Þjóðviljinn - 12.04.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1960, Blaðsíða 7
G) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. apríl 1960 Þriðjudágur 12. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 S^i£í»ií55Rl£taöffi®SÖ5iSffÍi5n Ktr T-tf: «71 VILII TJtsef&ndi: Satneinimrarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson. Sig- urður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja t»jóðviljans. ¥iðreisn einkabrasksins M A ndstæðingar ríkisreksturs og bæjar á atvinnu- **■ fyrirtækjum hafa um skeið taiið sig í nýrri herferð gegn því rekstursfyrirkorhulagi, með gg ríkisstjórnina i fararbroddi. Undrar það engan um Sjálfstæðisflokkinn, sem lengst =af hefur bar- tg izt með kjafti og klóm gegn slítkum rekstri. Hitt ,er mönnum enn nokkurt undrunarefni að Al- Sjj þýðuflokkurinn skuli mynda ríkisstjórn með þá yfirlýstu stefnu að hætt skuli ríkisafskiptum af atvinnuvegunum. En það er af Alþýðuflokknum að segja, að á Alþingi eru það einmitt hinir yngri menn þess flokks sem boða- stefnu ríkis- stjórnarinnar sem fagnaðarerindi, viðreisn henn- ar á ekki einungis að reisa við allt efnahagslíf landsins og marka leiðina til bættra lífskjara heldur á hún að eiga veigamikinn hlut að við- reisn hins illa komna siðgæðis íslendinga. Var ekki annað að heyra a ungum Alþýðuflokks- þingmanni sem lét ljós sitt skíná siðasta dag þingsins fyrir páskafrí en a6 efrtahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar mættu teljast eins konar siðvæðingarherferð, líkleg til að milda og hreinsa hugi manna af skattsvikum og öðrum ávirðing- um. ■pkki er á'stæða til að ala á þeirri röngu hug- mynd, sem oft skýtur upp. að ríkis- rekstur eða annar opinber rekstur í auð- valdsþjóðfélagi sé .sama og þjóðnýting, og því fer fjarri að opinber rekstur atvinnufyrir- tækja sem oft er lagður undir stjórn ofstækis- fu.llra andstæðinga slíks reksturs, sé alltaf til fyrirmyndar eða gefi rétta mynd af því hvernig hann gæti þjónað fólkinu í landinu. Hinu verð- ur ekki neitað, að með auknum áhrifum verka- lýðshreyfingarinnar á stjórnmálasvi'fjinu getur hún fengið aukin áhrif á slí'kan opinberan rekst- ur og hagnýtt hann meir og meir í þágu fjöld- ans. En íslendingar hafa ekki átt annars kost en koma upp stærstu fyrirtækjunum, síldar- verksmiðjunum, raforkuverunum, áburðarverk- smiðjunni og sementsverksmiðjunni, og heldur ekki togaraflotanum, bátaflotanum og fiskiðnað- inum, eftir stríð, nema með beinni aðild ríkis- valdsins og hjálp, þar hefur íslenzkt einkafram- tak standandi á eigin fótum verið alls ómegn- ugt og sumpart ekki haft skilning á þörfum þjóð- arinnar né vilja til að sinna þeim. ltleð hinni nýju herferð einkabrasksins undir forystu rikisstjórnarinnar virðist svo sem auðmenn og verðbólgubraskararnir hafi fullan hug á því að hrifsa til sín þessi stórfyrirtæki rík- is og bæja. Kjörin virðast þeir ætla að skammta sér alveg feimnislaust, ef miða má við þá hug- mynd sem ekki hefur enn fengizt með öllu kveð- in niður á Alþingi, að einkaaðilar sem fyrir nokkrum árum lögðu fram fjórar milljónir í hlutafélag til reksturs áburðarverksmiðjunnar séu nú með einhverjum dularfullum hætti í trássi við lög og rétt orðnir eigendur hennar að tveim fimmtu hlutum, ríkisfyrirtækis Sem nú er talið um 300 milljón ikróna virði! Það þóttu stór orð hér á dögunum á Alþingi