Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. nóvember 1959 ------- Bandaríski baliettinn hinna vehki sem bezt má verða. Stórbrotnastur leikdans- anna ’ allra er „New ÝÓrk' Framhald af 7. síðu. færi og raunar fæstra íslend- inga að dæma um Kst. frábæru gesta, en hitt sjálf- sagt og skylt að þakka þeim komuna. Þó við séúm flest lítt kunn leikdansi og sýn- ingin óvenjuleg í öllu unnu listamennirnir hug o’kkar og hjarta. Fullkomin tæknj dansend- anna og gagnger kunnátta og þjálfun verður ekki dregin i. efa, þeir eru jafnvígir á klass- ískan dans og nýtízkan, al- vöru og skop, lifa hlutverk sín og túika af lífi og sannri snilli, virðast allir vegir fær- ir. Þeir eru mjög ungir að árum, svo samvaldir að ekki verður séð a.ð einn beri af öðrum um danssnilli, og þó næsta ólíkir að útliti, af- sprengi hinna mörgu kyn- þátta og þjóða sem Banda- ríkin byggja, sannir fulltrú- ar amerískrar æsku á okkar dögum. Leikdansarnir fjórir sem flokkurinn sýnir eru marg- víslegir að efni og sniði og hver um sig dásamlegt ævin- týri, og bera þó allir skýr höfundareinkenni mikils og fjölgáfaáa listamanns. Fyrstij dans'inn heitir blátt áframl „Hreyfingar" og vekur sér-l staka athygli og furðu, þar er engin hljómlist og enginn sviðsbúnaður, heldur dansað í algerri þögn. Hreinar og skýrar línur, stórbrotnar and- stæður og máttug hrynjandi einkenna dansinn, við hríf- umst með áður en varir, skynjum jafnvel þögnina inn- an þagnarinnar; það er meist- aranum efst í huga að reyna þanþol leikdansins, kanna möguleika hans út í æsar. Jerome Robbins hefur jafnan verið maður róttækra tilrauna hann tefli-r djarft í þessu furðulega verki, en hefur sig- ur „Síðdegi fánsins" var frum- sýnt fyrir sex árum og orð- ið góðkunnugt um heiminn, það er tilbrigði við ballettinn víðfræga sem Nijnskí samdi og dansaði við tónlist De- bussy og mestum ósköpum olli á sínum t’íma, Robbins færir verkið í búning nútím- ans, gerbreytir því sem vænta má: í stað skógarlundarins sjáum við danssal í leikhúsi, í stað kynjaveranna fornu tvo unga dansendur að æfingum, pilt og stúlku; þau skoða hreyfingar sínar og svipbrigði f stórum spegli — sá spegill er reyndar sviðsopið og sjálf- ir áhorfendurnir í salnum. Með hlutverkin fara John Jones og Wilma Curley sem meðal annars lék og dansaði í „West Side Story“, áhrifa- miklar og skemmtilegar and- stæður og gædd ríkum æsku- þokka, hann vöðvastæltur og fjaðurmagnaður blökkumað- ur, hún fagurlimuð og ljós yfirlitum, Dans þeirra tók mann með töfrum, svo inni- lega, látlaust og fallega lýstu þau lífsþrá og heitri vaknandi ást þessara ungmenna sem horfa á lífið spyrjandi aug- um og uppgötva smám saman s;na eigin veru. Einföld og stílhrein sviðsmynd Jeans Rosenthals er mikið augna- yndi og hæfir hinu seiðsterka Export: Opus Jazz“ og sá sem hreif mig mest og sterk- ar en orð fá lýst, nýtízkulegt verk í einu og öllu, þrungið andagift, gætt ótrúlegu lífs- magnj og mun lengi lifa. Tón- list Roberts Prince er af al- þýðlegum toga sem heiti leiksins bendir til, máttug og heillandi, amerískur jazz haf- inn í æðra veldi; og litsterk- ar sviðsmyndir og tjöld Ben Shahn málarans fræga eiga sinn þátt í sigrinum. I „Opus Jazz“ er af næmum skilningi og djúpri samúð lýst vand- kvæðum þeirrar æsku sem elst upp í steinauðn stórborg- arinnar, brugðið ljósi yfir ó- yndi það, tómleika og rót- leysi sem á stundum brýst út í trylltum dansi, andfélags- legum athöfnum. Það eru tíð- ast dökkar og átakanlegar myndir sem fyrir augun ber, en jafnan sveigðar undir lög- mál skírrar listar; og bjart- ari atriði og mildari á milli. Tvídansi þeirra Erin Martin og Jay Norman mun torvelt að gleyma, þau lýstu ófram- færni hinna kornungu elsk- enda af miklum innileik, var- úð og sannri viðkvæmni. — Það er auðfundið að Jerome Robbins er einn þeirra manna sem „kenna til í stormum sinna tíða“, betur fær ekkert dansskáld lýst eigin þjóðlífi, birt sorgir æskunnar og þrá, túlkað hjartaslög nútímans. „Opus Jazz“ er alvöru- þrungið verk, en „Tónleikarn- ir“ af mjög ólí'kum toga, létt- ir skringidansar, héilfándi skopmyndir, þar fáum við ríkulega að kynnast tindr- andi glett-ni og kímni meist- arans, auðugu ímyndunarafli og hugkvæmni. Þar er með margvíslegum hætti skopast að hugrenningum og draum- um fólks sem hlustar á Chop- intónleika, og þegar svo ber undir