Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Kappræðufundur ÆFR og Heimdallar Framhald af 4. síðu. Hækkun — lækkun Guðmundur J. Guðmunds- fletti vægðarlaust ofan af hræsni Sjálfstæðisflokksins í kjaramálum verkamanna. I tíð vinstri stjórnarinnar kröfð- ust útsendarar Sjálfstæðis- isflokksins í Dagsbrún 50% kauphækltunar. Eftir að lepp- stjórn þeirra, krataetjómin, komst til valda í fyrra var fyrsta verk þeirra að láta hana lækka kaup verkamanna um 13,4%. Og nú er stefnt að enn stórkostlegri skerðingu á kjörum verkalýðsins og allrar alþýðu. Guðmundur lauk ræðu sinni með heitri hvatningu til al- þýðuæskunnar og allra laun- þega að láta landið állt loga í mótmælum og linna ekki sókninni fyrr en afturhalds- stjórainni yrði hrundið. Var hvatningu Guðmundar ákaft fagnað af fundarmönnum, ut- an nokkurra fyistubekkinga, sem nú höfðu fengið merki um að baula. Tíaunverulegur sjómaður? Menn höfðu almennt beðið ræðu Péturs alþingismanns Sigurðssonar með eftirvænt- ingu. Það var þó óþarfi, því að þegar til kom reyndist hún aðeins hjáróma viðauki við ræðu fyrirbærisins Othars Hanssonar. Pétur endurtók brigzl Morgunblaðsins um gjaldeyrissvik íslenzkra náms- manna erlendis. Hélt hann því fram að þeir væru fæstir Þjóðviljann vantar ungling til blaðburðar um Tjamargötu Talið við afgreiðsl- una# sími 17-500 SKIeAttTCCRÐ BIKISIWS v Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar þinn 7. þ.m. Tekið .á móti flutn- jngi í dag og árdegis á morg- un til Tálknafjarðar, áætlunar- þafna við Húnaflóa og Skaga- fjörð og til Ólafsfjarðar Far- peðlar seldir á miðvikudag. Kaupið ÞJOÐVILJANN „raunverulegir námsmenn“ og liefur þá sennilega haft í huga sambærilegt dæmi -—• nefni'.ega Sjómannafélag R- víkur, þar sem menn eins og Pétur Sigurðsson greiða at- kvæði m.m. án tillits til hvort þeir eru raunverulegir sjó- menn!! Margra ára starfs- reynslu sína og alþekktar gáfur sannaði Pétur hins veg- ar snarlega er hann með djúp- hugsuðum rökfræðilegum lík- ingum færði sönnur á að Guðmundur J. væri ekki fisk- ur!!! Pétur ætlaði greinilega að „slá í gegn“ með því að sprengja hina gömlu lyga- bombu — að Magnús Kjart- ansson hefði á stríðsárununi haft samstarf við nazista. Vart mun hann þó hafa ver- ið hreykinn af afreki sínu eft- ir að Ingi R., sem talaði næst á eftir, hafði minnt hann á, að Heimdallarpiltur einn, sem viðhafði sömu ummæli á inn- anfélagsfundi fyrir nokkrum árum, hefði tekið þau aftur fyrir rétti og beðizt afsök- unnar á þeim. Pétur: Ekki venja . . . Ingi R. Helgason lauk um- ræðunum af hálfú ÆFR. Svar- aði hann ýmsu í ræðum Heimdellinga, en bar síðan upp eftirfarandi tillögu og mæltist til þess, að Pétur Sig- urðsson gerðist meðflutnings- maður að henni: „Sameiginlegur fundur Æsku- lýðsfylkingarinnar og Heim- dallar, haldinn í Sjálfstæðis- húsinu þriðjudaginn 29. marz, fordæmir liarðlega þann opin- bera fjandskap gagnvart ís- lenzku þjóðinni og þann beina stuðning við Ódæðisverk Breta í íslenzkri landhelgi, sem fólginn er í tillögu Banda- ríkjanna á yfirstandandi sjó- réttarráðstefnu Saineinuðu þjóðanna, og skorar eindregið á fulltrúa Islends á ráðstefn- unni að hvika hvergi frá nú- verandi 12 mílna fiskveiðilög- sögu íslands". Pétur neitaði að verða með- flutningsmaður að tillögunni og bar fyrir sig að slíkt væri ekki venja á svona fund- um. Vera má að það sé tilvilj- un, hversu þessi viðbára Pét- urs minnir á röksemdir höf- uðóvina okkar í landhelgis- málinu, Breta og Bandaríkja- manna, en þeir hamra einmitt á því í málflutningi sínum, að tólf mílna landhelgi sé ekki venja. En neitun Péturs stað- festir enn einu sinni óheilindi þingliðs íhaldsins í þessu lífs- hagsmunamáli þjóðarinnar. Húrra fyrir .... Birgir ísl. Gunnarsson tal- aði siðastur. Lauk fundinum með því að hann stjórnaði af skörungsskap ferföldu húrra- hrópi fyrir Islandi. Tóku all- ir fundarmenn undir, þótt sumir gætu á eftir ekki þag- að yfir undrun einni á því, að háttvirtur ræðumaður skyldi ekki hafa látið hrópa húrra fyrir allt öðru — nefnilega „viðreisnarstefnu" ríkisstjórnarinnar! ? En þetta var nú ekki gáfuleg spurning — því að allir vissu svarið. F. E. S. Ég óska kollega mínum, Bjarna Beinteinssyni, til ham- ingju með hve prýðilega hon- um hefur tekizt að ritskoða ræður Heimdellinga, sem hann birti glefsur úr á síðu ungra íhaldsmanna í gær. Dæmh ummæli herra Othars Hanssonar: ......á bif. tofum opinbcrra blýantsnág. ra. hljóðar á hinni ýfirlætis’.ausu þýðingu B.B.: „.. á biðstof- um opinberra stofnana. . “ Hvern’g væri annars, Bjarni, að birta tillögu Inga R. He'gasonar orðrétta ? sami. i: 1111111111111111111 m 1111111111111 m111 m1111111111:11: i i 111111111:111 i 11 i 11111111111111111 ií 11111111111111111! i i m 11 i 11 m 111 in 11 í i n: ni ISABELLA Kvensokkar eiga, meiri vinsældum að íagna um allt land, en nokkur önnur sokkategund. ,Þ e i r k 1 æ ð a v e 1 og endast lengi ÍSABELLA lækkajc sokkareikninginn MAKGIR liafa furðað sig á því undanfarin ár, liversvegna ÍS ABELLA. sokkarnir reyndust svo framúrskarandi vel, eins og margra ára reynsla hefur sýnt. ÁSTÆÐAN er sú; að þeir eru gerðir úr undragarninu SILON sem framleitt er í Tékkó- slóvakíu og er einstakt í sinni röð. Búnir til í stærstu sokkaverksmiðjum Evrópu í Tékkóslóvakíu UMBOÐSMENN: ÞÖRÐUR SVEINSSON & Co. H.F. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiitii ÍSABELLA — ANITA ÍSABELLA — BERTA fínir — saumlausir ÍSABELLA MARÍA Sterkir — fallegir með saum Orðsending til útgerðcirmanncB Alls konar stálvírar Lyftuvírar Kranavírar Snurpuvírar Trollvír Vinnsluvírar Vírmanilla i Ormalína HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Kristján Ö. Skagf jörð hi. Reykjavík. (iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiimmiimiimmimmiiiiiimimmimimimmmiimmmmmiiimmimiimmmii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.