er Einar 01- geirsson taldi þessa ósvífnu hugmynd stærsta þjófnaðarmál sem komið hefði til kasta Alþing- is. En því verður ekki móti mælt að það varðar sóma Alþingis að það kveði niður í eitt skipti fyrir öll þá hugleiðingu um misnotkun pólitísks valds til að framkvæma stórþjófnað. — s. mi tsa Félag járniðnaðarmanna var 40 ára í gær, en raunar eru fyrstu samtök íslenzkra járnsmiða allmiklu eldri. Félag járniðnaðarmanna er nú eitl þróttmesta verkalvðsfélagið í Reykja- vík og hefur styrkur þess margsinnis komið fram í hörðum stéttaátökum. Félag járninðaðarmanna var 40 ára í gær, en raunverulega eru fyrstu samtök íslenzkra járnsmiða töluvert eldri. en það var Járnsmiðaféiag. Reykjavík- ur, stoínað 7. febrúar 1899. Það voru meistararnir sem stóðu að því félagi og starfaði það fyrst af miklu kappi, en veslaðist síðan upp. Það var svo ekki íyrr en í marz 1920 að nokkrir járn- smiðir komu saman uppi á lofti í litlu húsi við Lindargötuna. (þá nr. 19, nú 41) hjá Einari Bjarnasyni, er. síðar varð verk- stjóri í Landssmiðjunni, en hann var einn írumkvöðlanna að stofnun járnsmiðaíélags. Uppi á lofti i litla húsinu við Lindar- götu undirbjuggu þeir félags- stofnunina, en stofnfundinn héldu þeir sunnudaginn 11. apríl 1920 í litlum timburkofa við Hverfisgötuna, þar sem nú er Alþýðuhúsið. Stofnendur fé- lagsins voru 17 að tölu og af þeim eru nú aðeins 5 á lifi — allir heiðursfélagar í Félagi járniðnaðarmanna. Félagið hlaut nafnið Sveina- félag járnsmiða, og svo hét það til ársins 1931 að naíninu var breytt til þess er það heitir nú. Við félagsstofnunina komu mjög við sögu danskir og sænskir járnsmiðir, sem voru félagsvanir úr heimalöndum sínum, og munu lög járn- smiða í þessum löndum hafa verið höfð til fyrirmyndar að lögum Sveinafélags járnsmiða. Félag járniðnaðarmanna er eitt þeirra íáu verkalýðsíélaga sem eignazt haía eigið húsnæði, það á nú efstu hæð- ina í Skipholti 19, 320 fermetra hæo með 12 herbergjum, og hefur þar nú . aðsetur sitt, ásamt nokkrum öðrum verkalýðsfélögum er þar hafa íeng- ið inni. keri og Sigurhans Iiannes.sön varagj aidkeri. Sá maður sem mestan þátt átti í því að gera Félag járn- iðnaðarmanna að því sterka fé- ur herbergium, er smiðirnir. hafa innréttað mjög til fyrir- rnvndar. Hafa ekki önnur verkalýðsfélög glæsilegri hú'sa- . kynni i dag en járniðnaðar- menn: . . ■í bepsu húsnæði bafa nokkur öSnúr' félög skrifstofur sinar. þeirra á meðal Félag bifvéla- ■virkja, Iðja. íelag • verksmiðiu- fólks, Flugvirkjaíélag íslands. Féiag blikksmiða og Sveina- íél ag "skipasm iða. Það var ekki ætlunin að rita hér sögu Félags járniðnaðar- manna, hér- hefur aðeins Eitt fyrsta verk íélagsins var að birta vélsmiðjueigendum kauptaxta og var það gert með bréfi dags. 4. mai 1920. Sam- kvæmt honum skyldi kaup vera kr. 1.80 á klst. í dagvinnu, fyrir eítirvinnu skyldi það vera 50% hærra og næturvinna greidd 100% hærra en dag- vinna. Þessi kauptaxti gilti í rúmlega 6 Vs ár. eða þar til at- vinnurekendur sögðu honum upp. í janúar 1927 var fyrsti samningur félagsins um kaup og kjör gerður milli félagsins og vélsmiðjueigenda. og var þá þegar í þes.sum fyrstu samn- ingum félagsins gert ráð fyrir að kaup skyldi breytast sam- kvæmt vísitölu Hagstofunnar. