Þjóðviljinn - 06.01.1960, Side 7

Þjóðviljinn - 06.01.1960, Side 7
Miðvikudagur 6. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 íyrri hluta“, leikrit sýnu auð- veldari viðureignar. líkleg til almennra vinsælda og leikhús- inu farsælli verkefni á núver- andi þroskaskeiði að því ætla má. íslenzkir leikhúsmenn eru enn of lítt kunnir klassískum harmleikum og mjög að von- um, þar er æfingarskorti um að kenna. Það heimtar gagn- gera tækni. næman skilning og sterka innlifun að ljóðlínur Shakespeares megi njóta sín til hlítar og óviðjafnanleg hljóm- list orðanna, um látbragð og framgöngu gegnir líku máli; Þjóðleikhúsið: eltir William Sttakespears Þýðandi: Helgi Hálídanarson Leikstjóri: Lárus Pálsson „Júlíus Sesar“ er eitt af á- gætustu verkum meistarans frá Straíford að flestra dómi, sög'u- legur harmleikur um víg' Ses- ars og orus.tuna við Filippí, ortur af furðulegri glögg- skvggni og innsýn í líf og sögu Rómverja. Efnið sótti Shake- speare í ævisögur Plútarks sem kunnugt er, eins af fremstu rithcfundum fornaldar, og fylgir lýsingum hans af ó- venjumikilli kostgæfni og ná- kvæmni, einkum í fyrri hluta leiksins. Sum hinna frægustu «g stórbrotnustu atriða eru þó skáldskaþur hans sjálfs og -efninu ósjaldan hnikaði, til: lög- máli listaverksins sjálfs verður allt að lúta hvaða stórmenni ■sem : hlut eiga, og er „Júlíus Sesar“ þannig sönn gullnáma þeim sem söguleiki semja enn í dag. f leikritinu er veginn mesti einvaldi allra tíma og ■eru þó hvorki stjórnmál né -vopnaviðskipti skáldinu efst í huga, heldur mennirnir sjálfir, iskapgerð þeirra og greypilegt sálarstríð. en hetja leiksins ■ ‘Markús Brútus er undanfari Hamlets sjálfs. Hvergi getur auðugra safn snilldarlega mót- aðra einstaklinga og skýrra andstæðna. þar bera allir •greinileg séreinkenni og svip, jafnvel þjónar og óbreyttir hermenn. .jJúlíus Sesar“ er vinsælt verk og jafnan víða leikið um heiminn, en flestum meistara- verkum Shakespeares torveld- ara viðfangs, þrungið djúpri sálkönnun og þungri alvöru; þar örlar vart á kímni. þar -ganga engir skringilegir ná- ungar um strætin — svo mikla virðingu báru skáldið og sam- tíðarmenn þess fyrir Rómverj- um hinum fornu. Það er hlut- verk og skylda leikhússins að ■gæða hin sígildu listaverk svo -fersku lífsmagni að þau geti hrifið áhorfendur okkar daga, vakið ósvikinn áhuga þeirra á •sjónarmiðum skáldanna, sýnt ‘hin algildu sannindi í björtu ljósi, en sé vel á öllu haldið .skírskotar „Júlíus Sesar“ flest- um sjónleikum framar til okk- ■ar tíma.Sýningu Þjóðleikhúss- ins skortir því miður það sanna fjör og innri þrótt sem kveikt getur líf í steinum, en hitt sjálfsagt og skylt að virða viljann fyrir verkið, meta á- ræði og stórhug leikhússins, viðurkenna það sem vel hefur “tekizt. og horfir til framfara og þroska. Þjóðleikhúsið hefur •ekki of oft, heldur of sjaldan isinnt verkum Shakespeares að mínum dómi, en reynzt óhepp- ið í vali í þetta sinn, bundið ■ rfét of þunga byrði. Benda má ■ 'fa tvær af ‘ snilldarþýðingum ■ • Helga Hálfdanarsonar, gleði- leikinn ; ;,Þrettándakvöld“ • og söguleikinn „Hinrik fjórða, annaðist Lárus Pálsson,. en Magnús Pálsson gerði sviðs- myndir og teiknaði búninga, báðii" hafá unnið mikið og gott starf. þó að megi finna og um deila. Sviðsskipan Lárusar ber vitni um stórhug og glöggt auga listamannsins, einkum í fyrri þáttunum, þar eru sum atriði stórbrotin, önnur mynd- ræn og fögur. Hverfisviðið er ekki notað og mjög að réttu. en í stað þess föst grind og pallar. er umhverfi breytt með flekum og lausum munum; þær breytingar ganga oftast nógu greiðlega þótt út af bregði.. Búningar og leiktjöld Magnúsar Pálssonar eru sam- ræmcl og samvalin, litirnir fjöl- skrúðugir en ekki skærir og samleikur þeirra oftlega mikið augnayndi. Einstök atriði geta orkað tvímælis, himinn voða- næturinnar, stytta Pompejusar, tröppurnar hjá Filippí. Síðari hlutinn tekst miður en hinn fyrri, enda vandleiknari, ekki sízt deila og sættir þeirra Brútusar og Kassíusar í tjald- inu við Sardis, hið