur Kjóllinn á myndinni er óneit- anlega snotur og kvenlegur, ekki sízt fyrir það hve látlaus hann er. En það þarf unga konu til að bera kjól með þessu sniði. Heimatilbiiið tómatpuré Ef þið eigið kost á að kom ást yfir ódýra tómata, þá er tilvaiið að nota tækifærið og búa til tómatpuré. Um þetta leyti eru tcmatarnir sérlega bragðmiklir, eins og við höf- um sjálfsagt flestar tekið eftir. Uppskriftin er þann'g: Tómatarnir þvegnir, skornir sundur og soðnir meyrir með cá 10 g af salti og 19 g sykri á hvert kíló. Maukinu nuddað gegnum sigti og soðið i jafnt puré. Það er soðið niður á litlar fiöskur í 30—40 mínút- ur við 85 stig á Celsíus eða þá að hrært er í það 1% matsk. rotvarnarefni á kíl.ó. Vilji maður fá tómatsafa eða þunnt mauk t.d. í súpu, má taka það frá áður en maukið er gegnsoðið og setja á flösk- ur. Tómatsafi blandaður hæfilega með vatni og kryddaður með ögn af pipar og salti. Dálitlu af fínt hökkuðum lauk bætt út í og eggjarauðu hrært varlega samanvið og þá er drykkurinn tilbúinn — en hann þarf að vera ískaldur. í staðinn fj'rir tómatsafa (juce) má nota heimatilbúið tómatpuré. Aukakosningar til sveitar- stjórnar 5 sveitarfélaginu Mark- aryd í F löndum hafa vakið töluverð' rthygli í Svíþjóð. Kos’ð vir vegna þess að tvám smærri sveitarfélögum var s’egið saman. ÍJrsiitin urðu að vinstri f’okkarnir náðu meirililuta af horga raflokkunum í fyrsta sk'nti í sögu Markaryd. Mesían þátt í hreytingunni átti fylgis* aukning kommúnista, seni meira en tvöfölduðu fylgi sitt. Atkvæð itöhir voru þessar (í svigum frá kosningunum 1958) : Ilægrimenn 494 (517), Mið- flokkurinn 496 (571), Þjóð- flokkurinn 294 (231), sósíal- deiwókratár 1111 (1262), komrn- únistar 205 (97). -------------------------,—j Kjósendur æptu Macmillan niður Macmillan forsætisráðhcrra Bretlands var hrópaður niður á; kosningafundi, er hann hélt í Lanchashere í gær. Varð for- sætisráðherrann að hætta ræðn sinni. Námsflókkar Reykjavíkur Innritun er í dag í Námsflokkæ Reykjavíkur í Miðbæjarskólan- um (gengið inn um norðurdyr)! kl. 5 til 7 og 8 til 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.