Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 6
Ö) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1960 iKittn.t.ltix^irtr* iii^^íiiSra^m^lS^BiSsiSSi VILIINN r.d £3= rac iHi 5_íi £U_? tSfi ttrr. iílí Si iíi! VSfíí ur 'sa sr Úttsefandl: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — ' RttsUórar: MaKnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Blg- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýslngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Hitstjórn, afgreiðsia- auglýsíngar. prentsmiðja: Skólavöróustíg 19. — Bíml 17-500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 35 a mán. — Lausasöluv. kr. 2. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. Er okkur ekki nóg boðið? J-jað er nú komið fram, sem spáð hefur verið hér í blaðinu, <að verstu og hættulegustu andstæðingar okkar á landhelgisráðstefnunni í Genf eru Eandaríkin. Á ráðstefnunni 1958 sviku Bandaríkin íslendinga — bitu okkur í bakið, eíns og Morgunblaðið orðaði það — og fluttu tillögu sem var enn andstæðari hagsmunum okkar en nokkurntíma tillaga Breta. Og nú hafa Bandaríkin tekið forustu fyrir andstæðingum okkar, gengið fram fyrir skjöldu, og Bretar láta sér nægja að lýsa yfir því að í landhelgismálinu lúti.þeir forustu Bandaríkjanna í einu og öllu! Bandaríkin f lytja enn sömu tillögu og síðast, með smávægilegum skýringargreinum, en auk þess haí'a fulltrúar þeirra' bitið höfuðið af skömminni með því að bjóða íslendingum mút- ur frammi fyrir öllum heimi og lýsa yfir því að það komi til mála að hygla íslendingum eitt- hvað sérstaklega ef við viljum taka þátt í því að svíkja önnur 12 mílna ríki og kreppa kosti þeirra. Þetta er ósæmilegasta móðgun sem okk- ur hefur nokkru sinni verið sýnd, og í saman- burði við hana er vopnað ofbeldi Breta hrein- skiptið og heiðarlegt. Ijegar tillaga Bandaríkjanna kom fyrst fram 1958 litu allir íslendingar hana svo alvarlegum augum', að ríkisstjórnin ákvað að grípa til þeirra óvenjulegu ráðstafana að bera fram opinber mót- mæli við Bandaríkjastiórn. í viðtali við fulltrúa Bandaríkjastjórnar hér á landi lýsti Guðmund- ur í. Guðmundsson yfir því samkvæmt eigin frásögn „ að tillagan gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir utanríkispólitík Islands. Benti hann á að öll dagblöð á íslandi og alþjóð liti á tillögu Bandaríkjanna sem hnífsstungu í bak ís- lendinga". í þessum mótmælum ráðherrans fólst þannig mjög alvarleg hótun um það að íslend- ingar hlytu að endurskoða samninga sína við Bandaríkin ef þau héldu áfram að sýna íslend- ingum fullan fjandskap í einu brýnasta lífshags- munamáli þjóðarinnar. Þetta var auðvitað rök- rétt ályktun fyrir alla þá sem hugsuðu eins og íslendingar, — en hjá utanríkisráðherranum urðu þetta orðin tóm. Bandaríkin breyttu í engu afstöðu sinni; þau létu sig ekki muna um að svíkja öll ákvæði hernámssamningsins þegar Bretar hófu árás sína, svo sem til þess að sanna í verki hvers virði „verndinu væri; en „utan- ríkispólitík Islands" hélt áfram að vera svo fyrir- sjáanleg að eftir allan fjandskap og ögranir Bandaríkjanna var þeim heimilað að bæta við nýrri herstöð á Snæfellsnesi. enda hafa banda- rísk stjórnarvöld nú sannað hvert mark þau taka á íslendingum og hvers þau meta okkur með því að endurtaka fjandskap sinn og lýsa okkur jafnframt á alþjóðaþingi sem aumingjum . og væntanlegum mútuþegum. l^n er þá ekki mælirinn skekinn og fullur, er íslendingum ekki nóg boðið? Er ekki kominn tími til að við hættum að afhenda land okkar, fórna æru okkar, öryggi og sjálfsforræði, í þágu stórveldis sem æ oían í æ sýnir okkur opinber- an fjandskap í máli sem er svo alvarlegt að það varðar alla framtíð þjóðarinnar? Er ekki ráð að bandarískir váldamenn fái að finna það í verki, þrátt fyrir kynni sín af sumum hérlendum póli- tíkusum, að íslendingar eru ekki þeir rakkar að þeir láti í senn berja sig og friða sig með mút- um. — m. tai ua ;or Árni Guðmundsson bifreið- arstjóri, Hringbraut 78 er sextugur í dag, fæddur að. Kambi' í Holtum í •• Raugár- vallasýslu 26. marz ar'.d 19Q0 og því 20. áldar maður í' hiöð og hár. Um