Þjóðviljinn - 26.04.1960, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.04.1960, Qupperneq 4
4) —-.Þ.JÖÐ'VILJINN — Þriðjudagur 26. apríl 1960 LandbúiiaSsarhéskóii á Hvanneyri fjarsfœSa Fjarstæöa er aö ætla sér aö stofna íslenzkan landbún- aöarháskóla á Hvánneyri, segja fimm menn sem stunda framhaldsnám í landbúnaðarvísindum í Bandaríkjunum í opnu bréfi til Alþingis. • Bréfið er sent vegna fram- komins stjórnarfrumvarps um stofnun landbúnaðarháskóla á Hvanfteyri. Mæla fimmmemi- ingarnir eindregið með að landbúnaðarháskóli á íslandi starfi í Reykjavík sem deild í Háskólanum. Menn þessir, sem allir stunda nám við Cornell-háskólann í íþöku, eru dr. Björn Sigur- björnsson, magisterarnir Geir V. Guðnason og Jón R. Magn- ússon, Lárus Jónsson agro- nom og Sverrir Vilhjálmsson stud. agron. Máli sínu til stuðnings benda bréfritendur á, að góður land- búnaðarháskóli verði að geta notið kennslu sérmenntaðra manna, bæði í undirstöðugrein- um eins og efnafræði, eðlis- fræði, stærðfræði, jurtafræði, lífeðlisfræði, erfðafræði, gerla- fræði, jarðfræði og hagfræði, auk sérgreina búvísin-danna svo sem fóðrun og meðferð húsdýra, jarðvegsfræði, jarð- ræktarfræði, tilraunafræði o.s. frv. Auk þess fer fram við nú- tíma landbúnaðarháskóla 70.000 í Björg- imarskutosjóð ■Rreiðfirzku átthagafélögir höfðu fjársöfnun fyrir Björg- unarskútusjóð IBreiðarfjarðar um s'íðustu mánaðamót. Með skemmtun í Lídó, kaffi- og merkjasölu söfnuðust um 40.000 krónur. Auk þess bárust gjafir. Pétur Pétursson á Malarrifi og börn hans gáfu 20.000 krónur til minningar um Magnús son hans, sem fórst með vitaskip- inu Hermóði 18. marz 1959. Ennfremur gaf Sigurður Jónat- ansson frá Rifi 5000 krónur og börn Eyjólfs Stefánssonar frá Dröngum 5000 krónur til minningar um eiginkonur hans Sigríði Friðbertsdóttur og Jós- efínu Jónsdóttur. Breiðfirðingafélagið hefur á.kveðið að gefa í sjóðinn allan ársarð sinn af Breiðfirðinga- búð h.f., og skorar á alla hlut- hafa að gera slíkt hið sama. kennsla í meðferð, vinnslu, sölu og dreifingu afurða. Sérmenntaðir kennarar, starfandi við rannsóknir hver í sinni grein, þurfa á vel út- búnum rannsóknarstofum og góðum bókasöfnum að halda. Stofnun og rekstur háskóla sem uppfyllti þessi skilyrði kostaði mikið fé, og bréfritarar telja fráieitt að þjóð með 6000 manna bændastétt hafi efni á að stofna sjálfstæðan landbún- aðarháskóla. Hinsvegar sé sjálfsagt að veita í landinu há- skólamenntun í landbúnaðar- vísindum sem fullnægi þörfum þjóðarinnar í ýmsum greinum. Námsmennirnir fimm, sem stundað hafa nám við landbún- aðardeildir háskóla á Norður- lönidum og í Bandaríkjunum og kynnt sér fyrirkomulag slíkra stofnana, benda á að við stofn- anir í Reykjavík eins og Háskól- ann, Náttúrugripasafnið, At- vinnudeildina og Búnaðarfélag- ið eru starfandi færustu menn þjóðarinnar í grundvallarfræði- greinum sem kenna verður við landbúnaðarháskóla og í mörg- um sérgreinanna. Við þessar stofnanir eru aðstæður til kennslu og rannsóknarstarfa og þær ráða yfir bezta bóka- kosti eem völ er á í landinu. Auk þess starfa í Reykjavík aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki, bæði niðursuðuverk- smiðjur, frystihús og sölufyrir- tæki, sem hafa mannafla og aðstæður til að veita kennslu og verklega þjálfun i ýmsum greinum. Engu slíku er til að dreifa á Hvanneyri. Bréfritar- ar telja, að kennsluhúsnæði megi fá í Háskólanum, húsi At- vinnudeildarinnar og húsi bænda, að minnsta kosti til bráðabirgða. Hvað snertir aðgang að jarð- næði og ‘búfénaði til tilrauna og verklegrar kennslu í