deilt óvægilega á hé- gómaskap o-g hræsni: glögg- ar sálfræðilegar athuganir Kggja að baki hinu gáska- fulla verki. Einn þátturinn er nokkuð óþyrmileg skop- stæling á „Les Sylphides-', hinum undurfagra róman- tíska ballett Fókíns, svo meistaraleg og kátleg í öllu að óstöðvandi hláturinn kvað við í salnum. Búningar Irene Sharoff eru eins skringilegir, litsterkir og kynlegir og dans- inum sæmir, og sviðsmynd teiknarans Saul Steinber-g glæsilegt og fallegt verk, en tæpast ómissandi á þessum -stað. Betty Walberg lék und- ir á píanó, en hljómsveitinni stjórnaði Werner Torkanow- sky með miklum ágætum. Lei'kgestir undu sér í töfra- heimi leikdansins, hugfangnir og djúpt snortnir og létu hrifningu sína óspart í ljósi; og 'í lokin ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að Iinna. A. Hj. SAMKVÆMISKJÓLAR N? SENDING MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. Orðsending til stuðnings- manna G-listans í Reykjavík Um leið og þakkaö er öllum þeim fjölmörgu, sem lögðu fram fé til greiðslu á kostnaði við kosn- ingabaráttu Alþýðubandalagsins í Reykjavík, er þeim tilmælum hér með eindregið beint til þeirra, sem enn hafa í höndum söfnunargögn, aö gera nú þegar skil við kosningasjóðinn. Enn er ógreidd- ur ýmiss óhjákvæmilegur kostnaður við kosninga- baráttuna. Það er því mjög áríðandi að þeir, sem eiga óuppgjört við sjóðinn eða eiga eftir að koma með framlög sín, geri það sem fyrst. Myndin er af minnismerki, sem reist hefur verið í Ravens- briick í Þýzkalandi til minningar um fanga, sem létu lífið í fangabúðum nazista þar. - Samtök Afríkuþjóða mótmæla atferli Belgíumanna í Kongó Sókn Afríkuþjóða til frelsis verður ekki stöðvuð, segir í mótmælaorðsendingunni Fastaráð Samtaka Afríku- j þjóðanna, sem hefur aðsetur sitt í Accra, höfuðborg Ghana, hefur birt mótmæli gegn að- förum nýlendustjórnar Belgíu- manna í Kongó. í mótmælaorðsendingunni er harðlegg mótmælt handtöku foringja frelsishreyfingar Kongó, en hann var fangelsað- ur á sunnudaginn. Krefst ráð- ið þess, að hann verði látinn laus þegar í stað. Fangelsun hans muni alls ekki fresta sjálfstæðisba-ráttu Kongó- manna gegn heimsvaldasinnum. Blökkuþjóðir Afríku sæki nú til frelsis og sú sókn verði ekki stöðvuð. -Belgíska stjórnin tilkynnti í gær, að hún myndi halda ráð- stefnu með stjórnmálaleiðtog- um i Kongó á næstunni til Nýtt risaskip far- ið á flot í gær var hleypt af stokk- unum í Englandi 40000 smá- lesta farþegaskipi. Er það staersta skip, sem smíðað hef- ur verið þar í landi í 20 ár, eða allt síðan Queen Elisabeth hljóp af stokkunum. Skip þetta, sem kostaði um 14 millj. sterlingspu-nd, hlaut nafnið Oriana, og mun það hefja áætlun-arferðir til Ástral- íu á næsta ári. Skipið var ekki skýrt með því að brjóta kampa- vínsflösku á stefni þess, eins og venja er til, heldur voru þrjár vínflöskur notaðar í þess stað, —- ein með áströlsku víni, ein með kalifomísku víni og sú þriðja með frönsku víni. Átti þetta að tákna þær þrjár heimsálfur, sem skipið mun sigla til. þess að reyna að finna leið til að tryggja frið í landinu. Yfirhershöfðingi helgíska hersins fór í gær frá Briissel til Kongó og fer hann þangað vegna óeirðanna, sem verið hafa í Kongó undanfarið. Er þess getið til að hershöfðing- inn eigi að skipuleggja nýjar aðgerðir nýlenduhersins gegn blökkumönnum. 10 þusund kr. • • minnmgargjoi Föstudaglnn 30. október s.l. afhenti frú Jóna G. Stefáns- dóttir, Sogaveg 32, Reykjavík, 10 þúsund kr. minningargjöf á skrifstofu Slysavaxnafélaj/s ís- lands til Björgunarskútusjóðs Austurlands frá sér og dætrum sínium Sigrúnu, Ingigerði og Jónínu Oskarsdætrum. Er gjöf- in til minningar um fyrv. eig- inma-nn he-nnar Guðjón Kristin Ósk-ar Valdimarsson, vélstjóra er fæddur var 30. okt. 1909, en drukknaði af b.v. Viðey hinn 5. apríl 1945. Gagn og gaman Framh. af 3. síðu Meirihluti myndanna í þes-su hefti er úr eldri útgáfu Gagns og gamans. Leskaflarnir, er myndum fylgja, eru aftur á móti nær allir nýir, þegar und- an eru skilin ljóð og rím eftir Jóhannes úr Kötlum, Margréti Jónsdóttur og Sig. Júl. Jóhann- esson. Höfundar hafa reynt að miða samming Gagns og gam- ans við beztu reynslu sem fengin er hér heima, og hafa j-afnframt haft hliðsjón af reynslu ýmiss-a axmarra þjóða af lestrarkenmslu og Jestrar- námL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.