Þjóðviljinn - 12.04.1960, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1960, Síða 1
VILJINN Þriðjudagur 12. apríl 1960 — 25. árgangur 86. tölublað. Var frestað Á laugardaginn átti að tefia 12. skákina í einvígi þeirra Tals og Botvinniks um heims- meistaratitilinn, en henni var frestað vegna vei'kinda Bot* vinniks. Næsta skák í einvíginu verður tefld ’í dag. Jén bætir met Rannsókn á embættisfærslu Viibjálms Einarss. lögreglúsijóra óhjákvæmileg Ástandið innan lögreglnnar hneykslanlegt og stórhættulegt Óreiðan og óstjórnin innan lögreglunnar í Reykjavík er nú komin á það stig að stórhættulegt er. Nýjustu atburðir sýna ljóslega að óhjákvæmilegt er að hefja c-pinbera rannsókn á allri embættisfærslu lögreglustjór ens í Reykjavík, Sigurjóns Sigurðssonar, og leysa hann frá störfum. Atburðir þeir sem urðu inn-! an lögreglunnar fyrir skömmuj vöktu bæði óhug og undrunj bæjarbúa. Eftir fréttum að dæma minnti ástandið í þeirri stofnun sem á að gæta laga og réttar ’í bænum helzt á and- rúmsloftið í glæpafélögum. eins og þau eru kynnt í bandarísk- um kvikmyndum eða sakamála- sögum. Svo var að sjá sem starfsmenn lögreglunnar gerðu í því að senda hverjir öðrum hótanabréf, þar sem ekki var boðið upp á minna en morð hverju sinni. Þar við bættust gagnkvæmar ákærur um smygl, Sigurjón Sigurðsson , lö,greglustjóri geðbilun, valdníðslu, embættis- afglöp og hver veit hvað, Framkoma lögreglustjóra Margt er stórfurðulegt í þessari sögu, en e'kkert þó kynlegra en framkoma lög- reglustjórans. Hann heldur því sjálfur fram að hann hafi fengið tvö hótanabréf í janú- armánuði. Hann þykist vita þegar að sendandinn sé Magnús Guðmundsson lögreglumaður sem starfað hefur í Reykja- víkurlögreglunni á annan ára- tug (!), enda ber lögreglumað- ur sem er mjög handgenginn lögreglustjóranum að hann hati sjálfur verið viðstaddur þegar annað bréfið var skrifað á rii- vél 'í utanríkisráðuneytinu!! En lögregiustjórinn gerir ekkert í málinu, lokar aðeins bréfin niðri í skúffu hjá sér. Það er ékki fyrr en Magnús Guð- mundsson kærir yfirboðara sinn, Magnús Sigurðsson varð- stjóra, fyrir valdniðslu og liverskyns embættisafglöp nærri þremur mánuðum síðar, að lög- reglustjóri dregur hótanabréf- in upp og sendir þau sakadóm- ara sem gagnkæru vegna kær- unnar á varðstjórann. Æðsti gæzlumaður laga og réttar í Reykjavík kveðst þann- ig hafa geymt bréfin til þess að geta notað þau síðar til ógn- ana eða sem gagnsök ef lög- reglumaðurinn leyfði sé að gagnrýna eitthvað í fari yfir- boðara sinna! Það virðist því mega álykta sem svo að lög- reglustjórinn hefði hilmað yfir morðhótanirnar ef lögreglu- þjónn sá, sem hann taldi send- andann. hefði verið nógu auð- mjúkur og hlýðinn við hann persónulega. Ömurlegt andrúmsloft Þótt þessir atburðir ve'ktu að vonum mikla furðu, kom það kunnugum ekki á óvart þótt eitthvert stórhneyksli kæmi upp innan lögreglunnar, eins og stjórn Sigurjóns Sig- urðssonar hefur verið háttað. Þar hefur á síðustu árum þró- azt slíkt andrúmsloft að með ólíkindum má teljast. Innan liðsins eru nokkrir menn sem hafa það sem aðalverkefni að njósna um félaga sína fyrir lögreglustjóra, fulltrúa hans og suma varðstjórana. Afleiðingin. hefur orðið njósnir og gagn- njósnir, gagnkvæm tortryggni og úlfúð, yfirheyrslur þar sem •lögreglumönnum hefur verið skipað að bera vitni hverjum gegn öðrum; þannig hefur lög- reglustjóri reynt að safna sak- argiftum á undirmenn sína og notað þær síðan sem hótanir í þeirra garð. Þetta ástand hef- ur stórlega torveldað lögreglu- mönnum öll störf. Greiiwnar aðalatriði! Þó tók fyrst í hnúkana, þeg- Framhald á 2. síðu. Á innanfélagsmóti KR uin helgina setti Jón Pétursson IÍR nýtif íslandsmet í þrístökki inn- an liúss án atrennu. Stökk liann 10,08 metra og bæt'íi fyrra met Vilhjálms Einarssonar um 5 sentimetra. Annar í þrístökkskeppninní varð Brynjar Jensson, s'iöklv 9,14 metra. í langs'iökki án atrennu sigraði Jón Ólafssoa IR, stiikk 3,07 m. Jón Pé';urs> son stökk 1,90 í liástökki með atrennu, Jón Ólafsson 1,80. