Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 10
50) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 1. apríl 1960 } EGGIRT Framhaíd af 7. síðu. landi er svo nátengd andlegri og efnalegri viðreisn þjóðar- innar á þessu tímabili, að .þar gengur ekki hnífurinn á milli. En í þessari grein, skáklist- inni, var Gilfer fyrsti maður- inn, sem vakti verulega at- hygli á erlendum vettvangi og varð hlutgengur í hópi meist- ara milljónaþjóða. Þá var ekki siður mikil- vægt, að maðurinn, sem stóð í fararbroddi íslenzkra skák- manna á erlendum vettvangi um áratugi, var gæddur með- fæddri prúðmennsku og hátt- vísi og einstökum hæfileikum til að umgangast annað fók árekstralaust en frjálsmann- lega þó. Hæfði það vel full- trúa andlegs gróðrartímabils í sögu rótgróinnar menningar- 'þjóðar. Sumum ókunnum áhorfend- um, sem sáu Gilfer t.d. að tafli kann að hafa fundizt hreyfingar hans og látbragð grunsamlega háttv'íst, eins og þar lægi tilgerð að baki. Ekki var þó því til að dreifa. Hon- um var í fyllsta máta eðlis- lægt að ganga svo um hér í heimi að þar he.vrðist ekki fótahark eða hurðaskellir, og samferðamennina var honum tamt að umgangast eins og þar færu konungar eða aðr- ■ ir þjóðhöfðingjar, sem helzt mætti ekki anda óvarlega á. Þessi tillitssemi hans og virðing fyrir allri mannlegri veru var þeim mun athyglis- verðari sem hann var langt ■ frá því að vera gagnrýnislaus á athafnir og framkomu ann- arra, því hann var mjög næm- ur fyrir því sem honum fannst þar óviðurkvæmilegt, og ekki var skapleysi til að dreifa. En hann hélt vel að- greindum vanþóknun á óvið- urkvæmilegri framkomu ann- arra og sinni eigin framkomu gagnvart þeim persónulega sem stjórnað var af tigin- mannlegri og rótgróinni hátt- vísi. Ýmsir sem ræddu við Gil- fer höfðu orð á þvi, að mað- urinn væri einkennilegur í tali og ekki alltaf gott að átta sig á hvert hann væri að fara. Nokkuð gat stundum verið til í þessu. Jmyndunar- aflið var afskaplegt, og hann bjó yfir skáldlegu innsæi, sem sá líkingar með hinum ólik- legustu hlutum. Kom því stundum fyrir að atvik og málefni sem fjarskyld voru fyrir sjónum annarra, runnu saman í vitund hans, þannig að úr varð eins konar hugs- anaflétta líkt og leikflétta í skák. Mátti þá stundum helzt líkja honum við kvik- myndasýningarmann, sem bregður upp snöggum skyndi- myndum úr kvikmynd. Skýr- ingarnar voru oft svo hraðar, að erfitt var að fylgjast með fyrir venjulegan mann. Þeir sem áttu þess kost að ræða oft við Gilfer vöndust þó smátt og smátt hraðanum og hinni sérkeniýlegu fram- setningu; enda var tjáningar- hiti hans og innlifun í um- ræðuefnið svo mikil, að það bar allar snurður á framsetn- ingunni ofurliði. Hver voru helztu einkenni á Eggerf Gilfer sem skák- manni?. Á því lék aldrei neinrt GILFER vafi, hverjum augum Gilfer leit á skákina og hlutverk sitt í riki hennar. Þar var hann fyrst og fremst' listamaður- inn, sem lét stjórnast af fag- urfræðilegum sjónarmiðum svo lengi sem því varð við komið. Af þeim sökum urðu margar skákir hans ódauðleg- ar perlur sem geymast munu öldnum og óbornum sem sí- gild dæmi um snilldarlega listsköpun. Gilfer var mikill sóknar- skákmaður einkum framan af ævi. Beitti hann þá mjög leikfléttum til að rjúfa varnir andstæðingsins. Stíllinn var lipur og hvass. Með aldrinum breyttist stíll hans nokkuð, varð þyngri og ekki; eins sóknleitinn. Sem fyrr ein- kenr.dist hann þó af þeim frumleika sem setti svo sér- kennilegan blæ á skákir Gil- fers. Eg held að Gilfer hafi aldrei lagt sig mjög fram til að læra skákbyrjanir eða endatöfl með vísindalegum rannsóknum eins og mjög tíðkast nú til dags. Ef til vill hefði hann náð enn meiri ár- angri í