Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 1
Sósíalistar Reykjavík Fundir i öllum deildum annað kvöld. Sósíalistafélag Reykjavíkur Álvktu miðstjórnar Sósíalistaílokksins um verðlagsmál landbúnaðarins Ný löggjjöi verdi seti er tryggi sent bezt hagsmimi bæöi xteytenda og bænda Miðstjórn Sósíalistaflokks- ins hefur gert svofellda á- lyktun um verðlagsmál land- búnaðarafurða: „í tilefni af bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar um verðlag landbúnaðaral'urða vill miðstjórn Sósíalista- flokksins taka fram eftirfar- andi: Á síðastliðnum vetri sögðu fulltrúar bænda upp sam- komulagi því sem síðast var lagt til grundlvallar Við verð- lagningu landbúnaðarvara, og þurfti því að gera sam- komulag um nýjan grund- völl nú í haust. I>ar sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hafði tekið sér sjálfdæmi til að ákveða vinnslu- og dreifingarkostn- að á búvörum og auk þess lagt á verðjöfnunargjald vegna útfluttra afurða á kostnað neytenda, og að því er varðar síðartalda atriðið hafðj undirréttardómur fall- ið Framleiðsluráði í vil, töldu fulltrúar neytenda að grundvöllur fyrir starfi sex- mannanefndarinnar væri brott fallinn. Lagagrundvöll- ur fyrir verðlagningu búvara var því ekki lengur fyrir hendi. Af þeirri ástæðu er ó- hjákvæmilegt að setja nýja löggjöf. Nú hefur komið í Ijós, að ekki er tryggður meirihluti á Alþingi fyrir bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar, og þegar svo er á- statt telur miðstjórnin að nauðsynlegt sé að kalla sam- an Alþingi til þess að ganga frá löggjöf um þetta efni. Miðstjórnin telur brýna nauðsyn til bera að fram- hald geti orðið á samstarfi verkamanna og bænda í þessu efni og mun vinna að því að svo geti orðið. Mið- stjórnin mun vinna að því að ný löggjöf verði sett er tryggi sem be/t hagsmuni bæði neytenda og bænda og telur að það verði be/.t gert á eftirfarandi grundvelli: Verð það. sem bænd- ur fá greitt við af- liendingu varanna skal mið- að við það að tekjur þeirra séu sambærilegar við tekjur annarra vinnandi stétta fyr- ir sambæriíega vinnu. I>eim sem annast dreifingu og vinnslu Varanna verði greidd ákveð- in upphæð á einingu í vinnslu- og dreifingarkostn- að, á svipaðan hátt og í öðr- um atvinnugreinum. Þarf þá að koma til verðlagseftiriit er tryggi sem bezt að milli- liðakostnaður fari ekki fram úr því sem hæfCegt er. •J Þótt greiddar verði verðlagsuppbætur á útfluttar Iandbúnaðarvörur, verði kostnaður af þeim ekki lagður ofan á yerð þeirra landbúnaðar.vara sem seldar eru á innanlandsmarkaði“. Keres efstur eftir 12 umf. í 12. umferð á skákmótinu í Bled var.n Keres Benkö í 21 leik. Tal og Petrosjan, sömdu jafn- tefJi eftir 23. leiki, en biðskákir urðu hiá Smisloff og Gligoric, þar sem Smisloff á betri stöðu, og ^Friðrik og Fischer. Er staðan í þeirri skák talin mjög flókin. Biðskákirnar 5 úr 11. og 12. um- ferð voru tefldar í gær, en ekki var kunnugt um úrslit þeirra -r blaðið iór í prentun. Staðan eftir 12. umferð var þessi: 1. Keres 8V2 2. Petrosjan 7 3. Tal 1 bið. 6 >/2 4. Gligoric 2 bið. 5>/2 5.