Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3
— Föstudagur 1. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Þegar vorið nálgast og A'eiðigleðin gagntekur vatna- fiskinienn nieð lítinn fisk á krók, er gott að liugsa til Jiessara léttu og lientugu plastbáta. sem hægt er að skjóta upp á jeppaþakið með annarri hendi og taka niður við lítið fjallavatn. Mikið yrði maður hissa, ef svona bátur yrði við hendina á föstudaginn áð- ur en hvítasunnuhelgin ríð- ur í garð. Það er sko möguleiki. Þetta er einn af vinning- um í byggingarhappdrætti Æ.F. og hann er smíðaður af Skipasmíðastöð Njarð- víkur h.f. Tilkynning Nr. 12/1960 HvaS velilur? ? ' Innílutninasskriístoían heíur ákveðið eítir- farandi hámarksverð á brauðum í smásölu. Franskbrauð, 500 gr...........kr. 4,30 Heilhveitibrauð, 500 gr......— 4,30 Vínarbrauð, pr. stk..............— 1,15 Kringlur, pr. kg.................— 12,80 Tvíbökur, pr. kg................— 19,20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri byngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2,20, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutnings- kostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 31. marz 1960, Vesðlagsstjérinn. í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi (30. marz) var birtur úrdráttur úr ræðu júgóslavneska fulltrúans á Genfarráðstefnunni um réttar- reglur á hafinu og var það sem þar var sagt að ég held að flestra dómi afar vinsamlegt og beinlínis studdi málstað íslands. Nú bregður svo við er ég' les fréttir frá hinni sömu ráðstefnu í Morgunblaðinu i morgun að þá er ekki minnzt á þá kafla í ræðunni sem oss íslendinga varðar hvað mest og eru vin- samlegastir í vorn garð. heldur er fulltrúanum helzt íundið það til ágætis hvað hann sé feitur, fylli alveg út í ræðustólinn og því um líkt. Nú er mér spurn: Er ekki sama hvaðan vér fáum stuðning í örlagarikasta máli þjóðar vorrar? Eða eru þetta íyrstu merkin um væntanlega undanlátsemi -um skýlausan rétt vorn til að minnsta kosti 12 mílna fiskveiðilögsögu? Gunnlaugur Albertsson. Einkolíf í Hlégarði I kvöld kl. 9 frumsýnir ung- mennafélagið Afturelding, 1 gamanleikritið, Einkalíf, eftir Englendinginn Noel Coward. Noel Coward er löngu heims- þekktur fyrir leikrit sín og kvikmyndir. I leikskrá stendur skrifað: Sagt er um Coward að hann geti leikið, sungið, dans- að, stjórnað leikritum, samið tónlist og texta við hana, og komið hefur fyrir að hann hafi gert þetta allt í sama verkinu. Einkalíf (Private lives) er samið árið 1930. Sigurður Grímsson snéri leikritinu á ís- lenzku. Amanda Prynne (lífsglöð kona) og Victor Prynne (há lenzkur séntilmaður) eyða hveitibrauðsdögum sínum í gistihúsi í Frakklandi, en þar eru líka önnur hjón í sömu er- indagjörðum Sibyl Chasé (ung og óreynd) og Eliot Chase (kvennagull) sem áður var giftur Amöndu. Svo óheppilega vill til (fyrir þetta fólk en ekki áhorfendur), að svalir beggja liggja saman á hótelinu. Af þessu spinnast jýmsir spaugilegir atburðir. Klemenz Jónsson stjórnar leiknum og er þetta þriðja leik- ritið sem hann setur á svið fyr- ir U.M.F.A. Gunnar Bjarna- son hefur gert leiktjöldin sem eru hlýleg og smekkleg. Leik- sviðsstjóri er Janus Eiríksson, Ljósameistari Guðjón Hjart- arsson og hvíslari Ari V. Ragn- arsson. Persónur og leikendur eru: Amanda Prynne.. Margrét H. Jóhannsdóttir. Vlctor Prynne... Sigurjón Jóhannsson. Louise þjónustustúlka. Arndís Jakobs- dóttir. Sibyl Chase.. Guðríður Jónsdóttir. Eliot Chase.. Jó- hann Pálsson. Þegar fréttamaður frá Þjóð- viljanum leit inn í