Þjóðviljinn - 12.04.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.04.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (D Rifstjóri: Frímann Helgason FH sigraði í 5 flokkum í Hamlknattleiksmáti íslands Handknattleiksmóti Islands innanhúss lauk á sunnudags- kvöld og fóru þá fram þrír skemmtilegir leikir. Fóru þeir þannig: Þriðji flokkur karla B: Sigurvegari Haukar, unnu Fram 9:8 eftir tvíframlengdan leik. Ármann vann KR í meist- araflokki kvenna 11:4 og FH vann KR í meistaraflokki karla 22:20 eftir að hafa þó verið í byrjun leiks yfir: 12:2. — Verður nánar sagt frá þessari Handknattleikurinn á laugardag: Hafnfirðingar unnu fjóra meistaratitla af sex keppm a morgun. S'gurvegarar í einstökum flokkum urðu:. Kvennaflokkar: Meistaraf lokk- ur: Ármann, fyrsti flokkur KR, annar flokkur A. FH og annar flokkur Víkingur. Karlaflokkur: Meistaraflokknr FH, fyrsti flokkur FH, annar flokkur A. FH, annar flokkur B FH, þriðji flokkur Víkingur þriðji flokkur B. Haukar. Það væri synd að segja að úrslitalei’kirnir, sem fram fóru sl. laugardagskvöld hafi ekki boðið upp á góða skemmtun, þó voru það aðeins tveir leikj- anna, sem voru jafnir og tvi- eýnir; báðir 3. flokks lei'kirnir, einkum þó leikur Hauks og Fram í 3. flokki B. KR meistari í 1. flokki kvenna. KR-liðið með liina kunnu sund'konu Ágústu Þorsteins- dóttur í fremstu víglínu, var þegar í byrjun mun sigur- stranglegri en hinar smávöxnu Víkingsstúlkur KR náði líka að skora fyrstu 4 mörkin áður en Víkingar skoruðu sitt fyrsta. 1 hálfleik var staðan 5:1 KR i vil. í síðari hálfleik áttu Vík- ingar mun betri leik og hálfleik- urinn var mun jafnari en sá fyrri, lauk með sigri KR 3:2. KR sigraði því örugglega með 8:3. KR-liðið var skipað mun eldri og þrekmeiri stúlkum en Víkingsliðið og höfðu þær lítið fyrir að sigra Víkingana. Ágústa Þorsteinsdóttir átti góð- an lei’k í miðherjastöðunni; hún skoraði tvisvar langleiðina frá miðju Dómari var Gunnlaugur Hjálmarsson og dæmdi all vel. 2. flokkur kvenna: FH sigraði Fram auðveldlega. iSigur FH varð mun auðveld- ari en búizt var við í leik þeirra við Fram. Fyrstu mínúturnar var fast sótt að Fram-markinu án þess að fá skorað. Sigurlína fékk þó skorað mjög laglega 1:0 fyrir FH og þá var'ekki að sökum að spyrja. Tvö næstu möúk skoraði Sigurlína, bæði úr vitaköstum. Silvía bætti því fjórða við rétt fyrir hálfleiks- lok í síðari hálfleik léku FH- stúlkurnar mjög skemmtilega og tókst að skora 7 mörk gegn engu marki Fram og sigruðu því með 11 mörkum gegn engu. FH er vel að sigrinum komið í 2. flokki kvenna. og hafa þær sigrað flesta keppinauta sína í mótinu með yfirburðum. Sigur flokksins mun jafnframt vera fyrsti kvennasigur FH í hand- knattleik, en líklega e!kki sá síð- asti. Mjög góðan leik áttu þær stöllurnar Silvía og Sigurlína, sem skoruðu öll mörk liðsins, og Kristín Pálsdóttir í mark- inu. 3. flokkur karla (B-Iið): Haukar unnu Fram í skemmti- legum leik. Haukar úr Hafnarfirði