Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. marz 1960 ÞJÓÐVILJINN (7 97. þáttur 26. marz "1960- ÍSLENZK TUNGA • "¦-• v '¦ • I Ritstjóri: Árni BÖðvarsson. . 1925 og þá á Vörubílastöð Reykjavíkur. Þá var ekkert bílstjórafé- lag? — Nei, þá var ekkert bíl- stjórafélag t'l. Hveráttisinn bí] og samvinnurekstur var á stöðinni. Bílstöðin hét Þrótt- ur, eins og félag vörubílstjóra Tár ,skírt síðar, en þá voru . bílstjórarnir deiM í Dags- brún... Jú, ég er einn af stofn- endum yörubfstjórafélagsins Þróttar. — Þú ert búinn að vera lengi bílstjóri? — Já, ég hef ekið bíl stöð- ugt í 35 ár. Hef verið frekar . heppinn í því starfi, ekki orð- ið fyrir neinum sérstökum óhöppum. _»g fór til Olíu- . verzlunar Islands árið 1939 og hef ekið olíubíl síðan nema í tvö ár. Frá Skagafirði til Núpsstaðar. — ' Nú akið þið olíu og 'benzíni austur til Núpsstaðar og upp um allar sveitir. — Á stríðsárunum voru þetta aðallega benzínflutn- ingar út á land. Þá tókum við bejizínið í Hvalfirði og flutt- um það norður, allt norður nm allan Skagafjörð. Heilt sumar seinna ók ég frá Ak- ureyri og þá bæ.ði vestur til Skagafjarðar og austur um allar Þingeyjarsýslur... Jú, það var erfitt meðan vegirn- ir yoru bæði mjóir og slæmir. Nú er þetta úr sögunni. Nú er ekki flutt héðan frá Reykjavík nema austur um sveitir — os, svo vitanlega um bæinn. Éig hef aðallega flutt um uppsve'tir ' Árnes- sýslu. Það er ákaflega elsku- legt fólk þar, ég er orðinn hálfgerður heimagangur á bæjunum. J;í, það er hið elskulegásta íólk á hverjum bæ. Þetta er mjög ábyggi'egt fólk, sem ekki vill vamm sitt vita í neinu. Búskapur o§ olía. — Hvað gera bændur með alla þessa olíu sem þið flytj- ið til þeirra? Árni horfir dclfallinn á mig, þar til hann svarar gæti- lega- Þetta er al.tof barna-, lega spurt. — Þú neitar ekki að upp- fræða barnið. — Nú, þeir hita upp húsin með olíunni eins og annað fólk, sumir elda við olíu, enn eru aðrir með olíurafstöðvar til ljósa. Og þá eru einn'g nokkuð útbréiddar dísildrátt- arvélar sem brenna olíu. — Og hvernig heldurðu að ástand'ð yrði ef öll olía hætti skyndilega að flytjast austur fyrir fjall? Það er auðséð á Árna að svo barnaleg sem fyrri spurn- ingin var þá sé þessi þó hálfu vitlausari, en hann er kurteis maður og svarar mjög gæti- lega: Ég held það yrði frek- ar slæmt. Og þá hefur hann frætt mig fávísan um það, að sá lardbúnaður sem árið 1900 átti allt undir klökkum, kerr- um og handafli á í dag við- gang sinn undir olíu og vél- um. Annars væri ég að svíkja. Það er tilgangslaust að vikja talinu frekar að Árna sjálfum: — Það er ekkert að segja um mig svarar hann. Þetta hefur allt gengið sinn eðlilega vanagang. Nei, það er ekkert að segja um mig. Ég hef. alltaf verið ham- ingjusamur, átt góða konu og elskuleg börn. Kona Árna er Valgerður Bjarnadóttir. Hann er auðsjáanlega hrædd- ur um að ég ætli að skrifa eitthvað hól um sig og segir því til frekari áherzlu: — Það er alveg ástæðu- laust cg tilgangslaust að fara að skrifa eitthvað þótt einn karl verði sextugur. Allt sem Árni hefur vel gert og það hefur hann, flest gert — hefur verið honum svo eðlilegt og sjáifsagt að hon- Hann hefur æfíð verið maðurinn sem félagar og em bezf og feggja málsfað fóiksins ævinlega lið jið sínn eðfilega um finnst ekkert annað hefði £ getað komið til greina — og -E liklega nálgast einmitt þetta £ leyndardóminn við að vera s maður, en ekki bara það a𠣕 ganga