Þjóðviljinn - 26.04.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9
mel nökfcriiin mun
(Ljósm.: Jóh. Jósefsson)
Reykjavíkurmótið:
Þróitur kom á óvarf
og sigraði Fram
Á sunnudagskvöld fóru fram
tveir leikir í handknattleik, og
voru það síðustu leikirnir sem
samkvæmt áætlun fara fram
innanhúss að þessu sinni.
Voru það landsliðin í karla-
jDg kvennaflokki að reyna getu
sína við lið sem íþróttafrétta-
ritarar höfðu valið. Hvað snert-
ir kvennaliðið er þetta vissu-
iega einn þátturinn í undirbún-
ingi stúlknanna undir þátttöku
þeirra í meistaramóti Norður-
landa í handknattleik í júní nk.
Hvað karlana snertir er ekki
vitað að til lahdsleikja dragi
á næstunni en eigi að síður er
það nauðsynlegt að safna þeim
saman og láta þá leika saman
við og við, þótt ekkert slíkt sé
framundan.
Blaðaiiðið kvennalið veitti góða
inótstöðn fyrri hálíleik
Þótt landsliðinu tækist að
Sigra nreð sex marka mun, var
greinilegt að nú er að verða
rneira mannval í kvennaliðun-
um en verið hefur öll undan-
farin ár að kalla.'’ Landsliðið
átti erfitt með blaðaliðið allan
fyrri hálfleikinn og landsliðs-
stúlkuraar fengu ekki hindrað
það að blaðaðliðið jafnaði rétt
eftir hálfleik 6:6. Eftir gangi
leiksins voru það ekki órann-
gjörn úrslif á því >augnabliki.
En það var eins og stúlkurnar
£ blaðaliðinu þyldu ekki þá
spennu sem þessu fylgdi, þær
urðu óöruggari í| sendingum og
vörnin opnaðist og á meðan
landsliðið skoraði 9 mörk settu
blaðaliðs-stúlkurnai aðeins tvö.
Ungverjaland á
Olympíuleikana
Ungverjaland vann fyrir
stuttu landslið Tékka í knatt-
spyrnu, og var þar um að ræða
keppni um hvaða lið kæmist á
OL í 'Róm í sumar. Leikar fóru
þannig að Ungverjaland vann
með 2:1. Leikurinn fór fram í
Brno.
Sami maður skoraði bæði
mörkin í leiknum, en það var
miðherjinn Albert. Hann er tal-
inn vera mjög góður leikmaður
og ekki síður stjórnandi fram-
Jinunnar. Ungverjarnir voru mun
betri bæði hvað snerti skipulag
og eins leiknari. iMarkið sem
Tékkarnir skoruðu kom úr ó-
væntu óhlaupi.
Ungverjar unnu leikinn við
Austurríki. og er nú aðeins einn
leikur eftir í þessum keppnis-
hóp, en það er leikurinn á milli
Austurríkis og Tékkóslóvakíu.
I lokin bættu svo blaðastúlk-
urnar við tveim mörkum, og
lauk leiknum með 15:9.
Yfirleitt ráða stúlkurnar yfir
meiri leikni og hraða en áður,
og það sem um munar er að
það eru langtum fleiri sem það
gera en áður. Úngar stúlkur
eru að koma fram sem þegar
hafa náð undra góðum árangri,
og það frá félögum sem áður
hafa naumast eða alls ekki átt
stúlkur af landsliðsflokki, eins
og t.d. F.H. og Víkingur, og
Valur hefur aldrei átt svo
margar ungar efnilegar stúlkur
sem koma til greina í lið eins
og hér áttust við.
Vafalaust er orsökin sú að
u mbatnahdi þjálfun er að ræða
í félögunum og svo ekki síður
þau verkenfi sem stúlkurnar
hafa fengið með því að taka
þátt í Norðurlandsmótunum
undanfarið og þær æfingar sem
þær hafa notið sérstaklega
í sambandi við þær, og sem
þær hafa tekið mjög alvarlega.
Bæði liðin féllu vel saman,
en landsliðið var yfirleitt allan
leikinn öruggara og átti færri
rangar sendingar. Beztar í
landsliðinu voru Rut í mark-
inu, Gerða, Sigriður Sigurðar-
dóttir og Perla. Sigríður Lúth-
ersdóttir skaut of mikið í stað
þess að koma meir með í sam-
leikinn, þá mundi notast betur
hennar ágætu hæfileikar.
