Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. janúar 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (9Í RITSTJÖRÍ:1' 14 kortur á athalnasvæol ©g 'hús> næli háir sterisemi Þróttar Oskar Pétursson endurkjörism formaðnr félagsins hófi félagsins. Á árinu var Grétar Norð- fjörð s'kipaður landsdómari í knattspyrnu, er það annar Þróttarfélagi sem skipaður hef- ur verið landsdómari, sá fyrsti var Magnús Pétursson. í þessu sambandi má geta þess að Þróttur áttj flesta starfandi knattspyrnudómara á sl. sarfs- ári, eða alls 13, og er Baldur Þórðarson með flesta leiki, eða alls 40, en Grétar Norðfjörð er næstur með 30 leiki. Á árinu var unnið að bygg- ingarmálum félagsins, en for- maður byggingarnefndar var Ögmundur Stephensen. Lokið var við teikningar af væntan- legu félagsheimili, og hafa þær hlotið samþykki íþróttafulltrúa ríkisins. Gísli Halldórsson arki- tekt gerði teikningarnar, en hann hefur verið félaginu mjög innan handar í þessu máli. Hinsvegar hefur svæði því sem félaginu hefur verið ætlað og teikningarnar við miðaðar, e'kki verið úthlutað enn þá. Segja, má að félagslífið í heild hafi verið allgott, hins- vegar háir athafnasvæðisleysi og húsnæðisskortur mjög. 1 lok ræðu sinnar þakkaði formaður öllum þeim, sem stutt hafa félagið, bæði félögum og utanfélagsmönnum. Gat síðan eins og kvað á engan hallað með þvi, en það var Haraldur Snorrason, sem alltaf hefði ver- ið búinn og boðinn til starfa. Að skýrslu formanns lokinni skýrði gjaldkerinn Haraldur Snorrason reikninga félagsins. Umræður urðu síðan allmikl- ar um skýrsluna og reikning- ana, og tóku þessir til máls: E.yjólfur Jónsson, Grétar Norð- fjörð, Sigurður Guðmundsson, Ögmundur Stephensen, Halldór Sigurðsson o. fl. Meðal tillagna sem sam- þykktar voru, var að gefið skyldi út á næsta starfsári fé- lagsblað. I stjórn voru kjörin: Óskar Pétursson formaður, Halldór Sigurðsson, Magnús V. Pétursson, Haraldur Snorrason, Guðjón Oddsson, Helga Emilsdóttir, Jón Pétursson. Til vara: Börge Jönsson og Ki’istvin Kristvinsson. Bjarni Bjarnason sem átt hefur sæti í stjórninni undan- farin ár baðst eindregið und- an því að vera í kjöri að þessu sinni. venna Nýft némskeið í Jiu gitsu \ó í dag, fimmtudaginn 7. þ. m., I bezta sjálfsvarnaraðferð, sem Aðalfundur Knattspyrnufé- lagsins Þróttar var haldinn 22. nóv. sl. Var fundurinn fjölsótt- ur. Fundarstjóri var Kristvin Kristvinsson. Form. félagsins Óskar Pétursson flutti ýtar- lega skýrslu um starfsemina á árinu. Á þessu ári varð Þrótt- ur 10 ára. I tilefni þess kom hingað í heimsókn í boði Þrótt- ar, danskt unglingalið. Þá fór fram afmælisleikur við Akurnes inga. Plraðkenpnismót í knatt- spyrnu og handknattleik -fór fram að Hálogalandi. Hinsveg- ar fórst fyrir heimsókn úrvals- liðs knattspyrnumanna frá Leipzig. 1 tilefni afmælisins var einnig efnt til veglegs hófs hinn 14. nóv. sl. í Fram- sóknarhúsinu og út kom mynd- arlegt afmælisrit. Á árinu tók Þróttur þátt í öllum knattspyrnumótum sum- arsins, að undanskildum nokkr- um unglingamótum í B-liði. Að- aðþjálfari félagsins var Hall- dór Halldórsson og keppti hann einnig með í meistaraflokki þess. Á árinu starfaði I fyrsta sinn unglingaráð innan félagsins, en samþykkt um það var gerð á aðalfundinum 1958. Formaður ráðsins var Halldór Sigurðsson, en það er skipað fimm mönn- um, starfaði ráðið ágætlega. Fór með 4. og 5. fl. í ýmis ferða lög og keppnisferðir m.a. til Keflav'íkur, að Úlfliótsvatni, upp að Jaðri og víðar, auk þess sem haldnir voru 25 skemmtí og fræðslufundir. Með III. og II. fl. voru einnig haldn- ir allmargir fundir og farið í keppnisferðalög, m.a. til Vest- mannaeyja, a.uk þess var keupt við II. fl. frá Akranesi hér í Reykjavik. Á árinu var einn af leik- mönnum Þróttar, Þórður Ás- geirsson, valinn í B-landsliðið í knattspyrnu. Eins og undanfarið var hand- knattleikurinn \ miklum met- um innan félagsins. Formaður handknattleiksdeildarinnar var Magnús Pétursson. Félagið tók þátt í öllum innanhússmótum á kepnnistímabilinu, bæði karla og kvenna. Þá gat formaður hinna miklu sundafreka Eyjólfs Jónssonar, en eins og áður hefur verið get- ið var Evjólfur sæmdur sér- stöku lieiðursmerki í afmælis- Hastingsmótið Alþjóðlega skákmótinu í Hast- ings lauk í fyrrad. Efstir og jafn- ir urðu Spánverjinn Pomar og