Þjóðviljinn - 26.02.1960, Síða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1960, Síða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. febrúar 1960 • m« *•••*«•« *• r+> ittnrnninro/n íllu • H » r»«r H JÓÐVILIINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 35 & mán. — Lausasöluv. Prentsmiðja Þjóðviljans. Ritstjórn, »UH 19. - Sími ítii; söluv. kr. 2. Bundnir togarar rxz Stjórnarblöðin eru fáorð um fvrstu áhrif „við reisnarinnar“ á atvinnulífið, þá ömurlegu staðreynd að átta togarar eru nú bundnir og hafa sumir verið stöðvaðir mánuðum saman. Þó reyndi Morgunblaðið að halda því fram fyr- ir nokkrum dögum að stöðvun togaranna vseri afleiðing af uppbótakerfinu; þannig hefði það skilið við atvinnulífið! Þessi málflutningur Morgunblaðsins er tilhæfulaus með öllu. í tíð vinstri stjórnarinnar voru allir togarar hagnýtt- ir til hins ýtrasta og ekki nökkur fleyta bund- in; hefur fiskiskipafloti íslendinga aldrei verið starfræktur eins vel og á því tímabili. Hins vegar tók vinstri stjórnin við bundnum togurum frá valdaskeiði Ólafs Thórs, og hann 'var ekki fyrr setztur í ráðherrastól á s.l. ári en fvrsti togarinn stöðvaðist á nýjan leik. di Ástæðan til þess að togararnir hafa stöðvazt einn af öðrum er hraksmánarlega léleg kjör togarasjómanna. Núna í vetur hafa þeir haft að jafnaði 5.000 kr. í kaup á mánuði fyrir 12 tíma vinnu alla daga, og er það lægsta kaup sem greitt er hér á landi. Kaup togarasjómanna var lækkað til muna með kaupránslögun- um á s.l. ári, og sú kauplækkun hefur ásamt lélegum aflabrögðum leitt til þess að afkoma togarasjómanna hefur orðið svo slæm að þeir hafa leitað til annarra starfa í se ríkara mæli. mt utt H3Í =3. fd iíii jjtíi 4 gs! B: 3u: rtd au iði I 31: í i P m É qa ■jr •*»—■ T=: yið þetta bætist svo að ríkisstjórnin hefur sjálf ’ lokað þeirri þrautalendingu að ráða Færey- inga á togarana með gengislækkun sinni. Fær- evskir sjómenn voru fúsir til að ráða sig upp á sömu kjör og íslenzkir sjómenn höfðu, en vildu auðvitað hafa tryggingu fyrir því að kjör þeirra héldust óskert út samningstímabilið. Að þessu vildi ríkisstjórnin ekki ganga; hún vildi fá að skerða kjörin til mikilla muna, þannig að það er sjálf „viðreisnin“ sem veldur því að verulegur hluti togaraflotans er nú bundinn, mikilvirk- ustu framleiðslutæki íslendinga eru ekki starf- rækt nema að nokkru leyti. Tjónið af þeirri ráðsmennsku nemur þegar tugum milljóna króna, og er slík stjórn á atvinnumálunum sér- stæð viðreisn á sama tíma og mest er rætt og ritað um gjaldeyrisskort. A uk þess sem fimmti hver togari er nú stöðvað- ■^ur, eru þeir sem enn er haldið úti vanskipað- ir mönnum. Vantar 4—6 menn á flesta, og þess eru dæmi að vantað hafi 8 menn í veiðiferð. Er augljóst að slíkt ástand getur ekki haldizt lengi, og að fljótlega hlýtur að líða að því að megin- þorri togaranna stöðvist með öllu ef ekki verður að ger4. Þær einu ráðstafanir sem duga er að bæta afkomu togarasjómanna mjög verulega. Kunnugir menn fullyrða að ekki veiti af að hækka heildarkaup togaramanna um 25%, ef fá eigi menn á skipin, og þá staðreynd ber mönn- um að viðurkenna áður en meira tjón hlýzt af hinni skammsýnu afstöðu í launakjörum sjó- manna. Útgerðarmenn flestir munu fallast á þessa staðreynd í umræðum um málið, en sú viðurkenning þarf einnig að koma fram í verki án tafar. — m. fS „Við 'unum því ekki að þau lífskjör sem verka- menn hafa skapað sér með langri og fórnfúsri baráttu verði brotin niður. Við hljótum að snúast til varn- ar gegn slíkum aðförum og hefja sókn fyrir bættum kjörum og betri stjórnar- háttum“. Hanues M. SXephcnsen í ræðustól. Úr skýrslu formanns Dagsbrúnar, Hannesar M, Stephensen Þannig mælti Hannes M. Stephensen íormaður Dags- brúnar í skýrslu sinni á aðai- fundi Dagsbrúnar sl. mánu- dagskvöld. Formaður skýrði frá þvi að á sl. ári hefðu 136 nýir fé- lagsmenn gengið í Dagsbrún, en 32 félagsmenn látizt. Heiðr- uðu fundarmenn minningu látnu félaganna með þvi að rísa úr sætum. Fjárhagur Dagsþrúnar er góður og varð sjóðsaukning á árinu samtals 27á þús. 834,75 krónur. Skýrsla formannsins var