í blaðaliðinu voru beztar:
Liselotte, Erla í markinu og
Sylvía Halldórsdóttir. Engin
átti slakan leik.
Þær sem skoruðu fyrir lands
liðið voru: Sigríður Sigurðard.,
4,-Perla og Gerða 3 hvor, Sig-
ríður Lúthersd., 2 og Rannveig
og Sigríður Kjartansid., eitt
hvor. Fyrir blaðaliðið skoruðu:
Sylvía og Liselotte 3 hvor,
ínga, Bergljót og Sigurlína eitt
hvor.
Dómari var Daníel Benja-
mínsson.
Blaðaliðið var þannig skip-
að: Erla ísaksdóttir, KR, Krist
in Pálsdóttir F.H., Liselotte
Oddsdóttir Á, Jóhanna Sig-
steinsdóttir Fram, Ölína Jóns-
dóttir Fram, Bergljót Her-
mundsdóttir Val, Sylvía Hall-
steinsdóttir FH, Sigurlína
Björgvinsdóttir FH, María
Guðmundsdóttir KR, Inga
Magnúsdóttir KR og Brynhild-
ur Pálsdóttir Víking.
Landsliðið vann með níu marka
mun í f jörugum leik
Karlaleikurinn var allan
tímann mjög fjörlega íeikinn
og skemmtilegur, og það góða
við þann var að leikurinn var
ekki harður eða grófur, nema
hvað menn voru of oft sæknir
í ,,líftak“ en það er leyft í ann-
arri íþrótt, og hefur því senni-
lega verið um einhvern mis-
skilning að ræða.
Til að byrja með var leikur-
inn jafn. Einar byrjar á því að
skora fyrir landsliðið, en Örn
jafnar. Pétur Antonsson skor-
ar annað markið, og enn jafn-
ar Örn, og þegar tólf mínútur
voru liðnar af leiknum stóðu
leikar 6:4 fyrir landsliðið. En
þá var eins og blaðaðliðið
missti svolítið tökin á leiknum,
og brátt var talan orðin 10:4.
Blaðaliðinu tókst þó að jafna
svolítið upp á sakirnar í lok
hálfleiksins og munaði aðeins
3 mörkum í hléi og stóðu leik-
ar þá 14:11.
Landsliðið á ágætan leik-
kafla eftir leikhlé og skorar 5
mörk í röð, og standa þá leik-
ar: 19:11.
Þrátt fyrir allan þennan
markamun var leikurinn aldrei
leiðinlegur á að horfa. Blaða-
liðið lék oft vel, þrátt fyrir að
því tækist ekki að skora. Sól-
mundur í marki landsliðsins
varði líka mjög vel, sérstak-
lega þau skot sem voru niðri,
en blaðaliðið gerði of mikið af
því þegar sýnilegt var að Sól-
mundur var ekki eins öruggur
með háu skotin. Annars er
furðulegt hve Sólmundur ver
ennþá, og munu fáir eða eng-
ir hafa verið svo lengi á
,,toppi“ sem hann í íslenzkum
handknattleik.
Bezti maður landsliðsins var
Pétur Ántonsson, en hann er
alltaf i framför. Einar, Sól-
mundur, Karl og Reynir áttu
einnig góðan leik, og í heild
féll liðið vel saman og sama
má segja um blaðaliðið. Þeir
sem skoruðu fyrir landsliðið
voru: Pétur 9, Reynir og Karl
sex hvor, Einar fimm, Birgir
þrjú og Geir tvö.
Fyrir blaðaliðið skoruðu:
Matthías 4, Halldór, Hermann,
Kristján og Stefán þrjú livor,
Hilmar tvö og Heins eitt. —
Dómari var Baldur Benedikts-
son.
Karlmannafatnaður
allskonar
Úrvalið mest
Verðið bezt
Kiörgarður
Laugavegi 59
tJltíma
Það hafa varla verið margir
hinna 800 áhorfenda á leik
Þróttar og Fram í Reykjavikur-
mótinu, sem hafa búizt við sigri
Þróttar. Sú varð þó raunin. því
Þróttur sigraði með 2 mörkum
gegn engu.
Þróttarar sýndu þegar í byrj-
un mikla hörku og ákveðni,
jafnframt því sem þeir sýndu
oft á tíðum ágætt spil, sem þó
fór oft út um þúfur vegna þess
hve völlurinn er enn í slæmu
ástandi.