tvítugs aldur fluttist Árni hingað suður með foreldrum sinum. Fyrst vann hann hér á eyrinni, m.a. við byggingu hafnargarðsins inn að Klöpp og frá Ingó^fs- garði að Löngulínu, milli þess að hann var suður í Öskju- hlið að sprengja grjct í höfn- ina, eínhversstaðar í grennd við þann stað sém í dag er kenndur við Boulevard B'ngó. Það veit ég að Árna er meinilla við að ég sé að minn- ast á þetta afmæli hans; svo meinilla að ég efast um hann fyrirgefi mér það, en enginn gerir svo öllum )íki, og það hefur aldrei hvarflað að mér að reyna slíkt. ðnnur sveit. — Það er ekkert um mig að segja, svarar Árni, þegar mér hefúr loks tekizt að ná tali af honum — og hann grunar mig þegar um græzku. — Nei, en segðu mér, þú tuttugustu aldar maður hvernig voru vinnubrögðin í sveitinni áður en þú . flutt'r að austan? — Þau voru nú csköp svip- uð og þau höfðu áður verið, það var heyjað með orfi og hrífu í þýfi — bæði utan túns — En vegirnir og farar- tækin? — Þá -voVu aðeins hestar ',og vagnar, og vegirnir mjög slæmir eða engir, syarar Árni. Og nú 'flytur hann bændun- um eystra bensín og oliur til að vé'slá vélsléttuð tún. Sveitin hans gam^a er h'n sama og fyrr — en þó allt önnur. ¦xZ og innan. Bakaðir upp. j — En varstu ekki sjómað- ur einhverntima Ámi? — Jú, meðan ég átti enn heima fyrir austan réri ég á vetrum suður í Grindavík og Leiru. — Það hafa ekki verið komnír vélbátar þá? — Nei, það voru engir 'vél- bátar þá — það voru ekki einu sinni trillubátar. Það voru engar vélar þá. Línan o^r netin voru dregin með hönd- unum. — Og hafnirnar? — Það voru engar hafnir þá. Það varð að setja bátana á þurrt land á hverju kvöldi. Þeir voru settir upp í varir sem ruddar voru í stórgrýtis- kambinn. Þeir voru settir með spili oftast og aldrei hafðir á floti yfir nóttina, það var ekki óhætt. — Hvernig voru þau spil? — Þau voru rammlega fest uppi á lanidi og á þeim voru krossarmar úr tré sem menn gengu á og sneru og drógu í bátana þannig upp. Þegfii' gott var veður voru bátarn- ir ekki settir nema rétt-upp fyrir flæðarmálið, og þá voru þeir bakaðir upp, þeim var, ýtt á hlummum úr hvalbeini, menn röcuðu sér á þá og. ýttu þeim upp. — Var ekki farið stutt á þessum bátum — Nei, það var oft róið langt, farið langt út til að komast í fLsk. ., _ . — En þegar svo hvessti af landi? — Þá var krusað trl lands og barið. Þá urðu menn að „berja" sem kallað var, róa móti storminum. Það yar oft erfitt. — Seinna, var ég eina vertíð á skútu. Seagull. Vexmenn og Kolviðarhóll. Nú þeysir Árni Guðmunds- son í einu olíuferliki frá B.P. austur fyrir fjall og upp í efstu afkima Árnessýsfu á nakkrum tímum, svo mér dettur í hug að spyrja hann hvaða farartæki vermennirnir að austan hafi notað þegar hann var ungur piltur. - — Þá gengu menn vitan- lega alla leið austan úr sveit- um. Þegar bezt lét var maður kannski reiddur fyrstu bæjar- leiðirnar. Menn taáru nesti til ferðarinnar og allan fataút- búnað til vetrarins. Það voru oft þungir baggar og oft var mikill snjór og ófærð. — Hvað voruð þið lengí hingað ? — Tvo til þrjá daga, eftir því hvernig veður Var. Það var oft seingengið yf<r Hellis- heiði, og oft gistum við á Kolviðarhóli. — Svo þér er þá kannski ekki sama hvað verður um Kolviðarhól? — Nei, ég er einn af þeim sem ekki er sama um hvað verður um Kolviðarhól, enda þótt ég sé ekki í Koíviðar- hólsfélaginu. Hefur ekið í 35 ár. — En þú hefur ekki gerzt sjómaður. — Mér féll aldrei sjórinn: ég var alltaf ákaflega sjó- veikur, gat varla á heilum mér tekið. En í þá daga var ekki um annað að ræða. — Hvenær gerðist þú bíl- stjóri ? — Ég byrjaði að aka árið m í þrjáfiy og fimm ár hefur hann verið viS sfýrld — og mun halda því áfram. Hi ÍSI g§ vinir vissu að þeir gáfu treysf hvenær sern mesf reyndi á. áð gera afla hlufi sen crz 'iasíö^ail hefur verið honum jafn sjálfsagt og eðlilegt og að anda, Þeffa hefur allt gengll vanagang segir hann, það er ekkerf af mér að segja. HIHIIU!HIMIMIMiniUHinilMMIIillllIMIinMIIIIIHIIIIIIIIIIIHllllUllllHlll«l(IIUIIIIIIlUUIMIIIIIl!llUJiilUI>IHIin»l,líiniHUU|U -l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.