skáklistinni hefði hann lagt sig í líma við slík- an lærdóm. Hitt er evo annað mál, hvort stíll hans hefði ekki misst við það eitthvað af sínum listrænu töfrum. Gilfer skildi vel, að hversu mikið sem menn læra í skák, verður þó neistinn sem skap- ar listaverkið að koma frá manninum sjálfum, persónu- gerð hans að setja sín ein- kenni á verkið eins og er um alla sanna list. Þess vegna lagði hann meiri áherzlu á að þjálfa með sér frumlega hug- myndasköpun en að læra af gefnum fordæmum. Á síðastliðnu ári sótti stjórn Taflfélags Reykjavik- ur um styrk í heiðursskyni fyrir Gilfer af fé því sem veitt er árlega úr ríkissjóði til listamanna. Þessi umsókn var send án vitundar Gilfers sjálfs, að ég held ég megi fullyrða. Mátt hefði ætla að þessari málaleitan yrði vel tekið, því hér var um mann að ræða, sern hafði helgað skapandi list allt sitt líf og það frem- ur tveimur listgreinum en einni, og staðið a.m.k. í ann- arri þeirra í allra fremstu röð, já verið þar meira að segja i sérflokki um tíma. Af svo mikilli ástríðu hafði hann þjónað listinni að hon- um hafði gleymzt að afla sér þeirra verðmæta, sem af flestum eru talin undirstaða og skilyrði sannrar Hfsvel- ferðar þ.e. fjölskyLdu ^og heimilis. Með afrekum sínum á skákborðinu hafði hann varpað ljóma á nafn Isiaflds meðal milljónaþjóða. Það mátti því ætla að hinir opin- beru úthlutunarmenn myndu gripa fegins hendi þetta tæki- færi til að veita hinum aldna listamanni viðurkenningu fyr- ir afrek sín. Svo varð þó eigi. Eggert Gilfer var neitað um viður- kenningu fyrir listræn afrek á þvi lierrans ári 1959. Ýmsum kann að finnast ó- þarft að rifja þetta upp nú, og ekki er það sársaukalaust. En er ekki hæpið að láta þögnina skýla því, sem end- ast skyldi til viðvörunar um langan aldur? Munu sagnfræðingar fram- tíðarinnar vafalaust setja stórt spurningarmerki við þennan fáheyrða atburð í menningarsögu 20. aldarinn- ar. Við fráfall tímamótamanna eins og Eggerts Gilfers setur menn hljóða. Þar er ekki ein- ungis um að ræða fráfall eins dauðlegs manns, heldur og tákn áfangaskipta í sögulegri þróun. Gilfer fellur síðastur þeirra manna, sem héldu merki skáklistarinnar hæst á lofti fyrstu áratugi aldar- arinnar. Hann hafði að vísu fyrir nokkru skilað kafla framþróunarinnar í hendur sér yngri manna en samt var hann lifandi tákn hins etdri skóla, svo að segja má að nú hafi fyrst orðið formleg skólaslit. Fyrir því drúpum við höfði af óvenjulegri lotn- ingu. Ég vil svo ljúka þessum fátæklegu línum með því að færa Gilfer þakkir, þótt seint sé, fyrir góða kynningu og vináttu. Þótt hans verði vafa- laust almennt lengst minnzt fyrir afrek sín sem skáksnill- ings og starf sitt í þágu tón- listarinnar, þá raunum við fé- lagar hans og meðbræður í skáklistinni minnast hans lengst sem manns og góðs fé- laga sem aldrei brugðust hreinskiptar og heiðarlegar leikreglur á skákborði lífsins. Þess vegna er eftirsjá okkar sárari og persónulegri en minningin líka tærari og hreinni og endist betur til huggunar. Því hvar er broddur þinn dauði gagnvart minningunni um hugljúfan mann, góðan dreng og ódauð- legan anda? Vertu sæll Eggert Gilfer. Sveinn Kristinsson. Trúloíunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 of 18 kt. gull. KR átti fnlft í Framhald af 9. síðu. ákveðnir og manni virtist vörn þeirra sterk. Eigi að siður fannst manni sem leikur þeirra væri ekki eins líflegur og kröft- ugur og hann var fyrir eins og tveim árum. Óneitanlega dylst manni ekki að einstaklingar KR-liðsins eru yfirleitt betri en einstaklingar Vals-liðsins. Reyn- ir var bezti maður liðsins, og Karl Jóhannsson var líka á- gætur meðan hann var með, en hann lék ekki með lengi vel í byrjun Hörður Felixson var sterkur í vörn, en tæpast einsog á und- anförnum árum. Hann hefur líka tamið sér um of leiðar leik- brellur, sem ekki eru 'í anda leiksins, og kvað svo að þessu að það varð að víkia honum af leikvelli um skeið. Svo á- gætir leikmenn sem Hörður eiga ekki að láta þetta henda sig. Heins Sfeinmann lék oft mjög skemmtilearp, bæði í sókn og vörn, og er hann alÞ.af í fram- för. Guðjón átti góðan leik I markinu. 