Júgóslavinn Gligoric. Fengu þeir báðir 4 vinninga. Þriðji varð sovézki stórmeist- arinn Averbach með 3]/2 vinn- ing, og síðan austurþýzki skák- maðurinn Uhlmann með 3 vinn- inga. Fyrir stuttu síðan hefur Hand- knattleikssamband íslands val- ið hóp kvenna sem á að hefja reglubundnar æfingar undir Norðurlandameistaramótið í surnar. Eru þær samtals 21 sem að þessu sinni eru valdar, en á því getur orðið breyting þannig að ef á tímabilinu koma fram konur sem nú góðum árangri verða þær teknar í æfingarnar, og aðrar sem ekki hafa sýnt nægar framfarir þá látnar víkja. Endanlega verður sjálft lands- liðið ekki valið fyrr en nokkru fyrir mótið. Eins og áður hefur verið frá sagt fer það frarn í Vesterás í Svíþjóð, síðast í júní. Þjálfarar að þessu sinni verða Pétur Bjarnason sem kunnur er fyrir þjálfun á flokkum Víkings undanfarið, og er mikils af hon- um að vænta í þessu starfi. Hlutverk hans verður fyrst og fremst það tæknilega og skipu- lagslega. Benedikt Jakobsson annast aftur á móti þjálfunaræf- ingar og úthaldsæfingar, og verður lögð mikil áherzla á það, enda mun reyna á það þegar til mótsins kemur, en það fer fram heitasta tímann ef að vanda lætur. í nefndinni sem sér um undir- búninginn og niðurröðun eru þeir Valgeir Ársælsson, Axel Sigurðsson og Pétur Bjarnason. Ilandknattleiksstúlkurnar hafa sýnt það á undanförnum árum að þær hafa staðið sig mjög vel í Norðurlandamótunum og þeim vex stöðugt reynsla því tölu- verður hluti liðsins hefur haldið saman alllengi. Þær hafa líka sýnt það að þær taka æfingar sínar mjög alvarlega. Þessar stúlkur hafa verið valdar: Rut Guðmundsdóttir Ármanni Sigríður Lúthersdóttir, Árm. Sigríður Kjartansd. Ármanni Jóna Bárðardóttir, Ármanni Kristín Jóhannsd. Ármanni Ólína Jónsdóttir Fram Ingibjörg Hauksdóttir Fram Erla Isaksen KR Gerða Jónsdóttir KR Guðlaug Kristinsdóttir KR María Guðmundsdóttir KR Perla Guðmundsdóttir KR Inga Magnúsdóttir KR Sigríður Sigurðardóttir Val Krist.ín Nielsdóttir Val Bergljót Hermannsdóttir Val Katrín Hermannsdóttir Val Rannveig Laxdal Víking Rannveig' Pétursdóttir Víking Brynhildur Pálsdóttir Víking Katrín Gústafsdóttir Þrótti. hefst nýtt námskeið í Jiu jitsu, á vegum \ Glímufélag'sins Ár- mann. Verða æfingar einu sinni í viku í leikfimisal Miðbæjar- barnaskólans, á fimmtudögum kl. 9.30' e. h. Á námskeiði þessu verða kennd ýmis auðlærð en all- áhrifamikil sjálfsvarnarbrögð. Það getur hent hvern sem er að verða fyrir árás ofbeldismanns, eins' og mörg dæmi sanna, og er enginn vafi á þvi, að Jiu jitsu er upp hefur verið fundin. Einkan- lega er það gott fyrir þá, sem ekki geta treyst likamlegum yf- irburðum, að hafa nokkra þekk- ingu á Jiu jitsu. Á þegsu námskeiði verður kennt bragðakerfi, sem er sam- sett af reyndasta Jiu-jitsu-kenn- ara á Norðurlöndum, Ole Kring- elbach, Kaupmannahöfn. Kennari verður Sigurður H. Jóhannsson. Símanímerið er 33 - 222 Af marggefnu tilefni vil ég geta þess að símanúmer mitt er 33 ~ 222 HERMAHN RAGNARS, danskennari Hinn 31. desember, 1959, hætti ég rekstri Hótel Borgar, sem ég hefi nú rekið um 30 ára skeið, en við starfrækslu hótelsins hefur nú tekið hlutafélag- ið Hótel Borg. Um leið og ég þakka hinum mörgtt starfsmönnum mínum fyrr og síðar gott og ánægju- legt samstarf, vil ég einnig þakka viðskiptamönnum mínum ánægjuleg samskipti á undanförnum árum og óska þess, að þeir ’hinir nýju aðilar, sem við rekstri hótelsins hafa’ nú tekið, fái að njóta hinnar sömu vinsemdar og viðskipta, sem ég hefi notið. Reykjavík, 2. jan. 1960. Jóhannes Jóscfsson, * 7 Samkvæmt framanrituðu hefur hlutafélagið Hótel Borg tekið við öllum rekstri hótelsins frá og með 1. jan. 1960. Framkvæmdastjóri hótelsins hefur veriT ráðinn Hr. Pétur Daníelsson hótelstjóri. Það er ósk og von félagsstjórnarinnar og hins nýja fram- kvæmdastjóra félagsins, að liótelið megi njóta þeirra vinsælda, sem það hefur notið frá fyrstu tíð undir traustri stjórn hinna dugmiklu stofnenda þess. Hótel Borg h.f. óskar öllum viðskiptavinum simmr góðs! og gleðilegs árs og býður þá alla hjartanlega velkomna til viðskiptanna á nýja árinu. Búið á Borg. — Borðið á Boi’g. Reykjavík, 2. jan. 1960. Hótel Borg h.f. Aroii Giiðbrandsson, 1: Jón J. Fannberg, Ragnar Guðlaugsson, ! Pétur Daníelsson. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.