Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. september 1959 — ÞJÓÐK/ILJINN — (5 lt/ff r i 1 „ Ein stærsta herstöð Bandaríkjamanna í Japan er í _. 10tIíl9Bl8. Iicrsloo sveitahéraði vestarlega í eyríidnu. Nýlega liéldu b Iwakuni, vestarlega í eyríldnu. Nýlega liéldu bændur á þessum slóðuni fund og kröfðust þess af ríkisstjcrn Japans að hún losaði þá við lierstöðina og vísaði Bandaríkjaher úr landi fyrir fullt og allt. Fundarmenn liéldu síðan að girðingunni um herstöðina, og hér sjást nokkrir þeirra horía á hernaðarmannvirkin.. Yfsrlýssiig fliigmálðstióra • Framhald af .1. . siðu. Logaði allt í slagsmálum Er ég hafði lokið afgreiðslu þessa máls þar syðra, bárust mér þæv fréttir frá vaktstjóra flugvélaafgreiðslu flugmálastjórn- arinnar, að starfsmenn hennar hefðu verið beittir ofbeldi af amerískum herlögreglumönnum, að viðbættum þeim upplýsing- um, að allt hefði logað í slags- málum í flugstöðinni milli drukk- inna hermanna þá um nóttina og hefði það að sjálfsögðu verið t.il mikilla óþæginda fyrir hinn mikla fjölda farþega hinnar J)ýzku f’ugvélar, sem þar voru að reyna að sofa í stólum og á bekkjum. Bókun íslenzku lögreglunnar Ég spurði strax, hvort íslenzka Iögreglan hefði haft afskipti af ináliim þessum og var mér tjáð að svo hefði verið, enda taldi ég það staðf. í bókun þeirri, et ég las þá um morguninn, og sem ég leyfi mér að birta hér orðrétta „Sá atburður skeði hér um -miðnætti, er aðstoðarmaður og ílugþjónustumaður fóru áleiðis að flugvél CDL, sem var inni í flugskýli (B36) ásamt flugstjór- um vélarinnar, og voru þeir komnir langleiðina að skýlinu, er varðmaður (AF) skipaði þeim írá farartækjum sinum með byssu, sem mifjað var á þá og þvínæst að leggjast á magann á llugvélastæðið með hendur út og sundurglennta fingur og að þegja. Þannig urðu þeir að Jiggja góð- an tíma eða þangað til einhver Sergeant frá AP frelsaði þá. Það skal tekid fram, að alian timann var otað að þeim byssu. Svipað atvik kom fyrir flug'drkja flug- málastjórnarinnar og kærði hann atvikið fyrir lögreglunni. Nauð- synlegt er, að tekin sé nákvæm- ari skýrsla um atburð þennan og hann kærður til ráðuneytisins.“ : u- Boð gerð f^Vir^ yfirinann *’ - ’ !flugliðsins’ '*** Ég vil taka það fram, að enda þótt ég hafi um tveggja ára bil haft lítil sem engin afskipti af daglegum rekstri Keílavíkurflug- vallar af ástæðum, sem ég tel ekki ástæðu til að greina að sinni, taldi ég atvik þéssi þó svo alvarlegs eðlis, að ég hlaut að láta þau tafarlaust til mín taka, þar eð þau vörðuðu ' öryggi starfsmanna íslenzku flugmála- stjórnarinnar auk þess sem ein- kennisbúningur íslenzka ríkisins hafði verið svívirtur. Ég gerði því samstundis boð fyrir yfir- mann bandaríska flughersins hér á landi og bað hann að koma strax til fundar við mig í skrif- stofu llugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli og það enda þótt sunnudagur væri og fyrir venjulegan fótaferðatíma. Hermönnum bannaður að- gangur að hótelinu Yfirmaðurinn kom að vörmu spori og þó ég vilji ekki þreyta almenning á því að skýra frá því, sem okkur fór á milli, vil ég geta þess, að yfirmaður flug- hersins lét strax að afloknu þessu samtali okkar gera ýmsar ráðstafanir, er til þess voru fallnar að auka starfsöryggi