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu þessir menn: Loítur Bjarnason formaður. Einar Bjarnason varaformaður, Árni Jónsson ritari, Guðmundur El- ías Guðmundsson vararitari, Sigurður Sigurþórsson g'jald- lagi sem það er nú og hsfur verið, er Loftur Þorsteinsson. Hann var einn af stoínendun- um og var formaður félagsins í 9 ár og var formaður þess er hann lézt fyrir aldur fram. — Lengst hefur verið formaður í félaginu, Snorri Jónsson. nú- verandi formaður þess. Núverandi stjórn i félagihu skipa þessir ménn: Snorri Jóns- son formaður, 'Hafsteinn Guð- mundsson varaform., Tryggvi Benediktsson ritari, Þorsteinn Guðmundsson vararitari. Ingi- mar Sigurðsson gjaldkeri og Guðjón Jónsson fjármálaritari og starísmaður félagsins. Starfsemi Félags járniðnaðar- manna hefur orðið margþættari með hverju ári, en í því eru nú um 450 félagsmenn. Á síð- asta ári keypti félagið efs'tu hæðina í Skipholti 19. Þar er 320 ferm. hæð og urrí 1000 rúmmetrar. Á henni eru 12 herbergi óg hefur Félag járn- iðnaðarmanna aðsetur í tveim- verið stiklað ó nokkrum stærstu atriðunum. Þeir stofn- endur félagsins sem enn eru lifandi eru þessir: Filippus Ámundason. Þórarinn Bjarna- son. Sigurhans Hannesson, Ágúst Friðriksson og Björa Stephensen. Þeir eru nú allir heiðursfélagar. Þegar einn stofnendanna, Filippus Ámundason, varð átt- ræður fyrir tæpum þrem árum rabbaði "ég örlítið við hann og fórust honum orð á þessa leið: — Já, íélagið var planlagt á Lindargötu 41. Einar Bjarna- son bjó þar þá í tveim litlum loftherbérgjum. Hann kallaði fyrst á mig og þar ræddum við félagsstofnunina. Þar þrengdum við okkur svo saman og stofnuðum félagið. — Hvað voruð þið margir? •— Mig minnir að við værum 11 eða 12 sem byrjuðum, en við samþykktum að þeir sem gengju í féíagið fram að næsta fundi sk.vldu teljast stoi'nend- ur (þeir urðu 17). Það voru margir góíir karl- ar reiðubúnir til stofnunarinn- ar, Sigei í Haínarsmiðjunni. Árni í Slippnum, og útlending- arnir Westerlund, Hedelund og Strange, þeir voru strax reiðu- búnir. Við höfðum mikið gagn af þeim, þetta voru allt félags- vanir menn frá heimalöndum Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna, talið frá vinstri, freinri röð: Þorsteinn Guðnnindsson vararitari, Tryggvi Benedikbssoil ritari, Snorri Jónsson formaður, Hafsteinn Guð- mundsson varaformaður, Guðjón Jónsson fjármálaritari o.g starfsmaður félagsins. Aftari röð frá vins*iri: Hannibal Helgason, Ingimundur Bjarnason, Ingimar Sigurðsson gjaldkeri, Einar Siggeirsson, Hörðu,- Hafliðason. Sltipholt 19. Félag járniðnaðarmanna á nú efstu hæð þess og liefur aðsetur sitt þar, — það er gengið inn til þess frá Skip- boKi Þetta var fyrsta félagsstofn- un járniðnaðarmanna? — Nei, það var ekki fyrsta félagið. Gömlu karlarnir höfðu líka stofnað félag áður. Það voru meistaramir. En það dó hjá þeim. Helgi Magnússon (& Co.) var með gamla félag- ið. Það átti tvær fundargerða- bækur. Fyrri bókin var þunn og útskrifuð, sú seinni þykk, og aðeins lítið skrifað í hana. Helgi Magnússon var duglegur smiður. Hann kunni allar lagn- ir utanað í bænum, þannig að ef upp kom eldur var hann alltaf vakinn upp því enginn vissi um lagnirnar (vatnsleiðsl- urnar) eins og hann. Áður en lengra er haldið í uppriíjun á rabbinu við Filipp- us skal bess getið að hann var formaður félagsins í 7 ár og í stjórn þess milli 10 og 20 ár. — Síðar í viðtalinu. þegar Filippus fór að rífja upp gaml- ar baráttuminningar fórust hon- um orð