Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11
VICKI BAUM:
MTT ER MITT
— Herra Crenshaw lét þess getið við mig.
— Trúirðu því? Geturðu hugsað þér Marylynn giíta
manni, sem selur aspirínskammta og hitapoka í verzlun
föður síns í Taunton?
— Já, Poker, það er þungt áfall fyrir okskur, svaraði
Sid, eins og hún hefði spurt um allt annað. Við erum
alveg úti að aka. Við þurfum öll að byrja á byrjuninni
aftur. Marylynn hverfur aftur til smábæjarins, þar sem
hún bar ges.tunum sódavatn og við hin á skrifstofur
Grayson, Caldwell & Grayson. Jæja, það var gaman með-
an á því stóð.
Bess sagði ekkert. Andlit hennar var olívulitt í bjarma
götuljósanna. Þegar þau biðu eftir grænu ljósi á horninu
á Fimmtugasta og öðru stræti, leit bílstjórinn um öxl og
spurði:
— Hvert eigum við svo að aka, herra minn?
— Hvert viltu láta aka þér, Poker? spurði Sid. Ljósið
skipti og lögregluþj ónninn flautaði og bílarnir fyrir aft-
an fóru að þeyta hornin.
— Sutton Place South 41, sagði Bess við bílstjórann
og bíllinn beygði 1 austurátt.
— Og þú ert viss um að þú viljir fara þangað?
— Já, það er ég, Sid, svaraði Bess. Hún gat ekki sagt
honum ástæðuna til þess að hún varð að komast aftur
heim í tómt húsið.
— Fishy hefði helzt viljað að þú kæmir heim til okkar,
en það lítur næstum út fyrir að barnið sé alveg að koma.
Það yrði víst lítill friður fyrir þig í kvöld. Ég hringdi
í Fishy, áður en ég fór á lögreglustöðina og hún sagðist
vera að undirbúa allt — til að vera við öllu búin. Hún
bað mig að skila til þín kveðju.
— I hamingju bænum, Sid! Hvers vegna ertu ekki hjá
Fishj’? Viltu hypja þig heim, aulinn þinft!
— Þetta er allt í lagi. Ég er með allan hugann við
Fishy hvort sem er, sagði Sid með hetjulegu fasi. Ég
lefaði Fishy að vera að heiman og annast þig í kvöld.
Viltu ekki borða kvöldmat með mér? Ég býst varla við
að maturinn sem þið fáið í klefunum, sé á marga fiska.
— Þakka þér fyrir gott boð, Sid, en ég er ekki svöng.
Það er alveg satt. Ég er bara dauðuppgefin. Ég þrái ekk-
ert frekar en komast í rúmið og sofa.
— Jæja, þá segjum við Sutton Place, sagði Sid við bíl-
stjórann. Bess varð þögul. Það var eins og eitthvert hjól
snerist í huga hennar og hið sama endurtók sig í sífellu:
Ekkert hefur breytzt, ég er í sömu sporunum og í gær,
þegar ég tók byssuna. Ég á ekki í nein hús að venda.
Ég hef ekkert að lifa fyrir. Framundan er blindgata.
É varð áttavillt í gær. í kvöld geri ég bragarbót. Sef.
Ef svefntöflurnar mínar eru enn á sínum stað. Bara lög-
reglan hafi ekki tekið þær. Lítið, brúnt glas, enn óopnað,
með litlum bómullarhnoðra til hlífðar ofaná blessuðum
töflunum. Hún sá litla glasið fyrir sér, sem hafði staðið
í lyfjaskápnum, allt frá því að Marylynn hafði fengið
slæma tannpínu fyrir svo sem ári. Hún hafði svæft
Marylynn með heitum bökstrum og stuttum tilbreyting-
arlausum frásögnum og hafði ekki þurft á svefntöflun-
um að halda. En nú ætlaði hún að nota þær. Hún hafði
sjálf þörf fyrir þær. Fimmtíu, litlar, gular töflur. Hún
sá fyrir sér litla miðann á brúna glasinu: Ein tafla um
háttatíma.
Fimmtíu um háttatíma og þú fékkst frið fyrir sjálfri
þér og þeirri skelfilegu tannpínu sem kallað er líf.
Smeygja sér niður í rúmið og sofa. Bara lögre'glan hefði
ekki — en jafnvel þótt lögreglan hefði fjarlægt þær, þá
myndi gamli lyfsalinn á horriinu á Fyrstu götu selja
gömlum viðskiptavini eitthvert svefnlyf. f nótt ætlaði hún
ekki að eyðileggja neitt......
