Þjóðviljinn - 02.10.1959, Page 5

Þjóðviljinn - 02.10.1959, Page 5
og Danir eru mesfM Enda þótt sykurneyzlan í heiminum fari sívaxandi og verð á sykri lækki, aukast umframbirgö'ir af sykri stöðugt, segir í skýrslu Matvæla- og landbúnaöarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO). í síðasta hefti af Bulletin of Agritcultural Economics anrl Statistics, eerri kemur út mán- aðarlega, segir að sykurfram- leiðslan 1958—’59 sé alls 48,8 millj. tonn. Er hún því 9,5 af hundraði hærri en árið áður og 50 af hundraði meiri en meðal- ársframleiðslan á timibilinu frá 1948-’49 til 1952’53. Þessar tölur taka einnig til sykurfram- l'eiðslunnar í Austur-Evrópu, Sovétríikjunumi og Kína. Á síðasta áratugi hefur syk- urneyzlan aukizt um 5 af hundraði árlega, en þessi aukn- ing hefur eigi að síður verið minni en aukning framleiðslunn- ar. Öll sykurneyzla heimsins- er talin vera 44 milljónir tonna eða 1,8 milljón tonnum meiri en árið 1957. Það kemur fram í skýrslum FAO, að umfram- birgðir af sykri eru nú um 15 milljónir tonna. Það er um þriðjungi meira en árið 1957 — 1958. I framleiðsluaukningin á fyrst og fremst rætur að rekja til hag- stæðra veðurskilyrða og stór- bættra framleiðsluhátta. I skýrslunni er nánar rætt um sykurneyzluna í heiminum, og kemur þar fram að árið 1957 voru íslendingar mestu sykurneytendur í heimi með 61 kíló á hvert m'annsbarn. Dan- ir voru næstir með 59 kíló á mann, en meðal annarra þjóða sem milcið nota sykur eru Bret- ar (56 kíló), Ástralíumenn (53) Ný-Sjálendingar (52), Sviss- lendingar (51) 1 Bandaríkjun um er árleg neyzla á mann 46 kíló og í Kanada 44 kíló. í Austur-Evrópu voru Tékk ar liæstir með 37 kíló á mann, en í Sovétríkjunum var árleg sykurneyzla á mann árið 1957 25 kíló. Sykurneyzlan er minnst í Asíu og öðrum vanþróuðum svæðum í lieiminum. (Frá upplýsingastofnun SÞ) Skar bóndann á háls á mótorhjóli 33 ára gömul húsfrú í Genf í Sviss reyndi fyrir skömmu að skera eiginmann sinn á háls með rakhriíf þar sem hún sat fyrir aftan hann á mótorhjóli sem var á fullri ferð. Eiginmaðurinn missti stjórn- ina á mótorhjólinu sem féll í götuna ásamt þeim hjónum. Lögreglan hélt að hér væri um umferðarslys að ræða, en þeg- ar hún kom á vettvang tók konan til fótanna og flúði. Hún var handtekin og flutt í geð- veikraspítala til rannsóknar. Braskarar verða hýddir í Pakistan RJkisstjórnin í Pakistan hef- ur ákveðið að þyngja refsingu við afbrotum eins og smygli, svartamarkaði og braski af ýmsu tagi. Meðal þeirra hegningarað- ferða sem teknar verða upp er hýðing. Ayub Khan forsætisráðherra hefur staðfest lögin um þessar hegningar og hefur ríkið látið gera svipur, er nota á við hýð- ingarnar. Eftir allsnarpa verðhækkun árið 1956 hefur verð á sykri farið sílækkandi á heimsmark- „Þessum þrældómi verður s! Iisina“ aðnum. í jún’í í ár var verð á sykri frá Kúba 2.8 cent pundið, en 3,5 cent í fyrra. V.erðið á sýkri fyrstu tvær vikurnar í júlí sýndi, að enn er verðið að lækka. Skýrslan sýnir fram á, að Framhald af 12. síðu Hver einasti kjósandi þarf að gera sér ljóst hvað gerist ef í- haldsöflin vinna sigur í kosn- ingunum: 1. Stjórnarílokkarnir boða opinskátt að það þurí'i að gera hvetur alla alþýðu til virkrar baráttu til að varðveita það sem unnizt hefur, til að vinna aftur það sem tapaðist með kupránslögunum í vor, til þess að sækja fram í stéttabarátt- unni og þjóðfrelsisbaráttunni. Reynsluferð