Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 4
fcy _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. rnarz 1960
:¦ '
m
Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna
5.
-.•¦'-•
HÁTlÐAFUNDUR
í tilefni 10 ára afmælis M.Í.R. í Gamla Bíói,
sunnudaginn 27. marz klukkan 14.00.
Ávörp flytja:
Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra
A. Alexandrov, sendiherra Sovétríkjanna
Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, varaforseti
M.I.R.
I
MIR
Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands
Islands
Dr. Páll fsólfsson, tónskáld
Guðlaugiir Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur
Einleikur á p'íanó: Rögnvaldur Sigurjónsson
Einsöngur: Nadezhda Kazantseva.
Aðgöngumiðar í M.I.R.-salnum, Þingholtsstræíi
27, til kl. 19.00 laugardaginn 26. marz.
HLJÓMLEIKAR
í Þjóðleikhúsinu mánudaginn. 28. marz
Mukkan 20.30.
Einleikur á píanó: Mikhail Voskresenskí
Einsöngur: Nadezhda Kazantseva
Undirleikari Taisija Merkulova.
Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl.
13.00 á laugardag, sunnudag og mánu-
dag.
ís kalda stríðsins er að bráðna
Krústjoíí ákaít
Tímabil kalda stríðHJiis er að
renna út, og því ber að fagna
en ekki harma það. Hlutverk
fundar æðstu manna er að finna
friðsamlega iausn á deilumál-
unum, sagði Krúsfcjoff á blaða-
mannafundi í París í gær.
Krústjoff sagði að öllum
ihætti Ijóst vera, að hann væri
ekki kominn til Frakklands til
að sundra einingu vesturveld-
anna fyrir fund æðstu manna.
Hann væri kominn til að leggja
fram skerf í þágu heimsfrið-
arins og til að stuðla að bættri
sambúð Frakklands og Sovét-
ríkjanna. Engin ríkisstjórn á
að blanda sér í innanríkismál
annarra ríkja.
Ræddi við de Gaulle.
íagnað í.París í gær
Mikill' mannfjöldi. h'yllti Krúst-
joff í gær er hann heimsótti
hús það, sem Lenin bjó í í þrjú
ár 1909—1912, þegar hann var
í útlegðinni. íbúð hans hefur
nú verið breytt í safn.
Þeir Krústjoff og de Gaulle
heimsóttu Óperuna í París í
gærkvöldi, þar sem óperan
Carmen var sýnd. Tugir þús-
undir manna fögnuðu þeim við
óperuna og hrópuðu: „Krúst-
joff — friður".
Snemma í dag kemur Krúst-
joff til Bordeaux og verður
næstu 5 daga á ferðalagi um
landið.
Stiérnarliðið__'
I gær ræddust þeir Krústjoff
og de Gaulle aftur við. Á
þeim fundi var einnig Debré
forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherrarnir Gromyko og de
Murville_ Rætt var um afvopn-
unarmál, einkum kjarnavopna-
afvopnun. Einnig ræddu þeir
um menningarsamskipti ríkj-
anna og um efnahagsmál. Næsti
fundur Krústjoffs og de Gaulle
verður 1. apríl, þegar Krúst-
joff kemur aftur úr ferðalagi
sínu um Frakkland.
Framhald af 1. síðu
viðstaddir þingmenn Alþýðu-
þandalagsins og Framsóknar-
flokksins nema Björn Pálsson
sem sat hjá. Með tillögunni um
þarnalífeyrinn féllu atkvæði eins
nema ,að þá sátu T,hjá fjórir
Framsóknarþingmenn: Eysteinn
Jónsson, Jón Skaptason, Skúli
Guðmundsson og Björn Pálsson.
Frumvarpið var samþykkt með
samhljóða atkvæðum og fer nú
til efri deildar. Verður málið á
dagskrá á fundi deildarinnar í
dag.
Tilboð óskast
í tvær Ford vörubifreiðar, Sullivan loftpressu (vélar-
laus) og 7 rn'1 af kvarzsalla, sem verður til sýnis í Á-
haldahúsi Reykjavíkurbæjar, Skúlatúni 1, dagana 28.
og 29. marz n.k.
Tilboðum sé skilað fyrir kl. 4, þriðjudaginn 29. marz
n.k. á skrifstofu vora, Traðarkotssundi 6, og verða
þau þá opnuð að bjóðendum viðstöddum.
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar.
Tilkynning
til hrognasalfenda
Saltendur sykurhrogna eru eindregið varaðir við
frekari söltun sykurhrogna nema örugg sala sé
fyrir hendi/Útflutningsleyfi fyrir hrognum miðast
við I. flokks vöru.
Útílutningsneínd sjávarafurða
Friðrik fœr
horða keppni
Á þriðjudaginn hélt Friðrik
Ólafsson skákmeistari til Ar^en-
tínu, þar sem hann mun taka
þátt í tveim stórmótum á næstu
mánuðum. Fyrra mótið, sem
hefst 28. þ.m., er hið árlega Mar
del Plata-mót. Hafa nú þorizt
þær fregnir, að í því hafi verið
hoðin þátttaka tveim soyézkum
skákmönnum, Pachman, Uhl-
mann og Friðriki af erlendum
skákmönnum og Wexler, Panno,
Bielicki, Najdorf og sex öðrum
Argentínumönnum. Ekki er vitað
hvort allir þessir menn hafa
þegið hoðið eða hverjir sovézku
skákmennirnir verða.
