Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
í dag er Jóhannes úr Kötl-
um sextugur.
Hann hefur flúið bæinn og
leitað fylgsnis á ókunnum
stað. En hann fær ekki dul-
izt vinum sínum: drengskap-
ur hans og heillyndi standa
okkur lifandi fyrir hugskots-
sjónum á þessum degi sem
endranær. Og í mannkostum
sínum er hann allur.
í þessu landi, þar sem það
er lögmál að hver reyni að
troða skóinn niður af öðrum,
og þó einkum þeim sem eru
lögmálinu andvígir, veit ég
einn mann sem heimskan og
ofstækið glúpna fyrir; það er
Jóhannes. Sú pólitíska blinda
er ekki til, að ihún fái dulið
eamferðamönnum hans þá
falslausu einlægni sem í veru
hans býr, í skáldskap hans
og skoðunum. Pólitískir and-
stæðingar hans hafa stundum
reynt að hylma yfir feimnis-
mál samvizku sinnar með því
að kalla hann barn og skoð-
anir hans barnaskap. En ein-
lægni barnsins hefur þá gert
þeim þá glennu að fylgja
þeim inn í völundarhús undir-
vitundarinnar eins og áleitinn
sektargrunur; og ég hef séð
margt fullorðið nátttröll
vikna þegar minnzt er á
drengskaparmanninn Jóhann-
es úr Kötlum.
Nei, þú færð hvorki dul-
izt vinum þínum né fjöndum,
Jóhannes; ekki á þessum
degi fremur en endranær.
Einniig á þessum degi stugg-
arðu vanskapningum kaup-
mennskunnar út úr muster-
inu ,þótt þú tsért viðsfjarri.
Þú vildir forðast að skin-
helgin héldi þér veizlu í Lídó.
Það kom aldrei til. í návist
þinni hefði skinhelgin blygð-
azt sín og skriðið undir borð-
in. En sú virðing og þakklæti,
sem er lifandi í hjörtum allra
sem þér hafa kynnzt, hefði
að vísu lokið þar upp munni.
Hún lýkur upp munni hvort
sem þú ert nær eða fjær,
hvort 'sem er í veizlusal eða
einrúmi.
Nú kann þér að finnast að
hér sé all hátíðlega til orða
tekið. En einnig ég undrast
það, að til skuli vera Islend-
ingur á þessum siðlausu tím-
um, sem slík lofsyrði hæfa;
sem hefur fullgilt þau að
fyrrabragði með lífi sínu og
list. Við erum orðnir svo
vanir gengisfellingu orðanna
síðan lýðveldið var stofnað,
að við tortryggjum verðgildi
þeirra ósjálfrátt, einkum þeg-
ar það er hátt skráð á papp-
írnum. Við lifum á upplausn-
artímum, þegar jafnvel ská’d-
in vantreysta orðinu og taka
hálfyrðin framyfir; á tímum
þegar skáld fælast sínar eig-
in skoðanir og láta geðleysið
vega salt á púðurtunnunni;
þegar þau hætta sér ekki
lengur út úr skel ein'tak-
lingshyggjunnar, en hírast
hvert í sínu horni með orða-
leiki og púsluspil. Slíkir hafa
tímarnir orðið. Og satt er
það, að ef ég skrifaði afmæl-
isgrein um þessháttar skáld
og nefndi drengskap, heil-
lyndi og mannkosti á nai'n í
því sambandi, yrðu s’ík lofs-
yrði að hálfu login og ekki
mark á þeim takandi. En því
get ég heilshugar tekið mér
sömu orð í munn þegar um
þig er rætt, að hálfvelgja er
hvergi til í þínum ljóðum Þau
eru jafn opin og viðmót þitt,
jafn skilmerkilega mannúðleg
og þú sjálfur. Og það er ekki
um að ræða þá mannúð sem
hugleysið geldur fyrir grið
sín — mannúð skinhelginnar
sem biður einkum böðlinum
lífs — heldur víðsýna mann-
úð sem á stefnumið framund-
an en ekki að baki, og spann-
ar allan hnöttinn.
Ef flett er ljóðabókum ára-
tugsins 30—40 kemur fljótt í
ljós hvaða íslenzkt skáld hef-
ur kveðið ekorinorðast um
brýnustu vandamál alþýðunn-
ar; ekki einungis 'íslenzkrar
alþýðu, heldur alþýðu heims-
ins: f jölskyldu þjóðanna.
Aldrei varð þér orðs vant
til að hvetja hana til dáða,
til virkari andstöðu við kúg-
ara hennar og böðla. Þú tald-
Þjóðleikhúsið:
„Ballets: U.S.A.”
Leikdansar eftir Jerov\e Robbins
Enn hafa íslenzkir lei'k-
gestir átt þess kost að njóta
hárrai* listar annarra þjóða,
svo er greiðum samgöngum
og Þjóðleikhúsinu fyrir að
þakka. Að þessu sinni gistir
okkur víðfrægur og heiðri
krýndfur dansflokkur undir
stjórn Jerome Robbins, mesta
dansskálds Bandaríkjanna, og
hefur verið ákaft fagnað og
mjög að verðleikum, hér fór
sem oftar að miklu færri sáu
en vildu. Við höfum áður
kynnzt ágætum fulltrúum
leikdansins, en aldrei full-
skipuðum ballettflokki fyrr en
nú; það eitt er minnisverður
atburður og feginsamlegur.