ýt- arleg og löng og verður hér ekki sagt frá gangi ýmissa fé- lagsmála er starfsmenn og stjórn félagsins unnu að á ár- inu, en störfin aukast og verða margþættari með ári hverju. Á sl. ári var unnið mikið að því að koma upp bókasafni Dagsbrúnar. safni Héðins Valdimarssonar er Guðrún Pálsdóttir ekkja Héðins gaf Dagsbrún. Skrásetning safns- ins og uppsetning er mikið verk. Komið hefur til orða að tengja saman Dagsbrúnarsafn- ið og minjasafn verkalýðs- hreyfingarinnar. í síðari hluta skýrslu sinn- ar mælti formaðurinn á þessa leið: Þótt engin stórátök hafi orð- ið í kjara» og samningamálum á árinu hafa þau eins og æv- inlega verið helzta viðíangs- efni félagsins. í ársskýrslunni í fyrra var rætt um þær að- gerðir í efnahagsmálum sem rikisstjórn og Alþingi höfðu þá nýiega .lögleitt. í þessum ,að- gerðum fólst meðal annars að felld voru niður bó.talaust - 1 f> vísitölustig í kaupi og þar með tekin aftur .6% af þeirri kaup- hækkun sem Dagsbrúnarmenn sömdu um í. lok septemberm.án- aðar 1958. Niðurgreiðslur v.oru auknar til mikilla rruma til að lækka vísitöluna svo að .út- borgað kaup Dagsbrúnarmanna lækkaði írá .1. febr. um 13,4%. Ekki vannst- tími til að ræða þessi mál á aðalfundinum í fyrra, en á íramhaldsaðalfund- inum 16. marz voru- þau rædd ýtarlega og eftirfarandi sam- þykkt gerð, er mótaði- afstöðu félagsins: „Framhaldsaðalfundur Verka- mannafélagsins- - Ðagsbrúnar, haldinn 16. marz 1959, ítrekar fyrri mótmæli félagsins gegn IIIIIIIIIIM11II111!II1111II11111111II1111IIIIIIIIIII11111II11111111II113i 111nil 1G M(IfI!IIIIIIIII111 .'llllllilllllllllIMIIIIIIlllilllMIIIIIMIIIIlll .GLÆPUR GAGNVART MANNKYNINU A£ VEIÐA ÍSLANDSSÍLD TIL BRÆÐSLU' Islendingar hafa öll skil- yrði til að koma upp sam- keppnisfærum niðursuðúiðn- aði, ef rétt er á haldið, segir Sigurður. „Ýmis fiskur og fiskafurðir éru sérstaklega hentugar til niðursuðu og nið- urlagningár, og margar slíkar vörur eru mjög verðmætar. Síðan ræðir Sigurður um síldina: „Langsamlega bezti fiskurinn, sem við höfum hér til niðursuðu og niðurlagn- ingar, er síldin, bæði smá og stór, ný eða sö’.tuð. Slík upp- spretta fyrsta flokks mat- væla, sem síldin er hér við ísland, á hvergi sinn Hka. Eggjahvítuefnin eru nauðsyn- legustu næringarefni manns-, ins og ásamt feitinni þau dýr- mætustu, en af fiski fást báð- ar þessar fæðutegundir í rík- um mæli. Meðal annars fisk- metis ber síldin af um nær- ingargildi, og bragðgæði ef hún er vel verkuð og mat- reidd af kunnáttu.. Og síld veidd á Islandsmiðum ber af annarri síld, enda heimsfræg. Má segja þao nálgist að vera glæpur gagiivart inannkyninu að veiða íslandssíld í bræðslu. (Leturbr. höfundar). Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er það lika rangt að nota þennan ágæta fisk til fóðurs alidýra, því að afurðir þeirra dýra standa sildinni ekki framar sem mannafæða." Þótt sildin beri af öðrum ís’enzkum nytjafiskum til hið- ursuðu, er margt annað sem til greina kemur. Sigurður nefnir sérstaldega í grein sinni þorsk, ýsu, ufsa, siiung, rækju, humar, krækling og hrogn þorsks og grásleppu. Þarna skortir sem sé ekki möguleika. Greinarhöfundur te’.ur þó varhugavert að brydda upp á nýjungum í niðursuðuvörum, þar sé ráð- legra að fara troðnar slóð- ir, að minnstá kosti í upphafi. „Það er t.d. hlægi’egt að leggja hér fé 'í niðursuðu á kúffiski, kræklingi eða smokkfiski, meðan síldin er öll flutt út í tunnum eða sett í bræðslu“, segir hann. í grein Sigurðar er rakin nokkuð saga íslenzku niður- suðunnar, og segir hann að Pétur Björnsson hafi riðið á vaðið á Isafirði árið 1912. Síðan hafa ýmsar niðursuðu- verksmiðjur starfað hér, en með misjöfnum árangri. Sum- ar hafa farið á höfuðið én aðrar náð sómasamlegum árangri í framleiðslu- fyrir innlendan og erlendan mark- að. Fernt telur • Sigurður Pét- „Slík uppspretta fyrsta flokks matvæla sem síldin héi við ísland á hvergi sinn líka," segir Sigurður Pétursson gerlafræðingur í grein í1 Tímariti Verkfræðingafélags íslands, 4 hefti árgangsins 1959: Greinin heitir Niðursuðuiðnaður á íslandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.