ýmsum greinum, telja bréfritarar Korpúlfsstaði heppilegri en Hvanneyri. Þótt rekið sé myndarlegt stórbú á Hvann- eyri, sé sá ljóður á að jarð- vegur þar sé all sérstæður og því tormerki á að gera þar jarðræktartilraunir sem eiga að koma að gagni sem víðast um lanidið. Tal sást yfír viuningsleið í tólftu einvígisskákiimi Eins og áður hefur veriff sagt frá í fréttum lauk tólftu einvigisskák þeirra Botvinniks og Tals með jafntefli eftir langa og harða baráttu, þar sem Bot- vinnik hafði lengi haft peð yf- ir í lok skákarinnar hafði Bot- vinnik kóng, drottningu og peð gegn kóngi og drottningu Tals og á olympíuskákmótinu í Munchen fyrir tveim árum vann hann svipað endatafl, en Tal fann beztu vörnina og gat að lokum knúið fram hreina jafnteflisstöðu. Hvító: Botvinnik. Svart: Tal. 1. e4, Rf6; 2. d4, e6; 3. Rf3, d5; 4. Rc3, c5; 5. e3 Með þessum leik bregður hvítur yfir í gamalt afbrigðí kennt við Tarrasch, sem mik- ið var notað um aldamótin en sést nú mjög sjaldan. Venju- legra er að leika cxd5. 5. — Rc6; 6. a3, Bd6; 7. dxc5, Bxc5; 8. b4, Bd6; 9 Bb2, O—O; 10. cxd5. Hvítur einangrar eitt af mið- borðspeðum svarts og leitast síðan við að skipta yfir í enda- tafl. 10. — exd5; 11. Rb5, Bb8; 12. Be2, a.5!?; einkennandi leik- ur fyrir hinn djarfa árásarstil Tals. 13 bxa5, Rxa5; 14. O—O, Ha6; 15. Be5, Bxe5; 16. Rxe5 He8; 17. Rd3, Re4; 18. Rf4, He5; 19. Hcl, Hh6; Tal fórnar peði til þess að fá árásarfæri. Botvinnik hefði nú getað leikið 20. Rxd5 þvi 20. -— Hxd5 hefði hann svar- að með Dxd5 Betra svar hjá Svörtum er 20. — Rc6 og hann fær sóknarfæri fyrir peðið. 20. Rd4, Rc6; 21. g3. Hér kom 21. Rf3 einnig mjög til greina. 21 — g5. Sóknarleikur, er einnig ver svörtu kóngsstöð- una. 22. Rd3, He8; 23. Bg4, Bxg4; 24. Dxg4, Rxd4; 25. exd4, Dfo 26. Re5. Sterkara var 26 Rf4! Eftir 26. — Dxd4 hefði komið Hc-dl með greinilegum yfirburðum hvíts. 26. — Rd2; 27. Hf-dl; Hér hefði f4 gefið góð færí. 27. — Hxe5! 28. Hxd2, He4; 29 Dc8f, Kg7; 30. Dxb7. Peðsvinningur, sem hefði get. að kostað heimsmeistarann skákina. 30. — De6! 31. Hfl, Hel? Með 31. — Hh4 hefði Tal getað snúið taflinu algerlega sér í hag. 32. gxli4 hefði hann svarað með 32. — Dg4f, 33 Khl, Df3f; 34. Kgl, gxh4 og sóknin verður ekki stöðvuð. 32. Db5! Dh3; 33. f3 De6; 34. Hd-f2. Þrátt fvrir tíma- þröng verst Botvinnik mjög vel og heldur peðinu, sem hann a yfir 34. — Hf6, 35. Hxel, Dxelf 36. Kg2, g4!; Eini mótleikur svarts. 37. Ðd3, h5; 28. Hfl, De6; 39. fxg4, Hxfl; 40 Kxfl, hxg4. Hér fór skákin í bið, an framhaldið tefldist svo: 41. a4, Db6!; 42. Kf2, Db4 Rannsó'knir sýndu, að léttara hefði verið fyrir Tal að ná jafnt.efli með 42. — Db2ý. 43. Ke3, Dxa4; 44. Kf4, Da2; I w.Eitl lauf' | = Revían „Eitt lauf“ var — = frumsýnd í Sálfstæðisliús- E = inu síðastliðinn þriðjudag; E = við mikla hrifningu leik- = E húsgesta. Leikstjóri er = = Gunnar Eyjólfsson. Leikar- = = arnir Steinunn Bjarnadótt- = = ir, Þóra Friðriksdóttir, Har- = = aldur Á. Sigurðsson, Karl = = Guðmundsson og Gunnar = E Eyjólfsson birtast í ýmsum = — kátbroslegum gervum, Anna E E María Jóhannsdóttir, Sig- E E rún Ragnarsdóttir, Sigur- E E björg Sveinsdóttir, Eyþór E E Þorláksson, Reynir Jónas- E E son, Sigurdór Sigurdórsson E E og Tryggvi Karlsson E 5 skemmta með söng og E E dansi, og sjást þau hér að E E ofan í einu atriðinu. E E Hljómsveit Svavars Gests E E skemmtir að sýningum E = loknum til kl. 1 eftir mið- E = nætti. (Ljósm. Þ. H. Ósk- E = arsson). Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliií 45. De3, Dxh2; 46. De5f Kf8; 47. Dd6f Kg7; 48. Dxd5, Df2f; 49. Kxg4, f5f!; 50. Kg5, Dxg3f 51. Kxf5, Dg6f; 52 Kf4, Df6f; 53. Ke3, Kf8!; 54. Kd3, Dflf; 55. Ke4, Dg2f; 56. Ke5, Dgö ': 57. Ke6, De7f; 58. Kf5, Dc7! Tal verst mjög vel 59. Da8f Ke7; 60. De4f. Kd8; 61. Dh4f Kc8; 62. Dh8f Kb7; 63. De5, Df7f; 64. Ke4, Dp6f; 65. Df5, Dd6; 66. Df7f Kc8; 67. Df5f Kd8; 68. Dg5f Ke8; 69. d5, Kd7; 70. Dg7f Kd8; 71. Dg8f Kd7; 72. Kf5, Ke7 f þessari stöðu sá Botvinn- ik, að frekari vinningstilraunir voru árangurslausar og bauð því jafntefli sem Tal þáði. MiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.-MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin BÆÍÁRPOSTURIII ® Takmörkuð andaíiít. Um þessar mundir á Þjóð- leikhúsið okkar 10 ára starfs- afmæli og minnist stofnunin þess að sjálfsögðu á ýmsan ihátt. Að kvöldi síðas+a vetr- ardags var m.a. hátíðasýning í lei'khúsinu og þar flutti margt stórmenni ávarp í til- efni afmælisins. F.vrir þá, sem ekki urðu þess heiðurs að- njótandi, að komast á afmæl- issýninguna, voru þessi áv"::p öll með tölu flutt í útvarpið, svo að þeir mættu einnig verða speki þeirra aðnjótandi, og er er það vissulega vel meint. Svo undarlega fór þó fyrir mér, að ég hreifst ekki vit- und af andagift ræðumanna og fannst flest, sem þeir sögðu, ósköp hversdagslegt og gamalkunnugt eins og það t.d. þegar forsetinn o'kkar var að þakka fyrir þau hjónin. Mér fannst ég einhverntíma hafa heyrt þetta áður. Svo komu minni spámennirnir. Fyrstur talaði litli hróðir Þ., menntamálaráðherrann, 1 og fannst mest um það vert, að leikur gæti verið raunveru- legri en lífið sjálft, á leik- sviðinu væri sem sagt hægt að „hreinrækta vandann“ eins og hann kallaði það. Már finnst það óþarfa hógværð hjá Gylfa að halda því fram, að slíkt sé ekki hægt að gera nema á leiksviði, því að ég veit ekki betur en hann hafi sjálfur tekið þátt í þv’í nú um alllangt skeið ásamt sam- starfsmc.mum sínum í ríkis- stjórninní sð „hreinrækta" efnahagsvandamál þjóðarinn- ar svo, að lengra verður tæp- ast komizt á því sviði. Stóri bróðir Þ., útvarpsstjóri og for. maður Þjóðleikhússráðs, tal- aði næstur um líf og list leik- hússins og vitnaði í kollega sinn Goethe sér til halds og trausts. Goethe var nefnilega Jíka á sinni tíð formaður leik- hússráðs. Báðir hafa þeir Vil- hjálmur einnig verið kenndir nokkuð við bækur. Skyldi þeim vera fleira sameiginlegt ? Síðastur talaði svo sjálfur „musteris“-stjórinn, Rósin- kranz. Já, já. ® Merkur áíangi Hvað, sem sagt kann að verða um starfsemi Þjóðlei'k- hússins þessi fyrstu 10 ár, verður því ekki neitað, að með stofnun þess var merk- um áfanga náð í menningar- sögu þjóðarinnar. Vel má vera að Þjóðleikhúsið hafi ekki á þessum árum reynzt leiklist- inni í landinu sú lyftistöng, er margir vonuðu, en þess her þá líka að gæta, að til þess að skapa sanna leiklistar- menningu þarf fleira til en sviðið og húsnæðið. Það kost- ar mörg ár og mikið starf að ná fullkomnun 'í leiklist. Með stofnun ÞjóðJeikhússins sköp- uðust hins vegar skilyrði til þess að leíklistin hér á landi mætti ná meiri fullkomnun. Og með því sköpuðust • einnig sldlyrði til óperuflutnings, ballettsýninga, o.s.frv. Þetta hvort tveggja var óhugsandi áður en er nú sem betur fer að festa rætur hér og nýtur mikilla vinsælda. Hefur að þessari starfsemi Þjóðleik- hússins sízt orðið ómerkari menningarauki en leikstarf- seminni. Er þess að vænta, að á ókomnum árum eigi öll þessi starfsemi Þjóðleikhúss- ins eftir að aukast og dafna og verða þjóðinni allri til mik- illar ánægju og blessunar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.