Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1960, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1960 GLEYMIÐ EKKl að láta mig mynda barnið Lautjavegi 2. Simi 11-980 Heimasími 34-980 Baldursgötu 8. Sími 23136. Rósir aískornar. (qróðrarstöðin við Miklatorg). Hef pússningasand til sölu. Sími 23-220 Gunnar Guðmundsson Saumavéla viðgerðir : Fljót afgreiðsla Tónleikar Slnfóníu- hl jómsveitarinnar & -M rT a y/, M m* ’=- GAGNMýNl 7 Sinfóníutónleikarnir á þriðju- dagskvöldið hófust á 4 mín- útna tónverki. Það mátti ekki vera öllu lengra, því að á efnisskránni var líka píanó- konsert, sem tekur rúmlega hálftíma, og sinfónía, sem tekur heilan klukkutima og þó 5 mínútum betur. Hljóm- sveitin brunaði létt og leik- andi gegnum forleik Mozarts að óperunni „Brúðkaupi Fíg- aró“ og hófst þegar í stað handa um flutning næsta verks, er einnig var eftir Moz- art, sem sé „Píanókorsert í d-moll, K. 466“. Við einleiks- hljóðfærið var vor ungi og ágæti píanóleikari Gisli Magn- ússon. Hann leysti sitt hlut- verk af hendi vel og lofsam- lega í sínum látlausa, sanna og vandaða stíl. — Niðurlags- verk tónleikanna, fjórða sin- í Morgunblaðinu í dag heldur fyrrverandi tónlistarfulltrúi út- varpsins því fram að undirrit- aður hafi sjálfur fyrir tólf ár- um bannað flutning á tónsmíð sinni „Guðrúnarkviða" í út- varpinu. Svar þetta er sniðuglega til- búið sem einasta hugsanlega viðbáran, — en uppspuni frá rótum! En hvað um þættina úr „Edda-Oratorium“ op. 20 eftir mig, einu veigamesta verki mínu, sem voru fluttir hér af dönskum plötum í útvarpinu 1952 og aldrei síðan og finnast hvergi? Og hvað um þættina úr ís- lands-kantötu minni op. 13, sem voru til á þýzkum plötum síð- an 1937, en aðeins íluttir í út- varpinu íslenzka á svo sem fimm ára fresti einu sinni og þvi borið við að þá mætti ekki ílytja af því að sungið væri á þýzku? Og hvað um hin íslenzku tón- verkin, sem hafa verið geymd og grafin hjá útvarpinu árum saman og aldrei eða sjaldan flutt? Sannleikurinn er sá að Tón- skáldafélag íslands hefur barizt í 15 ár. samfleytt við að reyna að fá íslenzk tónverk meira fónía Bruckners, er sú fyrsta af níu sinfóníum þessa tón- ská’ds, sem hér er flutt. Hún er einna kunnust þeirra og ef til vill þeirra fegurst. Verk- ið er ,,á ýmsan hátt erfiðasta verkefni, sem Sinfóníuhijóm- sve'tin hefur færzt í fang til þessa“, e;ns og segir í efnis- skrá tónleikanna, og er það til marks um stórhug hljóm- sveitarinnar, forystumanna hennar cg stjórnandam Ró- berts A. Ottcssonar, að eigi að síður skvldi í þetta ráðizt. Verður og eigi annað sagt en að þetta fyrirtæki hafi tek- izt mjög vel og öllum þe'm til ánægju, er á hlýddu, ef dæma skai af því, hversu á- heyrendur þökkuðu hljóm- sveit cg stjcrnanda að lok- um. B. F. flutt í útvarpinu, —- en íorráða- menn tónlistardeildar útvarps- ins hafa þrjóskast við og slegið úr og i, — en útvarpsráð ekk- ert aðhafst, — sagt að mönnum þessum hafi verið falin fram- kvæmd þessara mála, sem það gæti ekki um dæmt. Sannleikurinn er sá að for- ráðamenn þessir hafa rekið Rikisútvarp, Sinfóníuhljómsveit, Tónlistarskóla, Tónlistarfélag og önnur slík fyrirtæki sem sín einkahagsmunafyrirtæki og hindrað með hégómlegum á- setningi og vankunnáttu eðli- lega þróun tónlistamála þjóðar- innar. Þeir stjórnmálaílokkar, sem láta hafa sig til að verja slíkt, grafa sér sína eigin gröf, því að almenningur er mjög að vakna til meðvitundar um gildi tónlistar og heimtar sitt. Reykjavík, 23. marz 1960. Jón Leifs. Trúlofunarhringlr, Steln- hringlr, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. Tjarnarbíó Sjóræninginn (Thu Buccaneer) Amerís’; rnynd í Iitiun frá Parainount Yul Brynner Chariton