Þjóðviljinn - 07.04.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.04.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Útvarpið Skipin Flugferðir □ 1 dag er fiinmtudagurinn 7. aprQ — 98. dagur árains — Hegesippus — Tungl í hásuðri kl. 21.25 — Ardegisháflæði kl. 2.18 — Síðdegisháflæði klukkan 14.25. Næturvarzla er í Keykjavíkurapó- teki 2. til 8. apríl. 12.50 Á frívaktinni. sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnars- dóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. Tón- leikar. 20.30 Eru starfsaðferðir kirkjunnar úreltiar á atómöld? — erindj (Séra Lárus Arnórsson). 21.05 Píanótónieikar: Rögnva'dur Siguk-jónsson leikur sónötu í h- moll op. 58 eftir Ghopin. 21.25 Uppiestur: Magnús Á. Árnason listmálari les eigin þýðingar á ljóðum Tagore. 21.40 Islenzk tónlist: Verk eftir Þórarin Jóns- son. 22.20 Smásaga vikunnar: Saga sögð úr dimmunni eftir Rainer Marie Rilke, þýdd af Hannesi Péturssyni (Sigríður Hagalín ieikkona). 22.40 Frá þriðju afinælistónieikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Þjóðleik- húsinu 1. þ.m. Stjórnandi: Olav Kielland Sinfónía nr. 4 í e-moll eftir Bra.hms. — Skýrjngar með verkinu flytur dr. Hiallgrímur Helgason. 23.25 Dagskrárlok. Kvenfélagið Bylgja Fúndur annað kvöld kl. 20.30 á. Bárugötu 11. Félagskonur í Styrktarfélagi van- gefinna. Munið fundinn í Aðal- stræti 12, fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Frú Sjgríður Thorlacius flytur erindi. Ungar stúlkur úr Barnamúsikskólanum leika á flautur. — Stjórnin. Þýzkalandsstúdentar. Munið fundinn í kvöld kl. 8.30. Menntaskólahúsinu. Leiguvélin er vænt- anleg kl. 9 frá N. Y. Fer til Os’óar, Gauta- borgar, K-hafnar og Hamborgar kl. 10.30. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 23 frá Lúxemborg og Amster- dam. Fer til N.Y. klukkan 00.03. Gullfaxi fer til Glas- gow og K-hafnar kl. 8 í fyrramálið. — Innanlandsflug:— 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreksf jarðar. Vest- mannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er áætla.ð iað fljúga til Akureyrar, Fagurhólsm., Horna- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Dettifoss kom til R- v,kur 5. þ.m. frá Akranesi. Fjallfoss fór frá Stöðvarfirði 2. þ.m. til Grimsby, Rotterdam, Antwerpen og Ham- borg. Goðafoss kom til Abo 5. þ. m. fer þa.ðan í dag til K-hafnar og Rvíkur. Gullfoss fer frá Rvík í kvöld til Hamborgar, Helsing- borgar og K-hafnar. Lagarfoss fór frá Rvík 2. þ.m. til N.Y. Reykja- foss fór frá Eskifirði i gær til Danmerkur og Svíþjóðar. Selfoss fór frá Gautaborg 4. þ.m. til R- vikur. Tröllafoss fór frá N. Y. 28. f.m. til Reykjavíkur. Tungu- foss fór frá Rotterdam 4. þ.m. til Reykjavíkur. Hvassafell er í Sas van Gent. Arnarfell fór í gær frá Kefla- vík til Rotterdam, Rostock, K-hafnar og Heröya. Jökulfell fór 1. þ.m. frá N.Y. tjl Rvíkúr. Dísarfell fór 4. þ.m. frá Rotterdam til Horna- fjarðar. Litlafell er á leið til R- víkur frá NorðurlandshöfnUm. Helgafell er í Reykjavík. Hamra- fell er í Hafnarfirði. ^ Drangajökull kom til Rvíkur í gær. Lang- jökull var við North- unst í fyrradag á leið til Ventspils. Vatnajökull er í Reykjavík. Hekla fór frá Rvík í gær vestu r um land til Akureyrar. Herðu- breið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Reykjavík. í dag vestur um la.nd til Akureyr- ar. Þyrill er á leið frá Bergen til Reykjavikur. Herjólfur fer frá Vestmanniaeyjum kl. 21.00 i kvöld til Reýkjavíkur. LeiSréfcting. Nafn varafor- manns Fé;ags bifvéiavirkja misprentaðist í blaðinu í gær. Hann heitir Björn Steindórs- son. Þá var rangt skýrt frá hvenær aðalfundurinn hefði verið haldinn, hann var fyrir viku. Þyrlur geta Seyst sara?