á afturfótunum. E Við skulum ekki sleppa E Árna svona auðveldlega og E þvi spyr ég: £ — Þú hefur víst lengi ver- £ ið „rauður" Árni? Og þá _" stendur ekki á svarinu. E — Já, ég hef verið vinstri E maður frá því ég kom í bæ- £ inn og fór að hugsa um þjóð- £ mál. Og strax eftir að pabbi ~ kom hingað var hann kalt- £ aður kommúnisti — og hann = vantaði ekki á Dagsbrúnar- £ fundi, né þegar samtök verka- £ manna hér þurftu liðssinnis, £ 'enda þótt hann kæmi beint E frá búskapnum... Já, ég gekk £ í Dagsbrún 1921 eða 1922. £ — Segðu mér þá annað, £ Árni, hvers vegna ertu vinstri ~ maður? £ — Mér finnst blátt áfram £ að ég tilheyri þeirri stétt E manna — mín afstaða er £ þannig að ég get eltki annað £ en verlð þ«irra megin sem £ sem berjast fyrir betri lífskjör. £ um almenningSj og ég tel að £ Dagsbrún sé það afl í þjóð- £ félaginu sem hátt ber í því £ efni. E Ef ég væri ekki vinstri £ maður væri ég blátt áfram að £ svíkja mína stétt — og á ég £ þar ekki við bílst.iórastéttina, _ heldur vinnandi fólk almennt. £ Menn eiga að standa saman £ um að byggja upp þjóðfélag £ þar ficm öilum getur lið;ð vel, £ en eliki aðeins einhverjum fá- £ um útvöldum. £ Árni minntist hér á Dags- £ brún, og því er rétt að geta £ þess að Dagsbrúnarmenn al- £ mennt munu telja hann einn £ sinn bezta félaga; þeir vita að £ hann er maðurinn sem aldrei £ tranar sér fram en sem allt- £ af má treysta til góðra hluta £ þegar mest á, reynir. Hann £ hefur lika gengt mörgum £ trúnaðarstörfum fyrir félag E sitt, m.a. verið í trúnaðar- £ ráði Dagsbrúnar frá því það £ var stofnað, nema e.t.v. 2 ár £ og setið Alþýðusambandsþing £ sem fulltrúi Dagsbrúnar um £ langt tímabil. Og Dagsbrúnar- £ menn hafa einnig beðið mig, £ um leið og ég flyt honum £ beztu hamingjucskir frá mér £ og öðrum samherjum hans, £ að flytja honum á þessum af- £ mæ'isdegi sérstakar árnaðar- £ éskir og þakkir frá Dags- § brúnarmönnum. £ J.B. 1 IMlHUlUIIIIIIIUIUninMinilinMMMIIII]MIIIMnillliinilUI]lllinMlliniIHMlllllll|ll|l|||||||llllllllllllMIIMIUir!llllllMIIIII!H!lllll!llíl 1 OrBahelgur Ýmsir góðir menn hafa sent þættinum bréf um þau orð sem þeir kannast við úr síðustu þáttum, og skal það allt þakkað. Og enn vil ég benda á það — og leggja á það ríka áherzlu — að það er næsta sjaldgæft að bréf á- hugamanna um íslenzkt mál séu gagnslaus. Auðvitað vita málfræðingar um meira og minna af því sem kemur fram í slíkum upplýsingum, en venjulega verða þær samt til að auka þekkingu á útbreiðslu og notkun einstakra orða eða orðasambanda, fylla í eyður sem ella stæðu ófylltar. Og þegar farið er yfir orðalista áhugamanna, þar sem til- greind eru mörg orð heldur sjaldgæf eða lítt útbreidd, eru þar venjulega fleiri og færri orð sem ekki eru aðrar heimildir um eða þá fáar, þannig að hver ný heimild er mikils virði. Fjöldi fólks lumar á þekk- ingu sem við eru stöðugt að leita eftir, en hefur sig ekki á að setja saman bréf, af ¦því að það telur sig ekki gendibréfsfært vegna van- kunnáttu í stafsetningu eða öðrum frágangi. En allt slíkt er aukaatriði í þessu sam- bandi. Þó að stafsetning sé góð og nauðsynleg, má hún ekki verða til þess að fólk hætti að skrifa. Margir beztu rithöfundar íslenzkir kunnu ekki neina samræmda staf- setningu. — Og svo höfum við ekki þennan formála lengri. Eg hef áður minnzt á bréf frá Halldóri Péturssyni, Hér koma nokkur orð frá honum «sem ekki eru í orðabók Sig- fúsar Blöndals, og