Þjóðviljinn - 12.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. apríl 1960 Hvatningarorð tii Genfar Þjoðviijanum hefur ' 'borizt eftirfarandi frétt frá Stór- Stúku íslands: Stórstúkan hefur sent ís- lenzku sendinefndinni í Genf árnaðar- og hvatningarorð í J)eirri baráttu, er hún heyr nú fyrir réttlætismáli þjóðar vorr- ar. Stórstúkan skorar á önnur íslenzk félagasambönd og fé- lagsheildir að fara að dæmi hennar og staðfesta þannig enn einu sinni þann þjóðarvilja og einingu, sem að baki rétt- lætiskröfum vorum stendur. Fjórða bindi al- fræðibókar Gyld- endals komin át Út er komið fjórða bindi hinn- ar glæsilegu alfræðiorðabókar Gyldendals', Gyldendals Opslags- bog', sem- nær yfir stafina R—Á. Hér hefur áður verið sagt frá ■þessu rití sem ber danskri bóka- gerð fagurt vitni. Einsog fyrri biridin er þetta skreytt fjölda mynda, margar þeirra í litum, prentún, pappír og band er fram- úrskarandi sem fyrr. Enn er eftir eitt bindi og verð- ur: það heildarregistur yfir allt verkið. Bókabúð Norðra hefur umboð fyrir bókina hér á landi og geta áskrifendur vitjað fj'órða bindisins þar í þessum mánuði. Allt verkið, fimm bindi, kostar 475 danskar króriur, hvert bindi því 05. krónur. Eftir gengisfell- inguna verður verðið bér 2.850 krónur, eða 570 krónur bindið. Ásfcrifendur fá það þó á „gamla verðinu". Skólaskemmtun í Ólafsvík, Ólafsvík. — Frá fíétta- ritara Þjóðviljans. Hin árlega skólaskemmtun fcarria- og unglingaskólans hér í Ólafsvík var haldinn nýlega. Voru skemmtanirnar tvær. Hörður Zóphoníasson skóla- stjóri setti skemmtunina með á- varpi og kynnti skemmtiatriði. Nemendur lásu upp, sýndu leik- þætti,' sungu, og fl. var til skemmtunar. Var hinn bezti róm- úr gerður að skemmtuninni, sem var nemendum og kennurum til Baðker ,,, -'CM-/■ • Stærð 167 cm og 155 cm íyrirliggjandi. Sighvator Einarsson & Co. Skipholti 15 — Símar: 24133 — 24137. sumarkjólaefni Haínarstræti 11 Ný sending TVT'.j. ' í’ 1 1 hei'tir myndin sem Kópavogsbíó sýnir llOtl 1 iVaKaíOT llJn þessar mnndir. Þetta er þýzk dftns- og dægurlagamynd, skrautleg og skemmtileg. Að. ofan s.éf-t eitt atriði úr myndinni. Gengisbundin lán deiluefni vegna yfirfærslubóta Þjóðviljinn skýröi í vetur frá búsifjum þeim sem geng- islækkunin bakar fólki sem á undanförnum árum hefur tekið gengisbundin lán til að koma upp yfir sig húsnæði. Vorkjólar Vordraatir E I Ægi, 6. hefti þessa ár- = E gangs, er birt skrá yfir E E skip sem hættust við í E — skipastóllinn 1959. Á ár- S E inu voru keypt 4 farþega- E = og flutningaskip: Drang- E E ur, Herjólfur, Langjök- E E ull og Laxá. 1 togari. = E Keilir,og 31 fiskislip. Af = E fiskiskipunum voru 5 = E smíðuð hér, en 26 erlend- E E is, þar af 13 í, Austur- E E Þýzkalandi. E ~ Á árinu 1958 voru E = keypfc 1 farþega- og flutn = E ingaskip, 2 togarar. og 21 E E fiskiskip. Af fiskisk'p- = E unum voru 10 smíðuð hér. E E Það er athyglisvert að = = innflutningur fiskibáta úr = = stáli fer hraðvaxandi, en E = eikarbátum fækkar. Inn- E E flutningur stálbáta hófst E E á öndverðu ári 1955. E iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiii) iimiimmmmiiiiiiimimiimmimuiiiiiimmimiimrimiimm ......................................................................................... MARKADURINN Laugavegi 89. Sími 1-23-15. 