ön?Bvandamál Framhald af 3. síðu. þyrilvængju milli Brussel og Kölnar. Hafði hún viðkomu með póst og farþega í fjölda smábæja milli hinna stóru flugvalla þessara borga. Og þannig eru þyrilvængjur nú mikið notaðar á meginlandi Evrópu til póst- og farþega- flulninga milli aðalflugvalla álfunna. Þykir flug með þeim í góðviðrum hin mesta listi- semd sökum þess, hve lágt þær fljúga að iafnaði, svo að auðvelt er -,*> grannskoða þau landssvæði, sem yfir er farið. Um flughæfni þyrilvængjanna í miður góðu veðri þarf hins vegar ekki að fjölyrða, þar sem kunnugt e". að þær eru mikið notaðar við björgunar- störf, oft \ið iiin erfiðustu skilyrði. Ástæðulaust er líka að fara mörgum orðum um það, hví- líkt hagræði það væri Vest- firðingum, ef þyrilvængja færi hringflug um Vestfjarðarkjálk- ann á degi hverjum, eða þótt ekki væri nema annan hvern dag, með póst og farþega og stæði síðan í beinu sambandi við stærri fiugvél, er héldi uppi flugferðum milli Reykja- víkur og ísafjarðar. í þessu sambandi skal það fram tekið, að það er skoðun flutningsmanns þessarar til- lögu, að sams konar fyrir- komulag ætti engu síður við á Austfjörðum með Egilsstaða- flugvöll sem miðpunkt og tengilið við Reykjavík. Færi vel á því. að sú hlið málsins yrði athuguð jafnframt af sér- fræðingum ríkisstjórnarinnar í flugmálum. ÞJð'ÐVILJANN vantar ungling til blað- hurðar í M e ð a 1 h o 11 Talið við afgreiðsluna, sími 17-500. Trúlófonir Giifingor SIÐAN LA HUN STEINDAUÐ 46. dagur. var ekki hægt að haga sér eins við yfirmann qg óbreyttan lög- regluþjón. Engan veginn. En íulltrúinn var ekki þyrst- ur í te, heldur upplýsingar. Hann afþakkaði gott boð og hélt síðan spurningum sínum áfram. — Þið segizt, herrar mínir, hafa komið á skrifstofuna í Angelico stræti og fundið raf- magnsbræðsluofn í kjallaran- um; og þér, prófessor, funduð talsvert magn af silfri í afkima í skrifstofunni. — Og gulli. — Og gulli. Mjög athyglis- vert, herrar mínir. Þið voruð heppnari en Elkins rannsókn- arlögregluþjónn, sem fann ekki einu sinni staðinn. Það kom í Ijós, að hann hafði alian morg- uninn verið að leita í Jellicoe stræti . . . ég segi þetta ekki af neinni lausmælgi, en til þess að ykkur sé ljóst að starí mitt verður engu auðveldara, þótt ég hafi fleir.i menn undir minni stjórn. En ég vil gjarnan sjá þennan leyniskáp. Og ég vildi Hka gjarnan sjá þennan stað í Carlisle stræti, sem þið minnt- Ust á, en ég er hræddur um að þeir veiti mér ekki þessi þrjú pund sem það kostar . . . Já, og nú komum við að Millie. Það virðist hafa áhrif á ungfrú Fisk að heyra það nafn. Hvern- ig stóð á því? — Við höfum alls ekki séð Millie, sagði doktorinn. — Og ekki Elorrie heldur. En hvaða gagn gætum við haft af þvottakonunni? —- Allt getur komið að gag'ni, þegar ekkert miðar áfram, sagði Urr.y beizkur í bragði. — Er ykkur ljóst að við vit- um litlu meira núna, en morg- uninn sem Þrumu-Elsa fannst látin? Við höfum fengið sæg af tilviljunarkenndum, ósam- stæðum upplýsingum, og fæst- ar þeirra koma málinu við. En við höfum ekki hugmynd um það, hver myrti bústýruna yð- ar, dr. Blow, eða hvers vegna. í fyrramálið fer ég sjálfur til London og svipast um. — Og svo er það silfurvas- ínn minn. Gleymið honum ekki! — Ég hugsa mikið um silf- urvasann