1 heild var leikurinn skemmti- íegur og oft fjörlega leikinn og tvísýnn. Þeir sem skoruðu fyrir KR voru: Reynír Ólafsson 11. Karl 4, Heins, Pétur og Hörður 1 hver. Fyrir Val skoruðu: Geir 5, Árni 5. Valur og Hilmar 2 hvor og Sigmundur Hermunds 5on 1. Dómari var Magnús Péturss- son og dæmdi mjög vel. ÍR gekk i!Ia með Aftureldingu til að byrja með. Það var svipað með þennan leik og fyrri leikinn, að allir munu hafa búizt við að Aft- urelding mundi ekki standast IR snúning. Til að byr.ia með var nú reyndin önnur, því að leikurinn var þá mjög jafn og nokkuð eftir miðjan fyrri hálf- leik voru iR-ingar tveim mörk um undir og stóðu leikar bá 11: 9 fyrir Aftureldingu, en bá var eins og ÍR kinpist við, því að í hálfleik stóðu leikar 17:13 og eftir það var IR aldrei hætta búin, heldur jókst bilið til leiksloka. Eigi að síður börðust Aftureldingarmenn all- an tímann. og voru þeir hættu- legir er nokkuð var eftir gef- ið. Er á leikinn leið náðu ÍR- ingar oft mjög góðum sókn- arleik og var hraði og býsna fangi með Val mikið öryggi í leik þeirra. Aft- ur á móti var varnarleikur þeirra ekki að sama skapi, því að oft virkaði vörn þeirra op- in og langt frá því að vera sá „múr“ sem gott lið þarf að geta hlaðið upp. Svipað var raunar um varnarleik Aftur- eldingar að segja. Það sannar líka bezt allur sá markafjöldi sem skoraðúr er eða nærri mark á m'ínútu, 33:24. Jafnbeztu menn voru þeir Matthías og Pétur, og að þessu sinni reyndist Matthias ekki síðri línu-„leikari“ en skytta af iengra færi. Leikni hans með •knöttinn var líka. oft miög skemmtileg. Það er líka aðdáanlegt hvernig Pétur Sig- urðsson getur athafnað sig við línuna og eiginlega kaffærður af kroppum varnarmanna, og oftast sorettur hann út úr lirúgunni og inn yfir teiginn og skorar. Snarleiki hans og flvt- ir er líka oft skemmtilegur. En hinn ágæti Pétur hefur tamið sér um of leiðar leikbrellur, svo sem að gríoa í menn, slá á hendi, ýta við mönnum o.fl., og slapp hann alloft vel í þess- um leik, dómarinn sá alltof lítið •Hermann var líka góður. en Gunnlaugur var ekki eins góður og hann er vanur að vera, en eigi að síður sterkur, sérstak- lega í vörn, Einnig hann á erf- itt með hendurnar á sér, gegu móther.ianum. Hallgr'ímur er alltaf í fram- för, og Þorgeir er stöðugt sá sem hugsar vel málið og skipu- leggur. Þeir sem skoruðu fvrir ÍR voru: Gunnlauaur 8. Pétur 7, Hermann og Matthías 6 hvor og Hallgrímur 5. Fvrir Aftur- eldingu skoruðu: Halldór Lár- usson 8, Reynir 7. Tómag 3 og Helgi. Lind og Halldór Sigurðs- son 2 hver. Dómari var Stefán Hjalte- sted, og hefði mátt taka harð- ara á ýmsu. Va.Iur—KR í 3. fl. 1» 19:6. Á undan st.óru leikjunum fór fram leikur í þrið.ja flokki B, og var sá leikur af Vals bálfu mjög vel leikinn. Kom þar til bæði hraði í leik og skot- öryggi. Ætti Valur ekki að þurfr, a.ð kvíða framtiðinni. ef félagið á annað lið sem er mun betra en þetta. Valsmenn höfðu oJfriöra yfirhönd og í hálfíeik stóðu leikar 9:3, og um skeið stcðu leikar 17:4 fyrir Val. TILKYNNING ril viðskiptavioa Kristjáns 0 Skagfjörðs Kaupum gömul nœfonsief {(ristján Ö. Skagfjörð h.f., iieykjavík ’ r ' .- , / ' ' "í' •' . ,. * ,i . 'p , ■’ » .- •• L', . ^4' V,- V / /t - * ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.