Þjóðviljinn - 01.04.1960, Page 6

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Page 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 1. apríl 1960 Utpefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Tovfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, .Tón Bjarnason. Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. txr Hættulegt vanmat Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, telja það hæfilegt og rétt að nú á þessu ári skuli fjárveiting „til skálda, rithöfunda og listamanna“ eins og það heitir í fjárl-agafrumvarpinu, vera sama og árið áður, 1.260.000 krónur. Þá upphæð setti fjármálaráð- herrann, Gunnar Thoroddsen, í hið endurskoðaða frumvarp sitt, um leið og upphæð fjárlaganna sjálfra hækkaði gífurlega. Og engu fékkst um þokað til hækkunar. Hver einasti þingmaður Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins lagði nafn sitt við það í nafnakalli að hálf þriðja milljón væri of mikið í þessu skyni, og einnig að tvær milljónir væru líka of mikið. Hver sem verður vitni að því hvernig milljónum er hent í eitt og annað við afgreiðslu fjárlaganna nú- orðið, hlýtur að undrast þessa afgreiðslu pg telja hána hneykslanlega. tzu TVTú kann einhver forsvarsmanna atþmjafnaðar- ’ stefnu Alþýðuflokksins að rísa upp og segja að skáldin, rithöfundarnir og aðrir listamenn geti bara farið í fisk, og það verða þeir svo sannarlega að gera flestir hvað sán ríkisfram- lagi líður. Og úr sömu átt gætu heyrzt þær radd- ir að nú þegar ríkisstjórnin ætlar verkamönn- um að hafa óbreytt kaup samtímis því að óða- dýrtíð er skipulögð, sé rithöfundum og öðrum listamönnum ekki vorkunn. En þá kemur til dæmið hans Einars, sem er nógu einfalt til þess ■að birta mönnum í svip sannindi, sem margir gera sér ekki Ijós, dæmið um skáldalaun Þor- steins Erlingssonar. Flestir okkar hafa fengið þá hugmynd að skáldalaun Þorsteins hafi verið smánarlega lág, auk þess sem við hneykslust á fordómunum og níðinu sem fylgdi þeim. En þegar 600 króna skáldalaun Þorsteins eru bor- in saman við verkamannakaup þess tíma og hugað að verkamannakaupi nú, kemur í ljós að sambærileg upphæð væri nú nálægt 50 þúsund krónur! En Alþingi siálft tiltekur „laun“ til tveggja skálda af almennu upphæðinni og nefn- ir ,,heiðurslaun“. Þau eru að upphæð 33.200 krónur. Fáeinir rithöfundar og listamenn aðrir fá þá upphæð, en margir úrvalsmenn fá nú 20 þúsund krónur og aðrir enn minna. mt ua ajj 1 Tthlutun listamannalauna hefur verið mjög um- deild og er það ekki nema eðlilegt. Núver- andi skipulag tóku Sjálfstæðisflokkurinn, Fram- sókn og Alþýðuflokkurinn upp fyrir fjórtán ár- jljj um, og hefur það alltaf verið talið „bráðabirgða- *»!} fyrirkomulag“ og nefnd kosin til úthlutunar ár- rtl'j lega, vegna fyrirhugaðra breytinga. Engan staf- krók af reglugerð hefur Alþingi eða ríkisstjórn í!!j látið fylgja nefndinni til leiðbeiningar í þessu jfcj! vandasama starfi, með þeim afleiðingum að ma: meiri hluti nefndarinnar hefur jafnan talið sig —meira og minna bundinn af því fyrirkomulagi Hjj; sem komið var á áður en hún tók til starfa. Sósíalistaflokkurinn var og er andvígur þessu fyrirkomulagi og hefur reynt á Alþingi að fá lögfesta skipan þessara mála, sem samtök lista- m manna voi'u orðin sammála urn, en árangurs- laust. Það sem örðugast hefur þó verið í starfi P2 nefndarinnar er hvað upphæðin á fjárlögunum hefur staðið í stað eða hækkað lítið. Með hverju ári fjölgar ágætum listamönnum, ekki sízt í Smyndlist og tónlist. En Alþingi samþykkir eins og ekkert hefði ískorizt sömu upphæð til skipta. & »4 »4 m íSH sr.~ X7: n Sít *-r*~V* »o-» ** irtí: czx iSI Frosi Ólafsson (Pozzo) Brynjólfur Jóhannesson (VlaJimir) Árni Tryggvason (Estragon) Guðmundur Pálsson (Lucky). Leikfélag Reykjavíkur: BEÐIÐ EFTIR GODOT eftir SAMUEL BECKETT Leikstjóri: Baldvin Halldórsson ,,Mitt er að yrkja, ykkar að skilja" sagði Gröndal forðum, og eitthvað svipað er haft eft- ir Samuel Beckett, hinu fræga og umdeilda írska skáldi. Leik- rit hans hafa verið skýrð á marga og ærið’ólíka veg'u, en sjálfur er hann hlutlaus eða þögull um þau mál: ,,Ef ég vissi hver Godot væri myndi ég segja allt af léttau. Sumir telja ,,Godot“ til sorg- arleika, aðrir gamanleika, en hann er hvorugt eða bæði. Tveir umrenningar bíða ókunn- ugs manns sem aldrei kemur — það er efni leiksins; hann fjallar í rauninni um ekki neitt, þar gerist ekkert að