Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. janúar 1960 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞJóðvilJans. V. Hengiflugsmeim kveinka sér |>löð ríkisstjórnarinnar bera sig að vonum illa vegna greinar Lúðvíks Jósepssonar „Er nauð- synlegt að skerða lífskjörin?“ Enginn tekur til þess þó hengiflugspostulunum þyki það súrt í broti, að íslenzkum blaðalesendum sé sýnt fram á með ein- földum, skýrum rökum, að hengiflugið sé einung- is áróðursbrella, til þess uppfundin og til þess prédikuð að afturhaldssamri ríkisstjórn verði frek- ar látið haldast uppi að ráðast á lífskjör fólksins vú á næstu vikum og mánuðum. Ovorki Alþýðublaðið né Morgunblaðið gerir þó •“■minnstu tilraun til að bera brigður á þær stað- reyndir sem Lúðvík teflir fram, varðandi ástand og horfur í efnahagsmálum íslendinga nú um ára- mótin. Hvorki Alþýðublaðið né Morgunblaðið treýstlr sér til að reyna að verja gaspur Ólafs Thórs forsætisráðherra um að nú blásí við þjóðinni „gjaldþrot út á við“ og „upplausn inn á við“ eða þá fullyrðingu hans að íslendingar hafi „eytt“ 1000 milljónum undanfarin fimm ár umfram árlegar tekjur sínar. Gegn þessum vaðli forsætisráðherra færði Lúðvík Jósepsson fram í grein sinni stað- reyndir um uppbyggingu atvinnuveganna undan- farin ár og sannaði eins skýrt og verða má, að slík uppbygging er ekki „eyðsla“, heldur er með henni verið að leggja grunn efnahagslegrar velgengni ís- lenzku þjóðarinnar ef rétt er á haldið. Og ekki er nema von að blöð ríkisstjórnarinnar kveinki sér undan þeirri niðurstöðu sem staðreyndirnar benda til, þeirri ályktun sem Lúðvík Jósepsson kemst að með því að minna á meginstaðreyndir íslenzks efnahagslífs, eins og það er nú. T>étt þykir vegna rangfærslna stjórnarblaðanna að endurtaka hér ályktunarorð hinnar rök- föstu greinar Lúðvíks Jósepssonar. Þar segir hann: „Sú stefna sem mörkuð var af vinstri stjórninni, til efnahagslegs sjálfstæðis og bættra lífskjara, framleiðslustefnan, hún var rétt. Árangur þeirrar stefnu er að koma í ljós- 1958 og 1959 hefur náðst jöfnuður í aðalatriðum, þrátt fyrir gífurlega mikla uppbyggingu. Nýju skipin sem nú bætast í flotann munu vissulega auka við aflann. Nýja landhelgin er þegar farin að skila sinni aukningu en mun géra það í stórauknum mæli á næstunni. Með nýtingu flatfisksaflans, sem eflaust hlýtur að hefjast á þessu nýja ári, ætti framleiðslan að aukast um 80—100 milljónir króna á ári“. „]\Týtt tímabil er að hefjast í síldveiðum okkar. ' Stærri og meiri skip og ný veiðitækni mun gerbreyta aflamagninu. Ekki þætti mér hátt metið þó áætlað væri að síldin gæfi okkur 100 milljónum króna meiri verðmæti 1960 en 1959. En framleiðslu- tæki verða að ganga af fullum krafti. Efna- hagsráðstafanir sem leiða af sér vinnustöðvanir hrinda öllu .um koll, og heimskuleg stjórn peninga- málanna getur truflað framleiðsluna. Spurningin í efnahagsmálum íslands í dag er þessi: Sigrar framleiðslustefnan eða verður kauplœkkunarstefn- an ofan á? Verður byggt á þeim grunni, sem lagð- ur hefur verið eða eiga skilningssljóir talnatöflu- menn að setja hér allt á höfuðið?“ ¥ úðvík Jósepsson hefur komið við kvikuna hjá ^ stjórnarflokkunum með því að sanna og sýna fram á að enginn fótur er fyrir tylliástæðum þeim, sem eiga að afsaka árásirnar á kjör fólksins. Enda hefur grein hans vakið mikla og almenna athygli, og mun verða hengiflugspostulunum þung í skauti. Djartsýni einkennir mál " þeirra sem í ræðu og riti hafa Jeitazt við að gera upp reikninga heimsmálanna við nýafstaðin áramót. Ekki er svo að skilja að menn geri sér í hugarlund að allt muni falla í Ijúfa löð í einni svipan í skiptum þjóðanna, en það er nær samdóma á’it að fram- undan péu bjartari tímar. Reynsla síðasta áratugs hef- ur sannfært flesta um að mannkyninu muni þrátt fyrir allt auðnast að leysa þau vandamál sem tuttugasta öld- in hefur fengið því í heT''l- ur, og nú er mönnum ljósara en nokkru sinni fyrr hví'íkar allsnægtir og nvimandi ævin- týri bíða okkar jafnskjótt og tekst að bíúna hugviti og orku frá undirbúningi undir gagn- kvæma gereyðingu að því að fullnægja líkamsþörfum mannsins og auðga anda hans. Þegar staldrað er við í