Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 9
FIDELA sækir a um allan heim Miðvikudagur 4. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Ungmeimcif. Keflovikur 30 ára Stjórn UMFK. Frá vinstri: Guðfinnur Sigurvinsson meðstj., Gunnar' Sveinsson varaforniaður, Þórliallur Guðjónsson for- maður, Steinþór Júlíusson gjaUlkeri og Hörður Guðmundsson ritari. Um þetta leyti árs fyrir 30 árum var Ungmennafélag Kefla- víkur að stíga fyrstu skrefin. Það virðist eins og það hafi verið nokkuð síðbúið, því að flest voru þau stofnuð á fyrstu tveim áratugum þessarar aldar. En það virðist sem glóð sú, er undir kynti, þegar ungmennafé- iagshreyfingin heillaði hugi ungra manna víða um land, hafi ekkert verið farin að kulna, þegar þessi félagsstofnun átti sér stað. í vaxandi bæ, eins og Keflavík, var einmitt þörf þessa nýja anda, og saga Ungmenna- félags Keflavíkur staðfestir ein- mitt, að æskufólk staðarins þekkti vitjunartíma sinn, tók upp merki hugsjónar ungmenna- félaganna og bar það fram til sigurs í mörgum greinum. Sjálf félagsstofnunin átti sér stað 29. september 1929. Var stofnfundurinn haldinn í sam- komuhúsi því, sem Skjöldur var kallað. Stofnendur voru 28 sam- tals, og 'fyrsta stjórn félagsins var kjörin á þeim sama fundi og skipuðu hana: Björn Bjarna- son formaður, Þorgrímur Eyj- ólfssön ritari og Þórey Þor- steinsdóttir gjaldkeri. Þegar eftir stofnunina var tek- ið til óspilltra málanna að vinna að stefnumálum félags- ins og var það fátt sem því var óviðkomandi, er benti til framfara- og menningarmála staðarins. Ungverjar unmi Svísslendínga í síðustu viku fór fram iands- ieikur í knattspyrnu á miili Ung- verjalands og Sviss, og fór hann ’fram í Eudapest, á Nep-Ieikvang- inum. Leikurinn var frá upphafi ójafn og nánast leikur kattar að mús. Ungverjarnir unnu með 8 mörkum gegn engu. f hálfleik stóðu leikar 6:0. Leikur þessi var þáttur í keppni um svokall- aðan Josef Gerö-bikar, sem sex lönd taka þátt í. Með sigri þessum eru Ung- verjar efstir, en þó með sömu stigatölu og Tékkar en marka- staðan er betri. Næsti leikur í keppni þessari er eftir viku og þá keppa Ungverjar og Vestur- Þjóðverjar, og er talið að sá leikur geti orðið nokkur mæli- Mun stundum hafa svo að kveðið, að ung'mennafélagið hafi verið nefnt , hreppsnefndin“! Víst er það, að félagið var í mörgum málum góður ráðg'jafi fyrir hreppsnefndina, og veitti henni á vissan hátt aðhaid. Það sem félagið þó helzt beitti sér fyrir voru menningar- og íþrótta- mál. Bygg'ing sundlaugarinnar Á fyrstu árum félagsins létu menn sér nægja að synda og busla í sjó á stað sem kallaður er Gróf, og þar fóru líka fram fyrstu sundmótin. Þetta sam- rýmdist ekki kröfum tímans og þá hófst félagið handa um að byggja sundlaugina, og var það eitt af fyrstu stórverkefnum þess. Á verki þessu var byrjað 1937. Engir voru þar gildir sjóð- ir, en hins vegar trú á gott málefni, vilji og vinnuáhugi. Þeg- ar sundlaugin var siðar afhent Keflavíkurhreppi, eftir að ung- mennafélagið hafði starfrækt hana lengi, voru mannvirkin talin vera að verðmæti á þriðja hundrað þúsund krónur. Árangur af þessu starfi hefur mátt sjá á sundmótum í mörg undanfarin ár, þvi að sundfólk frá Keflavík hefur oft sett svip á þau, auk þess sem sundlaugin er glæsilegt menningartæki á staðnum. i Ungmennafélagsliúsið eða „Ungó“ Félagið sat ekki auðum hönd- um áður en hafizt var handa um sundlaugarbygginguna. Árið áður en það gerðist, var ung- mennafélagshúsið eða ,,Ungó“ eins og það er kallað daglega. vígt með mikilli viðhöfn. Hefur það allt frá þeirri stund verið heimili félagsins og raunar fé- lagsheimili og samkomuhús allra Keflvíkinga. Hús þetta hefur því verið ó- metanlegt fyrir alla starfsemi fé- Ársþingi FRl hef- ur verið frestað Af sérstökum ástæðum hefur reynzt nauðsynlegt að fresta ársþingi Frjálsíþróttasambands íslands, sem ákveðið var 7.