á þessa leið: —- Já, ég minnist þess einu sinni á samningafundi þegar Héðinn var formaður (Dags- brúnar — en Filippus var á s'num tíma í „rauðu stjórn- inni“ í Dagsbrún og ritari Dagsbrúnar 1918—1922) að at- vinnurekendur svöruðu því til að þeir héldu að verkamenn þörfnuðust ekki kauphækkun- ar, því „verkamenn þekkjast ekki lengur frá embættismönn- um“. Og löngu seinna sagði einn af foringjum atvinnurek- enda: „Verkamenn eru bara orðnir svo fínt klæddir að þeir þekkjast ekki lengur frá okkur hinum“! Já, það er gaman að hafa lifað þessa breytingu. Það er ánægjuleg-t að þurfa ekki lengv ur að horfa á börniu í fötutn sem gerð voru upp úr eiil- hverjum útslitnum druslum, sinni með hverjum lit, til þéss að hylja nekt krakkanna. Slíkt sést nú ekki lengur. Og svo lieUlur fólkifl að þetta hafi komið af sjálfu sér! * Fleira verður ekki rifjað upp að sinni aí bessari frásögn Filippusar. En því- miður voru þau orð rétt að nógu margir hafa haldið að bætt kjör hafi komið af sjálfu sér, og þvi hefur fólkið kosið yfir sig stjórn sem nú ætlar auðsjáan- lega að reyna að framkvæma hinn gamla draum atvinnurek- enda og auðmanna, þann; að verkafólk og börn þess þekkist á fötunum frá fína fó'kinu, ^ramhald á 10 siðu,- iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii iiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiii ........... Erum við ekki frjálsir Islendingar? Fyrst eftir að þingið kom saman að nýju held ég að yfir- leitt hafi verið búizt við að því lyki f.vrir páska. Nú hafa þingmenn hinsvegar tekið sér páskafrí og fyrirsjáanlega er allmikið eítir af störíum þessa þings, svo ekki er líklegt því ljúki fyrr en í maí. Vikuna fyrir páskahléið bar enn mest á umræðunum um tekjuskattsbreytinguna, út- svörin og jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Tvö þessara mála fengu fullnaðarafgreiðslu, breytingin á lögunum um tekjuskatt og eignaskatt var lögíest á föstu- dag og frumvarpið um jöfnun- arsjóð sveitarfélaga einnig. Samkomulagsmáli um iánasjóð íslenzkra stúdenta erlendis var rennt gegnum þingið fimmtu- dag og föstudag, og svo kom í vikulokin landhelgismálið til sögunnar. en þó með þeim hætti að þess verður ekki getið í alþingistíðindum þessarar viku, þó á þau verði minnzt hér að gefnu tilefni. Einnig urðu fjörugar og hvassar um: ræður af jafn sakleysislegu til- efni og athugun á síldariðnaði á Vestfjörðum og enn á ný um mál . sem alltaf er jafn við- kvæmt, eignarréttinn á Áburð- arverksmiðjunni. ★ Um þessi mál flest og um- ræðurnar hefur allýtarlega ver- ið rætt hér. í blaðinu og skal það ekki endurtekið. Ástæða er til að benda á vandað og rök- fast nefndarálit Björns Jóns- sonar í efri deild um tekju- skattsfrumvarpið og ágæta framsöguræðu þar við 2. um- ræðu. Vakið hefur athygli hve rækilega Björn hefur gert skil ýmsum aðalmálum þingsins, en í eíri deild hefur Alþýðubanda- iagið ekki nema jrrjá þingmenn og mæðir því mjög á hverjum einstökum nefndastörí og fram- koma aí hálfu bandalagsins í umræðum. Yfirsýn yíir þjóðl'f- ið, ekki sízt atvinnumálin, rök- föst, skýr bygging ræðna og álita einkenna þingstörí Björns Jónssonar, svo til fyrirmyndar er, og hefur vakið eins og fyrr segir sérstaka athygli nú á jjinginu í vetur. Við meðferð tekjuskattsmáts- ins skýrðist þar enn betur en áður, hversu ósvífnislega ríkis- stjórnin notar einnig þetta