Sóknartilraunir Framaranna
voru mun hættulegri en Þróttar-
anna og í eitt skipti máttu
Þróttarar þakka fyrir að fá ekki
á sig mark, en það var á 40.
mínútu fyrri hálfleiks, þegar
Björgvin Árnason brunaði upp
og skaut föstu skoti í stöng. f
nokkur skipti önnur skall hurð
nærri hælum, en hættunni jafn-
an bægt frá.
Þróttararnir voru aftur á móti
ekki eins hættulegir innan víta-
teigs Framaranna eins og úti á
vellinum. Nokkur sæmileg' tæki-
færi áttu þeir þó. Snemma í
seinni hálfleik urðu Framarar
fyrir því óhappi að missa einn
af leikmönnum sínum út af
(Guðmund Óskarsson.) og urðu
því að leika 10 til leiksloka.
Þróttur skorar 1:0
Fyrra mark Þróttar skoraði
miðherjinn Jón Magnússon á 11.
mínútu. Knötturinn kom utan af
hægri kanti, yfir til Hauks v,-
útherja, sem var staðsettur inn-
arlega á vellinum Haukur sendi
til Jóns, sem var fyrir opnu
marki og þurfti ekki annað en
að ýta boltanum inn fyrir.
Þróttur bætir við
Á 28. mínútu bætir Þróttur
við marki og útlitið fer að verða
svartara fyrir Fram. Það er Jens
Karlsson, innherji Þróttar, sem
skorar. Hann fékk boltann frá
hægri kanti og skaut góðu skoti
frá vítateig neðst í horn marks-
ins. Gott skot, a.m.k. gjörsam-
lega óverjandi fyrir markvörð
Framaranna.
Þróttararnir koma nokkuð á
óvart með leik sínum svo .sem
fyrr segir. Ekki er ótrúlegt að
þeir séu ekki búnir að segja sitt
lokaorð í þessu móti, heldur
muni berjast til þrautar gegn
þeim liðum, sem þeir eiga eftir
að leika við í mótinu. Leikurinn
hjá liðinu í heild var ekki neitt
meistarastykki. En það var heil-
mikið um kafla, sem lofa góðu.
Njdiðarnir Jón Björgvinsson
(bakvörður) og Haukur Þor-
valdsson (útherji) lofa báðir
mjög góðu. Fyririiði Þróttar og
þjálfari. Baldur „Bill“ Ólafsson.
sem mun vera elzti starfandi
íþróttamaður landsins (bráðum
40 ára) átti mjög góðan leik að
þessu sinni sem svo oft áðuv.
Páll Pétursson og Ómar Magnús-
son voru einnig góðir. Liðið í
heild er mun frískara en í fyrra.
þó einstaka menn skorti nokkuð
á úthald.
Framliðið olli nokkrum von-
brigðum með leik sínum gegn
Þrótti. Áhugamenn um knatt-
spyrnu bjuggust við að Fram og
KR væru líklegust til að bltast
um Reykjavikurmeistaratignina :
ár, en ósigur Fram veikir þá
von mjög. Framarar voru raunar
mjög óheppnir í leiknum að
missa einn sinn bezta sóknar-
mann, Guðmund Óskarsson. út
af snemma í seinni hálfleiknum
og hefur fjarvera hans að vonum
veikt liðið. Enginn af liðsmönn-
um Fram átti virkilega góðan
leik. Þó gerði Rúnar margt vel.
Liðin voru skipuð eftirtöld-
um mönnum:
Þróttur: Þórður Ásgeirsson,
Jón Björgvinsson, Páll Péturs-
son, Baldur Ólafsson, Grétar
Guðmundsson. Eysteinn Guð-
mundsson, Axel Axelsson, Jens
Karlsson, Jón Magnússon, Ómar
Magnússon og Haukur Þorvalds-
son.
Fram: Geir Kristjánsson,,
Steinn Guðmundsson, Birgir
Lúðvíksson, Ragnar Jóhanns-
son, Rúnar Guðmannsson, Hali-
dór Lúðvíksson, Grétar Sigurðs-
son, Guðmundur Óskarsson, Dag-
bjartur Grímsson, Björgvin
Árnason. Baldur Scheving. —■
Dómarinn Guðbjörn Jónsson
dæmdi vel. — b i p —.
Hef
pussningasantl
til sölu.
Sími 23-220
Gunnar Guðmundsson