Hún tók eftir því að Sid virti hana fyrir sér með at-
hygli. Veslings Sid litli. Blessaður gamli Sid!
— Hvort á það nú að vera? Sonur eða dóttir? spurði
hún viðutan.
— Ég tek það sem að mér er rétt, sagði Sid og bíllinn
nam staðar fyrir framan Sutton Place South 41. Gegn-
um bogagluggann sá hún að ljós logaði í andyrinu.
— Connie hefur sjálfsagt sezt hér að til bráðabirgða.
Hún hélt kannski að þú þyrftir á henni að halda, svar-
aði Sid, þegar hann sá undrunarsvipinn á andliti hennar.
— Nei, ég hef enga þörf fyrir hana, sagði Bess óþolin-
móð. Þörf hennar fyrir einveru fór vaxandi með hverri
mínútu.
— Á ég að bíða? spurði bílstjórinn.
— Já, bíðið sagði Bess. Hún vissi ekki sjálf hversu
fölt olívugult andlit hennar var í ljósbjarmanum og
Sid vildi ekki að hún sæi, hversu áhyggjufullur hann
var hennar vegna. Rétt eins og hann hefði ekki nógar
áhyggjur fyrir, þar sem Fishy var komin með fæðingar-
hríðir og hann sjálfur atvinnulaus! Hann tók lykilinn
af henni og opnaði útidyrnar.
— Þökk fyrir allt, Sid. Blessaður.
— Á ég ekki að koma með þér inn? Býðurðu ekki einu
sinni upp á drykk? spurði hann kvíðandi um hennar
hag, en þó með allan hugann hjá Fishy.
— Nei, það geturðu bölvað þér upp á að ég geri ekki.
Nú ættirðu að sitja og halda í höndina á Físhv.
— Viltu annars ekki að ég sitji hjá þér dáiitla stund?
Er þér sama þótt þú sért ein?
— Auðvitað er mé.r saraa, kjánaprik. . . . Bara lög-
reglan hafi ekki fjarlægt svefntöflurnar . . . . Ég skal
krossleggja þumlana fyrir Fishy. Hypjaðu þig svo dreng-
ur minn!
— Allt í lagi, Poker. Reyndu að sofa þetta allt frá
þér. Ég hringi í fyrramálið.
Bess lokaði dyrunum á eftir sér og beið þess að bíllinn
æki burt. Ilúsið var hljótt og með sakleysissvip, eins
og veggirnir hefðu alls ekki heyrt skothvellinn í gær-
kvöld né stiginn orðið var við fótaspark lögregluþjón-
anna. Bess gekk yfir langan, mjóan ganginn til að leita
að Connie í eldhúsinu. Hún varð að losna við Connie
og móðurlega umhyggju hennar. Bara lögreglan hefði
ekki. . . . Frammi í eldhúsi logaði ljós. Á eldhúsborðinu
hafði bréfmiði verið reistur upp við tvö vatnsglös.
Fór í kirkju — kem aftur klukkan hálfellefu. Góða
nótt, ungfrú Bess. Connie.
Þetta var líkt öðrum smábréfum, sem milli þeirra höfðu
farið. \Hún tók blýantinn og skrifaði fyrir neðan:
— Góða nótt, Connie. Vektu mig eklii fyrr en um há-
degi á morgun.
Hún gekk að ísskápnum og fyllti bæði tómu glösin
af ísvatni, sem hún hafði með sér upp á loftið. Þegar hún
gekk yfir ganginn í áttina að stiganum, ræskti borgund-
arhólmsklukkan sig og hóstaði lítið eitt. Það var mis-
heppnuð tilraun hennar til að slá. Klukkan var átta
þegar Bess gekk upp stigann.
HIKÐING TANNA frli. af 4. s.
burstinn tekur yfir minnst
tíu sinnum,
að draga hár burstans eftir yf-
irborði tannar í átt frá
tannholdi til bitflatar.
(Frá Tannlæknafélagi íslands)
f þróttir
Framhald af 9 siðu
kvarði á það, hve Ungverjarnir
séu góðir, því Sviss er ekki sér-
lega hátt skrifað í augnablikinu.
Þýzkaland vann um daginn
landsleik við Holland með 7:0 og
kom þá á óvart. Var búizt við
að Hollendingar myndu standa
sig betur. Þess má einnig geta að
Holland og Þýzkaland hafa leik-
ið 18 landsleiki, og hefur hvort
landið um sig unnið 6 leiki og
gert 6 jafntefli, svo að þessu
er bróðurlega skipt.