Heston Charles Boyer Leikst. Antliony Quinn Claire Bloom Káðunautur leikst. Cecil B. de MiIIe Það er ekkert undarlegt að Ceril B. deMilIe skuli vera ráðunautur Anthony Quinns (sem flestir þekkja nú crðið, og það fyr:r ágætan leik í mörgum myndum, sem hér hafa verið sýndar) því Quinn er tengdasonur deMille og svo hefur deMille sjálfur stjórnað mynd um sama efni og það fyrir tuttugu árum síðan, sem þótti góð, en í þéirri mynd lék svo Anthony Quinn ásamt ýmsum frægum ’ekurum, svo sem Fredric March. Ak!m Tamiroff, Walt- er Brennan o.fl. Ilvort Quinn fetar í fótspor deMille, skal ekki farið með, en líklegt er það að einhveju leyti, en í heild er stíll Quinns þó gerólíkur deMille, hægari og tilþrifaminni en samt nokkuð öruggur og hann fetar s;g áfram fet fvrir fet og kýs heldur að ljúka við myndina, skamm’.aust, í stað þess að reyna nokkuð nýtt. En það er samt ýmis- legt athyglisvert hér hjá Quinn og þetta er góður de- but, sem hann þarf ekkert að skammast sín fyrir. Eitt hefði þó Quinn mátt gera, sem deMille gerði í sinni 1 myrd cg var ein aðalspreng- ing hans,en það var útfærsla á falli Washingtonsborgar. Quinn sleppir því a’gerlega hér, hefði e.t.v. heldur ekki ráðið við það, og þá var ver farið en he'ma setið. Það sem helst er athyglis- vert við þessa mynd, er kvikmv'Cun hennar, sem er í lieild vel gerð og á köflum mjög vel gerð t.d. sprenging rakettuhreiðursins. En svo við snúum okkur svolítið að efninu, þá er það byggt á frásögnum um„La- Fitte the Pirate“ eða „Sjó- ræninginn LaFitte" og ger- ist 1812 í Brezk-Ameríska stríðinu. Sjóræninginn La- Fitte er sagður hafa verið stjórnlaus út’.agi, sem rændi og ruplaði hvar sem hann náði í herfang, nema vera skvldi amerísk skip, en hann gekk að lokum í lið með Ameríkumönnum gegn Bret- um, en varð svo óheppinn að menn hans rændu . og sökktu amerísku skipi í óleyfi hans, en það le'ddi svo aftur á móti til þess, að hann varð að lokum að hrökklast aftur í út’egð. Yul Brynner leikur hér La- Fitte meö sínum sérstæða leikstíl og nú með hár. Charlton Heston leikur Jack- son hershöfðinga sterkt o g áhrifaríkt, aðeins of sterkt. Claire Bloom er athyglisverð- ur persónuleiki. Claire Bloom þekkja allir. Inger Stevens gufar upp. Anthony Quinn hefði mátt hafa betri stjórn á leikurum. sínum, en hann byrjar samt vel sem leikstjóri og það er fyrir mestu. S.Á. Nauðungaruppbo$ sem auglýst var í 12., 13. og 15. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á húseigninni nr. 7 við Suðurlands- braut, hér í bænum, talin eign Elngilbertu Sigurð- ardóttur, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimars- sonar hdl., Árna Guðjónssonar hdl., Ragnars Ólafs- sonar hrl. og Gísla Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri ’priðjudaginn 29 marz 1960, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfcgetinn í Reykjavík. íslenzka tónlistin í útvarpinu Svar írá Jóni Leifs SYLGJA, Laufásvegi 19. Sími 1-26-56. Ait* } KHflKSJ M.s. RINT0 fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar, laugar- daginn 26. marz. — Frá Kaup- mannahöfn fer skipið 5. april til Reykjavíkur og frá Reykja- vík 13. apríl til Færeyja og Kaupmpannahaf nar. Skípaafgreiðsla , Jes Zimsen. c.i ,í;M Þórður sjóari Um kvöldið fór Loddi út. Hann kom sér fyrir á hélt síðan til gistihússins og hugsaði mikið um hvern- hæð og setti senditækið í gang. Þeir um borð í Balt- ig hann ætti að komast yfir kortið. Snemma um ik fengu all^r ppplýsinggr og, Lo$di- í|kk,,skip\m. jija /.-mo}-iguiíinn h.éld,\i, kafargrnir út-.tá að leiþa, að Baltik. að.. reyna að ná kortinu hvað sem það, kostpði. , Lctó.úi MWtusr. -i íj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.