—G. Smisloff 2 bið. 4 / Fischer 2 bið. 4 Benkö 1 bið. 4 8. Friðrik 2 bið. 3>/2 í dag eiga keppendur frí, en á morgun er 13. umferð tefld. Þá leikur Fischer hvítu gegn Tal, Friðrik gegn Smisloff. Gligoric gegn Keresi og Benkö gegn Petr- osjan. Bandaranaike dó af sárum Solomon Bandaranaike, for- sæt'sráðherra Ceylon, dó í fyrrinótt af skotsárum er mað- ur í munkakufli veitti honum í fyrradag. Bandaranaike var fæddur 1S99 og varð forsætis- ráðherra 1956. Við embætti forsætisráð- lierra hefur tekið Dahanayake, sem verið hefur menntamála- ráðherra í stjórn Bandaranaike. Búizt er við að hann rjúfi þing og efni til nýrra kosninga hið fyrsta. Skriðdrckar hernámsliðsins á sýningu á Keflavikurflug- velli. Myndin var tekin í sumar, er Pritchard hershöfðingi tók við yfirstjórn hersins. (Ljósm. Sig. Guðm.) ffirlýsing flugmálastjóra um atburðina á Keflavikurflugvelli 6. þ.m.: Islenzka lögreglan iékk forar- pollsmálið þegar til meðferðar í flugstöBinni logaSi allf i slagsmálum milli bandariskra hermanna þá nóff ,,Eg var .. . aldrei í neinum vafa um, að íslenzka lög- reglan hefði þá þegar (þ.e. að morgni 6. september sl.) fengið málið til meðferðar og hafið í því rannsókn“, segir m.a. í yfirlýsingu, sem Þjóðviljanum hefur borizt frá Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra vegna blaöaskrifa uin ofbeldi það, sem bandarískir hernámsliðar beittu starfsmenn íslenzku flugmálastjórnarinnar á Kefiavíkur- fiugvelli seint að kvöldi 5. sept. Yfirlýsing flugmálastjóra er dagselt 24. þ.m. Fer hún í heild hér á eftir, en inn í hana hefur verið skotið nokkrum millifyrir- sögnum blaðsins: ..Vegna mikilla blaðaskrifa, sem spunnizt hafa út af atburði þeim, ci gerðist á Keflavíkur- flugvelli hinn (j. september s.l., er einkennisklæddir starfsmenn flugmálastjórnarinnar voru beift- ir oíbeldi. er beir voru að g'egna skyldustörfum, þykir mér rett að taka íiam eftirfarandi: Afskipti af þýzkri flugvél Sunnudagsmorguninn hinn 6. séptember var ég staddur á Keflavíkurflugvelli vegna nanð- synlegra afskipta minna af þýzkri Skymasterflugvél, sem hafði laskazt allmikið í lendingu þar á vellmum aðfaranótt föstu- dagsins 4. september. Hafði flug- stjórinn krafizt flugtaksheimild- ar að aflokinni viðgerð og til- tölulega takmarkaðri skoðun, en ég hafði synjað um slikt leyfi fyrr en fyrir Jægi skýlaus yfir- Jýsing þýzkra flugmáJayfirvalia um, að þau tækju á sig alla á- b.vrgð á flugi hinnar þýzku flug- vélar vestur um hafið þar eð ég taldi skoðun þá, sem fram hafði farið á flugveliinum, ófullnæej- andi. Var flugvélin auk þess mjög hlaðin, hafði innanborðs 82 farþega, nær eingöngu konur og börn . Hafði þýzki flugmálastjórihn fengið símsenda skýrslu um málið og beið ég því umsagnar hans. Framhald á 5. síðu. Neitar tíS kalla sam- an þing í gærdag, skömmu áður en blaðið fór í prentun, barst Einari Olgeirssyni, formanni þingflokks Alþýðu- bandalagsins, svar frá Emil Jónssyni for- sætisráðherra við bréfi þingflokksins, þar sem krafizt var að Alþingi yrði kvatt saman til að marka afstöðu sína til lausn- ar á þeim vandamál- um er skapazt hafa í sambandi við verð- lagsmál landbúnaðar- ins. Neitaði forsætis- ráðherra algerlega að verða við kröfunni. Nánar verðiir skýrt frá svarinu í næsta blaði.. G-listi er listi Alþýðubandcdagsins í öllum kfördæmum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.