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiuiMimtmij viS steðjanni í dagr er Félag járniðnað- = armanna, eitt öflugasta = verkalýðsfélag Reykjavík- = ur, fjörutíu ára gamalt. = Því birtir Þjóðviljinn þessa = mynd af járnsmiðnum við = steðjann með reiddan liam- = ar. Það á sérstaklega vel = við að birta einmitt þessa = mynd, því að járnsmiður- = inn er Loftur heitinn Þor- = steinsson, sem um langt = skeið var cinn helzti for- = ustumaður félagsins. Hann = var formaður þess 1921 til = 1922 og aftur 1930 til 1938. = Afmælisgrein um Félag = járniðnaðarmanna er í opn- = unni. = MIIIIMIIIMIMIMMIIMIIIMiMIMIIIMMMilll Bandaríkin eru vonlaus um nægilegt fylgi á hafréttarráðstefnunni í Genf Líklegt er nú talið, að engin tillaga fái nægilegt fylgi á hafréttarráöstefnunni í Genf, til að' löggildast sem al- þjóöasamþykkt. Von Bandaríkjamanna um aö fá Mexíko til fylgis viö sig brast í gær, er Mexíkó geröist ásamt Venezúela aðili aö flutningi tillögu 16 Asíu- og Áfríku- víkja um 12 sjómílna landhelgi og 12 sjómílna óskerta fiskveiöilögsögu. Nefndaratkvæðagreióslur um framkomn- ar tillögur fara fram á morgun. Þessi 18 ríki bera frarrrtillög- una um að ríki megi taka sér allt að 12 mílna landhelg'i og 12 m lna íiskveiðilögsögu án nokk- urra skerðinga: Ghana, Ginea, Indónesía. Etíópía, írak, íran, Filippspyjar, Jórdanía, Mexikó, Libanon, Sameinaða arabaiýð- veldið, L.vbia, Marokkó. Jemen, Saudi-Arabía, Súdan, Túnis og Venezuela. í gær bar íulltrúi Kúbu fram tiilögu um forgangsrétt strand- rikis, þegar takmarka þarf afla. Fulltrúi Perú bar íram tillögu um að strandríki, sem er mjög' MlllllllllllllMMIIIIIIIIIHIIIIIIIMIIIIIIIIIIIllllllllllMMMIMIMIllllllllllHllllllllllllllIllllimillllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIMMí | Nú þarf að herða sóknina ( Frá happdrætti ÆF: Keppni milli deilda og einstaklinga er haíin. Félagar í eftirtöidum deilri- um eru búnir að taka til sölu af sinni áætlun: ÆFR: 63% ÆFK: 28,6% ÆF Akr.; 84%.. Árangur annarra deilda verða tiikynntir í næstu viku. Taflan yfir 20 sölu- hæstu einstaklingana í Reykjavik er komin upp i skrifstofunni í Tjarnargötu 20. Hver er nr. 1? — Hverj- ir eru þessir 20? 1. aðalskiladagur er á morgun. Þeir félagar sem ekki hafa tekið miða til sölu ennþá eru minntir á að skriístofan er opin 10—12, 1-—7 og 8—10. Herðum sókn- ina. Seljum alla miðana. Símar happdrættisins eru: 17513 og 24651. miiiiiiiiiimimiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiimiiimiiiimiiimiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM háð nýtingu auðæfa hafsins, geli ákveðið i'iskveiðilögsögu og haffc forgangsrétt um fiskveiðar í þeirri lögsögu. enda sé haft um t t , ð það samráð við sérstoínanir Sameinuðu þjóðanna. Gefin tillöfiu íslands John Hare, aðalfulltrúi Bret- lands á ráðstefnunni, flutti ræðu í gærmorgun. Lýsti hann yfir stuðningi við tillögu Bandarikj- anna og Kanada um 6 milna landhelgi og 6 milna fiskveiði- lögsögu að auki, þar sem er- lendum þjóðum yrði leyít að veiða áfram í 10 ár. í ræðUnni réðst hann eindregið gegn til- lögu íslands um sérréttindi strandríkja. sem ættu hag sinn að mestu leyti undir íiskveið- um. til að vernda fiskstoininní utan 12 sjómílna, þegar náuðsyil bæri til. Sagði Hare að Bretum þættl slæmt, að hin upphaílega banda-< riska tillaga hefði verið dregin til baka, en þeir mvndu þð fylgja Bandarikjamönnum áíram vegna tillögu þeirra um að lcyfa erlendum þjóðum að veiða innan Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.