1 Frjálsri þjóð var því haldið fram í síðustu viku að grunur léki á að ekki væri allt með felldu um þessi lánaviðskipti, svo sem hvort raunverulega væri um erlenda skuld að ræða. Þjóðviljanum hefur borizt af þessu tilefni athugasemd frá Fasteignalánafélagi samvinnu- manna, sem veitt hefur hin gengisbundnu lán. Þar segir, að tilefni skrifanna í Frjálsri þijóð muni vera ágreiningur um skiptingu yfirfærslubóta, hálfr- ar annarrar milljónar króna, sem komu til vegna þess að E hluti af láni vegna III. lána- floklcs félagsins var ekki flutt- ur heim fyrr en á síðasta ári. Félágsst-jórn telur að þeir eigi að njóta bótanna sem fengu þennan hluta hins erlenda láns, en sumir lántakendur telja að þær eigi að skiptast á alla lántakendur í flokknum. Hefur félagsstjórnin lagt til að máli þessu verði skotið til gerðai~ dóms sem Hæstiréttur skipi, og skrifað lántakendum III. flokks bréf um það. Auk þess ber stjórn Fast- eignalánafélagsins á móti ýms- um öðrum atriðum í fregn Frjálsrar þjóðar, svo sem að, líftryggingarfélagið Andvaka eigi hér hlut að máli, að lán- takan erlendis hafi verið gerð í heimildarleysi og að skilmál- ar sem lánunum *fvlgja séu óeðlilegir. uiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir If Hef pússningasand til sölu. Sími 23-220 Gunnar Guðmundsson 1 fisldski; BÆJARPÖSTURÍN ® Dymbilvikan og skemmtanabannið Vikan, sem nú er hafin, bar til forna nafnið dymbil- vika. Voru þá trékólfar hengd- ir í kirkjuklukkur til þess að hljómur þeirra yrði ekki eins skær og ella, því að annað þótti ekki hæfa þeim sorgar- dögum, er í hönd fóru en deyifður klukknahljómur cg döpur andakt. Sá siour er nú löngu aflagður hér á lálidi að binda trékólfa í kirkju- klukkur á páskunum, en þrátt fyrir það ber páskavikan enn mikinn deyfðar- og drunga- hlæ. Frá miðvikudegi fyrir skírdag og fram á annan í páskum má segja, að allar skemmtanir séu bannfærðar. Engar kvikmyndasýningar eru leyfðar, bannað er að stíga dans á opinberum skemmtistöðum, dagskrá út- varpsins er undirlögð þraut- leiðinlegri kirkjumúsik, ogsvo mætti lengi telja. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að öll þessi boð og bönn beri meir vitni sýndarmennsku og yfirdrepsskap en einlægni trú, a.m.k. þekki ég fáa sem verja þessum dögum til guð- rækilegra iðkana. Eins og kunnugt er, er páskafríið lengsta samfellda fríið, er flest vinnandi fólk fær að undanskildu sumarfriinu. Og flestir reyna eftir föngum að nota það sér til hressingar og skemmtunar. Allir, sem vettlingi geta valdið reyna auðvitað að komast eitthvað út úr bænum, því að hér er ekkert við að vera, engar leik- sýningar, engin bíó, engar samkomur, ekkert, sem hægt væri að gera sér dægramun við að sjá eða heyra. Ekk- ert nema andlausar messur og kirkjutónlist í útvarpinu. Eg held að við ættum að fara að hætta þessum leik- araskap, alveg eins og það var lagt niður á sínum tíma að binda trékólfa á kirkju- klukkurnar, og taka upp eðli- lega lifnaðarhættr í páskavik- unni eins og aðra daga árs- ins. Þeir, sem eru þannig sinnaðir, að þeir telja það helgispöil, að fara t.d. í bíó á skírdag eða páskadag, geta auðvitað setið heimá, en mér finnst það ranglátt, að allir aðrir skuli skyldaðir til að gera eins, hvort sem þeir vilja það eða ekki. Það ber tví- mælalaust að afnema þetta al- gera skemmtanabann, a.m.k. á skírdag 'og laíigárdagínn fyrir páska. Þá daga á fólk einmitt að fá að nota fríið sitt til þess að fara eitthvað út að skemmta sér, ég held að sálarheill þess yrði ekk- ert stefnt í voða með því. Eða skyldi það t.d. vera eitt- hvað syndamlegra að dansa á laugardaginn fyrir páska he’dur en á annan í páskum? Nei, þetta er bara gömul venja, sem er orðin löngu úr- elt. Og hvers vegna í ósköp- unum reynir útvarpið ekld að hressa eitthvað upp á dag- skrána þessa daga í stað þess að láta allt koðna niður í ein- hverri helg:slepju? Menn kunna hvort sem er ekki að meta hana betur en það, að allir eru sammála um það, að um páskana sé ekki hlust- anidi á útvarpið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.