Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. janúar 1960 I Kvikmyndin nm Speidel sýnd arniað kvöld Annaö kvöld (föstudagskvöld) gengst Æskulýðsfylk- ingin fyrir sýningu á hinni frægu kvikmynd „Unterneh- men Teutonenschwert“ í Tjarnargötu 20. Myndin fjall- ar um feril nazistahershöfðingjans Hans Speidel. Hann var einn af gæðingum Hitlers. Stjórnaði hryðjuverkum og moröum nazista 1 Frakklandi og Úkraínu á styrjald- arárunum. Fyrir þrem árum var hann skipaður yfir- hershöföingi herja Atlanzhafsbandalagsins í Mið- Evrópu. Um svipað leyti kom í Ijós við könnun á skjala- söfnum nazista, að Speidel var einn aðalskipuleggjandi morðsins á Alexander konungi Júgóslavíu og Barthou utanríkisráöherra Frakklands árið 1934. Það væri ekki úr vegi fyrir unga ísiendinga að kynna sér einn æðsta herforingjann í því hernaðarbandalagi, sem ísland hefur verið látið gerast aðili að, Atlanzhafsbandalaginu. Síðustu árin fyrir heims- styrjöldina þegar striðsóttinn hafði gripið um sig í Evrópu, sýndu allmargir stjórnmála- menn í ýmsum Evrópulöndum heiðarlega viðleitni til þess að firra heiminn styrjöld og bera sáttaorð milli þjóða. Óbrjáluð- um stjórnmálamönnum utan fasistaríkjanna Þýzkalands, It- alíu og Ungverjalands var Ijóst, að lönd þeirra urðu að sameinast gegn árásarhættunni frá þessum ríkjum. Einn aðal- hvatamaðurinn í þeirri viðleitni var Barthou utanríkisráðherra Frakklands, sem studdi einarð- lega viðleitni Sovétríkjanna til að koma á sameiginlegu varn- arbandalagi gegn fasistaríkjun- Morðin í RlarseiIIe Hinn 9. október árið 1934 kom Alexander Júgóslavíu- kongur1*! opinbera heimsókn til Frakklands. Bakgrunnur heim- sóknarinnar voru stríðsógnanir nazista, sem höfðu magnazt til mikilla muna eftir að Hitlei komst til valda árið áður. Heimsóknin var skoðuð sem einskonar mótmælaatburður gegn hernaðarbrölti nazismans og fasismans". Hún átti að undirstrika samheldni „Litla bandalagsins" — Frakklanlds, Júgóslavíu, Rúmeníu og Tékkó- slóvakíu. Jafnframf miðaði stöðugt að nánari samvinnu milli Frakklands, Tékkóslóvak- íu og Sovétríkjanna eftir því sem nazistar létu klingja hærra í vopnunum. Þetta sama ár 1934 var Hans nokkur Speidel 2. hern- aðarsérfræðingur þýzka sendi- ráðsins í París. Hann var þá aðeins búinn að krækja sér í höfuðsmannstitil og var rétt að byrja sinn fræga hermennsku- feril. Alexander konungur og Barthou ráðherra voru myrtir í bifreið aðeins nokkrum mín- útum eftir að konungur steig á land í Marseille. Tilræðismað- urinn var felldur á staðnum. Þrátt fyrir gefin loforð um að rannsaka málið niður í kjölinn og finna þá menn sem skipu- DAGUR SIGURÐARSON: Fólkiö í heiminum Þaö er býsna margt fólk í heiminum karlmenn og kvenfólk úngt fólk og gamált allavega litt Verkamenn bændur mellur flækíngar sjómenn og húsmœður Stjórnmálamenn launmorðíngjar og braskarar Til er fólk sem trúir pví ekki leingur aðl hús séu eilíf og óhagganleg heldur geti pau sprúngiö hvenærsemer bórn sem trúa ekki á gvuð heldur brauö og kona sem núna á pessarri stundu lesandi góöur er veriö að pynda til sagna Fraklcar eru fremstir allra pjóða í menníngarmálum Þeir hleypa rafmagni á geirvörtur hennar vanari kossum 1 París 1942 lögðu morðið, var málið svæft. Það var ekki fyrr en fyrir tæp- um þrem árum þegar verið var að kanna hin miklu leyniskjala- söfn nazista að hinir raunveru- legu morðingjar komu í Ijós Það er Speidel, sem skipu- leggur morðið, sem í leyni- skjölum er nefnt „Unterneh- men Teutonenschwert", og Speidel fær skipanir sínar beint frá Göring, sem þá var flugmálaráðherra Hitler-Þýzka- lands. Blóðferill hershöfðingjans Þegar þýzku nazistarnir her- tóku Frakkland árið 1940 var Speidel gerður að æðsta her- ráðsforingja þýzka hernáms- liðsins og þá byrjaði blóðferill hans fyrir alvöru. Speidel seg- ir sjálfur í „skýrslu um örygg- isástandið í Frakklandi", sem dagsett er 28. febrúar 1942: „Til endurgjalds fyrir ýmsa atburði og sprengjuárásir í París voru sex kommúnistar og gyðingar skotnir hinn 3. febrú- ar 1942. 