—8. nóvember n.k. til 21.—22. nóv- ember næst komandi. Frestur til að skila tillögum til ársþingsins framlengist til 10. r.óvember. lagsins og þar hefur farið fram leiklistarstarfsemi, sem um ára- bil stóð með 'miklum blóma. Var það alltítt að leikflokkar félags- ins færu í ' sýningarferðir til Hafnarfjarðar, Reykjavíkur og Akraness. Tvívegis hefur húsið verið stækkað, og hefur það því fylgt, ef svo mætti segja, þörfum og stækkun staðarins. Miirg' málefni á dagskrá Hér hefur aðeins verið minnzt á tvö verkefni sem ungmennafé- lagið hefur beitt sér fyrir með miklum ágætum auk leiklistar- innar. Þáttur félagsins í Bóka-! safni Keflavíkurhrepps er merki- legur. Félagið hefur haft for- göngu um B.yggðasafn Keflavík- ur og hefur þar margt merkilegt komið fram. og draumur félags- ins mun vera að komið verði upp myndarlegu safnhúsi. Þá hefur félagið haft afskipti af mörg'um öðrum málum m.a. raf- lýsingu gatna. löggæzlu, barna- leikvöilum, íþróttasvæði, skrúð- garði, stofnun íþróttabandalags Keflavíkur, félagsheimilabygg- ingu og ýmsu fleiru. íþróttir í vaxandi mæli Þótt íþróttir hafi veri iðkaðar í félaginu frá upphafi, hefur þró- unin orðið sú að upp á síðkast- ið hafa þær orðið meira ráð- andi þáttur í fé'laginu. Er það að sumu leyti eðlileg't. Baráttu- málin: Sundlaugin, félagsheimil- ið og íþróttavtellirnir, eru orðin staðreynd, svo og; íþróttasalur, sem Keflvikingar munu þó hafa kosið að væri allmiklu stærri. Framfaramál hreppsins eru meir komin í fastar skorður, svo að nú er það meira hlutverk félagsins að safna æsku staðarins saman til að nota þessi mannvirki, og þeir sem hafa fylgzt með íþrótta- afrekum Keflvíkinga munu sam- mála um það, að þar hefur náðst mikill árangur. Er þar skemmst að minnast sundfólksins, og það- an hafa einnig komið ágætir frjálsíþróttamenn. Knattspyrnan er líka að vinna þar land, og talar síðasta sumar þar skýru máli. Það verður því ekki annað sagt en að ungmennafélagið hafi unn- ið merkilegt brautryðjendastarf í ýmsum félagsmálum í Keflavik í þessi 30 ár, starf sem seint mun fullþakkað. Er þyí árnað hér heilla. Þeir sem nú skipa stjórn fé- lagsins eru: Þórhallur Guðjóns- son formaður, Gunnar Sveinsson varaformaður, Steinþór Júlíusson gjaldkeri, Hprður Guðmundsson ritari og Guðfinnur Sigurvinsson meðstjórnandi. Framhald á 11. síðu. Danmörk vann keppninni í Fyrir stuttu háðu danskir og norskir sundmenn landskeppni, og fór keppnin fram í Kaup- mannahöfn. Var það síðari keppnin af tveimur í sumar, þar sem keppt er um sérstakan bik- ar, er það land hlýtur sem fær betri stigatölu úr báðum keppn- unum. Keppnina í vor vann Nor- egur með 63 stigum gegn 40, en siðari keppnina vann Dan- mörk með 54,5 stigum gegn 43,5 Noregur hefur því unnið bikar- inn að þessu sinni. i,ur. Noreg í lands- 54,5:48,5 Úrslit í nokkruin greinuin: 100 m skriðsund karla Sven Larsen N. 1,00,8 Lar,s Larsson D. 1,01,0 100 m baksund: - / Lars Kraus Jensen D 1,11,8 Rolf Bagle N 1,12,9 100 m flugsund; Christer Bjarne N. 1,08,0 Jan Johansen D 1,10,7 4x100 m skriðsund; vann Noreg- FIDEIjA . -* V_ 5 FÍDELA garnið er framleitt úr beztu tegund ullar og eina útlenda garnið á‘ markaðnum, sem hægt er að prjóna á vél. FÍDELA garnið er þekkt urn larid allt og fæst í öllum betri verzlunum og kaupfólögum iandsins. Framleiðendur: Centrotex, Dept. 6707, Prag. Umboðsmaður: Jón Heiðberg, Laufásvegi 2A, Rvík, JÓNAS ÓLAFSSON, Vonarstræti 8. Símar 17-294 og 13-585.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.