ís- lenzku flugþjónustunnar auk þess, sem hann lofaði að láta tafarlaust fara fram hina ná- kvæmustu rannsókn á atburðum næturinnar og skyldi hinum seku eins þunglega refsað og tilefni gæfist frekast til. Þá um kvöldið lét yfirmaðurinn banna öllum hermönnum aðgang að hótelinu og flugstöðvarbyggingunni og var að J)ví hin mesta bót. Er þetta bann enn í Jullu gildi. Að loknu samtali okkar skýrði ég flugvallarstjóranuni á KefJa- víkurflugvelli, Pétri Guðmunds- syni, þá samstundis nákvæmlega frá því, sem ég' hafði aðhafzt í málinu og sýndi honum bók'in þá, sem gerð hafði verið um mál þetta þá um nóttina. Taldi ég þar með lokið afskiptum mír.um af máli Jæssu. í'-bili tða þkr til fyrir lægi tæmandi skýrsla um málið, en ég hef ekki orðið þess var á tveggja áratuga embætt- isferli mínum, þar af nær átta ár sem lögreglustjóri í Reykja- vík, að mál væru kærð til ráð- herra eða ráðuneytis án þess. að nauðsynleg rannsókn færi fra.n áður. Hins vegar hefði með réttu mátt saka mig um frumhlaup og embættisafglöp, ef ég hefði kært málið til ráðuneytisins eða utanríkisráðherra, án þess að það lægi ljóst fyrir í heild og öll atvik væru kunn, en ég var eins og að framan getur og af augljósum ástæðum aldrei í neinum vafa um, að íslenzka lögreglan hefði þá þegar fengið málið til meðferðar og hafið í því rannsókn. Ég tel mig því fyllilega hafa gert sk'.ddu mína í umræddu máli og myndi fara eins að, ef svipað mál kæmi fyrit aftur. Mér bykir leitt að hafa ekki átt þess kost að gera grein fyr- ir atviki þessu fyrr. en ég var staddur erlendis á fundi flug- málastjóra Evrópu, er blaðaskrif hófust út af málinu. Með bökk fyrir birtínguna. Agnar Kofoed-Hansen.“ Flugvallarstjórinn á Keflavík- urflugvelh hefur beðið Þjóðvilj- ann fyrir eftirfarandi athuga- semd við ofanritað: „Hvað snertir það sem fór milli mín og flugmálastjóra í sambandi við atburðina á Kefia- víkurflugvelli þann 6. þ.m. vil ég taka það fram að það éina sem flugmálastjóri fór fram á að ég aðhefðist í máli þessu var það að ég kæmi á fund með honum og yfirmanni flughersins daginn eftir, en á fundi þessum átti að fjalla um framangreinda atburði. Af orsökum sem mér eru ókunnar var fundur þessi aldrei haldinn. Pétur Guðmundsson“. boðar til íundar með meálimum Sósíalistaíélags Reykjavíkur Málíundaíélags jaínaðarmanna Kveníélags sósíalista Æskulýðsíylkingarinnar í Iðnó miðvikudaginn 30. september klukkan 8 3 Ó e.h. MálsHeljendur 'á lundinum veiða 4 eístu menn G-listans: EINAR OLEIRSSON ALFREÐ GÍSLASON EÐVAR® SIGURÐSSON MARGRÉT SIGURÐARÐÓTTIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Mmsílokkar Reykjavíkur Innritun í dag (sunnudag) og næstu daga í Miðbæjarskólanum (gengið inn um norð- urdyr) kl. 5 til 7 og 8 til 9 síðdegis. Inn- ritunargjald er kr. 40,00 fyrir bóklegar greinar og kr. 80,00 fyrir verklegar grein- ar og greiðist við innritun. Allar frekari upplýsingar á innritunarstað. ■ m MELAVOLLUR Haustmót meistaraflokks — 1 dag klukkan 2 leika VALUR - VtKLNGUR Dómari: Baldur Þórðarson Línuverðir: Magnús Pétursson og Baldvin Ársælsson Strax á eftir leika: FRAM-KR Dómari: Einar Hjartarson Línuverðir: Ingi Eyvinds og Sigurður Ölafsson. MÓTSNEFNDIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.