mál, sem átti að. verða. sárabót til hinna fátæku, til þess, að hygla hátekjumönnum og gróðasöfn- urum, eins og rækilega hefur verið sýnt hér í blaðinu frá því málið kom íram á Alþingi. Um hitt stjórnarfrumvarpið sem afgreitt var, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, var ekki ■ mikill ágreiningur, ýmis smærri at- riði sem Alþýéubaridalagið taldi ókost á írurnvarpinu fengust leiðrétt af nefrid í neðri deild. Meginefni frumvarpsins’ er það, að fimmtungur söluskattsiris skuli renna í sérstakan sjóð, Jöínunarsjóð sveitarfélaga, bg um úthlutun þess fjár til ein- stakra bæjar- og sveitarféiaga eftir vissum reglum. Þingmenn voru sammála um nauðsyn þess að sveitarfélögunum væri ferig- inn annar tekjustoín' en út- svörin, svo hefði hlaðizt á þau af útgjöldum fyrir tilstuðlán löggj aíarvaldsins. Ráðherrarnir hafa mjög haldið því á lofti að vegna þessa framlags til sveitarfélaga af söluskattinum yrði þeim kleift að lækka útsvör að miklum mun. f hinu fræga dæmi Gunnars Thóroddsens .,af því hve i mjög alþýðuheimilin græddu á ráðstöíunum ríkis- stjórnarinnar, var þannig reikn- að með. talsverðri útsvarsiækk- un. Við meðferð málsins í neðri deild sýndi Karl Guðjónsson fram á hve stórkostlega bæjar- og sveitarfélögunum er íþyngt með efriahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, svo hluti þeirra úr jöfnunarsióði yrði ekki nema lítili hluti aukinna út- gjalda. Gunnar Thóroddsen sagðist þá reyndar eiga annað dæmi í fórum s'num, er sýndi hve mjög bæjar- og sveitarfé- lög högnuðust á efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. En hrennt barn forðast eldinn. Nú hafði Gunnar vit á að segja einungis að dæniið væri til með þessari útkomu, en reyndist al- veg ófáanlegur til að sýna það alþingismönnum, eins og hann gerði í efri deild með dæmið um gróða alþýðuheimilanna, sem írægt er orðið. Og upp úr einum stjórnarþingmanna skauzt1 bað að sveitarstjórnir hefðu nú frjálsari hendur með útsvarsóiagningu, þegar búið væri að aflétta tekjuskattin- uni. Um þriðja stjórnarfrumvarp- ið • 'sem fylgdi tekjuskattinum og Jöfnunarsjóðnum, breytingu á útsvarslögunum, eiga sjálf- sagt eftir að verða mikil átök, ekki sízt vegna árásarinnar á samvinnuhreyfinguna, sem í því - felst. 'Endg yar ekki reynt. að ljúka þvi fyrir páska, og mun það rætt síðar í þessum þætti. ★ Sjálfsagt hefur engum komið það meir á óvart en Sigurði Bjamasyni að tillaga hans og Birgis Finnssonar og Hermanns Jónassonar að ríkisstjórnin at- hugi um framtíð síldariðnaðar ó Vestfjörðum, yrði tilefni al- mennra stjórrimálaumræðna, og' ríkisstjórnin ætti vegna þess- arar tiliögu í vök að verjast á tveim þirigfundum. En þannig fór, ekki sízt vegna þeirra um- mæla í greinargerð tillögunnar að reynslan hefði sýnt að ríkið eitt væri þess megnugt að reka síldarverksmiðjur í öllum landshlutum, og þeirra niður- lagsorða Sigurðar í framsögu- ræðu að þeir ílutningsmenn teldu það einu von um viðhald og framtíð síldarverksmiðjanna á Ströndum að ríkið styrki ein- .staklinga til að halda þeim við og reka þær eða að ríkið tæki þær hreinlega í ríkisrekstur. Einar Olgeirsson notaði þetta mál til að benda ó haldleysið í stefnu ríkisstjórnarinnar. sem vildi láta skefjalaust einka- framtak ráða í atvinnulífi ís- lendinga, framtak einstaklinga, standandi á eigin fótum, ón alira ríkisstyrkja og ríkisaí- skipta