Len- íns gekk að óskum Útvarpið í Moskva skýrir frá því að reyneluferð kjarnorku- isbrjótsins Leníns hafi geng- ið að óskum. — Kjarnorkuknúðu aflvélam- ar hafa nú verið í gangi í tvo sólarhringa samfleytt, segir í fréttinni. Reynslan sýnir að þær vinna eins og.til var ætl- azt. Þar með er reynsluferð Leníns lokið. Fækkað í her páfa Mennimir sem þarna þramma í herinannabúningum eins og þeir gerðust fyrir 430 árum eru Svisslendingar úr lífverði páfa. Jóhannes páfi hefur nú ákveð- ið að fækka þessu liði sínu úr 133 mönnum niður í 100.1 þeim hópi verða fjórir yfirforingjar, einn prestur, 23 undirforingjar, tveir bumbuslagarar og 70 brynþvaraberar. verzlunina frjálsa, m.ö.o. að ríkið liætti að gera heildarsamn- inga um vöruskipti við einstök lönd:. Þessuin aðgerðuin er ætl- að að eyðileggja algerlega við- skipti íslendinga við sósíalist- ísku löndin. Afleiðingin yrði víðtækt atvnnuleysi, það at- vinnuleysi sem atvinnurekendur þurfa á að halda til -þess að geta lialdið verklýðshreyfing- unni í skefjum. 2. Afturhaldsflokkarnir boða einnig opinskátt að þeir ætli að framkvæma stórfellda geng- islældum eftír kosningar, og efnahagslega gagnbyltingu. þeir fara ekkert dult með það að til þess að gengislækkun komi „að gagni“ þurfi jafn- framt að binda kaupið. Þetta verk var hafið með kaupráns- lögunum 1. febrúar í vor. Kaup- ránsflolíkaruir fengu aukið fylgi í kosningunum eftir þær aðgerðir, og' lialdi þeir fylgi sínu enn í haust þarf enginn að efast um að áfram verður hald- ið á sömu braut og að næstu sporin verða margfalt stærri en það sem þegar er stigið. Tveir kostir Efnahagsvandamáli n verða ekki leyst, hélt Einar áfram, nema með harkalegum ráðstöf- unuin annaðhvort gegn auðvaldi eða verkalýð. Það jafnvægisá- stand, sem verið liefur í jijóð- félaginu um skeið er nú á enda runiúð. Annaðhvort hefur al- þýðan nýja sókn til aukinna lífsgæða, eða afturhaldið sækir fram og rænir verkalýðinn mörgu því sem unnizt hefur undanfarna áratugi. Um þessa tvo kosti verður kosið 25. og 26. október. Alþýðubandalagið Vatnsveitan Framhald af 3. síðu. aðalvatnsæða innanbæjar. Verð- ur fyrsta æðin væntanlega komin í jörðina um næstu ára- mót, sagði verkfræðingurinn, en það er Vesturbæjaræð, 600 mm víð, víðasta vatnsæð, sem enn hefur verið lögð hér í bæn- um. 1 beinu framhaldi af lagningu þessara aðalæða er svo bygg- ing vatnsgeyma á Litluhlíð. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggðir verði geymar er taka 10 þús. rúmmetra. Til samanburðar má geta þess að þeir geymar sem nú eru fyrir hendi rúma 2 þús. rúmmetra. Smíði dælustöðva í Laugar- ási og á Landakotshæð er nú nær lokið og verða þær vænt- anlega teknar í noktun innan skamms. Berklavarnadagur Framhald af 12. síðu. samkvæmt Iðjutaxta ’í tíma- vinnu. Starfsemi þessi hefur gef- ið mjög góða raun það sem af er. SÍBS hefur leitað eftir sam- vinnu við önnur öryrkjafélög um starfsemi þessa og mun jafnvel hafsj v'erið rætt eitthva'ð um stofnun landssambands fyrir ör- yrkja. Kosningaskzifstofa Alþýðubandalagsins er í Tjarnargötu 20. Opin alla virka daga kl. 9 árdeg- is til 10 síðdegis. Símar: 17511, 16587 og 15004. Hafið samband við skrif- stofuna. Föstudagur 2. