Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1959, Blaðsíða 10
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. september 1959 — TIL'KYSINING frá yfirkjör- Eftirtaldir listar verða í kjöri í Vesturlands- kjördæmi við alþingiskosningar þær sem fram eiga að fara. þann 25. og 26. okt. 1959. A. Listi Alþýðuflokksins: 1. Benedilkt Gröndal, ritstjóri Reykjavik 2. Pétur Pétursson, forstjóri, Reykjavík 3. Hálfdán Sveinsson, kennari. Akranesi 4. Ottó Árnason, bókari, Ólafsvík 5. Sigurþór Halldórsson, skólastjóri, Borgarnesi 6. Magnús Rögnvaldsson, verkstjóri, Búðardal 7. Lárus Guðmundsson, skipstjóri, Stykkishólmi 8. Bjarni Andrésson, kennari, Varmalandi 9. Snæbjörn Einarsson, verkamaður, Sandi 10. Sveinbjörn Oddsson, bókavörður, Akranesi. ÍT B. Lisfi Framsóknarflokksins: 1. Ásgeir Bjarnason, bóndi, Ásgarði 2. Halldór Sigurðsson, sveitarstjóri, Borgarnesi 3. Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri, Akranesi 4. Gunnar Guðbjartsson, foóndi. Hjarðarfelii 5. Alexander Stefánsson, kaupfélagsstjóri, Ólafsvík 6. Ingimundur Ásgeirsson, bóndi, Hæli 7. Kristinn B. Gíslason, verkamaður, Stykkishólmi 8. Geir Sigurðsson, bóndi, Skerðingsstöðum 9. Guðmundur Sverrisson, bóndi, Hvammi 10. Guðmundur Brynjólfsson, bóndi, Hrafnabjörgum. D. Listi Sjálfstæðisflokksins: 1. Sigurður Ágústsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi 2. Jón Árnason, framkvæmdastjóri, Akranesi 3. Friðjón Þórðarson, sýslumaður, Búðardal 4. Ásgeir Pétursson, deildarstjóri, Reykjavík 5. Eggert Einarsson, héraðslæknir, Bórgarnesi 6. Karl Magnússon, bóndi, Knerri Snæfellsnesi 7. Sigfíður Sigurjónsdóttir, húsfrú, Hurðarbaki, Borgarfirði 8. Sigtryggur Jónsson, bóndi Hrappsstöðum, Dala- sýslu 9. Vilhjálmur Ögmundsson, bóndi, Narfeyri, Snæ- fellsnessýslu 10. Pétur Ottesen, bóndi, Ytra Hólmi, Borgarfirði. G. Listi Alþýðuhandalagsins: 1. Ingi R. Helgason, héraðsdómslögmaður, Reykjavík 2. Jenni Ólason, verzlunarmaður, Stykkishólmi 3. Pétur Geirsson, mjólkurfræðingur, Borgarnesi 4. Jón Zóphónías Sigríksson, sjómaður, Akranesi 5. Ragnar Þorsteinsson, kennari, Reykjaskóla 6. á'kúli Alexandersson, oddviti, Hellissandi 7. JÓhann Ásmundsson, bóndi, Kverná, Grundarfirði 8. Þórður Oddsson, héraðslæknir, Kleppjárnsreykjum 9. Kristjón Jensson, verkamaður, Ólafsvík 10. Guðmundur Böðvarsson, skáld, Kifkjubóli, Hvítársíðu. Hinrik Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar Vesturlandskjördæmis. Horft fram til ársins 2007 Framhald af 7. síðu. nýtist fullkomlega. Öllu rafmagni verður safn- að saman í eina mikla leiðslu frá Saxelfi til Japanshafs, til afnota fyrir öll hin sósíalisku lönd og ef til vill fleiri. Þá mun ekki þurfa að losa málma úr jörð með handafli. Litlir málmhólkar með kjarna- vetnis- eða öðrum sprengiefn- um munu vinna á örstuttum tíma það verk sem nú tekur mánuði eða ár með ærinni fyrirhöfn. í Kína hafa kín- verskir sérfræðingar nú þeg- ar unnið saman að því að sprengja fjall með slíkum að- ferðum, og setja það niður í dalinn, og þeir hafa gert járn- brautarundirstöður svo skipt- ir mörgum kílómetrum á ör- fáum sekúndum. Árið 2007 munu járnbrautir í Asíu ekki einungis liggja frá austri til vesturs heldur um Himalaya- og Pamírfjöll frá suðri til norðurs milli Síberíu og Kína, og til hinna suðlægu og suð- austlægu landa álfunnar sem hafa stöðugt aukna þýðingu fyrir efnahagskerfi Asíu. ★ Hafskip knúin atómorku munu geta flutt 100—200.000 tonn og farið með 120—150 km hraða á klukkustund. Far- þegar verða fluttir í kafskip- um, svo þeir séu lausir við alla sjóveiki og hafi margt nýstárlegt og skemmtilegt að skoða í hafinu á leiðinni. Járnbrautir verða þá jafn- vel meira notaðar en nú ger- ist, og verða 40—50.000 hest- afla, og 3—5 m milli tein- anna í stað 1,5 m sem nú er venjulegast. Þær munu- fara með 250—350 km hraða á klukkustund. Járnbrautarlest- ir sem annast flutninga milli heimsálfa munu hafa enn breiðari brautir og geta flutt óhemjulegt magn. Bílar verða bannaðir í stór- borgum, en á bílvegum utan borganna verður ekið með 250 —350 km hraða á klst. 1 stór- borgum verður aðallega ferð- azt á rennibrautum gangstétt- anna og í þyrilvængjum. Á gangstéttum verða þrjár rennibrautir samsíða, ein fer með 20 km hraða, önnur með 