Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Blaðsíða 10
10) —- ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. janúar 1960 Fasistar svívirða minnismerki | Framh. af 12. síðu Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. • Hjálpsamur lögreglu- þjónn Oft heyrist um það tal- að, að götulögregluþjónarnir okkar séu margir hverjir lítt starfi sínu vaxnir, séu t.d. fremur óliðlegir um fyrir- greiðslu við menn í umferð- inni o.s.frv. Vafalaust eru sl'íkir lögregluþjónar til, en sem betur fer eru margir þeirra líka mjög hjálpsamir við vegfarendur, enda er það náttúrlega skylda þeirra. Sem dæmi s'kal ég nefna það, að á nýársnótt var ég staddur á fjölförnum gatnamótum á- samt öðrum manni og ætluð- um við að reyna að ná í leigu- bíl. Þetta var rétt eftir mið- nættið, einmitt þegar umferð- in var hvað mest. Um götuna var tvöföld umferð bifreiða og stóð lögregluþjónn á miðri götu og stjórnað; umferðinni. Um leið og við fórum yfir götuna spurðum við lögreglu- þjóninn, hvort ekki mundi vera hægt að ná þarna í laus- an bíl. Sagði hann að það væri áreiðanlega hægt. Við biðum síðan öðrum megin göt- unnar góða stund og ekki kom meinn laus bíll þeim megin í umferðinni. Allt ’í einu stöðvar lögregluþjónninn umferðina og bendir okkur að koma til sín. Hafði hann þá stöðvað lausan bíl hinum megin á göt- unnj og skildi ekki við okkur fyrr en við vorum komnir inn í hann, þá gaf hann aft- ur merki um að umferðin mætti halda áfram. Af þessu varð ekkj nema andartaks töf á umferðinni, en við okkur var þetta mikill greiði. Svona eiga lögreglumenn að vera. Erlsnd tíðÍEii; Framhald af 6. síðu Hvar sem bollalagt er um at- burði nýbyrjaðs árs er það efst á b’aði, hvort líkur séu á að fyrsti maðurinn eða mennirnir hafi ferðazt út í geiminn áður en 1960 er á enda. />hugnanlegir atburðir sem ” eiga upptök sín í Vestur- Þýzkalandi hafa varpað skugga á sjálf áramótin. Á jólanótt voru fram’n helgi- spjöll á samkunduhúsi gyð- inga í Köln, og síðan hafa óhæfuverk af sama tagi breiðst eins og faraldur út um vesturhluta Evrópu. I skjó’i náttmyrkurs eru haka- krossar, nazistisk vígorð og hryllilegar bölbæn’r máluð á guðshús og íbúðarhús þeirra gyðinga sem sluppu við gas- klefana og fjöldagrafirnar sem Hitlers-Þýzkaland bjó mi'ljcnum af kynstofni þeirra. Geigvænlegast við þetta er að ungir V.-Þjóðverjar vinna flest ódæðin. Þar í landi hef- ur vaxið upp kynslóð sem er sýkt af nýnazisma og kyn- þáttahatri. Þjóð'r Evrópu vita hvað til þeirra friðar heyrir. M. T. Ö. 13 manns dóu vegna hita 13 manns hafa látið lífið af völdum gífurlegra hita, sem nú geisa í Suður-Ástralíu. Óvenju- lega mikil hitabyigja hefur gengið yfir á þessum slóðum síðan um jól. Hefur hitinn kom- ist upp í 49 gráður á celsíus. Fagnaðarlæti í Irak í gær í gær voru mikil hátíðahöld í Bagdad og annarstaðar í írak. Voru landsbúar að fagna afnámi banns við starfsemi stjórnmálaffokka. Þetta bann hefur g:lt síðan árið 1954. I öðru lagi var verið að fagna afmælisdegi þjóðhers landsins, sem haldinn er hátiðlegur ár hvert. Fiskiðjuverið Framh. af 1. síðu fiskframleiðslunni allri. Sé reiknað með hliðstæðum ágóða í öðrum frystihúsum — og