Koss í kaupbæti
nQis -q ye ptbuutbj.b
fram í því, að þar var komið
á fót leikskóla síðast liðinn
vetur, þar sem þeir Helgi
Skúiason og Karl Guðmunds-
son voru kennarar. Þar sem
um svo mikinn áhuga er að
ræða og góðan efnivið í hópi
leikenda, þarf manni ekki
að koma á óvart, þótt góður
árangur fáist i höndum slíks
leikstjóra sem Haraldar Björns-
sonar. Og Selfossþorp getur
varla verið þekkt fyrir annað
eri að búa sínum efnilegu leik-
urum betri húsakost en þeir
hafa enn við að búa.
Leikfélagið mun hafa í
hyggju að sýna þennan leik
víðsvegar um Suðurland og
ef til vill víðar. Það er hverjum
óhætt að sækja sýningar þess,
ef hann vill eiga glaða og
ánægjulega kvöldstund. Og ég
leyfi mér að óska Leikfélagi
Selfoss til hamingju með mik-
inn. sigur, sem það hefur unn-
ið með þessum leik og vænti
góðrar framtíðar því til handa.
Hveragerði 30/10 1959.
Gunnar Benediktsson.
Klukkan var átta, sá tími kominn að hávaði dagsins á
sjúkrahúsum hljóðnar. Síðasta fólkið var rekið úr heim-
sókn, síðustu matarbökkunum var slengt niður í lyfturn-
ar, hitinn mældur í síðasta sinn. Það var búið að núa
bök með spritti, hrista kodda og lina allar þjáningar
undir nóttina með sprautum og svefnlyfjum. Hjúkrunar-
konan, sem leyst hafði ungfrú Cripps af — ung stúlka
með eplakinnar sem bar nafnið ungfrú Brindle — stakk
höfðinu inn um gættina að herbergi 34 til að líta á
sjúklinginn. Marylynn virtist sofa. í hljóðu herberginuj
var ekki önnur birta en blátt næturljósið. Lee Crenshaw
sat við rúmstokkinn, í nákvæmlega sömu stellingum og
klukkutíma áður, óhreyfanlegur eins og trjábolur. Hann
hafði lært það í stríðinu að sitja svona lengi án þess að
hreyfa sig, né gefa frá sér hljóð.
— Klukkan er átta, herra Crenshaw, hvíslaði hjúkrun-
arkonan. Nú verðið þér að fara.
Með ýtrustu varúð reyndi hann að losa hönd sína úr
hönd Marylynns, sem hvílt hafði róleg og örugg í lófa
hans. Marylynn opnaði ekki augun, en hún sagði svo
lágt að varla heyrðist:
— Ekki ennþá. Leyfið honum að vera lengur.
— Vertu ekki hrædd, ástin mín, ég fer ekki frá þér,
sagði Lee og leit spyrjandi á hjúkrunarkonuna. Ég lof-
aði að vera hjá henni þangað til hún sofnaði.
— Er hún ekki búin að sofa minnsta kosti klukku-
tíma? sagði hjúkrunarkonan, sem var ný í starfinu og
því mjög samvizkusöm. Lee Crenshaw brosti lítið eitt
Miimiogarorð
Fran-V'ii- * fi síðll
sök"’i:V;. Minnast hennar góða
skaps og skörpu og fljótu hugs-
unar.
Hún stundaði störf sin af al-
vöru og vandvirkni. í gleðskap
var hún einnig með og kryddaði
þá samkvæmi okkar með fork-
unnar góðum yrkingum. Jafn-
vel heil kvæði sem ég held hún
haíi ort á stundinni og án und-
irbúnings. Varð ekki talið til
alvarlegs skáldskapar að vísu
og ekki ætlast til þess.
Ég held að fleirum en mér
haíi dottið í hug: Nú mega hin-
ir hagyrðingarnir hætta að
yrkja.
Það er sárt til þess að hugsa
að Ásdís skuli nú vera horfin
okkur, dáin fyrir aldur fram.
Ég veit að örlög einstaklings-
ins skipta ekki svo miklu máli
þegar á heildina er litið, en ég
fullyrði þó að fráfall Ásdísar
er mikill missir fyrir þjóðina
alla, og sérstaklega mikill miss-
ir fyrir það svið sem hún ætl-
aði að starfa á: efnafræðivís-
indin, sem enn eru í býrjun
hjá okkur.
En mestur er þó sökriuður
móðúr hennar og systkina og
vil ég að lokum léýfa niér að
votta þéim samúð mína.
' skR
Oskar B. Bjarnason.