40, þriðja með 100 km hraða, og á þeim verða hægindastól- ar, bekkir og sjálfsalar með evaladrykkjum, ís, súkkulaði, ávöxtum, en ekki sígarettum. Því þá hafa allir fyrir löngu lagt niður þann afleita sið að draga andann gegnum eitur- hylki. Svo segir Zvonkoff, einn af greinarhöfunídunum. Fiugvélar munu fara með 5—6000 km hraða á klst. í 15—20 km hæð. Sjálf borgin Moskva hefur ekki stækkað neitt, ef til vill hefur hún minnkað dálítið, en umhverfis hana verða fjölda- margar smáborgir handan við 50 km breitt skógarbelti, sem umlykur hana. 1 því verða sumarbústaðir, barnagarðar o.fl. Bílagerðirnar verða all- frábrugðnar því sem nú ger- ist, og verða bílamir knúðir af hátíðnisstraum í sjálfri ak- brautinni, en enginn þarf að gæta stýrissveifar. Þegar þú ert kominn þangað sem þú ætlar þér, skilurðu bílinn eft- ir, og sá sem þar ber að næst og þarfnast hans, tekur við. Ætíð og allstaðar verður nóg til af bílum til taks. Hátíðn- isleiðslurnar munu sjá um ræstingu veganna, og bræða af þeim snjó, jafnóðum og hann fellur. Árið 2000 er kveikt á hinni fyrstu gervisól yfir Moskvu. 4 hátíðnisrafstöðvar munu senda geisla sem skerast í 20r—30 km hæð yfir-staðnum, og við þetta kviknar á köfn- unarefnismólikúlum, og verð- ur af því svo bjart ljós sem á degi væri og jafnbjart alls- staðar í borginni. ,,Askan“ frá hinu útbrunna köfnunar- efni fellur til jarðar og verð- ur að ágætum áburði fyrir allt landið umhverfis og borgina sjálfa, og þarf ekkert fyrir þessu að hafa. Borg á tunglinu orðnar algengar, og verður búið að reisa þar borg undir gleri, með sérstöku andrúms- lofti, aflstöðvum, sem vinna orku frá sólinni, og verksmiðj- um, sem vinna hráefni tungls- ins. Þar verður jarðrækt og gróðurhús og súrefnisverk- smiðjur. Loftþéttir tunglbílar hæfilega; upphitaðir, munu aka aðkómumönnum frá jörðinni, frá flugvellinum yfir til borgarinnar. 1 brauðgerðarhúsi tunglsins verða bökuð brauð handa tunglbúum. Ef brauðin væru flutt bökuð frá jörðinni yfir á tungl, mundu þau verða dýr- ari en jafnstórir bútar úr gulli. I eldflaugaverksmiðjum verða gerðar eldflaugar og eldsneyti handa þeim til flugs út í geim, þangað sem búið verður að koma fyrir lending- arpöllum til flugs út til reiki- stjarnanna. En þetta verður varla komið fyllilega í kring árið 2007. Árið 2007 verða tunglferðir --------------------- AUGLVSING um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél fer fram í bif- reiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segir: Miðvikudaginn 30. sept.......... R-1 til 100 Fimmtudaginn 1. okt............. R-101 til 200 Föstudaginn 2. okt.............. R-201 til 300 Mánudaginn 5 okt................ R-301 til 400 Þriðjudaginn 6. okt. ........... R-401 til 500 Miðvikudaginn 7, okt............ R-501 til 600 Fimmtudaginn 8. okt............. R-601 til 700 Föstudaginn 9. okt.............. R-701 til 800 Skoðun á reiðhjólum með hjálparvél, sem eru í notk- un hér í bænum, en skrásett annars staðar, fer fram 5. til 8 okt Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun. Vanræki einhver að koma reiðhjóli sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og reiðhjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. septemfoer 1959. SIGURJÓN SIGURÐSSON. 0RÐSENDING til meistara og iðnfyrirtækja Athygli meistara og iðnfyrirtækja, sem taka unglinga til iðnnáms, skal hér með vakin á 3. gr. Reglugerðar um breyting á reglugerð um iðnfræðslu, nr. 130 12. júní 1952, útgefinni af Iðnaðarmálaráðuneytinu 22. júlí 1959, svohljóðandi: „Óheimilt er að láta ungling hef ja iðnnám, nema hann hafi lókið miðskólaprófi. Iðnfræðsluráð getur þó, þeg- ar sérstaklega stendur á, veitt undanþágu frá þessu á- kvæði, hafi unglingurinn lokið skyldunámi og sýni við inntökupróf í iðnskóla, að hann hafi nægilega und- irstöðuþekkingu i íslenzku og reikningi til þess' að fylgjast með kennslu 'í 1. foekk iðnskólans". Samkvæmt framansögðu þurfa meistarar og iðnfyrir- tælki eftirleiðis, að láta vottorð um miðskólapróf fylgja námssamningum sem óskað er staðfestingar á. Sé slíkt próf ekki fyrir hendi, ber að sækja um undanþágu samkv. 2. mgr., áður en námssamningur er gerður. Reykjavík, 23 septemiber 1959. Iðnfræðsluráð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.