af rekstrinum. Þegar þingmenn ..stjómarliðsins sem þekktu atvinnulíf og hagi fólks- ins hygðust tryggja atvinnulíf- ið í kjördæmurp sínum, sæju þeir hins vegar ekki aðra leið en ganga þvert á móti þessari stefnu ríkisstjórnar sinnar. Hannibal Valdimarsson og Gunnar Jóhannsson styrktu þessa ádeilu á framhaldsfundi. Hannibal rakti þar með nöfn- um og ártölum hvernig kjör einkaframtakið hefði búið fólk- inu á Vestfjörðum. Sjálfur hafði Sigurður Bjarnason dreg- ið inn í umræðurnar dæmið um verksmiðju ólafs Thórs á Hesteyri, er lögð var niður þeg- ar Ólafur og bræður hans héldu að beir gætu skóflað upp meiri gróða handa sér með rekstri verksmiðju á miðju Norðurlandi. En afleiðing þessa ,,framtaks“ Ólafs Thórs og bræðra hans urðu að þrjú litil kauptún tóku að veslast upp og eru nú ekki lengur byggð, og svo fór að allur Sléttuhreppur lagðist í eyði. Óiafur Thórs og Emil Jóns- son reyndu með fáum og vand- ræðalegum orðum að malda í móinn, sögðu báðir að ríkis- stjórnin vildi ríkisstyrki og ríkisrekstur engu síður en einkaframtak. Hinsvegar er nú kominn á þing sá riddari einka- íramtaksins sem ekki hikar við að draga réttar afleiðingar, a.m.k. fræðiiega, af stefnu rík- isstjórnarinnar. Það er vara- þingmaður ihaldsiris úf Aust- urlandi (hvers á Austurland að gjalda?), Einar Sigurðsson. Hann var ekkert feiminn við lýsinguna á afrekum einka- framtaksins á Hesteyri eða í öðrum bæjum landsins. Ekkert væri eðlilegra en að fjárafla- menn flyttu sig og atvinnu- rekstur sinn til á landinu eft- ir því hvar gróðavænlegast væri. Og ekkert væri við því að segja þó fólkið flytti líka! Erúm við ekki frjálsir, íslend- ingar? spurði Einar Sigurðs- son, og brá bannig með skýrum hugtengslum dálítið miskunnar- lausri birtu á frelsishugsjón Sjálfstseðisflokksins og ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar þagði hann við bví. er Hannibal benti honum a, að sjálfsagt hefði verið auðveldara og sársauka- minna fyrir Óiaf Thórs að ílytja atvinnurekstur sinn frá Hesteyri en fólkið í Sléttu- hreppi að berjast við atvinnu- leysi og loks að yfirgefa átt- haga sína og skiija þá eftir í eyði. ★ Síðasta dag þingsins greip landhelgismálið inn í þing- störfin, þó umræður um þau fséru fram „bak við tjöldin“. Einmitt bess vegna birti hvork'i Þjóðviljinn né Tíminn frétt um viðræðurnar ‘ó laugardaginn, og mönnum kom nokkuð á óvart' að blöð ríkisstjórnarinnar skyldu flenna frásagnirnar yfiri forsíðurnar þann dag. Enn und- arlegra var þó að AiþýðublaÁ- ið skyldi blanda fréttina skæt- ingi vegna frumkvæðis Alþýðu- bandalagsins. Með því frumkvæði sem skýrt var frá sagt í sunnudag's- ' blaði Þjóðviljans, gerði þingt flokkur A1 þýð u b a n da !a g s i ris einbeitta tiiraun að . hindra aivarleg mistölc af hálíu ráð- herranna í Genf og ríkisstjónf- arinnar. Hér skal engu spájS um úrslit, né málið rætt frek- ar að sinni. En ’mjög íáum ís- lendingum mun það sársauka- laust að vita einn lakasta maon fslenzkra stjórnmála konta fram í Genf á úrslitastundum af íslands hálfu. Með hliðsj&i af spurningum Alþýðublaðsins nýlega skal varpað fram spurn- ingu hér í greinarlok: Skyidi nokkur sá íslendingur að hann treysti Guðmundi í. Guðmunds- syni fyrir isienzkum málstað á örlagastundu? . 10. — 4. — lOBO.r S.G. Þingsjó Þjóðviljans 3.-9. opríl 1960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.