efnismikla, djúpsæja og snjalla atriði sem Skríllinn myrðir skáldið Sinnu (Klemenz Jónsson). Kúrik Haraldsson sem Brútus. hér fór allt of margt forgörð- um. Mannfæð leikhússins varð einnig lýðum ljós af sýningu þessari, hér eru karlmennirnir allir á sviðinu, lærðir sem leik- ir, en hrekkur hvergi nærri til. Leikstjórinn neyðist til þess að gera einn mann úr tveimur og stundum þremur, þannig bera þeir Ævar Kvaran og Valur Gíslason nöfn samsærismanna, en eru um leið alþýðustjórar í Róm og herforingjar við Fil- ippí; en að því ég fæ séð er ekki um aðra leið að ræða. Sumir statistanna eru ósköp umkomulausir sem að líkum lætur, en vandræðalegastir allra ráðherrarnir þrír sém fagna Sesari á Kapítóli, þess verður tæpast vart að fundur hafi verið haldinn í öldunga- ráði hiim örlagaríka dag. Þá á múgurinn í Róm ærnu hlut- verki að gegna, en þessi hættu- legi lýður sem annar alþýðu- stjórinn kallar ,;harðsvíraða hrotta Rómaborgar“ eru ungl- ingar einir að heita má, og reyna ekki að sýnast annað. Hryllilegt morð skáldsins Sinnu. hins alsaklausa manns, líkist helzt alþekktum ærslum í skóla, en skrílsæði þetta á að nísta merg' og bein, enda tákn þess að ógnir borgarastríðsins séu hafnar að nýju. Að öðru leyti er hópsýningum vel stjórnað og leiknemarnir bet- ur samtaka en að vanda læt- ur. Leikstjórn og sviðsetningu er annar hátindur verksins, en leikurunum tekst lítt að gefa liti og líf. Það vekur nokkra furðu er vofa Sesars gengur um tjaldið og lyftir skörinni um leið og hún hverfur — svo rammefld og jarðbundin á sýn þessi ekki að vera. Sjálf or- ustan við Filippí er annað en sanfærandi, skortir reisn og þrótt og ósvikinn hermennsku- brag, því trúir enginn að ó- reyndu að hér fari rómversk- ir stríðsmenn, voðaskelfar heimsins. Þátturinn er nokkuð styttur vegna sýnilegrar mann- fæðar, en við það verður minna en skyldi úr hreysti Brútusar og herstjórnargáfum. Annars eru styttingar leik- stjórans hvorki margar né miklar og sjálfsagðar að einni undanskilinni: dauða Brútusar. I leikritinu biður Brútus þjóna sína og hermenn að vega sig' hvern af öðrum, en þeir neita; að lokum heldur Strató á sverðinu, hraustur hermaður Rúrik í hlutverfei Brútusar. og vígi vanur. Á sviðinu er það Lúsíus, hinn hálfvaxni ó- harðnaði sveinn sem verkið vinnur, en honum myndi Brút- us fela það sízt af ölium, enda óhugsanlegt að hann gæti orð- ið valdur að dauða herra síns. Það skiptir höfuðmáli að leikhúsið virðist skorta nóg mannval til að bera fram til sigurs snjallar og stórbrotnar mannlýsingar skáldsins. Göfug- mennið og hugsuðurinn Brútus er hetjan í leiknum sem áður er sagt, ráðvandur maður og hófsamur, hreinn og beinn og lætur réttlætiskennd sína öllu ráða og umhyggiu fyrir vel- ferð lánds og lýðs, hugsjóna- maður sem hlýtur að vega vin sinn og velgerðarmann heldur en una ófrelsi og ánauð. Rúrik Haraldsson er mikill skapgerð- arleikari, en menn af gerð Brútusar vart við hans hæfi, leikur hans olli rnér nokkrum vonbrigðum. Hann er gervileg- ur maður og skapfellilegur, en skortir sannan myndugleika og fyrirmennsku og þann sjálfs- aga, heiðríkju og stóisku ró sem einkenna Brútus. vel máli farinn. en framsögnin of óskýr á stundum. Og hugarstríð Brútusar á undan vígi Sesars tekst honum ekki að túlka á svo innilegan og þróttmikinn hátt að örlög hins réttláta manns gangi okkur nærri hjarta. Brútus er tæpast hetja að skapi nútímans, haim er of gallalaus og vammi firrtur; um Kassíus gegnir öðru máli. Hann er bæði gull og grjót, gáfaður Aog skarpskyggn á marga lund, en of bráðlyndur, fljótráður og öfundssjúkur tii þess að geta orðið foringi lýð- veldissinna: hagsýnni en Brút- us, enda ekki vandur að ráð- um. Margt er vel um leik Jóns Aðils, hann er skarpleitur og holdgrannur sem við á, en efl til vill óþarflega skuggalegur á svip, talið einarðlegt og skýrt, en of snautt að lifandi blae- Framhald á 10. síðu. Spámaðurinn og Porfía (Indriði Waa.ge og Herdjs Þorvaldsdöitir).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.