eru sannarlega á réttri leið í hand- linattleiknum. Það er ekki langt siðan að félagið var vart annað en nafnið tómt, en nú unnu þeir sinn fyrsta mótsigur í langan tíma, í 3. flokki B. Haukarnir áttu góða byrjun, skoruðu 3 fyrstu mörkin. Fyrsta mark Fram var fremur laust, en markmaðurinn missti Framhald á 10. síðu. FJI-in,gar eiga í liöggi við Ileinz Steinmann KR. — Ljósm.: Sveinn Þormóðsson. !R varð islandsmeistari, vann KFR í úrslitum meistaraflokks karla , Það vantaði ekki fjþrið í leik- ina á Körfuknattleiksmóti ís- lands á miðvikudagskvöldið, er fram fóru tveir úrslitaleikir mótsins. KR (b) vann KR (a) 20:12. í 2. flokki kvenna lentu í úr- slitum 2 lið frá KR. 4 lið tóku þátt í mótinu, 2 frá ÍR og 2 frá KR.. Bæði liðin sýndu bráð- skemmtilegan leik, enda þótt taugaóstyrkur væri áberandi meðal beggja. Fyrstu mínút- urnar færðu báðum liðum mörg stig, en er leið á leikinn var sem varnirnar þéttust og færri körfur voru skoraðar. I hálf- leik stóðu leikar 14:6 fyrir b- liðið, en síðarí hálfleik lauk með jafntefli 6:6, og leiknum í heild því 20:12. Það er sannar- arlega ástæða til að óska KR- stúlkunum til hamingju með fyrsta sigurinn, sem KR hefur náð í körfuknattleik. Það er engum vafa bundið að KR muu hér eignast góðan kvennaflokk, haldi stúlkurnar vel saman. ÍR sigraði KFR örugglega. Leikur ÍR og KFR var hreinn úrslitaleikur og mikill spenningur í kringum leikinn. Leikurinn var allur hinn skemmtilegasti enda þótt of mikilli hörku hafi stundum brugðið fyrir í lei'knum. Fyrstu mínúturnar voru liðin hnífjöfn, Gunnar Sigurðsson skoraði strax í byrjun fyrir I KFR, en Hólmsteinn skorar úr vítakasti 2:1. Helgi Jóhannsson náði forystunni fyrir ÍR, og henni héldu ÍR-ingar út leikinu. KFR ihélt lengi vel 'í ÍR-ingana, og var á því tímabili hvað mest • spenna í leiknum, t.d. urðu dómararnir að stöðva leikinn þar til hinir háværu kallkóraf', þögnuðu. í hálfleik var ÍR búið að ná 14 stiga forskoti, 31:17. Þegar í síðari hálfleik náðu ÍR-ingar enn að auka á yfir- burðina með því að skora, 3 körfur í röð og leikar stóðu því 37:17 ÍR í vil. Næstu mínút- urnar ná KFR-menn góðum sóknarlotum og minnka mis- muninn í 15 stig, og þá standa leikar 41:26. Skömmu síðar varð Helgi Jóhannsson að yfir- gefa völlinn, þar eð hann hafði fengið 5 villur, og varamaður kom í lians stað. iR-ingar skor. uðu þá 10 af 12 næstu stig'um og leikar standa þá 57:31. Síð- ustu mínúturnar vann KFR nokkuð á, en _sigur IR 69:48 var staðreynd. ÍR: Helgi Jóhannsson, Hólm- steinn Sigurðsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Guðmundur Þor- steinsson, Ragnar Jónsson, Einar Ólafsson, Haukur Hann- esson, Ingi Þór Stefánsson. Lið IR er vel að sigrinura komið. Liðið hefur sýnt lang- bezta leiki á mótinu, og úrslita- leikinn unnu þeir mjög örugg- lega. Margir ÍR-ingar sýndu af- bragðs leik, t.d. Þorsteinn Hall- grímsson og Guðmundur Þor- Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.