Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 3
-— Sunnv.dagur 27. september 1959 — ÞJÓÐJVILJINN — (3 Spjallað við Elínu Ólafsdóttur sjötuga í dag „Mikið er annars fallegt á Skarð- ströndinni. Það er ekki langur vegur frá Stakkabergi niður að sjónum. Þarna sat ég stundum á lítilli sjávarklöpp við mjó- an vog og hlustaði á úið í kollunum og skoðaði fuglalífið. Hvítar þokur í sól- skini. Stóra Tunga á Fellsströnd Mórauður heimalningur liggur jórtr- andi við hliðina á mér. Þarna syndir kannski ein kolla með tíu unga í hala- .rófu. Litlir dökkir hnoðrar á sp.egluðum fleti. Svei mér þá. Þessa kollumömmu sá ég í gœr. Þá voru þeir aðeins átta. Tveir eru komnir í fóstur. Það er ekki sama hver kollumamman er. Svona er það í mannheimi. Það sagði amma mín og nafna mín mér einu sinni“ Er það ekki annars undarlegt, hvað sumar konur geta hlaðið utan á sig mörgum börnum. Þœr eru eins og segull í umhverfinu. Eigin börn, barnabörn og fósturbörn leita eftir yli og lilýju í kjölhi ömmu sinnar. Stundum kostar það efna- liaginn. En þessar konur eiga stórt og prútt lijarta. ------"Þegar------- þvottakonan stjórnar ríkinu" 0 vVÆNT HEIMSOKN Þegar ég leit inn á Njálsgölu 57 eitt kvöldið og spurði eftir Elínu Óiafsdóttur, þá var mér vísað inn í herbergi, þar sem hún sat yfir rauðhærðum dótt- ursyni sínum og þuldi honum æfintýr kvöldsins. Mér er ekki ljóst, hvernig ljós- hærður telpukollur var líka allt í einu kominn í kjöltu ömmu sinnar og horfði á hiið á þennan skrítna fugl, sem gerði sig heimakominn. Þá hrukku dyrnar upp á gátt og ljóshærður drenghnokki kom veltandi inn úr dyrunum með einhverja flókna vél, sem hann vildi sýna ömmu sinni. En við vorum fljót að afg'reiða vélamanninn. Hann var þegar sendur til þess að hita kaffi. Þannig staldrar amma við í önnum dagsins. TT OG UPPRUNI „Hvar sást þú fyrst Ijós þessa heims, Elín mín?“ ,;Ég er fædd að Kvennahóii á Skarðsströnd. Þar bjuggu foreldrar mínir í þrjú ár eftir að ég fæddist — áður en við fluttumst að Stakkabergi. Þau hétu Guðbjörg Jóhannes- dóttir og Ólafur Pétursson. Ég var látin heita í höfuðið á móðurömmu minni, sem bjó að Stakkabergi. Það er svokölluð Svefneyjaætt. Faðir minn var aftur á móti þremenningur í móðurætt við Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörð, sem gekk undir skáldanafninu Fornólfur. Óscar Clausen, rithöfundur hef- ur sagt mér það á götu, hvað þeir hafi verið merkilega líkir í sjón. í föðurlegg var faðir minn af svokailaðri Skóganes- og Rauð- kollsstaðaætt“ Og Elín heldur áfram að þylja ættir sínar, þar sem skiptast á prestar, sýslumenn, rektorar og biskupar og hver fær sína sögu. Það verður ekki skafið af Elínu að hún er stórfróð og þekkir margt í gömlum bókum, en það verður ekki sagt um rauð- hærða kútinn — frænda henn- ar, sem geispar upp í opið geð- ið á ömmu sinni — þegar hún talar af mikilli hrifningu um sira Sveinbjörn Þórðarson, prest í Múla, sem uppi var á fimmtándu öld og átti fimmtiu böm og allir hálfrefir að auki. ^TÓRA TUNGA Og nú bærir Ijóshærða hnátan á sér í kjöltu ömmu sinnar. Það er Tóta litla. Og hún segir sem svo: „Æ — i — amma — mikið er maðurinn forvitinn" „Þetta átt þú ekki að segja Tóta litla. Þegar ég var orðin sjö ára og við vorum flutt í Stóru Tungu, þá var mesta yndi mitt að elta föður minn. í fjósið og láta hann segja mér sögur. Og þegar ég varð eldri að ár- um, þá varð þetta skólaganga min. Þarna fékk ég uppfræðslu í mannkynssögu, stjörnufræði og fornbókmenntum. Mikið var nú faðir minn ann- ars fróður“. „Hvað dvaldist þú lengi í föð- urgarði, Elín?