yðar. En hins vegar er um morð að ræða. Morð herrar mínir. Þvi megum við ekki gleyma. Þér sögðust hafa skrifað lausnina á blaðaget- rauninni í kvikmyndahúsinu, meðan ljósið var kveikt, pró- fessor Manciple. Það var í Ode- on, er ekki svo? Og þér fleygð- uð snifsinu sem þér höfðuð rif- ið af. Sáuð þér, hver sat við hliðina á yður eða fyrir fram- an yður? — Ég geri tæplega ráð fyrir að þér hafið fleygt rifrildinu aftur fyrir yðhr. Það væri tæplega sæmandi. — Ég man það núna að ég reif ofan af blaðinu, þegar ég var búinn að uppgötva þessa villu mína, og stakk snifsinu niður með sætinu. Ég fleygði því ekki i'rá mér. — Niður með sætinu — eig- ið þér við niður í bilið milli yðar sætis og næsta sætis? — Já, það hlýtur víst að vera. Ég gáði ekki að því. Jú, það er satt, ég fann fyrir ein- hverri snúru eða teygju eða þess háttar, og svo stakk ég snifsinu niður með henni. Ég vildi bara losna við. það — ég var eiginlega ekkert að hugsa um hvar það lenti. —• Og þér sáuð ekki hver sat við hliðina á yður? — Nei. Eiómiðarnir eru orðn- ir svo dýrir að það er um að gera að missa ekki af neinu, svo að ég Ht bókstaflega aldrei af tjaldinu. Og þó er ég efins í að maður hafi fullt gagn af þeningunum. Helmingurinn af tímanum eru þeir með áróður íyrir nærfatnaði handa kven- fólki. — Hm. Og þá dettur mér í hug, að það er ekki ólíklegt að teygjan sem þér urðuð var við, hafi verið sokkabandið hennar i'rú Sollihull. — Nei, heyrið mig nú, herra fulltrúi! — Afsakið — ég vil ógjarn- an móðga yður. En slikt getur alla hent, ekki sízt þá sem líta ekki af tjaldinu andartak. Og í myr.krinu í kvikmyndahús- inu er ekki ósennilegt, að ráðs- kona dr. BIows hafi getað set- ið við hliðina á yður án þess að þér tækjuð eftir henni. — Já, en hafi hún verið í bíó, byrjaði dr. Blow með ákefð, þá hlýtur að hafa verið fr.'dagurinn hennar — miðviku- dagur, ha — alveg eins og ég hélt. — En það var þriðjudagur. Fyrst frú Sollihull fór í bíó á þriðjudegi, hefur hún ef til vill ekki kært sig um að prófessor Manciple sæi hana. Hún hefur þá verið að skrópa, er ekki svo. — Það væri að minnsta kosti skýring á því að ég fékk aldrei teið mitt. Ég' vil ógjarnan bak- tala konu, sem horfin ,er úr rúðskonustöðu hjá mér; en nú man ég að ég kallaði iðulega á hana þennan hálfa mánuð, sem hún var hjá mér, en hún kom aldrei. Ég kalla venjulega á þær, og ef þær koma ekki, þá gleymi ég að ég hef kallað. En það er rnjög ámælisvert að íara þannig að heiman, án þess að hafa útbúið te handa mér. Heyrið mig, hvar skyldi ung- frú Engell vera? — Kæri Blow, ,,þú sagðir okkur sjálfur, að hún hefði farið til móður fyrsta eigin- manns síns með ostkökur. Auk þess er ekki enn kominn te- tími. Hefurðu athugað hvort ekki stendur tebakki frammi í eldhúsi? — Já, nú man ég það. Já, einmitt. Það er ostkökudagur- inn hennar. Ég fann lyktina af þeim í morgun. — Hún finnst ekki legur., Hún hefur sjálfsagt tekið þær allar með sér. Ég hefði annars lyst á svo sem. einni ostköku núna. — Hún lagði sjálf til ostinn, mundu það. Urry fulltrúi fór að velta fyrir sér, hvort lærðir menn ræddu ævinlega um svona há- leit mál, begar þeir væru sam- an. Sjá’fur vildi hann helzt ræða um lótbolta. Hann reis á fætur. — Nú verð ég að fara, sagði hann. — Á morgun fer ég inn í Angelico stræti til að vita hvort ég' verð nokkurs vísáfi. Bráðum hlýtur eitthvað að ger- a'st; óheppnin getur ekki e!t okkur endalaust. Sælir'.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.