stjórn- arliðið þreytist ekki á því að haltla því fram að rekstur einka- aðila sé mun betri en opinberra — bendir þetta til þess að heild- argróðinn af rekstri frystihús- anna hafi það ár numið um eða yfir 200 millj. króna. Þetta eru atriði sem Einar ríki og aðr- ir slíkir vilja umfram allt fela, og nú á að fela þau vendilega með innlimun Fiskiðjuversins í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þvzkalandi taki málið föstum tökum. Stjórnin neydd til aðgerða Vesturþýzka stjórnin hefur undanfarið sætt geysiharðri og vaxandi gagnrýni fyrir aðgerð- arleysi varðandi hatursherferð nazista og gyðingahatara. í gær kom stjórnin loks saman til að ræða málið. Var þar samþykkt að hraða afgreiðslu lagafrum- varps um viðurlög við því að aesa fólk til andúðar gegn kyn- þáttum eða trúarflokkum. Sam- kvæmt frumvarpinu á slíkt at- hæfi að varða minnst þriggja mánaða fangelsi og sektum að auki. Hér er þó ekki um að ræða frumvarp sem fram sé komið fyrir frumkvæði stjórnarinnar. Frumvarp þetta var lagt fyrir Sambandsþingið í Bonn fyrir nær einu ári, eftir að grafreitir gyðinga höfðu verið vanhelgaðir á nokkrum stöðum í Vestur- Þýzkalandi í ársbyrjun í fyrra. Kristilegi demókrataflokkurinn sá þá fyrir því að málið var svæft og fékkst það ekki af- greitt á þinginu. Miðstjórn Sósíaldemókratáa- •flokksins í V.-Þýzkalandi sam«- þykkti í gær yfirlýsingu þarr sem segir að ekki nægi lög- regluaðgerðir einar til að refsái ofsækjendum gyðinga og nazist- um í landinu. Það sé staðreyndj. að í þýzkum skólum sé ekki: minnst á fjöldamorð Þjóðverja: á gyðingum. Alþjóða-kirkjuráðið. sem he'f-- ur 170 mótmælenda- og grísk- kaþólskar kirkjur í 50 löndumi innan sinna vébanda, hefur, krafizt tafarlausra aðgerða gegtíi gyðingahöturunum. Fálkaorðuiiddaiar Framhald af 3. síðu. i'iddarakross, fyrir störf í þáglí íþróttamála. Kristján Krisfc- jánsson, borgarfógeta, Reykja- vík, riddarakross, fyrir emb- ættisstörf. Kristján Jólianm Kristjánsson, forstj., Reykja- vík, fyrrv. formann Félags ís- lenzkra iðnrekenda, riddara- kross, fyrir störf í þágu ís- lenzks iðnreksturs. Þorstein Jónsson, kaupfélagsstj., Reyð- arfirði, riddarakross, fyrir fé- lagsmálastörf. Ný sending peysur ull og mohair Hattabúð Reykjavíkur Laugaveg 10. ......................................................................... ...............mmmmii.......mimmmmimi PDRÆTTI 1960 Vinningum fjölgar stórlega Heildarf járhæð vinninga nær tvöfölduð Áður 5000 vinningar Nú 12000 vinningar Áður kr. 7.800.000,00 í vinninga Nú kr. 14.040.000,00 Tala útgefinna miða sú sama og áður. Síðustu forvöð að kaupa miða Dregið á mánudag Umboðsmenn í Reykjavík og Hafnarfirði: Austurstræti 9, sími 22150. ’ Grettisgata 26, Halldóra Ólafsdóttir, sími 13665. Verzl. Roði, Laugavegi 74, sími 15455. Benzínsalan Hlemmtorgi, símj 19632. Vallargerði 34, Kópavogi, Ól. Jóhannsson. Strandg. 3, Hafnarfirði, Böðvar Sigurðsson, sími 50515. Endurnýjunarverð miðans kr. 30,00. Ársmiði kr. 380,00. mimiiiiimmiimmimiimmiiiimiimimmmimimmiimiimiiiiiiiiiiiiiiimmmmimiiimmmmiiiiiiiiiiimmiiiMiiiiiiiiiimi'iiiimiiimmmmiiiiiiiiiimimimmmmmmmmmmiiimiim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.