100 kommúnistar og gyðingar voru fluttir til Com- piegna og verða þeir síðan fluttir austur á bóginn......“ Þetta er aðeins eitt lítið sýn- ishorn af mörgum skýrslum um verk Speidels í Frakklandi, Seinna var Speidel enn hækk- aður í tign og gerður að æðsta hershöfðingja þýzka hernáms- liðsins í Úkraínu. Þar stjórnaði hann hinni illræmdu morðher- sveit „Gruppe B“, en eyðilegg- ingar, rán og fjöldamorð þess- •arar djöflasveitar eru stór kafli í sögu stríðsglæpanna. Morðingjar eru meðal vor Aðeins 12 árum efitir stríðs- lok var fjöldamorðinginn Hans Speidel gerður að einum æðsta hershöfðingja Atlanzhafs- bandalagsins. Nú þegar fréttir berast um skipulagða endur- vakningartiJraun nazismans í Vestur-Þýzkalandi, hljóta allir hugsandi menn að hugleiða hvar við erum á vegi stödd, þegar nazistaforingjarnir eru í æðstu stöðum á meðal okkar. Framhald á 11. síðu. Hér sést Speidel á velmektardögum sínum scm æðsti maður þýzku hernámsherjanna í Frakklandi. Hann er að tala vi§ liúsbónda sinn Hitler, og er myndin tekin þegar Hitler kom í heimsókn tii Parísar. 15 árum síðar — líka í París Meðari Speidel var yfirmaður nazis'tahcrjanna í Frakklandi gaf liann fyrirskipanir um morð á 500 gislum. 15 árum eftir að hann fór frá Parjs til þess að stjórna böðulsveitum á austur- vígstöðvunurrt kom liann þangað aftur. Á myiulinni sést Speid- el kom til Parísar 1957 og er myndini tekin er liann gengur inn í aðalstöðvar Atlanzliafsbandalagsins sem einn af yfirhers- höfðingjum þess. ' ■ ' /■ • ■' BÆJARPOSTURINN Ritstjóri: Franz A. Gíslason • Lögreglan og blöðin 1 fyrradag kom eldri kona að máli við bæjarpóstinn, sagði honum sínar farir ekki sléttar og leitaði aðstoðar hans í vandræðum s'ínum. Þannig var mál með vexti, að aðfaranótt sl. sunnudags var stolið stálgrárri jeppakerru heiman frá konunni, en hún býr í svokölluðu Einarshúsi við Grandaveg 41. Bæjar- pósturinn gat að sjálfsögðu litla hjálp veitt konunni, en v'ísaði hennj til lögreglunnar, því að hún er rétti aðilinn til þess að veita aðstoð í svona málum. Það kemur þó hins vegar alloft fyrir, að sjálf lög- reglan leitar aðstoðar blað- anna í ýmsum málum ekki ó- skyldum þessu. t.d. ef hana vantar vitni að slysi eða á- bendingar um grunsamlegar mannaferðir á ákveðnum stað og stundu í sambandi við framin afbrot, s.s. þjófnaði innbrot o.fl. Blöðin birta auð- vitað alltaf þessar beiðnir lög- reglunnar um upplýsingar og oft munu þau á þann hátt hafa orðið henni að nokkru liði. Það er nefnilega ekki allt- af að fólk áttar sig á því fyrr en það sér talað um það 1 blöðum, að þörf sé á vitnis- burði þess, t.d. í sambandi við slys, sem það hefur horft á, eða að það geti hjálpað til þess að upplýsa innbrot og þjófnað með því að skýra lög- reglunni frá þv'í, að það hafi séð til ferða grunsamlegra ná- unga á þeim slóðum og um það leyti, sem afbrotið var framið. Og hafi nú t.d. ein- hver orðið var við tortryggi- legar mannaferðir við húsið Grandaveg 41 á sunnudags- nóttina, þá biður pósturinn hann að snúa sér þegar í stað til lögreglunnar með þær upp- lýsingar. Aðra hjálp getur pósturinn ekki veitt í þessu máli en að koma þessari ósk á framfæri. ; Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.