Hlégarð í fyrrakvöld var æfing í undir- búningi á sviðinu. Verið var að ,koma upp leiktjöldum og glumdu við hamarshögg, köll og fleiri tilheyrandi hljóð og var auðséð og auðheyrt að áhuginn var mikill Ferð verður frá BSl kl. 8.30. R. Tilkyraiing Nr. 11/1960 Innflutíiingsskrifstofan hefur ákveðið eftir- farandi hárnarksverð á benzíni og gasolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: 1. Benzín, hver lítri........kr. 4,00 2. Gasolía: a. Heildsöluverð, hver smál. kr. 1335,00 b. Smásöluverð úr geymi, hver lítri kr. 1,30 Heimilt er að reikna 5 aura á líter af gas- olíu fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 16 aura á líter í afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreið- ar. Sé gasolía og benzín afhent .í tunnum, má verðið vera V-h evri hærra hver olíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. apríl 1960. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. marz 1960, Verðlagsstjórinn. 1111! 11111111111111111111111111111111111111111 ] 11 ■ 1111111111111111111111 „ 11,1111 „ M11,11,11111, i, 111,111111 (11111 (i, i M i n 11 „ i m, M| i f Enginn veit hvað átt hefur í dag hækka allar vörur í verði um 3 af hundraði. einn- ig þær sem hækkuðu í gær og fyrradag. Þar kemur til framkvæmda hinn nvi sölu- skattur Gunnars Thorodd- sens, en hann ætlar að taka af landslýðnum í einum sam- an söluskatti 535 milliónir króna á ári eða 15.000 kr. af hverri fimm manna fjöl- skyldu til jafnaðar. Og hér er um að ræða ranglátustu skattheimtu sem hugsast get- ur; söluskatturinn er að veru- legu leyti nefskattur sem leggst langþyngst á þá sem hafa mesta ómegð og lökust kjör. Seinustu dagana hefur fólk reynt að kaupa sem mest af nauðsynjum, áður en skattur Gunnars kæmi til fram- kvæmda, og mikil brögð hafa verið að því að fólk tæki fé út úr lánastofnunum í því skyni. Kaupmenn hafa að sjálfsögðu bent fólki á að nú væru siðustu forvöð að fá vörur á lága verðinu og aug- lýsendur hafa í útvarpinu hvatt fólk til að nota síðasta tækifærið til að gera góð kaup. En hefur fólk hugleitt hvaða verð það hel'ur verið að kveðja síðustu dagana, hvernig þær voru tilkomnar þessar ódýru vörur sem kaup- mennirnir hafa verið að bjóða. Það verð sem nú er ekki lengur til hét á sín- um tíma i Morgunblaðinu „vinstristjórnar-verð“, og í tvennum kosningum í fyrra hvatti blaðið fólk til að ganga að kjörborðinu til að mót- mæla þvílíku verðlagi. Skyldu ekki býsna margir Íslendingar hugsa til krossanna sinna og „vinstristjórnar-verðsins“ þessa dagana og minnast hins fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst heíur. Frá vöggu til grafar En það virðast vera til menn sem fagria söluskatt- inum. Að minnsta kosti hefur Morgunblaðið þessi ummæli eftir Heimdellingi einum í gær: „Söluskatturinn er ein- mitt einasti skatturinn sem á nokkurn rétt á sér. Þetta staf- ar af því, að með honum fær hver einstaklingur möguleika á þvi, að hafa sjálfsvald um það, hvort hann geti greitt þennan skatt“. Þetta er mjög fróðleg og heimdallarleg rök- semdafærsla: Menn geta al- gerlega losnað við söluskatt- inn með því að kaupa hreint ekki neitt. Og trúlega er þessi rök- semdafærsla meginhugmynd- in í söluskattheimtúnni., Að minnsta kosti er það kirfilega tekið fram í lögunum að „rekstur fæðingarstofnana“ og „útfararþjónusta“ skuli undanþegið söluskatti. Menn geta þannig komizt frá vöggu til grafar án þess að borgá Gunnari Thoroddsen einn ein- asta eyri. En hætt er við að það ferðalag yrði ekki 'sér- lega langt, — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.