“ „Ég var orðin þrítug að árum. Þegar ég var seytján ára, þá missti ég móður mína. Ég var elzt af tíu systkinum og það féll í minn hlut að gegna móðurhlutverki gagnvart þeim. Mér féll þetta ekki illa, því að við vorum mjög samrýmd og mér þótti ákaflega vænt um pabba. Mér °r í minni, þegar Bjarni frá Vogi kom stundum í heim- sókn til okkar í Stóru Tungu, en hann var mikill vinur föður mins. Hann sendi honum marga bók- ina, blöð og tímarit. Þeir sátu gjarnan í litlu stofu. Alltaf man ég eftir þvi. hvað Bjarni sagði okkur af mikiili hrifningu aí þeim atburði, þeg- ar bláhvíti fáninn var rifinn niður í Reykjavíkurhöfn. Þar var nú eldmóður og hrifn- ing. Enda • r ég heit út í bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli. Það er okkur mikil smán. r ULLBRÁRFOSS OG FORSÆTISRÁÐ- HERRANN Þegar ég var í föðurgarði, þá átti ég mér lítinn griðastað. Það var við iítinn foss í skógivöxnu gili eins og korters g'ang frá bænum. Þarna átti ég margar yndis- stund. Þetta var mér helgur reitur. Eitt árið frétti ég hingað suð- ur, að sjálfur forsætisráðherr- ann hafði fundið sig knúðan til þess að leggjast í fram- kvæmdir á þessum litla griða- stað mínum og búa þar til laxastiga. Þetta var Hermann Jónasson. Ég var eitthvað að bauka \ið eldavélina mína, þegar mér komu þessar stökur í hug. Ertu fagri fossinn minn firrtur þinni prýði? Þú hefur lagað ljóðin þín lífs í aldar stríði. I Af þér brauztu ísatjöld, ægðir sízt við stríði. Við þau köldu kólguvöld er krenktu þjakar lífi. Þegar blessuð sumarsól sýndi fegurð sína. Ótal iitum geisla glóð glóð um strauma þína. Þú ert byggður, þvi er ver, þinn er brotinn kraftur. Þú færð aldrei þulur tér þína hörpu aftur. Oft ég hugsa heim til þín lieilla vinur góði. Ljúfu og sterku ijóðin þín létta þungum móði“ „Þú býrð ennþá til stökur, Elín?“ „Æ — i — jæja. Ég er að gantast þetta við hann Jón Rafnsson — stundum. Þessa kvað ég til hans nýlega. Blómin falla föl á grund feigðar kanna sporið Vetur sær er ógnar und allt sem græddi vorið. r Þá hió Jón Rafnsson". Haldið að HEIM- AN ÚR FÖÐURGARÐI Rauðkollur er sofnaður og nú er mjög dregið af Tótu litlu. Dyrnar opnast hægt og inn kemur vélamaðurinn með kaifi og fínlieit. Og forvitni maðurinn heldur áfram að spyrja ömmu úr spjörunum. „Hvert lá léið þín úr föðurgarði, Elín?“ „Ég héit til Reykjavíkur. Réði mig í Gróðrarstöð Reykia- vikur og vann þar um þriggja ára bil. Mér féll vel að vinna þarna. Þarna eignaðist ég líka ljúfa og góða vini eins og Ein.ar Bjarnason og konu hans Krist- ínu. Einnig hafði ég mikið dálæti á Guðrúnu — systur Einars og Ragnari Ásgeirssyni, ráðunaut. Það var um þetta leyti, sem Ragnar hvarf á braut úr Stöð- inni. Þá orti ég til hans stöku: Vinum fækar, vantar skjól, vart er gleði að finna. Þar sem sól sér sumar ól í sæti vina minna. En það var ekki til setunnac boðið á þessum árum. Næst var það Noregur. Ég var svo heppin að njóta fyrirgreiðslu Sigurðar búnaðar- málastjóra og réði mig á Ekhög — planteskole í Söfteland —< nálægt Björgvin 1 Hörðalands- fylki. Ég átti sérstaklega að kynna mér skógrækt og garðrækt. Þarna dvaldist ég í góðu gengi í tvö ár. Síðan kom ég heim og hélt áfram að vinna í Gróðrarstöð- inni. En það var nú víst aldrei nema einn vetur. Kynntist skömmu siðar rnanni Framhald á 11, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.