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 FRAMBOÐSLISTAR í Norðurlandskjördæmi eystra við alþingis- kosningar 25. og 26. október 1959 A. LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS: 1. Friðjón Skarphéðinsson, dómsmálaráðherra, Akureyri 2. Bragi Sigurjónsson, ritstjóri. Akureyri 3. Guðmundur Há'konarson, iðnverkamaður, Húsavík 4. Tryggvi Sigtryggsson, bóndi, Laugabóli, Reykjadal, S- Þing. 5. Guðni Árnason, gjaldkeri, Raufarhöfn 6. Kristján Ásgeirsson, skipstjóri, Ólafsfirði 7. Hörður Björnsson, skipstjóri, Dalvík 8. Sigurður E. Jónsason, bóndi, Miðlandi, Öxnadal 9. Ingólfur Helgason, trésmíðameistari, Húsavik 10. Jóhann Jónsson, verkamaður, Þórshöfn 11. Jón Sigurgeirsson, iðnskólastjóri, Akureyri 12. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, Akureyri. f B. LISTI FKAMSÓKNARFLOKKSINS: 1. Karl Kristjánsson, alþingismaður, Húsavík 2. Gísli Guðmundsson, alþingismaður, Reykjavík 3. Garðar Halldórsson, bóndi, Rifkelsstöðum 4. Ingvar Gíslason, lögfræðingur, Akureyri 5. Jakob Frímannsson, (kaupfélagsstjóri, Akureyri 6. Björn Stefánsson, kennari, Ólafsfirði 7’. Valtýr Kristjánsspn, bóndi, Nesi 8. Þórhallur Björnsson, kaupfélagsstjóri, Kópaskeri 9. Edda Eiríksdóttir, húsfrú, Stokkahlöðum 10. Teitur Björnsson, bóndi, Brún 11. Eggert Ólafsson, bóndi, Laxárdal 12. Bernharð Stefánsson, alþingismaður, Akureyri. D. LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: 1. Jónas G. Rafnar, alþingismaður, Akureyri 2. Magnús Jónsson, alþingismaður, Reykjavík 3. Bjartmar Guðmundsson, hóndi, Sandi, S.-Þing. 4. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Akureyri 5. Björn Þórarinsson, bóndi, Kílakoti, N.-Þing. 6. Vésteinn Guðmundsson, framkvæmdastj., Hjalteyri, Ef. 7. Friðgeir Steingrímsson, verkstjóri, Raufarhöfn, N.-Þing 8. Páll Þór Kristinsson, viðskiptafræðingur, Húsavík 9. Árni Jónsson, tilraunastjóri, Akureyri 10. Baldur Kristjánsson, hóndi, Ytri-Tjörnum, Eyjafj.sýslu 11. Baldur Jónsson, hreppstjóri, Garði, Þistilfirði, N.-Þing. 12. Jóhannes Laxdal, hreppstjóri, Tungu, S.-Þing F. LISTI ÞJÓÐVARNARFLOKKS ISLANDS: 1. Bjami Arason, ráðunautur, Reykjavík 2. Bergur Sigurbjörnsson, viðskiptafr., Reykjavík 3. Hjalti Haraldsson, bóndi, Ytra-Garðshorni 4. Björn Halldórsson, lögfræðingur, Akureyri 5. Eysteinn Sigurðsson, bóndi, Arnarvatni 6. Hermann Jónsson, skrifstofustjóri, Reykjavík 7. Tryggvi Stefánsson, bóndi Hallgilsstöðum 8. Sigfús Jónsson, verkstjóri, Akureyri 9. Svava Skaptadóttir, kennari, Akureyri 10. Magnús Alberts, trésmiður, Akureyri 11. Aðalsteinn Guðnason, loftskeytamaður, Reykjavík 12. Stefán Halldórsson, bóndi Hlöðum G. LISTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS: 1. Björn Jónsson, verkamaður, Akureyri 2. Páll Kristjánsson, aðalbókari, Húsavík 3. Ingólfur Guðmundsson, bóndi, Fornhaga, Skriðuhreppi 4. Soffía Guðmundsdóttir, tónlistarkennari, Akureyri 5. Kristján Vigfússon, trésmiður, Raufarhöfn 6. Sigursteinn Magnússon, skólastjóri, Ólafsfirði 7. Olgeir Lúthersson, bóndi, Vatnsleysu, Hálshreppi 8. Jón B. Rögnvaldsson, bílstjóri, Akureyri 9. Lárus Guðmundsson, kennari, Raufarhöfn 10. Jón Þór Buch Friðriksson, bóndi, Einarsstöðum, Rey'kjahreppi 11. Daníel Daníelsson, héraðslæknir, Dalvík 12. Tryggvi Helgason, sjómaður, Akureyri Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördögum og við talningu atkvæða er á Akureyri. Akureyri, 24. september 1959. Yfirkjörstjómin í Norðurlandskjördæmi eystra, Kristján Jónsson, Jóhann Skaptason, Sigurður M. r T Helgason, Þorsteinn Jonatansson, Brynjólfur Sveinsson. ]

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.