Síðara mótið er haldið í til-
efni af 55 ára sjálfstæði Argen-
tinu og mun það fara íram í
Buenos Aires í maí—júní. Eft-
irtöldum skákmeisturum hefur
verið boðin þátttaka í því móti:
Framhald á 10. síðu.
tEtllIlllIIIIIIllIlIIIIIIIIflIIIIIIllllIIIIlIIIflllIlIIIIIIIIlllllIIIllIIIIIIIIllICflIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllIIIIIIIllIIIIIIIIIIIIllllIIIIIIIIIIIIIIIIHlIIIIIIIIlIIIIIIIIIIIIIfllIlllllllIIIIIlllllllIlllllllllIIIIIIllIlllIIllllHlliilllllllll
Auglýsið í Þjóðviljaiiiim
Næsta
Listmunauppboð
verður íöstudaginn 1. apríl. Alltaí er hægt Listmunauppboð
að taka við góðum hlutum: MÁLVERKUM Sigurðar Benediktssonar
---- SILFRI ---- ANTIK ---- Austurstræti 12, Sími 13715
Hvað er í
bígerð h9á
á Æskuiýðsfylkingunni?
BÆJARPÖSTURiN
.• Aístaða Bandaríkja-
manna óbreytt
¦ Nú er ráðstefnan í Genf
i tekin til starfa og að sjálf-
sögðu fylgist öll þjóðin með
því sem þar fer fram af mik-
* ílli athygli, enda munu úr-
¦ slitin á ráðstefnunni hafa af-
armikla þýðingu fyrir okkur
íslendinga. Fyrstu tillögurn-
ar, sem lagðar eru fyrir ráð-
stefnuna eru nú komnar fram
og eru tillögur Bandar'ikja-
manna meðal þeirra. Eins og
menn munu minnast voru
það tillögur IBandarikjamanna,
sem á síðustu ráðstefnu
reyndust mest tilræði við
mástað okkar Islendinga,
enda varð Mogganum svo
bilt við í það sinn, að hann
sagði, að með þeim væru
Bandaríkjamenn að bíta okk-
ur í bakið. Virtist hann alveg
'hafa gleymt því í andartaks
geðshræringu, að hann var
þar að lýsa aðförum „vina
og verndara".
Það er nú komið í ljós, sem
flesta grunaði, að hugarfar
Bandaríkjamanna í garð okk-
ar Islendinga hefur ekkert
breytzt til batnaðar frá síð-
ustu ráðstefnu. Þeir hafa
ekfcert lært og engu gleymt.
Enn bera þeir fram tillöguna
um 6 milna landhelgi (en
segja þó jafnframt, að þeir
telji þriggja mílna landhelgi
þá einu réttu) og sex mílna
viðbótarsvæði, þar sem
strandríki hafi einkarétt til
fiskveiða, með þeirri stóru
undantekningu þó, að erlend-
ar þjóðir, er hafi stundað
veiðar á þessu svæði á t'íma-
bilinu 1C53—1S58 megi halda
þar áfram sömu veiðum, Með
þessu eru þeir enn að reka
rýtinginn í bakið á okkur um
leið og þeir segja með bros
á vörum, að þeir hafi „skiln-
ing á sérstöðu íslendinga".
Þessi sérstæði skilningur
þeirra virðist sem sé lýsa sér
í þvi að reka erindi Breta
toæði leynt og ljóst á ráðstefn-
uhni og reyna að khýja okkur
tö þess að semja af okíkur
rétt okkar með nauðungar-
samningum við Breta.
• Megum ekki semja af
okkur rétt okkar
Okkur Islendingum ríður nú
á því meir <en nokkru sinni
fyrr, að halda fast á málstað
okkar og gera Bretum og
Bandaríkjamönnum það skilj-
anlegt, að við munum aldrei
láta neyða okkur til neinna
samninga um rétt okkar,
jafnvel eklki þótt okkar vest-
rænu „vinir og verndarar" eigi
í hlut. Athyglisvert er í þessu
sambandi, að nú er Morgun-
blaðið ekki jafn skeleggt í
lýsingu sinni á bandarísku til-
lögunni og s,íðast. Það talar
ekki um það eirtó ög þár, að
aneð henni sé verið að bíta
okkur Islendinga í bakið.
Þvert á móti tekur það upp'
í fyrirsagnir sdnar á fréttirn-
ar um tillögur Bandaríkja-
manna þeírra eigin orð. Frétt-
irnar eru tvær 'í blaðinu. Önn-
ur ilýsir tillögu Bandaríkja-
manna og hún ber fyrirsögn-
ina Málamiðlun. Hin segir frá
blaðamannafundi er fulltrúi
Bandaríkjanna hélt Ög fyrir-
sögn hennar er Hef skilning
á sérstöðu Islendinga. Herra-
þjóðin hefur talað og Morgun ¦
blaðið ihefur móttekið boð-
s'kapinn möglunarlaust Von-
andi bera fulltrúar okkar í
Genf og ríkisstjórnin gæfu til
þess að svara árás Banda-
ríkjamanna á einarðari hátt
og í meira samræmi við yi.lja
og hagsmuni íslenzku þjóðar-
innar en þarna ergért,'