Jerome Robbins er aðeins
fertugur að aldri, braut hans
hefur legið þráðbein til frægð-
ar. Það var „Fancy Free“,
ballett hans um landgöngu-
leyfi sjóliðanna þriggja, sem
fyrst gerði heiminum það
ljóst fyrir fimmtán árum að
upp væri risinn í Ameríku
þroskaður leikdans, þrunginn
æskufjöri og lifandi þrótti;
og ör þróun hinnar göfugu
listgreinar vestur þar er eigi
sízt honum að þakka.
Jerome Robbins hefur leit-
að æ dýpra og hærra, skapað
hvern leikdansinn af öðrum,
nýstárleg verk og stór í snið-
um, þjóðleg og nýtízk í senn,
og mjög komið við merkilega
sögu söngvaleikjanna amer-
ísku, en ,,West Side Story“
og ,,Gypsy“ eru síðustu afrek
hans á þvi sviði; og fyrir
rúmu ári stofnaði hann dans-
flokk þann sem hingað er
kominn úr langrj og mikilli
sigurför um Evrópu Sýn-
ingar hans vöktu alstaðar að-
dáun og hrifningu, sumir
hafa jafnvel valið list Robb-
ins hið virðulega heiti: leik-
dans framtíðarinnar.
Það er alls ekki á mínu
Framhald á 10. síðu.
ir ekki eftir þér að yrkja
heilan Ijóðaflokk, heila bók
til að upplýsa þjóð þína um.
sögu hennar sjálfrar, um
lægingu hennar í fjötrum er-
lends valds, um eymd hennar
sem mergsoginnar ambáttar
danskra peningafursta, — og
loks um and'ega reisn þeirra
istórmenna sem leystu hana
úr ánauð. Þá bók ortir þú
til brýningar samtíð þinni,
máttuga hugvekju, sem ætti
að vera lesin í hverjum ung-
lingaskóla við kennslu Is-
landssögu. En æska b.'ids
vors hefði einnig gott af
að kynna sér önnur ljcð bín
frá þe:sum áratug, því úr
þeim má lesa aðra sögu sem
nær okkur liggur, og er þó
að hálfu gleymd. Það má
lesa hana frá ljóði til þi’ðs,
frá bók til bókar, nokkurn-
veginn eins og hún gerð’st:
kreppa, fasismi, strið Það er
stutt saga, en ákaflega !ær-
dómsrík fyrir ungt fólk -em.
ekki hefur náð áttum í ve röld
nútímans, þar sem öllum átt-
um hefur verið rugiað. Og
ekkert íslenzkt skáld hefur
sagt hana betur en þú, —-
nei önnur skáld hafa v-rla
tæpt á henni, hvað þá me’ra.
Nú eru breyttir' tímar. Nú
um sinn hefur skáldum ] ótt
hyggilegra að láta hafa sem
fæst. eftir sér. Dálít'ð ó-
ákveðnar kenndir, tvíræð orð,
veigalitlar stemningar. —
það er ljóð dagsins. Þ<'gar
talað er um byltingu er það
ljóðbylting. Til hvers ? Til
þess að skáldin hafi óbundn-
ar hendur til að segia hað
sem þeim býr í brjósti. En
hvað býr þeim í brjósti?
Þegar ný æska les þessi
ljóð eftir tíu ár, þá les hún
andlega mðurlægingu þicðar
sinnar. Niðurlægingu skáld-
anna.
Já, nú er svo kom;ð að
málgagn auðstéttanna hlakk-
ar yfir því, að sósíalisminn
eigi ekki framar nein skáld
á íslandi, að fjárp'ógsmenn
hafi dreg'ð þau öll í dilk
sinn!
Sem betur fer skjátlast í-
haldinu eins og jafnan áður.
Sem betur fer er einmitt
komið fast að þáttaskilum 1
íslenzkum ljóðskáldskap.
Formbyltingin verður ekki
miklu lengur nafnið tómt, og
nýtt vín mun streyma á rtýja
belgi. Og það verður áreiðan-
lega elcki kjörvín peninga-
fursta og preláta.
Þessi fullyrðing er meira
en fullyrðing, Jóhannes. Hún
er heitstrenging, og afmælis-
gjöf til þ'ín. Ég veit hún mun
gleðja þig me;r en aðrar
giafir, jafnvel þótt þér kunni
að þykja ótryggt að nokkur
innstæða sé fyrir slíkri á-
vísun á óskilgremda framtíð.
En því mát.tu t.reysta, að það
eru fleiri en ég staðráðnir í
að gera þessa ávísun góða og
gilda. Við erum fleiri en
f;mm, og við fyllum tuginn
fyrr en varir.
Mættum v'ð njóta þín sem
lengst á meðal okkar.
Hannes Sigfússon
★
Jóhannes úr Kötlum er fyr-
ir nokkru fluttur hingað til
Reykjavíkur frá Hveragerði,
og er heimilisfang hans hér
Sporðagrunn 7. I dag dvc’.st
Jóhannes utanbæjar.