upp- hafi árs 1960 og rifjað upp hvernig umhorfs var 1950 og fyrstu árin þar á eftir; hljóta menn að furða sig á hvílíkar stórbreytingar hafa orðið á þc/'sum eina ára- tug. Það er endanlega komið á daginn að þriggja alda yfir- drottnun hins hvíta manns yfir öðrum kynþáttum er Tvennt af því sem athyglisverðast gerðist á síðasta ári, geim- rannsóknirnar og bætt sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, kom saman í einum a*íburði þegar Krústjoff kom til Hvíta hússins og færði Eisenhower eftirmynd af merkinu sem sovézka geimflaugin flutti til tunglsins. Bak við Eisenhower vinstra megin stendur Herther utanríkisráðherra. Bjartsýni ríkir við upphaf n vs áratugs lokið. Styrjaldirnar í Kóreu og Indó Kína sýndu að á- samt bandamönnum sínum hafði hið nýja Kína rétt ný- fætt í fullu tré við gömlu ný- lenduveidin í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Minnstu munaði að heimsbál kviknaði af báðum þessum styrjöldum, en því varð afstýrt, ekki rúzt vegna þess að til voru hlut- laus ríki sem neituðu að láta draga sig í dilka en neyttu færis að bera sáttarorð á milli. Nýlendur og hálfný- lendur Asíu hafa hver af ann- arri öðlazt sjálfstæði, og nú er sama sagan sem óðast að gerast í Afríku. Því lengur sem styrjöldin í Alsír stend- ur, því ljcsara verður að hún er fjörbrot nýlendustefnunn- ar. ITbnir manna í ársbyrjun " 1960 um breytingar til hins betra í alþjóðamálum eru einkum bundnar við auk- in samskipti reginstórveld- anna tveggja. Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, á jafnrétt- ý-grundvelli. Heimsókn Krú- stjoffs til Bardaríkjanna var einn af stórviðburðum ársins 1959. Af viðræðum hans og Eisenhowers spratt ákvörð- unin um fund æðstu manna fjórveldanna í París um miðj- an maí, og mánuði síðar held- ur Eisenhower tii Sovétríkj- anna ásamt fjölskyldu sinni. Sá hefði ekki þótt ispámann- lega vaxinn sem spáð hefði þessum gagnkvæmu vináttu- heimsóknum fyrir fáum ár- um. Þegar heimsfriðarhreyf- ingin lagði til árið 1952 að æðstu menn stórveldanna kæmu (aaman til að reyna að binda endi á Kóreustríðið, tóku stjórnir Vesturveldanna því víðs fjarri. Tillagan var þá endurnýjuð hvað eftir annað, og loks varð af fundi í Genf sumarið 1956. Árang- urinn varð hverfandi lítill því að enn ríkti í Bandaríkjunum valdstefna Dullesar, sú skoð- un að hernaðarstaðan í heim- inum væri Vesturveldunum svo hagstæð að þau þyrftu í engu að hliðra til í samning- um við Sovétríkin. Valdstefn- an var á síðasta ári lögð í sömu gröf og he'zti frum- kvöðull hennar, og við það hafa vaknað von’r um árang- ursríkar samningaviðræður stórveldanna. 'C’nginn sem til þekkir bý£it við að nein kraftaverk verði unnin á fundi æðstu manna í vor. Menn gera sér vonir um að viðræð- urnar þar verði upphaf langra fundahalda sem smátt og smátt þoki málum til lausnar. Fjórmenningarnir Eisenhower, de Gaulle, Krú- stjoff og Macmillan gera sjálfir ráð fyrir þessu, þeir hafa nú þegar komið sér saman um að fundurinn £ París skuli vera upphaf fundahalda sem eigi sér stað til skiptis í höfuðborg- um hlutaðeigandi ríkja. Eng- inn vafi er á að Berlínarmál- ið ber hæst á fyrsta fundin- um, en afvopnunamaálin. verða þar einnig á dagskrá. Samkomulag um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn virðist ekki langt undan, og- öll stórveldin hafa lýst yfir að þau vilji tryggja að víg- búnaðarkapphlaupið þenjist: ekki út í geiminn, en eftir er að breyta þe’m viljayfir- lýsingum í raunhæfar ráð- stafanir. Oókn mannsins út í geiminn ^ miðaði ört áleiðis isíðasta ár. Eldflaug var skotið til tunglsins og önnur sendi til jarðar mynd af þeirri hlið fylgihnattar hennar sem ekk- ert mannlegt auga hefur litið. Ge'mrannsóknirnar hafa ekki síður haft pólitiska þýðingu en vísindalega, því betur sem yfirburðir Sovétríkjanna í eldflaugasmíðum koma í ijós, þeim mun fúsari er Banda- ríkjastjóm að ganga til rnóts við tiilögur sovétstjómarinn- ar um að binda endi á kalda stríðið og búa svo um hnút- ana að viðureign hagkerfanna tveggja sé einekorðuð við friðsamlega 'samkeppni í vís- indum og - atvinnumáíunn Framhald á 10. síðu..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.