heita má. Flækingar þessir eru skítugir, hunzaðir og soltnir, þeir vita hvorki hvar þeir eru staddir né hvað timanum líður, og íor- tíðinni hafa beir að mestu gleynit; þeim er efst í huga að hengja sig, en trjágreinin er oí' veik og beir eiga ekki snæri. Þeir mæla sundurlaus og kyn- leg orð, hjala án afláts um einskisverða hluti til þess eins að stytta sér stundir eða sanna að þeir séu lifandi, séu til í raun og veru; stundum reyna þeir að leika- sér eða hlæ ja, en tekst ekki. Lagsbræður eru þeir frá fornu fari og geta ekki hvor án annars verið, en eru þó einmaná, vinátta þeirra velkt og slítin. Þeir þrá hinn dularfulla Godot og hræðast um leíð, en þekkja hann ekki, haí'a ekki fremur en við minnstu hugmynd um hver eða hvað hann er — á hann að tákna guð eða dauðann eða eitthvað annað, eða er hann aðeíns biekking ein? Hann hef- ur lof'að þeim félög'um að koma og bjarga þeim með ein- hverjum hætti, en svíkur þau loforð jaí'nharðan, en í stað hans kemur kúgarinn Pozzo á- samt hálfdauðum örvita þræli sínum.sem ber í háðungarskyni nafnið Lucky, sá heppni. Pozzo er skrumskæld ímynd hins ver- aldlega valds, að þvi ætla má, ríkur og grimmur en einmana eins og hinir, haldinn van- máttarkennd og ótta og á einn- ig niðurlægingu og' algera rotn- un í vændum: þegar hann birt- ist aftur er hann orðinn blind- ur og þrællinn mállaus, og þannig er mannleg tilvera að dómi skáldsins. Við fæðumst með annan fótinn í gröíinni, lífið er fáránleg martröð, við- bjóðslegur sori, endileysa og vitfirring. Aðstaða mannsins er íráleit og vonlaus, eftir hverju erura við að bíða? Helstefna skáldsins, bölsýni og l'fsleiði. örvænting og ótti er sízt til fyrirmyndar, en ekk- ert einsdæmi nú á dögum, held- ur eitt af einkennum hins borgaralega heims: ómælishaf skilur mann frá manni, lífið er algerlega tilgangslaust og mein- ingarlaust — sá boðskapur er kunnari en frá þurfi að segja. Trúarlegra hugmynda gætir mjög í .,Godot“, og þeirri hugs- un verður ekki varizt að Beck- ett sé einn þeirra rrtanna sem glatað hafa barnatrú sinni og misst alla fótfestu' um leið, manna sem þola ekki að horf- ast í augu við lífið og fram- tíðina, sjá kolsvart hvldýpi gapa við . fótum sér, eygja enga ljósglætu, enga von. Sjón- armiðum þeirra er okkur hollt og skylt að kynnast, einnig þau eru til þess fallin að víkka sjóndeildarhringinn, gera okk- ur reynslunni rikari. Leikrit Samuels Becketts geta reitt áhorfendur og les- endur til reiði, fyllt þá velgju eða viðbjóði, en þau eru sarnt hugtæk verk og láta engan ó- snortinn; þess'er ekki að dylj- ast að Beckett er bæði snjall leikhúsmaður og gott skáld. ..Beðið eftir Godot'' er gætt undarlegu seiðmagni og held- ur huganum föstum allt til loka. og má þar kenna aðal ósvikins skáldskapar, og ríkri kímni höfundarins ber ekki að gleyma. Hann er tæpast mikill né frumlegur hugsuður, enda trúr lærisveinn landa síns, hús- bónda og vinar James Joyce og raunar fleiri stórskálda, og til- raunir hans með leikræn form eiga sér kunnar hiiðstæður í i'ortíð og nútíð. En það er eng- um heiglum hent að semja eins snjallt sviðsverk og „Godotj' án atburðarásar og átaka, skap- gerðarlýsinga og leikrænnar stígandi; Beckett hefur með sínum hætti fært út takmörk sviðsins, auðgað leikrænar bók- menntir nútímans. Mál hans er nýstárlegt og ferskt, orðsvörin hnitmiðuð, táknræn og marg- ræð, gædd undarlegu sefjandi hljóðfalli: dramatísk ijóð í ó- bundnu máli. Það, er engin furða þótt hann sé eitt helzta átrúnaðargoð þeirra manna sem kalla sig' „avantgarde“ eða framherja í leikhúsmálurn og fastast sækja gegn náfúralismá og arfgengum vehjum. Skilningur manna á verkum Samuels Becketts ' og skyldra nútímaskálda er margvíslegur sem vænta má, sumir leggja mesta áherzlu á bölsýni og beizkju. aðrir á trúðleik -og kvnlega kímni. Mig' ákortir alla þekkingu til að dæma um þá hluti, en að mínu viti fer hinn vandvirki og glöggsýni leik- stjóri Baldvin Halldórsson rnjög nærfærnum höndum um verk skáldsins, sviðsetning hans er fáguð. þaulhugsuð og þraut- r'eynd . í hverju atriði: orðsv.ör, hreyfingar. þagnir. ■ Samtöl Becketts eru stundum - nokkuð langdregin eða þreytandi, þv.í er ekki að neita, og þar hefði hraðinn átt að vera meiri, en innileiki og iistræn alvara ein- kenna sýninguna, hún er ölium sem að henni vinna til ótví- ræðs sórna. Mesta athygli og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.