væri þvi fengur að meiri vitneskju um þau. Fyrsta orðið á lista Hall- dórs er árafæri: „Haft um ýmiskonar verkfæri, sem þóttu í stærrav lagi: Þetta er nú meira árafærið". Líkingin er auðsæilega dregin af klunna- legum árum. Næsta orð er daldrandi: „Þetta er nú meiri' daldrand- inn. Þetta var haft um ó- kyrrð,, orðaskvaldur, ekki mikinn hávaða, að ég hygg, en þannig að maður hafði ekki næði til að sinna lestri, skrift o.s. frv.", segir Halldór, sem tekur fram að orðtakið þekki hann aðeins af annarra sögn, en raunar af sínum heima- slóðum. Bor^arfirði eystra. „Fornsoðið. Haft um soð- inn mat, sem geymdur var bað lengi að farið var að koma einskonar fúkkabragð að honum: Þetta ket er nú orðið nokkuð fornsoðið." Þetta orð hefur Halldór af Fljóts- dalshéraði. Mér finnst ég hafi hevrt eða séð orðið, en kem ekki fyrir mig hvar. Þá kemur Halldór með orð- ið fuðrutjaldur, „haft um fjörugan krakk.a pg óláta- belgi" (Borgarfj. eystra); Þetta orð skýrir sig nokkuð' sjálft; fyrri hlutinn skyldur sögninni að fuðra (upp, t.d. um eld) og á við snögga hreyfingu, og um síðari hlut- ann vita allir að tjaldurinn er kvikur fugl. Hins vegar man. ég ekki eftir annarri samsettt- ingu með þessu fulgsheíti sem síðari lið, og væri gaman ef einhver kæmi með slíkt acð, úr daglegu tali. f-; , Lýsingarorðið glænaepule^-: Ur er alþekkt um þann sérp- er kuldalegur í útliti, heizt af því að hann er illa klædd- ur úti í kulda. Sú merking er í orðabók Sigfúsar. En' Hr Udór Pétursson hefur dá:^ lítið aðra merkingu, sem fróðlegt væri að frétta hvöft einhverjir fleiri kannast yi'ð. Skýring Halldórs er þessi:: „Þetta var haft um fóilk sem var illa til reika o.s; þó ein^E um vesældarlegt í útliti. Eintó- ig um krakka sem voru mik- ið á ferðinni utanbæjar eða innan í kulda og l'ítt klædd-: Ösköp ertu glænæpulegtír, rýjan mín." Enn segir Halldcr: „Niggra síman. Orðtak haft um það þegar hlutir aðeins snerta 'hvorir aðra (sama meining og núast saman). Bo'rgarfjörð- ur." Eg get ekki í svipinn fundið önnur orð þessu s:kyld. Að lokum set ég hér eijtt orð sem ég þekki vel úr Rang- árþingi, en ekki er t.d. í orða- bók Sigfúsar. Það er skírnar- skúr. Eg þekki það einkum í samböndum eins og „hann fékk þá skírnarskúrina", sem merkir „hann fé'kk mikla rign- ingu, mikla dembu á leiðinni". Vera má að þetta orð veki einhverja lesendur þáttarips til umhugsunar um einhver' önnur orð hliðstæð sem þeim eru kunn; og væri þá fengur að fregna af því. Þorsteinn Mngnússon frá Gilhaga hcfur sent þættinuni vísuna sem brotið birtist úr síðast. Hún er á þessa leið: Skurkar á söndum skjaldan seinn, skeifnaböndin vill losa, þó mín hönd ei hafi neinn harðan vönd á Rosc. Um höfundinn segir Þor- steinn: „Hún var ort af Ól- afi Guðmundssyni síðast bónda í Húsey í Vallhólmi. Hann var hestamaður og átti þá marga góða. Einn af þeim góðhestum sem hann seldi var Kimi Hannesar Hafsteins. Ólafur þessi var móðurafi Ingibjargar skólastým á Löngumýri og þeirra systra. Hann dó um eða rétt eftir síðustu aldamót." Uöplýsingar sem þessar um höfundinn eru alltaf mikils virði með vísum er sýna eitt eða annað í framburði eða öðru málfari, og þó að hesta- mennska hans komi vísunni ekki við að öðru leyti en þvi að 'hún er um Rosa . hans^ þá er gaman að vita þettai ,það er eins og við þekkjuh»!: manninn örjítið þegar við vit- um þetta um hann. .,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.